Leita í fréttum mbl.is

FÚSK

Ég fékk póst frá manni í kvöld sem er orðinn ákaflega þreyttur á stjórnvöldum og fjármálakerfinu.  Mér finnst að það sem hann sagði eigi erindi til fleiri og fékk því góðfúslegt leyfi hans til að birta  að eigin vali úr því sem hann ritaði.  Hér kemur það.

FÚSK - FÚSK - FÚSK

Það er bara til eitt orð yfir stjórn og fjármálakerfið hér og það er: FÚSK

Pétur Blöndal var eitthvað að tala um að erlendir fjárfestar misstu trú á íslendingum. Það er skaði sem er löngu orðinn og nú skilur maður svo vel af hverju. Þetta heimóttarlega lið fer út í heim og þykist ætla að eiga viðskipti með tugi og hundruð milljarða. Það eina sem hefur gerst er að menn hafa stolið fjármunum frá erlendum bönkum og svo ætla þeir í ofanálag að stela meiru af landsmönnum sjálfum. Fúskið og aulahátturinn er svo yfirgengilegur að maður á vart til orð. Eigum við að fara að treysta þessu liði fyrir því að reka banka. Ég held nú síður. Finna þarf fólkið sem hefur snefil af auðmýkt í hjarta og meira en hálfa hugsun í kollinum. Sjáið hvernig þeir taka á erindum hjá FME og fleirum. Hvað er þetta annað en fúsk?

Nú hef ég fengið að sjá nokkuð af þessum gengistryggðu lánasamningum. Þeir eru ótrúlegt fúsk. Yfirlýsingar Gylfa Magnússonar eru í mótsögn aftur og aftur og hreint fúsk. Yfirlýsingar Seðlabankastjóra eru fúsk. Hvað eru þessir herramenn að opna trantinn með þetta fúsk sitt? Bankarnir keppast nú við að bæta skaðann með því að lýsa því yfir að þeir þoli afleiðingar dóms Hæstaréttar. AGS voru búnir að gefa það út að þeir hefðu fengið 600 milljarða svigrúm fyrir heimilin og 2800 milljarða fyrir fyrirtækin. Hvar er allt þetta svigrúm núna? Það virðist ekki rata eitt einasta satt orð af munni þessara manna.

Kristinn "Sleggja" Gunnarsson ryðst fram á ritvöllinn og fúskar sem aldrei fyrr. Hann er einn af þeim sem greiddi atkvæði með lögum 38/2001. Það er algjörlega augljóst að hann var ekki starfinu vaxinn því hann vissi ekki hverju hann var að greiða atkvæði. Enn og aftur fúsk og til allrar hamingju komst hann ekki aftur á þing.

Nú þurfa hausar að fjúka takk. Fúskarana út úr kerfinu. Þetta eru afleiðingar vina, pólitískra og ættingjaráðninga í háar stöður. FÚSK.

Ég er ekki brjálaður, ég er bara með æluna í kokinu yfir þessu eilífa fúski landa minna. Hvað með ykkur? Eigum við að láta bjóða okkur meira fúsk í stjórnsýslu og fjármálakerfi? Af hverju er þessi fúskari sem er talsmaður Samtaka fjármálafyrirtækja ekki búinn að segja af sér? Hann vissi vel að gengistryggðar verðbreytingar væru ólöglegar. Gerði hann eitthvað í málinu? Nei, hann fúskaði bara. Ég er orðinn algjörlega samsinntur þeim sem vilja kæra persónur og leikendur. Kæra fúskarana og láta þá standa frammi fyrir því að missa aleiguna. Ég hef fengið nóg af vanhæfum lygurum á háum launum.
 

----

Ég verð bara að segja eins og er, að síðustu dagar hafa fengið mig til að hugsa á líkum nótum.  Undanfarna tvo daga hef ég setið sveittur við að svara órökstuddum ummælum háttvirts efnahags- og viðskiptaráðherra, sem keppist við að gleyma öllu sem hann segir.  Þetta er sami maður og stóð á Austurvelli í janúar 2009 og talaði um að það glitti í löngutöng.  Og þetta er sami maðurinn og sagði á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna í september:

Í þessu tilviki er uppi réttarágreiningur. Úr honum skera dómstólar. Þegar úrskurður dómstóla liggur fyrir, þá fara menn að sjálfsögðu eftir honum. Það er bara einfaldlega þannig sem að réttarríkið virkar.

Og nú liggur úrskurður dómstóla fyrir, hvað gerist þá?  Jú, vegna þess að ráðherrann var tekinn í bólinu og hefur líklegast samið af sér við endurreisn bankanna vegna þess að hann hlustaði ekki á aðvaranir, þá skal ekki farið eftir dómi Hæstaréttar heldur reyna eftir öllum leiðum að komast hjá því.  Og hvers vegna?  Jú, vegna þess að hann er hræddur um að dómur Hæstaréttar leiðrétti stöðu lántaka meira en góðu hófi gegnir.  Vegna þess að áhrifin af dómi Hæstaréttar eru honum ekki að skapi.

Gylfi, við sjáum löngutöng vel núna.  Það er ekki sú sem þú talaðir um.  Ég held ég viti hver á hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þið tveir eruð sko ekki þeir einu sem eru komnir með "fúskóþol" á háu stigi

Haraldur Rafn Ingvason, 25.6.2010 kl. 01:10

2 identicon

Ég tek undir þetta bréf af öllu leyti. Held að eitthvað myndi heyrast ef ég fúskaði svona í mínu fagi. Svo vil ég þakka þér Marinó fyrir frábærar greinar og skýringar á skuldamálum. Þú átt mikið lof skilið fyrir þitt framtak.

Ég sá eftirfarandi á vef RÚV áðan:

"Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA sagðist ekki telja að það væri stjórnvalda að velja leiðir í þessu sambandi, fjármálafyrirtækin ættu að finna leið sem skynsamlegt væri að vinna eftir og stjórnvöld myndu síðan styðja"

Og ég spyr: hvers vegna ættu stjórnvöld að styðja þær hugmyndir sem koma frá fjármálastofnunum? Voru þessar hinar sömu ekki dæmdar í hæstarétti fyrir að veita fólki lán á kjörum sem reyndust ólögleg? Er það hlutverk stjórnvalda að styðja við bakið á stofnunum sem hafa orðið uppvísar af því að stunda ólöglega starfshætti, að því er virðist vitandi vits? 

En er það ekki hlutverk umboðsmanns neytenda að skoða slíka gerninga og hafa eftirlit með því að fjármálafyrirtæki fari að lögum? Væri ekki nær að hann hefði eftirlit með því að ekki verði hallað á neytandann og helst haldi úti upplýsingasíðu fyrir almenning? Því þegar allt kemur til alls þá er þetta fyrst og fremst neytendamál, þó svo að sumir vilji gera þetta að einhverju hápólitísku deilumáli. 

HA (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 02:04

3 identicon

er ekki ástæða til að athuga hvort þessi lánafyrirtæki tóku raunveruleg erlent lán til að endurlána aftur í íslenskum krónum, finnst það skipta soldið mikið máli, en finnst eðlilegast að farið yrði milliveginn, 8% vextir frá lántöku

hk (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 02:06

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mér finnst eðlilegast að farið sé að lögum og eftir dómi Hæstaréttar. Þar fyrir utan þarf að koma þessari verðtryggingu á. Ég held að loksins séu Íslendingar búnir að fá nóg af einhliða okri fjármálastofnana og tími komin til þess að þær skilji að krónur okkar í húsunum verði jafnverðmætar og þeirra krónur í eigum okkar. Burt með tvo gjaldmiðla á Íslandi. Annað hvort verða allir með venjulegar krónur eða við fáum eitthvern annan gjaldmiðil.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 25.6.2010 kl. 05:47

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Verðtryggingu af átti þetta að vera.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 25.6.2010 kl. 05:47

6 Smámynd: Edda Karlsdóttir

hk telur rétt að farið verið "milliveginn" og 8% vextir verði frá lántöku!! Hvers vegna í ósköpunum á að fara einhvern milliveg þegar búið er að dæma í þessu máli?  Allir lánasamningar eru með ákveðnum vöxtum og þeir eiga bara að standa!!!

Bankarnir buðu þessi lán eins og hverja aðra vöru sem sett er á markað, búið er að kveða upp dómsúrskurð um ólögmæta þátt vörunnar en það sem eftir stendur er í lagi. Þarf virkilega að ræða það nánar?   

Marinó, þú er ekki einn um það að vera kominn með æluna upp í háls af þessu öllu saman, við erum mörg í þeim hópi.

Edda Karlsdóttir, 25.6.2010 kl. 07:29

7 identicon

Það þarf að taka kr úr höndum ríkis og bankamenn hér og koma stöðugari gjladmiðills til landsins annars heldur þessi klíka áfram að ráð og hræða fólk með gengis og vakta hótunum.

"Ísland í útrás og burt með klíkuna".

ÞH

Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 10:05

8 identicon

Merkilegt er að viðskiptaráðherra verður ekki hið einasta uppvís að 180° beygju frá því hann tók þátt í byltingunni, heldur talar hann þvert ofan í alla þrjá stóru bankana um stöðu þeirra gagnvart hæstaréttardómum ?
Allir þrír hafa gefið út yfirlýsingar um eigin stöðu miðað við að málið fari þannig að samningar muni standa hvað vexti þeirra varðar, og allir þrír segjast mundu standa þetta af sér án vandræða. Að ekki sé talað um furðuleg ummæli seðlabankastjóra um afleiðingar málsins ?
Fyrst var dómurinn eiginlega bara jákvæður fyrir efnahagskerfi landsins að sögn viðskiptaráðherra, nú "verður ekki unað við samningsvexti" eins og hann sagði á Alþingi í gær. Hvað á maðurinn við ?
Upphaflega voru gefnar út yfirlýsingar um afskiftaleysi ríkisstjórnar í málinu, nú hrærir hinsvegar viðskiptaráðherra í pottinum þannig að gusurnar fara í allar áttir.
Þoli bankarnir að dómnum verði fullnægt, hvað gengur ríkisstjórninni til ? Hefur Deutsche Bank kippt í strengina á brúðunni ?
Svo þetta "sanngirnismál", að hvaða leyti snerist dómurinn um það ? Er virkilega þörf á að búa til eða ala á einhverskonar stéttarskiftingu lánþega þegar æðsta dómsstig hefur sagt sína skoðun á ákveðnum þætti samnings ? Svo vísar viðskiptaráðherra í lagagreinar sem ekki virðast koma málinu við einu sinni.
Eiginlega dettur manni helst í hug að ríkisstjórnin sé að gera sér ljóst að einhverskonar stórkostleg mistök hafi átt sér stað við endurreisn bankanna og nú eigi að hylma yfir með öllum mögulegum hætti.
Þetta er ekki sérlega traustvekjandi framkoma.

Georg Friðriksson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 10:12

9 identicon

Ég er líka löngu komin með upp í kok http://blog.eyjan.is/jonaingibjorg/2010/06/24/upp-i-kok/

Ég vona svo heitt og innilega að þessu fjármálafúski og tilheyrandi skaði gagnvart almenningi fari að ljúka.

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 11:06

10 identicon

Getur einhver útskýrt fyrir mér. Í stað þess að hringja í lögregluna og leggja fram kæru og krefjarst rannsóknar þá kalla stjórnvöld krimmana á samráðsfundi allra hugsanlegra nefnda og stofnana?

Er það bara ég sem er svona skrítinn að finnsta þetta sjúklegt?

sr (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 11:22

11 identicon

Tek undir með "sr" hér að ofan. Hvernig getur það gengið að lögbrjótar eru kallaðir inn á fundi til að spá í viðbrögðum við eigin lögbroti?

Mér finnst það stórfurðulegt!

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 11:35

12 identicon

Það ætti að vera að fara fram glæparannsókn á þessum erlendu lánum þar sem að þetta er sennilega eitt af stærstu fjársvikamálum sögunnar!

Ég vil fá Gylfa Magnússon úr embætti strax! Ég treysti ekki svona lygahundi til að taka þátt í stjórn míns lands.

Það sýnir sig núna betur en aldrei fyrr að það hefur EKKERT breyst af hruninu eða skýrslu rannsókarnefndar.

Kristján Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 12:05

13 identicon

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru svo undarleg að það hlýtur að eiga sér einhverja skýringu. Eftir dóminn sagði ríkisstjórin að hún myndi ekki skipta sér af málinu; dómur Hæstaréttar stæði. Örfáum dögum síðar segja ráðherrar svo að það sé óeðlilegt að lántakendur eigi að halda þeim vöxtum sem þeir voru búnir að semja um og að lánin eigi að vera verðtryggð. Ekki nóg með það, heldur er fjármálafyrirtækjunum selt sjálfdæmi í málinu - sömu fyrirtækin og var búið að dæma í Hæstarétti!

Þetta er ekki eðlilegt. Mér finnst full ástæða til að skoða hvort fjármálafyrirtækin séu með einhverjar þvinganir á einstaka stjórnmálamenn, köllum það innköllun á greiðum en það væri hægt að viðhafa sterkari orð.

Karl Pálsson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 12:08

14 identicon

Mikið er ég fegin að sjá þessar athugaemdir, ég var farin að halda að ég væri ein um að finnast það óeðlilegt að þeir sem hafa verið dæmdir sekir um ólöglegan gjörning eigi sjálfir að ákveða hvernig þeir bregðast við dómnum!  Þessu halda ráðherrar þessa lands fram alveg blákaldir eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á þetta rugl engan endi að taka?

Björk (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 15:33

15 Smámynd: Elle_

Ég er sammála fjölda punkta að ofan.  Já, hví hefur formaður samtaka fjármálafyrirtækja ekki sagt af sér??  Og hvers vegna hefur hann ekki verið kærður??  Og hví er verið að funda með lögbrjótunum en ekki þeim sem málið unnu???   Já, málið er fjársvikamál, stærðar fjársvikamál og ætti að rannsaka sem slíkt.  Ég vil líka lygahundinn Gylfa Magnússon úr embætti strax.  Og alla hina aumu ríkisstjórn.  Himinháar sektir verði settar á bankana og bílalánafyrirtækin fyrir lögbrot og fari sektirnar beint í skaðabótasjóð fyrir illa stadda skuldara vegna ólöglegu ránlánanna og bílalánafyrirtækin verði keyrð í þrot.  Og að lokum þarf að kæra allt þetta þjófalið. 

Elle_, 25.6.2010 kl. 17:03

16 identicon

Hef sagt það áður og segi það aftur, að leyfa fjármálafyrirtækjunum að endurreikna lánin eftir dóminn er eins og að segja dæmdum nauðgara að ákveða hvað þolandinn á að fá í miskabætur.

Og að ríkisstjórninn og þingheimur allur sem er sökunautur lánastofnana í þessu bralli, vitandi vits að þetta var ólöglegt frá upphafi, eru engu betri matsmenn í málinu.

Alfred Styrkársson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1678163

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband