Leita í fréttum mbl.is

Spáđ 6,8% verđbólgu á fyrsta ársfjórđungi 2012

Á fundi efnahags- og viđskiptaráđuneytisins um verđtryggingarskýrsluna Eyglóar-nefndarinnar sem kom út í vor, ţá hélt ég erindi um sérálit meirihluta, ţ.e. fulltrúa Framsóknar, Hreyfingarinnar og VG.  Í ţessu erindi og svörum viđ spurningum, ţá hélt ég ţví fram ađ verđbólguhorfur vćru heldur dimmar.  Gekk ég raunar svo langt ađ segja ađ héldist sami hrađi á verđbólgunni, ţá gćtum viđ stađiđ frammi fyrir yfir 10% verđbólgu í byrjun nćsta árs.  Á fundinum var starfsmađur Seđlabankans. Brást hann ókvćđa viđ ţessari spá minni.  Sagđi mig fara međ fleipur og ekkert vera hćft í ţessu.  Auk ţess vćri hćttulegt ađ koma međ svona órökstudda spá.  Ég benti honum ţá á, ađ skammtímaverđbólga (3 mánađa) var (á ţeim tíma) vel yfir 12% og jafnvel á lengra tímabili var verđbólgan vel yfir 8%.  Allt vísađi til ţess ađ ársverđbólgan gćti orđi há í janúar 2012.

Viti menn, nú er Seđlabankinn farinn ađ vara viđ hárri verđbólgu á 1. ársfjórđungi 2012.  6,8% er talsvert há verđbólga, ţegar litiđ er til síđustu 20 ára eđa svo.  Ćtli hún lendi ekki í topp 15-20% á ţessum árum.

Ţó svo ađ spá Seđlabankans sé ekki eins dökk og mín, ţá skulum viđ hafa í huga, ađ Seđlabankinn hefur sjaldnast spáđ lćgri langtímaverđbólgu en raunin varđ.  6,8% geta ţví auđveldlega orđiđ 9% eđa ţess vegna eitthvađ hćrra.


mbl.is Seđlabankinn spáir 6,8% verđbólgu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ sem rćđur verđbólgu á Íslandi er í raun gengislćkkun krónunnar og ţar mun gríđarleg skuldasöfnun ríkissjóđs miklu. Hér ćttu ađ verđa hallalaus fjárlög og ađ men gefist upp á ţví óţćgilega ferli er eins og ađ hafa dauđan mann inni í brúnni.

Markađsverđ krónunnar er miklu lćgra en gengi Seđlabankans (ţeas aflandsgengi) aflandsgengi krónunar gagnvart € er yfir 263 Íkr međan skráđ Seđlabankagengi er um 100 Íkr lćgra.

Ţađ sem er áhyggjuefniđ er ţetta (vísa í frétt MBL í dag):

"Afgangur á viđskiptajöfnuđi án innlánsstofnana í slitameđferđ verđur einnig minni eđa tćplega 1% af landsframleiđslu en í síđustu Peningamálum var gert ráđ fyrir 2,4% afgangi á ţessu ári.

Útlit er fyrir ađ á ţennan mćlikvarđa verđi afgangur á viđskiptajöfnuđi tćpt 1% á árinu 2012 en ađ lítils háttar viđskiptahalli myndist á ný á árinu 2013."

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/08/17/spa_8_5_prosent_vidskiptahalla/

Íslendingar feta stíg einangrunar og fátćktar. IMF er ađ fara. Ţađ koma engir ađrir okkur til hjálpar.

Velferđ á Íslandi verđur borguđ af íslenskum skattgreiđendum og engum öđrum.

Sammála ţví ađ spá SÍ er allt of bjartsýn. Ástandiđ getur fljótt orđiđ miklu verra. Ráđlaus veik og sundurlynd stjórn ţrýfst vegna ráđlausrar stjórnarandstöđu. Okkur var ráđlagt ađ skera niđur straks hiđ opinbera viđ hrun og án efa verstu mistökin ađ gera ţađ ekki og ţessi útkoma núna er ávísun á annađ hrun og ekkert annađ.

Gunnr (IP-tala skráđ) 17.8.2011 kl. 12:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1673804

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2023
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband