Leita í fréttum mbl.is

Mislćg gatnamót skilja eftir marga lausa enda

Ennţá einu sinni hefst ţessi umrćđa um mislćgu gatnamótin á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.  Og ennţá einu sinni virđist vera sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík átti sig ekki á ţví ađ ţessi gatnamót verđi ekki gerđ mislćg nema međ umfangsmiklum ađgerđum á ađliggjandi gatnamótum.  Ţađ er ekki nóg ađ leysa vandamálin viđ Lönguhlíđ heldur ţarf líka ađ horfa til Háaleitisbrautar (á tveimur stöđum), Grensásvegar, Laugavegar/Suđurlandsbrautar, Listabrautar og Hamrahlíđar.

Fyrir tćpum ţremur árum birti Morgunblađiđ grein eftir mig um ţetta mál, ţar sem ég kom međ rök međ og á móti mislćgum gatnamótum.  Ţar gerđi ég tilraun til ađ bera saman tvo kosti, ţ.e. mislćg gatnamót og ljósastýrđ gatnamót međ ţađ sem heitir fjögurra fasa umferđaljósum.  Niđurstađa mín var ađ fjögurra fasa lausnin vćri umtalsvert betri lausn.  (Greinina er hćgt ađ finna á vef Betri ákvörđunar eđa međ ţví ađ smella hér Mislćg gatnamót - ekki eina lausnin.)

Nú hefur veriđ lögđ talsverđ vinna í ađ setja upp betri ljósastýringu á öll ljósastýrđ gatnamót á megin umferđarćđum.  Viđ, sem ökum ţessa leiđ daglega eđa a.m.k. oft í viku, höfum fundiđ fyrir ţví ađ umferđ gengur nú mun greiđar en undanfarin ár.  Vissulega á umferđarţunginn eftir ađ ţyngjast, en ég held ađ lausnin felist ekki í ţví ađ reisa mikiđ mannvirki á ţessum stađ.  Í mínum huga er skynsamlegra ađ leita leiđa til ađ létta umferđinni af ţessum gatnamótum.  Ţađ er hćgt ađ gera međ ţví ađ grafa Öskjuhlíđargöngin og fara í Sundabraut.  Ţetta eru hvort tveggja framkvćmdir sem verđur fariđ í á einhverjum tímapunkti og báđar verđa til ţess ađ beina umferđ frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Ţađ má heldur ekki gleyma ţví ađ ţađ eru til fleiri lausnir, ef menn leyfa sér ađ hugsa út fyrir kassann.  Ein er ađ skipuleggja atvinnusvćđi ţannig ađ ţau dreifist meira um höfuđborgarsvćđiđ.  Vandamál umferđarinnar í Reykjavík er ađ mjög miklu leiti sjálfskaparvíti.  Loksins ţegar gafst t.d. tćkifćri til ađ flytja einn stćrsta vinnustađ miđbćjarins, ţ.e. Landspítalann - háskólasjúkrahús, ţá er tekin ákvörđun um ađ stćkka vinnustađinn og beina ennţá fleira fólki um umferđarćđar sem eiga í erfiđleikum viđ ađ ráđa viđ ţá umferđ sem fer ţar um í dag, hvađ ţá umtalsverđa viđbót.  Á sama hátt er hreinlega heimskulegt ađ ćtla ađ setja Háskólann í Reykjavík út í Nauthólsvík međ tilheyrandi umferđ.  Vissulega mun fólk fyrst og fremst velja sér heimili, ţar sem ţađ vill búa, en ekki međ tilliti til fjarlćgđar til vinnustađar.  En međ ţví ađ bjóđa upp á fleiri kosti varđandi atvinnusvćđi, ţá mun dreifast meira úr umferđinni.  Ef atvinnuuppbygging á ađ einskorđast viđ 101 Reykjavík, ţá er nauđsynlegt ađ fjölga búsetukostum á ţví svćđi líka.  Og öfugt, ef byggđin á ađ dreifast um höfuđborgarsvćđiđ, ţá verđa atvinnutćkifćrin ađ dreifast ađ sama skapi.


mbl.is Öskjuhlíđagöng í stađ mislćgra gatnamóta?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1673421

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2023
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband