11.8.2011 | 21:50
Eftirlit með lyfjum en ekki fjárglæfrum bankanna
Skoðum þessa frétt, sem var fyrsta frétt Sjónvarpsins í kvöld:
Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir að hafa svikið út úr heimilislækni um 1.500 töflur af morfínskyldum lyfjum á sex mánaða tímabili. Þetta kom fram í fréttum RÚV.
Ímyndum okkur nú að fréttin hafi verið svona:
Bankastjórar Landsbanka Íslands hf., Glitnis og Kaupþings hafa verið ákærðir fyrir að hafa svikið út úr heimilum landsins 450 milljarða á 12 mánaða tímabili frá október 2007 til septemberloka 2008.
Nei, við munum aldrei sjá svona fréttir vegna þess að það virðist ekki hafa verið ólöglegt að setja þjóðfélagið á hausinn. Engin lög virðastkoma í veg fyrir að menn geti með staðið í fjárglæfrum sem hafa þær afleiðingar að lán viðskiptavina margfaldast á stuttum tíma. Það sem meira er, að þessi hækkun lánanna telst, að mati fjármálaráðherra og tveggja efnahags- og viðskiptaráðherra, vera stjórnarskrárvarin eign kröfuhafa og bankanna.
Ótrúlega skrítið, en svona er Ísland.
Fer eitthvað á milli mála, að fjármálafyrirtækin Glitnir hf., Landsbanki Íslands hf. og Kaupþing banki hf. bökuðu landi og þjóð óheyrilegu tjóni. Þarf einhverja rannsókn á því? Valdi maður banaslysi, þá er hann ákærður, þó svo að slysið megi ekki á nokkurn hátt rekja háttsemi viðkomandi. Vissulega verður dómurinn vægari eftir því sem sökin er minni. Hvers vegna gildir ekki sama um menn, sem vísvitandi eða ekki bökuðu landi og þjóð ómældu tjóni? Af hverju hefur þeim ekki verið stefnt fyrir að hafa valdið skaðanum? Nei, þeir geta valsað um stræti og torg eða fengið sér vinnu í Kanada, svo dæmi sé tekið, og efnahagshrunið sem þeir ollu með háttsemi sinni, er bara eins og blettur á hvítflibba. Hvað er að réttarfarinu og lögum í þessu landi? Hvers vegna er ekki búið að ákæra þessa menn?
Maðurinn sem sveik út 1.500 töflur af morfínsskyldum lyfjum, hann er ákærður og er það gott. Hann mun fá mun þyngri refsingu, en mennirnir sem stuðluðu að hruni efnahags þjóðarinnar.
Ótrúlega skrítið, en svona er Ísland.
Sveik út morfínskyld lyf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Af því að einhvernvegin Marino náum við ekki samstöðu ég eiginlega skil þetta bara ekki orðið
Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.8.2011 kl. 23:16
Þakka þér fyrir þetta Marínó sannarlega sönn orð. Ég held við Íslendingar séum bara aumingjar að láta svona vitleysu ganga. Enda ekki skrítið þessi (frétta)miðill MBL tekur þátt í þessu af fullum krafti. Mér virðist að MBL sé orðinn bein fréttastöð fyrir fíkniefna og umferðarlögregluna ásamt því að hafa nákvæmar upplýsingar um hvenær Herjólfur siglir ekki. Hér eru endalausar fréttir af einhverjum aulum sem eru teknir við að rækta örfáar plöntur af hampi eða keyra of hratt. Þetta eru aðal glæpamenn þjóðarinnar og ber að setja allt í að uppræta þetta. Eflaust endurspeglar þetta áherslur í löggæslu, þar sem aðaláherslan er á að uppræta smáglæpi, taka á litla krimmanum en ef þú ert STÓR glæpamaður þá fer lögreglan og réttarkerfið bara í dvala og hugrekkið er ekkert.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 23:59
Sérstakur saksóknari Ólafur Þ. Hauksson segir að rannsókn sé að ljúka við fjöldamörg mál sem munu koma til kasta dómstóla fljótlega og almenningur muni sjá þess stað á næstu mánuðum. En hann segir jafnframt að stórar fjárhæðir verði ekki innheimtar í gegnum þessi mál heldur sé það í verkahring skilanefnda og slitastjórna að endurheimta og finna það fé sem hugsanlega hafi verið stungið undan. Þarna er verið að segja þvert á það sem Eva Jolie hélt fram um að saksóknari mundi leita að illa fengnu fé og það gæti tekið mörg ár að finna það. Var þetta allt saman stórt leikrit? Er verið að hafa okkur að fíflum? Skilanefndir og slitastjórnir hafa ekki sýnt mikinn áhuga á því að leita eftir "sökudólgum" heldur verið uppteknar af að hafa fyrirtæki af ýmsum aðilum og reynt að koma þeim í verð. Sbr. skilanefnd landsbankans sem hefur "reynt" að koma ýmsum fyrirtækjum í verð sem gætu nýst við endurgreiðslu upp í Icesave skuldina.
Kannski má segja að á meðan skilanefndir og slitastjórnir hafa háan kostnað af sínu starfi sem birtist t.d. í háum launum einstaklingar innan þessara nefnda og stjórna þá mun lítið vera gert held ég. Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur t.d. ansi marga lögfræðinga innan þessa hóps og ég velti því fyrir mér hvernig standi á því.
Hins vegar má kannski segja svona í gríni að stjórnendur banka og fjármálastofnana hljóti að hafa verið á morfínskyldum lyfjum meðan þeir voru að rústa öllu hér. Í það minnsta einhverju því stjórn þeirra var stórundarleg þennan tíma sem þú nefnir Marinó.
En þeir fá ekki harða dóma eða dóma yfirhöfuð. Held að það sé alveg geirnelgt.
Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 01:51
Um dagin sá ég að haft var eftir sérstökum saksóknara í blaðaviðtali um dagin að við ættum að horfa fram á vegin vera ekkert að líta of mikið í baksýnisspegilin. Vonandi er hann ekki ESB aðildarsinni!!
Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 07:42
Við vitum ekki enn hverig dómar verða. Nú á næstunni mun Sérstakur saksóknari koma með stór mál. Það er mikil nauðsyn á því að áfrýja Exeter málinu. Land getur farið á hausinn án þess að lög hafi verið brotin, það er hugsanlegt en afar ólíklegt. Ég er sannfærður um að lítill hópur mann í bankakerfi og viðskiptum hefur framið skipulega glæði og vitandi vits tæmt bankanna að inna og vitandi vits stefnt sþjóðarhagsmunum í voða. En þetta þarf að vera hafið yfir skynsamlegan efa í lagalegum skilningi og brot þurfa að vera skýr í skilningi ríkjandi túlkunar á lagabókstaf.Rannsóknarskýrsla Alþingis er verk sem kortleggur glæpi og glðpaumhverfi. Það sjá allir sem vilja. Hins vegar getur verið í íslenskt réttarkerfi ráði ekki við þennan stóra vanda.Það er miklu þægilegra og einfaldaraa að eltast við smáþjófa og fíkniefnasala. En núr eru breyttir tímar fjármálamarkaðir eru stærstu vettvangur glæpa og réttarkerfið verður að breyta áherslum sínum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 07:44
Hrafn, segðu mér eitt: Er ekki alveg ljóst að bankarnir þrír felldu hagkerfið? Er einhver vafin varðandi það? Hvers vegna má ekki ákæra fyrir þann þátt einn og sér og síðan fyrir einstök mál sérstaklega? Þeir stýrðu bílum sem keyrðu niður þjóðfélagið. Líkin liggja um allt og að ég tali nú um löskuð heimili og fyrirtæki. Ég sé ekki að það þurfi að sanna, að sökin sé bankanna. Hún er augljós. Bílstjóri sem veldur banaslysi vegna þess að hann reynda að koma í veg fyrir annað slys, er dæmdur fyrir manndráp af gáleysi. Ég vil fá stjórnendur, stjórnarmenn og eigendur bankanna dæmda á sömu forsendum. Ekki bíða með það í áraraðir vegna þess að verið er að rannsaka hvort þeir burtu rúðu hér og stálu hjóli þar eða hvort bílinn sem þeir voru á var tekinn traustataki einhvers staðar.
Marinó G. Njálsson, 12.8.2011 kl. 09:24
Frjálsar handfæraveiðar, fyrir heimilin!
Ófrelsi til handfæraveiða gerir Íslendinga gjaldþrota,
óhamingjusama og ófrjálsa.
Frjálsar handfæraveiðar fyrir þig og þjóðina.
Aðalsteinn Agnarsson, 12.8.2011 kl. 09:54
Bankastjórarnir tilheyrðu efnahagsböðlum Evrópusambandsins norræna velferðarstjórnin og fréttastjóri Ríkisútvarpsins halda hlífiskildi yfir þeim
Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 16:29
Sæll Marínó
Þið verðið að athuga það að hér á landi þekkist varla að skipa sjálfstæða óháða rannsóknarnefnd yfir svona alvarlegum málum eins og þessum, þar sem menn hér vilja fá að rannsaka sig sjálfir, aftur og aftur, eða skipa nýja og nýja nefnd.
Jafnvel þó nefnd hafi verið skipuð á sínum tíma af hálfu fyrrverandi ráðherra Álfheiði I varð núverandi ráðherra hann Guðbjartur Hannesson að skipa nákvæmlega sömu nefndina aftur til að fara ofan í þessi sömu mál.
Nú auðvita þurftir hann Guðbjartur að leika smá skopparakringlu fyrir okkur, eða þegar hann fór til Persónuverndar með einhverjum fjölmiðlalátum, en hvað Persónuvernd svaraði honum fullum hálsi, að Landlæknisembættið hefði allar upplýsingar og engin takmörk væru á upplýsingum hjá Landlæknisembættinu.
Við vitum það öll að hvorki þetta mál eða önnur mál sem hugsanlega koma upp hér í framtíðinni munu verða rannsökuð.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.