Leita í fréttum mbl.is

Útflutningur á raforku

Þessi umræða um útflutning á rafmagni um sæstreng kemur alltaf upp með jöfnu millibili.  Á tímabilinu frá 1978 til 1985 var hún nokkuð áberandi og svo hefur hún dúkkað upp öðru hvoru síðan.  Ég stúderaði raforkukerfi landsins mjög ítarlega á háskólaárum mínum og gerði ein tvö lokaverkefni, þar sem reiknilíkan vegna raforkuframleiðslu var viðfangsefnið.  Annað við Háskóla Íslands og hitt við Stanford háskóla í Kaliforníu, þar sem ég var við nám í aðgerðarannsóknum (operations research). 

Aðalleiðbeinandi minn við lokaverkefnið í Stanford var Alan S. Mann einn helsta ráðgjafa Alþjóðabankans í orkumálum.  Hann var á þeim tíma einnig helsti ráðgjafi Norðmanna, Tyrkja og Pakistana í þessum málum og þá sérstaklega þeim efnum sem sneri að vatnsorku.  Ég bar upp við hann þessa hugmynd um útflutning raforku um sæstreng, þar sem ég vildi taka inn í verkefnið mitt þau mál sem helst voru í umræðunni hér á landi.  Svar hans var einfalt.  Ef Ísland vildi flytja út raforku, þá væri best að gera það á föstu formi með útflutningi afurða þeirra fyrirtækja sem nýta raforku við framleiðslu sína hér á landi.  Að flytja út raforku um sæstreng væri svipað og flytja málmgrýti óunnið frá námasvæði til málmbræðslu í fjarlægu landi eða svo tekin væri samlíking sem við skiljum vel, að flytja fiskinn óunninn úr landi.  Það er staðreynd að því meiri verðmætasköpun sem verður á upprunastað náttúruauðlindarinnar, þess betra er það fyrir samfélagið.  (Hans orð í hnotskurn.)  Þess vegna er, þó það sé hart að viðurkenna, betra að framleiða raforku fyrir álver á Íslandi, en að flytja hana um sæstreng til álvers í, segjum, Skotlandi.

Ég geri mér grein fyrir að Þorkell Helgason er ekki að segja, að hefja eigi útflutning um sæstreng.  Hann er fyrst og fremst að segja að hagkvæmara væri að gera það, en að flytja út vetni. 

Ég held að áður en við förum of langt fram úr okkur og skipuleggjum vetnisútflutning í stórum stíl, þá þarf að ákveða hvaða náttúruauðlindir við ætlum að nota til framleiðslunnar.  Stórvirkjanir virðast ekki vera uppi á pallborði almennings í landinu um þessar mundir og efnileg háhitasvæði eru mörg jafnmikil auðlind ósnortin.  Við verðum líka að gera okkur grein fyrir hve mikla orku þjóðin sjálf þarf til að viðhalda vexti sínum og atvinnulífsins.  Við þurfum að ákveða í hvað önnur orka má fara, þ.e. stóriðju, netþjónabú, olíuhreinsunarstöð, vetnisframleiðslu, ylrækt o.s.frv.  Það er ekki einkamál stjórnmálamanna, hvort heldur á landsvísu eða heima í héraði, eða orkufyrirtækjanna hvar verður virkjað.  Hafnfirðingar hafa sýnt okkur hvernig íbúalýðræði getur virkað og því verður að taka strax tillit til vilja íbúanna.  Kosningar á fjögurra ára fresti eru ekki lengur ávísun á að hægt sé að ákveða hvað sem er. 

Það góða við þessa umræðu, er að hún sýnir okkur hægt er að nota raforku frá virkjunum okkar til annars en stóriðju.  Það eru fleiri möguleikar.  Við skulum samt varast að draga þá ályktun að aðrir kostir en stóriðja séu ekki mengandi.  Það er einfaldlega rangt.  Það getur vel verið að útblástur CO2 sé minni frá netþjónabúi eða vetnisframleiðslu eða raforkuflutningi um sæstreng, en það eru alveg örugglega önnur atriði sem menga og skemma.  T.d. þyrfti sæstrengurinn að liggja á hafsbotninum, sem yrði því fyrir áhrifum af strengnum og röskun vegna lagningu hans.  Á sínum tíma var t.d. talað um að líftæknifyrirtæki væru ekki mengandi eins og stóriðja, en það sem fáir vita er að þau skila m.a. frá sér geislavirkum úrgangi sem þarf að farga á sérstakan hátt.  Það fylgir mengun og röskun allri starfsemi.  Hún er bara mismunandi eftir eðli starfseminnar.  Svo verður hver að dæma fyrir sig hvort viðkomandi finnst hún er ásættanleg eða ekki.


mbl.is Sæstrengur fremur en vetnisflutningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Kærar þakkir Marínó fyrir góðan pistil

Anna Karlsdóttir

Anna Karlsdóttir, 5.8.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband