Leita í fréttum mbl.is

Vörslusviptingar og dómar Hæstaréttar 16/6/2010

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, skrifar pistil á Pressunni um vörslusviptingar.  Þar fer hann yfir að það sé réttur fjármögnunarleigu að vörslusvipta umráðamann bifreiðar bifreiðinni ef vanefndir verða á samningi.  Ég ætla ekki að ræða um allt sem Brynjar fjallar um en verð þó að ræða tvö atriði. 

Brynja vitnar m.a. til tveggja dóma Hæstaréttar nr. 92/2010 og 153/2010 frá 16. júní 2010 og segir dómana ekki fordæmisgefandi fyrir "leigusamninga", þar sem þeir hafi snúist um ágreining vegna gengistryggingar.  Orðrétt segir Brynjar:

Ákvæði samningsins um gengistryggingu var vikið til hliðar en önnur ákvæði héldu gildi sínu.

Þetta er bara ekki rétt og er sorglegt að Brynjar skuli snúa á þennan hátt út úr dómunum.

Hæstiréttur tók á nokkrum álitaefnum í dómum sínum.  Eitt þeirra var hvort um lán eða leigu væri að ræða.  Fer rétturinn nokkuð ítarlega í þetta atriði og kemst að þeirra niðurstöðu að um lánssamninga væri að ræða en ekki leigu samninga.  Þar með ógildir rétturinn í reynd öll ákvæði samninganna sem snúa að leigu, leigukjörum o.s.frv.  Hann víkur til hliðar þeim atriðum samninganna er varðar þessi atriði.

Ég hef ekki þekkingu til að vita hvort þetta skiptir máli varðandi rétt til vörslusviptinga, en þetta atriði sýnir eitt og sér, að Brynjar fer ekki með rétt mál.

Brynjar lýsir því í grein sinni að grundvallarforsenda bílasamnings sé að staðið sé í skilum.  (Hann notar annað orðalag.)  Það mál sem varð til þess að Samtök lánþega leituðu til innanrikisráðherra sneri að rétti einstaklings til greiðsluskjóls með mál viðkomandi var í meðferð hjá umboðsmanni skuldara.  Fjármögnunarleigufyrirtæki hafði ákveðið að hunsa lög sem kváðu á um þennan rétt lántakans og vörslusvipta viðkomandi þann bíl sem viðkomandi hafði keypt á láni frá fyrirtækinu.  Með því að komast í greiðsluskjól, þá hverfur skuldin ekki.  Lánafyrirtækið það fær sína vexti eftir sem áður, a.m.k. þar til niðurstaða er komin í mál viðkomandi hjá umboðsmanni skuldara.  En hér sýnir lánafyrirtækið einstaka ósvífni og hyggst taka bifreið af einstaklingi, þrátt fyrir að einstaklingurinn sé að nýta sér lög sem augljóslega víkja ákvæðum samnings um greiðslur til hliðar.

Þannig að mér sýnist Brynjar klikka á þeim þætti.  Það voru ekki dómar Hæstaréttar sem ógiltu ákvæði um rétt til vörslusviptingar (a.m.k. tímabundið), heldur eru það lög um greiðsluaðlögun nr. 101/2010.  Í 11. gr. laganna er fjallað um frestun greiðslna á meðan leitað er greiðsluaðlögunar.  Þar segir m.a.:

Þegar umboðsmaður skuldara hefur samþykkt umsókn hefst tímabundin frestun greiðslna, sbr. þó 3. mgr.  Á meðan á frestun greiðslna stendur er lánadrottnum óheimilt að:

a. krefjast eða taka við greiðslu á kröfum sínum,

b. gjaldfella skuldir samkvæmt samningsbundnum heimildum,

c. gera fjárnám, kyrrsetningu eða löggeymslu í eignum skuldarans eða fá þær seldar nauðungarsölu

..

Já, ég fæ ekki betur séð en fjármögnunarleigunni sé óheimilt að nýta sér vörslusviptingarákvæði samninganna, þar sem óheimilt er að gjaldfella skuldina samkvæmt samningsbundnum heimildum eða að gera löggeymslu í eignum skuldarans.  Nú er vörslusvipting eitt form löggeymslu og forsenda vörslusviptingar er gjaldfelling.  Úps, hvorugt er heimilt meðan viðkomandi umráðamaður er í greiðsluskjóli.  (Auðvitað verður hártogast um það hvort bifreiðin sé eign viðkomandi.)

Ef við leggjum nú saman þann hluta dóma Hæstaréttar sem fjalla um að leigusamningar séu lánssamningar og að bæði er óheimilt að gjaldfella skuld og gera löggeymslu í eign skuldara, þá fæ ég ekki betur séð en að vörslusviptingar hjá einstaklingi í greiðsluskjóli skv. lögum nr. 101/2010 séu óheimilar.  Það er því fjármögnunarleigan sem er að brjóta lög með vörslusviptingunni, en ekki umráðamaður bifreiðarinnar með því að víkja sér undan vörslusviptingunni.


Hættur að setja athugasemdir á Eyjuna

Eyjan tók upp nýtt athugasemdakerfi í gær.  Nota þarf Facebook til að skrá athugasemdir í staðinn fyrir að fara með þær í gegn um þeirra eigin skráningarkerfi.  Ég er einn af þeim sem nota Facebook ákaflega sparlega vegna þeirra gríðarlegu persónunjósna sem eigendur samskiptasíðunnar virðast stunda.  Ég einfaldlega treysti ekki miðlinum, enda hafa eigendur hans sýnt að þeim er fátt heilagt, ef marka má fréttir utan úr heimi.

Vissulega nota ég Facebook til að vekja athygli á skrifum á blogginu mínu, en þó bara valdar færslur.  Einnig skrifa ég athugasemdir á færslur hjá vinum mínum, en þær eru fáar svona yfir það heila litið.  Í mínum huga er Facebook eitthvað sem maður notar sparlega og hleður alls ekki inn öllum manns skoðunum á hinum og þessum fréttum líðandi stundar.  Af þessari ástæðu mun ég a.m.k. ekki þar til ég ákveð annað, rita athugasemdir á Eyjuna.

Ég þakka þeim sem ég hef skrifast þar á fyrir samskiptin og óska Eyjunni velfarnaðar.


Fjármálafyrirtækin viðurkenna að hafa reynt að hafa a.m.k. 120 ma.kr. ólöglega af heimilunum

Samtök fjármálafyrirtækja segja að lán heimilanna hafi verið færð niður um 143.9 milljarða króna frá bankahruni.  Þetta kemur fram í frétt á mbl.is.  Flott, ef satt væri!  Það er rétt að lánin hafa lækkað sem þessu nemur, en 119,6 milljarðar af þessari tölu er ekki vegna góðmennsku fjármálafyrirtækjanna heldur vegna þess að þau voru staðin að lögbroti.  Þetta er sem sagt sú tala sem FME, SÍ og stjórnvöld leyfðu fjármálafyrirtækjunum að innheimta ólöglega af heimilum landsins.  Þessu til viðbótar hafa fyrirtækin síðan lækkað skuldir um ríflega 24 ma.kr.

Já, góðmennska fjármálafyrirtækjanna gagnvart heimilum landsins hljóðar upp á 24 ma.kr.  Ekki er það nú ofrausn. Þessir 24 ma.kr. skiptast þannig að 18,7 ma.kr. er vegna þess að fjármálafyrirtækin ætla að afskrifa lán umfram 110% veðhlutfall, þ.e. þau ætla að afskrifa lán án veða.  Þetta er það sem heitir sokkinn kostnaður.  Tæpir 5,6 ma.kr. hafa síðan verið afskrifaðir vegna sértækrar skuldaaðlögunar.

Ætli fjármálafyrirtækin séu öll að tapa á þessu?  Lífeyrissjóðirnir hafa fært lán sín niður um 200 m.kr. sem er vel innan allra skekkjumarka, en telst þó bein afskrift.  Íbúðalánasjóður hefur þegar fært niður 1,6 ma.kr. sem lendir vissulega á skattborgurum, en talan er langt innan þeirra marka sem blásið var út sl. haust að aðgerðin myndi kosta sjóðinn.  Þá eru það bankar og önnur fjármálafyrirtæki.  Sparisjóðirnir eru með þremur undantekningum búnir að fá verulegan afslátt af útistandandi skuldum sínum.  Tapi þeirra vegna afskrifta/niðurfærslu/leiðréttinga hefur því þegar verið mætt.  Þá standa eftir bankarnir þrír: Arion banki, Íslandsbanki III. og Landsbankinn.  Allir fengu þeir verulegan afslátt af lánasöfnum heimilanna við flutning þeirra frá hrunbönkunum.  120 ma.kr. var náttúrulega illa fengið fé með lögbrotum og því ekki lögmæt krafa.  Eftir standa þá líklegast vel innan við 22 ma.kr. sem auðveldlega að rúmast innan þess afsláttar sem bankarnir fengu.  Það sem meira er, að bankarnir munu eiga nokkuð drjúgan hluta eftir af afslættinum.

Hver er fréttin?

Fréttin hér ætti að vera:

Samkvæmt útreikningum fyrirtækja innan Samtaka fjármálafyrirtækja, þá hafa fyrirtækin þegar leiðrétt lán viðskiptavina sinna um 119,6 ma.kr. vegna lögbrota sem fólust í gengisbindingu lána.  Enginn hefur verið dreginn til ábyrgða vegna þessarar grófu tilraunar fyrirtækjanna til að hafa af viðskiptavinum þeirra þessa fjármuni.  Þá hafa fyrirtækin ákveðið að afskrifa 18,7 ma.kr. af þegar töpuðum kröfum, þ.e. kröfum utan veðbanda, og 5,6 ma.kr. af kröfum sem hvort eð er myndu tapast eða voru þegar tapaðar, þ.e. ýmist eða bæði utan grieðslugetu eða utan veðbanda.  Með þessum aðgerðum tekst fyrirtækjunum samt að búa til gríðarlegan hagnað með því að skila ekki til viðskiptavina sinna nema hluta þess afsláttar sem fyrirtækin fengu frá Glitni, Kaupþingi og Landsbanka Íslands þegar lánasöfnin voru færð yfir.


mbl.is Lán lækkuð um 143,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er lögmætur eigandi láns?

Samkvæmt mínum upplýsingum var aðgerðum hætt við Breiðagerði eftir að íbúar báru fyrir sig að gerðarbeiðandi væri líklega ekki lögmætur eigandi lánsins sem ágreiningurinn stóð um. (Kemur sé ég fram í frétt RÚV um málið.) Málinu verður nú vísað til...

Seðlabankinn viðurkennir í raun að reglur bankans séu ekki í samræmi við lög

Eftir að hafa lesið svar Seðlabanka Íslands við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna fyrirspurnar Hagsmunasamtaka heimilanna, þá fæ ég ekki betur séð, en að Seðlabankinn viðurkenni að reglur bankans hafi ekki lagastoð. Ef þær hefðu lagastoð, þá myndi...

Vinna skal hættumat vegna eldgosa - Stórmerkileg og mikilvæg ákvörðun

Ég hef af og til bent á, að hættumat fyrir Ísland sem land og þjóð hefur verið ófullkomið. Áhugi minn á málinu er bæði faglegur, sem sérfræðingur í áhættustjórnun, og ekki síður þar sem ég tel mikilvægt að fyrir þjóðfélagið að skilja vel afleiðingar af...

Ótrúlegt að enn sé verið að tala um að bjarga bönkum - Þeir eiga að bjarga sér sjálfir eða fara á hausinn

Tvenns konar rekstur virðist búa við bakstuðning stjórnvalda og skattgreiðenda, með öðrum orðum ríkisábyrgð. Annar er opinber rekstur, hinn er fjármálastarfsemi. Munurinn er samt sá, að annar líður fyrir það að verið sé að bjarga hinum. Út um allan heim...

Almenningur ber skaðann af óheiðarleika, vanhæfi og spillingu fjármálafyrirtækja

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um kvörtun Hagsmunasamtaka heimilanna vegna mismununar fjármálafyrirtækjanna við úrlausn mála samkvæmt 110% leiðinni. Eyjan fjallar um málið og eins og venjulega spretta þar fram einstaklingar, sem verja lögbrot,...

Er innbyggð villa í útreikningi verðtryggðra lána?

Hagsmunasamtök heimilanna sendu í sumar kvörtun til umboðsmanns Alþingis, þar sem gerð var athugasemd við að reikniaðferð verðtryggðra lána ætti ekki lagastoð. Þá er vísað til þess, að í lögum nr. 38/2001 er eingöngu talað um að verðbæta megi greiðslur,...

Furðuleg styrkleikaröðun hjá UEFA

Hún er ansi hreint furðuleg styrkleikaröðunin hjá UEFA. Ég átti mig alveg á því hvernig hún er fengin út, en með ólíkindum er að þýsku meistararnir eru í fjórða styrkleikaflokki, liðið sem lenti í 2. sæti er í þriðja styrkleikaflokki, en liðið sem varð...

Verðtryggingin ekki ólögleg samkvæmt íslenskum lögum - en aðferðin hugsanlega

Þetta er að hluta endurbirt færsla frá síðustu færslu: Verðtryggingin er ekki ólögleg, en hugsanlega aðferðin við útreikninga Einhvers misskilnings virðist gæta varðandi kvörtun Hagsmunasamtaka heimilanna til umboðsmanns Alþingis. Samtökin eru að kvarta...

Verðtryggingin er ekki ólögleg, en hugsanlega aðferðin við útreikninga

Einhvers misskilnings virðist gæta varðandi kvörtun Hagsmunasamtaka heimilanna til umboðsmanns Alþingis. Samtökin eru að kvarta undan þeirri aðferðafræði að bæta verðbótum ofan á höfuðstól lánsins, en samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin hafa í höndunum...

Fölsun upplýsinga heldur áfram

Ég er búinn að vekja athygli á þessu áður og sé mig knúinn til að endurtaka það hér: Fjármálafyrirtækin sendu rangar upplýsingar til ríkisskattstjóra um stöðu áður gengistryggðra lána heimilanna vegna framtals þess árs. Lánin voru ennþá reiknuð sem...

Spáð 6,8% verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi 2012

Á fundi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins um verðtryggingarskýrsluna Eyglóar-nefndarinnar sem kom út í vor, þá hélt ég erindi um sérálit meirihluta, þ.e. fulltrúa Framsóknar, Hreyfingarinnar og VG. Í þessu erindi og svörum við spurningum, þá hélt ég...

Er hækkun leiguverðs fjármálafyrirtækjunum að kenna?

Ég velti því fyrir mér hvort hækkun leiguverðs sé því að kenna, að þegar fólk sem misst hefur húsnæðið sitt til fjármálafyrirtækja leigir það til baka, þá er reiknuð leiga mjög oft gríðarlega há. Hef ég séð dæmi um að viðkomandi hefur þurft að greiða mun...

Fer verðtryggingin sömu leið og gengistryggingin og verður dæmd ólögleg?

Stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum var boðinn góður kostur í janúar 2009. Að færa höfuðstól og greiðslubyrði húsnæðislána niður í þá stöðu sem hún var í ársbyrjun 2008 að viðbættum 4% verðbótum. Þessu var hafnað af yfirgengilegum hroka. Ekki þótti...

Spár Hagsmunasamtaka heimilanna ganga eftir

Mér þykir leitt, en ég verð að segja það: Við sögðum að þetta myndi gerast. Flumbrugangur stjórnvalda hefur gert það að verkum, að þúsundir heimila munu missa eignir sínar á nauðungarsölu og einstaklingarnir sjálfir fara í gjaldþrot. Vissulega eru...

Ábyrgð fylgir vegsemd hverri

Gunnar Andersen, forstjóri FME, ber fyrir sig að hann hafi verið uppfylling í tvær stjórnir sem hann sat í á árunum 2001 - 2002 fyrir hönd Landsbanka Íslands hf. Þar sem hann hafi verið uppfyllingarefni, þá beri hann enga ábyrgð og sé stikkfrí vegna þess...

Eftirlit með lyfjum en ekki fjárglæfrum bankanna

Skoðum þessa frétt, sem var fyrsta frétt Sjónvarpsins í kvöld: Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir að hafa svikið út úr heimilislækni um 1.500 töflur af morfínskyldum lyfjum á sex mánaða tímabili. Þetta kom fram í fréttum RÚV. Ímyndum okkur nú...

Niðurgreiðslur, beingreiðslur og styrkir til landbúnaðar - tilgangur, áhrif og líkar aðgerðir

Öðru hvoru rís upp umræða um að landbúnaður og bændur séu einhvers konar afætur á þjóðfélaginu vegna niðurgreiðslna, beingreiðslna og styrkja sem bændur fá frá ríkinu. Horfa menn þá til upphæðarinnar sem rennur til bænda, en hún mun vera um 10 ma.kr. á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 1681261

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband