Leita í fréttum mbl.is

Ja hérna, er kreppunni lokið!

Öðruvísi mér áður brá.  Kreppunni lokið með allt upp í loft.  Þýðir þetta þá að AGS er að fara heim?

Skoðun AGS á dómi Hæstaréttar kemur mér ekki á óvart, þar sem Franek Rozwadowsky greindi okkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna frá skilningi sjóðsins á dómnum sl. föstudag.  Við bentum Franek á að sjóðurinn hafi fengið dapra lögfræðiráðgjöf varðandi þetta efni.  Dómurinn hafi úrskurðað um þrennt: 1) leigusamningar eru lánasamningar; 2) gengistrygging er ólögleg; 3) samningarnir skulu að öðru leiti halda.

Ég verð þó að fagna því sem haft er eftir fulltrúum AGS um skuldavanda heimilanna.  Í frétt mbl.is segir: 

Fulltrúar AGS á Íslandi fagna lögum um aðstoð við fjölskyldur í skuldavanda sem samþykkt voru í síðustu viku. Meira þarf þó að gera til að bregðast við vandanum.

Sýnir þetta að AGS hlustaði á þennan hluta í málflutningi okkar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, enda tel ég að við höfum lagt fram haldgóð rök fyrir því.

Meira um þennan fund síðar, þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

 


mbl.is Kreppunni lokið segir AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, Marínó og skuldir þínar eru greiddar. Þér er fyrirgefið. Nú verður þú að mæta í musteri Samfylkingar og biðja a.m.k. einu sinni á dag.

Sigurður Þorsteinsson, 28.6.2010 kl. 14:53

2 identicon

Þeir fara fyrst heim þegar við hættum að lána pening frá þeim, og við höfum borgað lánin til baka með vöxtum.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 15:33

3 Smámynd: Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir

Já er þá ekki bara allt í fína eða hvað. Almáttugur hvað ég er reið, já reiðari en andskotinn. Hvað vita þessir menn um venjulega íslendinga, ha. Þetta snýst um réttlætiskennd allra, nema what sagði Didda eftir Guðberg. Ég hef tapað í fjármálakerfi bankanna, á ekki neitt og skulda ekki neitt, en ég er fjúkjandi reið, vegna stöðu heimilanna.

Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 28.6.2010 kl. 17:30

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Já, þessar "tæknilegu forsendur" eru oft einkennilegar.

Ég verð þó að virða það við þá, að þeir fóru eftir ábendingum okkar og rökum um að staða heimilanna væri ennþá ekki nógu góð.

Marinó G. Njálsson, 28.6.2010 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1673421

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2023
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband