10.8.2007 | 15:22
Þetta líður hjá
Það er líklegast aðeins eitt sem er öruggt í þessum heimi og það er að allt mun breytast. Það ástand sem núna er á mörkuðunum mun liða hjá, alveg eins og það ástand sem var á mörkuðunum síðustu mánuði leið hjá. Þeir einu sem tapa eru þeir sem neyðast til að selja og það er ekki einu sinni víst að þeir tapi, þar sem hagnaður þeirra verður hugsanlega langt umfram útlagðan kostnað.
Markaðir hafa áður stigið hátt til himins og síðan lækkað. Fyrsta alvarlega dæmið um þetta var verðbréfahrunið á Wall Street sem leiddi til kreppunnar miklu. Síðari tímadæmi eru mánudagurinn 19. október 1987, sem oft er nefndur Black Monday, en þann dag varð metlækkun á Dow Jones vísitölunni, þegar hún lækkaði um rúmlega 500 stig, sem á þeim tíma nam tæplega 20% lækkun. Ef meðfylgjandi mynd er skoðuð þá séðst lækkunin sem hnykkur á miðri línunni. Við sjáum líka að það tók markaðinn ekki nema tvö ár að hrista af sér 20% fall.
Það sama á við um krónuna og verðbréfamarkaðinn. Gríðarlegar hækkanir hafa verið upp á síðkastið og þær hafa liðið hjá. Miklar lækkanir hafa orðið og nú eru þær að einhverju leiti að líða hjá. Hlutirnir versna bara, ef menn panikera, eins og gerðist 19. október 1987, þegar fjöldi manna framdi sjálfsmorð.
Íslenski markaðurinn hefur hrist af sér allar lækkanir hingað til og ég reikna með að þessi lækkunarhrina líði hjá.
![]() |
Lækkun í Kauphöllinni orðin 3,35% í dag; langmest í Exista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 14.12.2007 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.8.2007 | 11:31
Barry Bonds - Kóngur hafnaboltans
Í nótt gerðist það sem hafnaboltaaðdáendur hafa beðið eftir. Barry Bonds, leikmaður hafnaboltaliðs San Francisco Giants, bætti met Hank Aarons ,,sleggjunnar", þegar hann náði ,,heimhlaupi" (,,home run") nr. 756. Methlaupið, sem jafnframt var 22. heimhlaup Bonds á tímabilinu, kom í 5. lotu leiks Giants gegn Washington Nationals, þegar hann sló boltann út af vellinum og upp í stúkuna fyrir aftan hægri útherjann (right outfielder). Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á AT&T leikvanginum, heimavelli Giants, og tafðist leikurinn um 10 mínútur á meðan Bonds var fagnað. Þetta var í þriðja sinn í leiknum, sem Bonds náði höggi (hit), en hann hafði áður náð tveimur höfnum (double) og einni höfn (single). Honum var skipt út af eftir methlaupið. Giants töpuðu leiknum 8 - 6.
Aðeins eru fjórir dagar síðan Bonds jafnaði met Hank Aarons (sett árið 1976) sem átti að standa um aldur og ævi. Hlaupi nr. 755 náði hann sl. laugardag í leik á móti San Diego Padriates. Þriðji maður á listanum er hin goðsagnakenndi Babe Ruth með 714. Eru þeir einu mennirnir sem náð hafa að slá yfir 700 heimhlaup á ferlinum. Hank sló sitt 715. heimhlaup árið 1974 og hélt því metinu í 33 ár.
Það hefur tekið hinn 43 ára gamla Bonds 22 ár að ná metinu. Á leiðinni að metinu hefur Bonds sett fjölmörg önnur met eða er meðal efstu manna. Þar má nefna að hann á met fyrir 40 ára og eldri, enginn hefur fengið fríaferð á 1. höfn (göngur/walks) eins oft og hann eða 2.540 og viljandi göngur, 679, hvoru tveggja sem gerir heimhlaupsmetið hans ennþá merkilegra. Þá er Bonds aðeins annar maðurinn í sögu hafnaboltans til að eiga bæði heimhlaupsmetin, þ.e. heildarfjölda heimhlaupa og fjöldi heimhlaupa á einu tímabili (73, sett árið 2001). Babe Ruth hélt þessu meti frá 1921 til 1961 eða í rúm 40 ár. Bonds hefur sjö sinnum verið valinn besti leikmaður Þjóðardeildarinnar, mun oftar en nokkur annar leikmaður í sögu hafnaboltans. Hann hefur 14 sinnum verið valinn í stjörnulið deildarinnar.
Það fer ekkert á milli mála að Barry Bonds er einn merkilegasti íþróttamaður sögunnar. Vissulega hefur skugga borið á feril hans, vegna ásakana um steranotkun, sem hann hefur ávalt neitað. Hefur hann af þeim sökum verið ákaflega óvinsæll meðal aðdáenda annarra liða en á sama hátt elskaður og dáður af aðdáendum Ginats. Á þessu virðist hafa orðið breyting sl. laugardag, þegar áhorfendur í San Diego stóðu þrisvar á fætur til að hylla Bonds eftir að hann jafnaði met Hank Aarons, en eins einkennilegt og það virðist kom eftir kast frá kastara sem var fyrir nokkrum árum dæmdur í 15 leikjabann vegna steranotkunar.
Hægt er að lesa meira um Barry Bonds og ótrúlegan feril hans með því að smella hér.
![]() |
Barry Bonds setur nýtt met í bandaríska hafnaboltanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 14.12.2007 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2007 | 17:26
Nú var gott að vinna á fartölvu
Það þarf ekki langt rafmangsleysi til að skemma mikla vinnu. Augnabliks rafmagnsleysið á höfuðborgarsvæðinu áðan varð þess valdandi að símalínur urðu rauðglóandi hjá mörgum tölvufyrirtækjum. ,,Netþjóninn hrundi. Hver ber ábyrgð?", spurðu margir sem hringdu til Tölvulistans, tjáði Ásgeir Bjarnason eigandi fyrirtækisins, þegar ég átti leið í nýju búðina hans í Hliðarsmára. Hann svaraði náttúrulega ,,Ekki við", sem er alveg rétt og einnig efast ég um að Landsnet bæti fjárhagslegan skaða.
Hvað ætli þessa bilun í Hvalfirði og keðjuverkunin, sem hún olli, kosti þjóðarbúið mikið? Þegar þessi orð eru skrifuð, hafa flestir fengið rafmagn aftur, en þó ekki allir. Flestir misstu rafmagnið í stutta stund, en einhverjir landshlutar voru án rafmagns í nokkurn tíma. Í besta falli blikkuðu ljós, en í versta falli hrundu tölvukerfi og símkerfi. Það hefur því þurft að endurræsa netþjóna og símkerfi, að maður tali nú ekki um einmenningstölvurnar sem fólk vinnur við um allt land. Í mörgum tilfellum þarf að kalla út þjónustuaðila til að koma öllu í gang aftur, meðan aðrir geta séð um þetta sjálfir. Þúsund kallarnir eru farnir að fjúka út um gluggana nokkuð víða. Svo er það eins og á Akranesi, þar sem ekki er búist við að símkerfið komist á fyrr en á morgun. Hér er hægt að mæla tjónið í tugum þúsunda. Bara þann hluta tjónsins, sem nær til þess að endurræsa tölvur og símkerfi, er örugglega hægt að meta í tugum milljóna, ef ekki meira. Þá er eftir að meta tapað vinnu, en hún felst í tvennu. Annars vegar er það vinnan sem fór í súginn, þegar rafmagnið fór, þ.e. óvistuð skjöl, hálfkláraðar færslur, o.s.frv. og hins vegar tíminn sem fór í að bíða meðan tölvur voru endurræstar, símkerfi fóru að virka o.s.frv. Fyrra atriðið getur vegið talsvert þungt, þó svo að mörg skrifstofukerfi, svo sem Microsoft Office kerfi, visti sjálfkrafa recovery-skrár, þá gildir það ekki alltaf. Neyðist maður til að skrifa textann upp á nýtt, þá er ekki víst að hann hafi verið eins góður og þessi sem glataðist. Síðara atriðið vegur oft þyngra, vegna þess að þá kemur að mannlega þættinum. Menn standa upp og fá sér kaffi eða fara að kjafta við næsta mann. Aðrir grípa tækifærið og skreppa út o.s.frv. Áhrifin af stuttri rafmagnstruflun, geta varað í talsvert langan tíma eftir að rafmagnið er komið á aftur, vegna þess að þetta var óundirbúin truflun. Það má því búast við því að þessi hluti tjónsins sé margfaldur á við það sem nefnt var áðan. Nú eru tölurnar alveg örugglega farnar að hlaupa á hundruðum milljóna króna.
Það getur vel verið að vinnan, sem glataðist, vegi ekki þungt miðað við annan tíma sem fer í súginn dags daglega, en þetta er samt tjón sem fyrirtækið þarf að sitja uppi með. En dragist það á langinn, að vinna fólks komist í eðlilegt horf, þá getur verið gott að snúa sér að því sem alltaf hefur setið á hakanum, þ.e. að taka til á skrifborðinu. Það getur líka verið gott að hafa undirbúna áætlun um hvernig eigi að bregðast við svona uppákomu. Hvað á að gera ef netþjóninn endurræsir sig ekki, símkerfið virkar ekki, o.s.frv. Gott er að meta hvort þörf er á að hafa rafbakhjarl (UPS) til að koma í veg fyrir að mikilvægur búnaður detti út. Sem betur fer eru mörg fyrirtæki með slíkan búnað, en hvað með hina? Margir, og ég þar á meðal, nota eingöngu fartölvur, en þær þola tækja best svona truflanir.
Að lokum vil ég nefna, að í maí og júní árið 2000 voru miklar truflanir á raforkukerfinu, sérstaklega suð-vestur horninu, þar sem spennusveiflur voru verulegar. Þá fór þrennt saman: Nesjavallarvirkjun var tekin í notkun, verið var að stækka járnblendiverksmiðjuna frekar en að verið var að gangsetja Norðurál og loks var verið að taka í notkun nýja kerskála í Straumsvík. Núna eru svipaðir hlutir í gangi, þ.e. verið er að taka í notkun álver Fjarðaráls, Fljótsdalsvirkjun verður gangsett fljótlega sem og Hellisheiðarvirkjun. Tvisvar á stuttum tíma hafa komið upp atvik, sem valdið hafa keðjuverkjun á raforkukerfið. Spurning er hvort búast megi við fleiri sambærilegum truflunum á næstu vikum og mánuðum? Hvað sem því líður, þá mæli ég með því að öll fyrirtæki skoði þær öryggisráðstafanir sem þau viðhafa til að koma í veg fyrir tjón vegna rafmagnstruflana og þær áætlanir sem þau hafa til að bregðast við slíkum uppákomum.
![]() |
Truflun í spennustöð olli keðjuverkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upplýsingaöryggi | Breytt 14.12.2007 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2007 | 14:16
Útflutningur á raforku
Vísindi og fræði | Breytt 14.12.2007 kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2007 | 17:07
Furðuleg mótsögn Danske Bank
Viðskipti og fjármál | Breytt 14.12.2007 kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2007 | 15:28
Kennitalan er mikil ógnin við friðhelgi einkalífs og auðveldar svik
Persónuvernd | Breytt 14.12.2007 kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.7.2007 | 02:00
Hvað einkennir góða kennslu og fyrirmyndarkennara?
Menntun og skóli | Breytt 14.12.2007 kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.7.2007 | 14:51
Er þá verðbólgan lægri hér á landi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2007 | 01:31
Þórustaðanáman - Ljótasta sár í náttúru landsins
Umhverfismál | Breytt 14.12.2007 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.7.2007 | 14:00
Þúsaldarmarkmiðin
Bloggar | Breytt 14.12.2007 kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2007 | 20:34
Farsímaveirur
Upplýsingaöryggi | Breytt 14.12.2007 kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2007 | 21:53
Trúarbragðafordómar í fréttaflutningi
Trúmál og siðferði | Breytt 14.12.2007 kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
18.6.2007 | 12:31
Eru upplýsingatækniinnviðir Íslands nógu sterkir?
Upplýsingaöryggi | Breytt 14.12.2007 kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2007 | 22:44
Mislæg gatnamót skilja eftir marga lausa enda
Bloggar | Breytt 15.6.2007 kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 22:36
Gerum radarvara gagnslausa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.6.2007 | 17:54
Vinsælir, en eru þeir bestir?
Menntun og skóli | Breytt 14.12.2007 kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.6.2007 | 12:53
Framlög til einkarekinna grunnskóla
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2007 kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2007 | 22:38
Dæmisaga 4: Hjólið og ljósið
Lífspeki | Breytt 14.12.2007 kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 23:29
Er Seðlabankinn stikkfrí?
Viðskipti og fjármál | Breytt 14.12.2007 kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2007 | 17:26
Dæmisaga 3: Viskan af fjallinu
Lífspeki | Breytt 14.12.2007 kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði