Leita í fréttum mbl.is

Ertu ađ segja satt, Gylfi? Gögn Seđlabankans gefa annađ í skyn.

Gylfi Magnússon, efnahags- og viđskiptaráđherra, og Már Guđmundsson, seđlabankastjóri, hafa fariđ mikinn í fjölmiđlum í dag viđ ađ verja hin ađframkomnu fjármálafyrirtćki fyrir hinum illa dómi Hćstaréttar og óţrjótandi grćđgi lántaka gengistryggđra lána fyrir réttlćti og sanngirni.  Hefur veriđ međ ólíkindum ađ hluta og lesa ţađ sem frá ţeim tveimur hefur komiđ.  Hrćđsluáróđri í takt viđ Rússagrýlu kaldastríđsáranna hefur veriđ helt yfir landslýđ, sem hlustar mismunandi agndofa á, enda ţykjast margir merkja ađ veriđ er ađ reisa kjarnorkuhelt byrgi í kringum aumingja, veslings fjármálafyrirtćkin og ađframkomna eigendur ţeirra.

Viđ skulum rifja upp, ađ Gylfi Magnússon sagđi sjálfur fyrir nokkrum dögum, ađ fjármálafyrirtćkin fćru létt međ ađ standa af ţér dóm Hćstaréttar, ţó hugsanlega fćru einhver tímabundiđ undir 16% mörk eiginfjárkröfu sem til ţeirra er gerđ.  En nú er komiđ nýtt hljóđ í strokkinn, enda hefur Gylfi efnt til ólöglegra samráđsfunda međ stjórnendum bankanna og passađi sig vandlega á ţví, ađ ţeir sem ekki eru jábrćđur vćru víđsfjarri.

En hvađ er hćft í ţeirri fullyrđingu Gylfa Magnússonar ađ almenningur fengi reikninginn, ef fjármálafyrirtćkin vćru neydd til ađ fara eftir dómi Hćstaréttar.  (Ég get ekki annađ en velt ţví fyrir mér hvađ stjórnvöld hefđu sagt, ef Litháarnir 5 sem dćmdir voru fyrir mansal fyrir ekki löngu hefđu velt ţví fyrir sér í marga daga hvernig ţeir ćttu ađ bregđast viđ fangelsisdómum yfir sér og fengiđ stuđning dómsmálaráđherra viđ ţví ađ komast sem léttast frá fangavistinni vegna ţess ađ hún hefđi íţyngjandi fjárhagsleg áhrif á ţá.)  Jćja, hvađ segja tölur Seđlabankans um hina ógnvćnlegu stöđu bankanna.

Fyrst tölur frá bönkunum sjálfum.  Samkvćmt ársuppgjöri bankanna ţriggja högnuđust ţeir um 80 milljarđa á síđasta ári.  Nam hagnađurinn 30% arđsemi eiginfjár.  Í uppgjöri Íslandsbanka kom fram, ađ bankinn hafi fćrt 11 milljarđa í sérstaka varúđarfćrslu, ţar sem AGS hafi bannađ bankanum ađ tekjufćra gengishagnađ sem varđ til á fyrri hluta síđasta árs.  Ástćđan var ađ ólíklegt ţótti ađ gengishagnađurinn innheimtist!  Ţessi 11 milljarđar voru nálćgt ţví ađ jafngilda helmingi af hagnađi bankans.  Ef líkt hefur veriđ međ hinum veslings bönkunum komiđ, ţá voru nálćgt ţví 36 milljarđar í ţađ heila fćrđir í varúđarfćrslu sem hefđu í eđlilegu árferđi bćst viđ hagnađ bankanna.  Arđsemi eiginfjár hefđi ţví orđiđ 45% og hagnađur um 116 milljarđar, ef AGS hefđi ekki beđiđ um ţessa varúđarfćrslu.

Nćst skulum viđ bera saman upplýsingar um eignasöfn bankanna fyrir og eftir hrun.  Heimildirnar eru excel-skjöl Seđlabanka Íslands međ tímaröđum yfir útlán.  Skođum eftirfarandi töflu:

Seđlabanki Íslands

   

Upplýsingasviđ

   
    

HAGTÖLUR SEĐLABANKANS

   
    

Flokkun útlána, markađsverđbréfa og víxla innlánsstofnana - tímarađir

    

M.kr

des.09

des.08

sep.08

    

Fyrirtćki

1.090.385

1.175.966

2.118.248

      Landbúnađur

11.373

12.743

21.775

      Fiskveiđar

155.639

155.245

209.970

      Námugröftur og iđnađur

229.495

232.701

354.298

         ţ.a. vinnsla landbúnađarafurđa

8.019

7.952

15.353

         ţ.a. vinnsla sjávarafurđa

98.742

102.386

200.252

      Veitur

14.796

15.741

40.734

      Byggingastarfsemi

97.725

97.066

183.355

      Verslun

130.731

156.122

315.592

      Samgöngur og flutningar

14.294

16.679

51.629

      Ţjónusta

436.332

489.667

940.895

Eignarhaldsfélög

306.183

436.556

1.702.795

Heimili

476.012

558.050

1.032.026

      ţ.a. íbúđalán

248.451

299.387

606.494

Óflokkađ

5.068

9.568

136.759

Niđurfćrslur

-105.649

-190.711

-105.068

Samtala

1.772.000

1.989.429

4.884.760

    
    

6   Gengisbundin skuldabréf

   

Fyrirtćki

670.968

799.916

1.441.289

      Landbúnađur

6.243

6.935

12.697

      Fiskveiđar

143.195

146.540

195.542

      Námugröftur og iđnađur

180.696

192.839

282.123

         ţ.a. vinnsla landbúnađarafurđa

5.235

5.534

11.353

         ţ.a. vinnsla sjávarafurđa

92.398

96.560

190.682

      Veitur

3.381

3.544

7.519

      Byggingastarfsemi

35.135

44.007

93.321

      Verslun

62.045

98.575

204.744

      Samgöngur og flutningar

4.493

5.437

36.568

      Ţjónusta

235.780

302.039

608.776

Eignarhaldsfélög

102.465

248.255

1.057.930

Heimili

105.269

135.570

271.950

      ţ.a. íbúđalán

40.505

57.994

107.553

Óflokkađ

1.073

2.353

59.012

Niđurfćrslur

   

Samtala

879.775

1.186.093

2.830.181

 

Efri hlutinn er heildar útlán bankakerfisins til fyrirtćkja, eignarhaldsfélaga og heimila og neđri hlutinn sýnir gengisbundna hluta útlánanna.  Aftasti dálkurinn sýnir stöđuna fyrir hrun, en sá í miđiđ fyrstu tölur yfir útlán nýju bankanna og loks sá fremsti er stađan ári síđar.  Ţetta eru merkilegar tölur. 

Ég hef bara áhuga á gengisbundnu lánunum.  Ţar sjáum viđ fyrst ađ heildarútlán í gengisbundnum skuldabréfum hefur fari úr 2.830 milljörđum í september 2008 niđur í 1.186 milljarđa í desember sama ár.  Munurinn er rúm 58%.  Samkvćmt upplýsingum í októberskýrslu Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, ţá er mismunurinn sá afsláttur sem bankarnir fengu á flutningi innlendra lánasafna gömlu bankanna yfir í nýju bankana.  (Ég sýni ekki lán til erlendra ađila, enda urđu ţau ađ mestu eftir í gömlu bönkunum.)  Gengisvísitalan stóđ í 196,7 stigum  30. september 2008.  Hún stóđ í  216 stigum 31.12.2008 og 233 stigum 31.12.2009. Ţrátt fyrir talsverđa hćkkun gengisvísitölu, ţá hefur verđmćti eignasafna lćkkađ. Ef verđmćtiđ 30.9.2008 er framreiknađ miđađ viđ gengisvísitölu til hinna dagsetninganna, ţá fćst ađ 2.830 milljarđar eru orđnir 3.118 milljarđar 31.12.2008 og 3.364 milljarđar 31.12.2009.  Mismunurinn 31.12.2008 á uppreiknuđu verđi og bókfćrđu verđi er 1.932 milljarđar kr. og 2.484 milljarđar 31.12.2009.

Flestir sem eru međ lán hjá bönkunum hafa líklegast tekiđ eftir ţví, ađ höfuđstóll skulda ţeirra hefur veriđ reiknuđ upp ađ fullu á greiđsluseđlunum.  Ég hef talađ viđ mjög marga undan farna 17 mánuđi, bćđi vegna eigin skulda og fyrirtćkja.  Allir segja ţá sömu sögu:  Ţrátt fyrir ađ lánasöfn hafi veriđ fćrđ frá gömlu bönkunum til ţeirra nýju á verulegum afslćtti, ţá hefur gengisbundinn höfuđstóllinn sífellt hćkkađ!  Ţetta er í mikilli mótsögn viđ ţađ sem kemur fram í gögnum Seđlabankans.  Skýringin á ţessu getur bara veriđ ein:  Bankarnir fćra kröfur á viđskiptavini í bókum sínum á einhverju allt öđru gengi, en sýnt er á greiđsluseđlum.  Ţetta gengi er líklegast nćr ţví ađ vera á gengisvísitölunni 100 en 233 eins og gengisvísitalan stóđ um áramót.  Líklegast er ađ bankarnir skrái kröfur á gengi lántökudags í bókum sínum og eru ţví ţegar búnir ađ bregđast viđ dómi Hćstaréttar í bókhaldinu, ţó ţeir reyni allt til ađ fá sem mest út úr hverri einustu kröfu.  Ţess vegna var hagnađur bankanna jafnmikill og raun bar vitni ţrátt fyrir mikil vanskil lána.  Ţađ ţarf svo lítiđ til ađ fá hagnađ af gjalddagagreiđslu.

Ađ sjálfsögđu eru bankarnir búnir ađ fara í grimmar afskriftir hjá mörgum fyrirtćkjum.  Í flestum tilfellum hafa ţeir leyst fyrirtćkin til sín, en um leiđ hafa ţeir fćrt útistandandi kröfur niđur í viđráđanlega upphćđ, sem ađ öllu líkindum er í nánd viđ gengi á lántökudegi.

Hvert er ţá vandamál bankanna?  Jú, ţađ er fjármögnunin. Bankarnir eru nćr eingöngu fjármagnađir af innlánum og síđan eiginfjárframlagi.  Skođum innlán ţeirra samkvćmt tölum Seđlabankans:

Seđlabanki Íslands

   

Upplýsingasviđ

   
    

HAGTÖLUR SEĐLABANKANS

   
    

Innlánsstofnanir

   

Atvinnugreinaflokkun innlána - Tímarađir

  

M.kr

des.09

des.08

sep.08

Innlán, alls

1.660.069

1.704.222

3.123.293

Innlendir ađilar, alls (liđir 1-9)

1.580.424

1.600.881

1.413.423

1  Veltiinnlán í íslenskum kr.

449.234

492.500

400.298

2  Gengisb. veltiinnlán

37.670

29.803

26.951

3  Peningamarkađsreikningar

201.447

109.537

235.989

4  Óbundiđ sparifé

360.403

379.134

157.521

5  Verđtryggđ innlán

217.709

255.747

170.848

6  Orlofsreikningar

6.644

7.344

4.678

7  Innlán v/viđbótarlífeyrissparnađar

74.011

62.259

50.488

8  Annađ bundiđ sparifé

95.530

100.535

247.299

9  Innl. gjaldeyrisreikningar

137.776

164.022

119.339

Erlendir ađilar, alls

79.645

103.341

1.709.870

Lágvaxta innlán eru veltuinnlánin, gengisbundin veltuinnlán, óbundiđ sparifé og innlendir gjaldeyrisreikningar.  Samtölur ţessara innlána eru  985/1.065/704 milljarđar í lok ţessara ţriggja ársfjórđunga.  Já, lágvaxta innlán bankanna 31.12.2009 voru ríflega 105 milljörđum hćrri en gengistryggđ útlán.  Ég hef engar forsendur til ađ meta vaxtamuninn, en hann er örugglega bönkunum í hag, ţar sem mjög verulegur hluti gengisbundinna útlána er í hávaxtamyntum, ţ.e. evrum og dollurum, en ekki jenum og frönkum.  Síđan má ekki gleyma ţví ađ LIBOR vextir eru í lágmarki núna og óraunhćft ađ miđa ávöxtun til framtíđar viđ núverandi stöđu LIBOR.

Ég tel mig í ţessari fćrslu hafa sýnt fram á tvennt:  1)  Bankarnir eru ţegar búnir ađ gera ráđ fyrir leiđréttingu gengisbundinna lána niđur í gengi á lántökudegi; 2)  Lágvaxta innlán bankanna eru meiri en gengisbundin útlán eins og ţau eru skráđ í bókum bankanna.  Ţađ getur vel veriđ ađ gengismunurinn á ţessu tvennu sé ekki nćgur sem stendur, en ţađ er nokkuđ sem bankarnir stjórna.

En svona í lokin, ţá er rétt ađ halda ţví til haga, ađ hvorki seđlabankastjóri né ráđherra lögđu til ađ komiđ vćri í veg fyrir ađ gengistryggingin yrđi rofin og höfuđstóll lánanna tćkju miđ af upphaflegum höfuđstóli eins og hann hefđi aldrei veriđ gengistryggđur.  Ummćli ţeirra snúast eingöngu um hvort bankarnir ráđa viđ fjármögnunarkostnađ vegna lánanna eftir ađ búiđ vćri ađ taka af ţeim stćrsta tekjupóstinn, sem var gengishagnađurinn.  Mér finnst ţađ aftur ábyrgđarhluti hjá ţeim báđum ađ leggjast í ţessa vörn fyrir fjármálafyrirtćkin áđur en fullreynt er hvort hćgt sé ađ ná samkomulagi um málalok.


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvernig hćgir ţađ uppbyggingu ađ almenningur og fyrirtćki hafi meira milli handanna?

Stundum er alveg óborganlegt ađ lesa eđa heyra rökstuđning manna fyrir töpuđum málstađ.  Nú koma seđlabankastjóri og efnahags- og viđskiptaráđherra og segja ađ ţađ mundi hćgja á uppbyggingu ef almenningur og fyrirtćki hafi meira á milli handanna.  Höfum í huga ađ ţessir sömu menn bentu á ţađ um daginn, ađ bankarnir vćru stútfullir af peningum sem ţeir ćttu í erfiđleikum međ ađ koma út.  Seđlabankastjóri taldi ţađ vera vegna ţess ađ bankarnir hefđu ekki náđ ađ ávinna sér traust.

Ég er sannfćrđur um ađ uppbyggingin verđi hrađari, ef fjármunir almennings og fyrirtćkja fara í neyslu og veltu í stađinn fyrir ađ safnast fyrir inni í bönkunum.

Skýring á ţessum áhyggjum ráđherra og bankastjóra má líklega rekja til ţess, ađ búiđ er raska ţví jafnvćgi sem stjórnvöld hafa samiđ um viđ AGS.  Ţađ var nefnilega búiđ ađ stilla upp ţví sjónarspili, ađ kröfuhafar vćru ađ veita afslátt til nýju bankana, ţegar í reynd var bara veriđ ađ búa til bókhaldsflćkju.  Lánasöfn voru fćrđ međ afslćtti til nýju bankanna sem síđan reyna ađ innheimta ţau ađ fullu.  Međ ţví myndast hagnađur sem hćgt er ađ borga út í formi arđs til kröfuhafa sem jafnframt teljast eigendur.

Mín trú er sú, ađ peningunum er betur komiđ fyrir í höndum almennings og fyrirtćkja.  Ţannig mun uppbyggingin verđa hrađari.


Umrifjun á fćrslu frá ţví í janúar: FME tekur ekki afstöđu til gengistryggđra lána

Mig langar ađ rifja hér upp hluta af fćrslu minni frá 26. janúar í ár.  Hún er um svar FME til Hagsmunasamtaka heimilanna viđ fyrirspurn samtakanna um lögmćti gengistryggđra lána.  Í ljósi ásaka sem ganga á milli FME og Neytendastofu, ţá er svar FME ákaflega áhugavert.  Svo tók 7 mánuđi ađ fá svariđ.  En hér er fćrslan:

FME tekur ekki afstöđu til gengistryggđra lána - Tekur FME afstöđu til nokkurs?

Hagsmunasamtök heimilanna sendu Fjármálaeftirlitinu fyrirspurn um lögmćti gengistryggđra lána 18. maí 2009.  Sjö mánuđum síđar, eftir nokkrar ítrekanir kom svar.  Ţađ er sem hér segir:

Beiđni Hagsmunasamtaka heimilanna felur í sér ađ Fjármálaeftirlitiđ veiti lagalega álitsgerđ um lögmćti gengistryggđra skuldabréfa.  Fjármálaeftirlitiđ  bendir á í ţví sambandi ađ hlutverk ţess er ađ fylgjast međ ţví ađ starfsemi eftirlitsskyldra ađila sé í samrćmi viđ lög og reglur og ađ öđru leyti í samrćmi viđ eđlilega og heilbrigđa viđskiptahćtti, sbr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit međ fjármálastarfsemi.  Ţađ samrćmist ekki hlutverki Fjármálaeftirlitsins ađ veita lagalega álitsgerđ til Hagsmunasamtaka heimilanna.  Ţá er Fjármálaeftirlitinu ekki faliđ úrskurđarvald í einstökum ágreiningsmálum eđa sker úr um réttindi og skyldur ađila ađ einkarétti eđa ágreiningi um sönnun málsatvika.

Ţetta er heljarinnar réttlćting hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir ţví ađ hafa stađiđ hjá međan íslensk fjármálafyrirtćki hafa vađiđ yfir íslensk lög á skítugum skónum.  Fyrir utan ađ FME fer í nokkra andstöđu viđ sjálft sig.  Í svarinu segir nefnilega "ađ hlutverk [FME] er ađ fylgjast međ ţví ađ starfsemi eftirlitsskyldra ađila sé í samrćmi viđ lög og reglur og ađ öđru leyti í samrćmi viđ eđlilega og heilbrigđa viđskiptahćtti".

Ég verđ ađ viđurkenna, ađ allt of margt í starfsemi fjármálafyrirtćkja undanfarin ár á ekkert skylt viđ "eđlilega og heilbrigđa viđskiptahćtti".  Ef hagsmunasamtök, eins og Hagsmunasamtök heimilanna, geta ekki vísađ til FME máli, ţar sem efast er um ađ "starfsemi eftirlitsskyldra ađila sé í samrćmi viđ lög og reglur" vegna ţess ađ "[ţ]ađ samrćmist  ekki hlutverki Fjármálaeftirlitsins ađ veita lagalega álitsgerđ" til samtakanna, ţá skil ég ekki hverjir eiga ađ geta leitađ til FME um álitamál.  Eru ţađ bara fjármálafyrirtćkin sem mega leita til FME?

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

En hvorki talsmađur neytenda eđa Hagsmunasamtök heimilanna

Já, ţetta er fróđleg upptalning á ţeim sem sátu fund um áhrif dóms Hćstaréttar: Viđskiptaráđherra, bankastjórar viđskiptabankanna, framkvćmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtćkja og ađrir ađilar sem dómar Hćstaréttar um ólögmćti gengistryggingar lánasamninga...

Umrćđa á villigötum

Pétur H. Blöndal verđur seint sakađur um ađ tala ekki skýrt. Vandinn viđ hann er einstrengingsleg afstađa hans til hlutanna, sérstaklega ţegar kemur ađ verđtryggingunni. Morgunblađiđ birtir í dag ítarlegt viđtal viđ Pétur og er ţađ á margan hátt mjög...

Ekki benda á mig segir FME

Nú er komin í gang áhugaverđur leikur sem heitir "Ekki benda á mig". Pressan sendi fyrirspurn á forstjóra FME varđandi gengistryggđu lánin sem fóru framhjá stofnuninni. Í svarinu segir m.a.: Fjármálaeftirlitiđ hefur eftirlit međ ţví ađ starfsemi...

Ţađ, sem ekki er breytt međ dómi, stendur óbreytt

Ég er ekki löglćrđur mađur og misskil stundum lögin. Ţrátt fyrir ţađ hefur mér tekist ađ hafa rétt fyrir mér varđandi ýmislegt. T.d. var ég fyrstur til ađ benda á hér í vefheimum ađ gengistrygging vćri ólögleg. Nú langar mig ađ skjóta aftur og sjá hvort...

Út í hött ađ verđtryggja lánin. Engin lausn ađ fara úr einum forsendubresti í annan.

Er línan frá Samfylkingunni núna ađ verđa ljós? Fyrst vildi Árni Páll Árnason, félagsmálaráđherra, verđtryggja bílalánin međ 15% refsingu og núna vill Mörđur Árnason verđtryggja öll fyrrum gengistryggđ lán. Hafa ţessi menn ekki lesiđ stefnuyfirlýsingu...

Fréttatilkynning frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna gengistryggđra lána

Mig langar ađ birta hér fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna viđbragđa fjármálafyrirtćkja viđ dómi Hćstaréttar um gengistryggđ lán auk leiđbeininga til lántaka. --- Fréttatilkynning frá Hagsmunasamtökum heimilanna v egna gengistryggđra...

Svar Hagsmunasamtaka heimilanna viđ erindi efnahags- og viđskiptaráđuneytis um međferđ gengistryggđra lána

Hér fyrir neđan birti ég svör Hagsmunasamtaka heimilanna viđ fyrirspurn frá efnahags- og viđskiptaráđuneyti um međferđ gengistryggđra lána. --- Ályktun stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna um málsmeđferđ gengistryggđra lána eftir niđurstöđu Hćstaréttar í...

Samningsstađa NBI er ekki góđ, ţađ er aftur geta bankans til ađ semja.

Samkvćmt frétt á ruv.is, ţá segir Steinţór Pálsson, bankastjóri NBI, samningsstađa bankans sé góđ. Hvernig dettur manninum í hug ađ samningsstađa bankans sé góđ? Hún er ömurleg. Bankinn tók yfir ólögleg lán frá Landsbankanum og bćđi Hérađsdómur...

Ótrúlegur misskilningur um áhrif vaxtalaga

Mér virđist vera í gangi einhver misskilningur um áhrif vaxtalaga nr. 38/2001 á vaxtakjör hinna fyrrum gengistryggđu lána. Í Fréttablađinu í dag eru vangaveltur um ađ menn geti notađ vexti Seđlabankans. Ţađ er ekkert í vaxtalögunum sem leyfir ţađ á...

Skuldauppgjör er einfalt í mínum huga - Öll gengistryggđ lán undir

Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig skuldauppgjör ćtti ađ fara fram ef gengistrygging yrđi dćmd ólögleg, eins og gerđist sl. miđvikudag. Ég hef jú haft í rúmt ár ţá bjargföstu trú ađ gengistryggingin vćri ólögleg og ađ dómstólar gćtu ekki komist ađ...

Eru gengistryggđ lán ólögleg? - Endurbirt fćrsla frá 17.4.2009

Í tilefni dóma Hćstaréttar frá 16. júní um lögmćti gengistryggingarinnar, ţá má ég til ađ endurbirta fćrslu mína frá 17. apríl á síđasta ári. Eru gengistryggđ lán ólögleg? Í lögum nr. 38/2001 um vexti og verđbćtur er í greinum 13 og 14 fjallađ um...

Virđingarverđ fyrstu viđbrögđ SPRON og Frjálsa - Landsbankinn í afneitun

Ég get ekki annađ en fagnađ ţessum fyrstu viđbrögđum SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans viđ dómi Hćstaréttar. Fyrirtćkin, sem hafa setiđ undir ámćli um ađ gera ekkert og hlusta lítiđ á viđskiptavini sína, hafa núna tekiđ virđingarvert skref til móts...

Enginn ađ reyna ađ forđast ađ greiđa ţađ sem rétt er - Leikjafrćđin brást fjármálafyrirtćkjunum

Ég vona innilega ađ í eftirfarandi tilvitnun í frétt mbl.is sé eitthvađ rangt haft eftir viđmćlanda: „Ţessi dómur snýr ađallega um formsatriđi málsins ţannig ađ ţađ er vafasamt ađ ţađ sé hćgt ađ draga af honum víđtćkar ályktanir. Ég held ađ ţađ...

Ţađ voru ţrír dómar í dag - Úrskurđur í máli NBI gegn Ţráni stađfestur

Athygli fólks hefur í dag veriđ á bílalánadómunum tveimur sem féllu í Hćstarétti, en ennţá stćrri dómur féll líka í dag. Ţađ var í máli NBI gegn Ţráni ehf., ţar sem NBI krafist gjaldţrotaskipta á Ţráni ehf. Hérađsdómur hafnađi í úrskurđi sínum 30. apríl...

Almenningur á inni afsökunarbeiđni frá stjórnvöldum

Í heil 9 ár hafa veriđ í gildi lög nr. 38/2001 um vexti og verđbćtur. Ţessi lög tiltóku skýrt og greinilega ađ eina verđtrygging sem heimil vćri á Íslandi vćri samkvćmt vísitölu neysluverđs og hlutabréfavísitölum innlendum og erlendum. Ţrátt fyrir ţetta...

Hćstiréttur sammála Hagsmunasamtökum heimilanna - Gengistrygging er óheimil

Ég segi bara: Til hamingju međ daginn. Hćstiréttur Íslands hefur kveđiđ upp ţann dóm ađ samkvćmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verđbćtur sé óheimilt ađ binda lán í íslenskum krónum viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla. Sjá dómana hér: 92/2010...

Hćstiréttur kveđur upp dóma um gengistryggingu í dag

Ég vil vekja athygli á ţví ađ Hćstiréttur mun kveđa upp dóma í tveimur bílalánamálum í dag. Dómarnir verđa birtir á vef réttarins k. 16.00 og verđur ađ finna hér . Ég mun ađ sjálfsögđu fjalla um dómana síđar í dag. Málin sem um er ađ rćđa eru: 92/2010...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband