Leita í fréttum mbl.is

Skipulag Vatnsendahlíðar og hækkun lóðarverðs

Í Fréttablaðinu í gær var auglýsing frá Kópavogsbæ um úthlutun lóða í Vatnsendahlíð við Elliðavatn.  Sem húsbyggjanda í Þingum, þá vöktu nokkur atriði athygli mína.

  1. Nýr skóli á að rísa og er hann staðsettur það langt frá aðalbyggingasvæðinu, að það verður styttra fyrir skólabörn af annars vegar vestasta hluta svæðisins og hins vegar nyrsta hluta svæðisins að fara annað hvort í Hörðuvallaskóla eða Vatnsendaskóla.  Staðsetning skólans bendir til þess að stefnt er að því að létta vatnsvernd af svæðinu milli þess sem nú er verið að auglýsa til úthlutunar og Heiðmerkur og þar eigi eftir að koma mjög stórt hverfi.
  2. Aðeins er gert ráð einni umferðaræð út úr hverfinu, þ.e. Þingmannaleið.  Er ég ansi hræddur um að hún muni ekki duga, þegar viðbótin sem ég nefni að ofan verður komin.  Það væri strax til bóta að gera ráð fyrir annarri tengingu við Vatnsendaveg um svæðið sunnanvert eða um Elliðahvammsveg.
  3. Verð á lóðum hefur allt að þrefaldast frá því að úthlutað var síðast í Þingum.  Árið 2005 kostaði einbýlishúsalóð um kr. 7,2 milljónir, en nú er verð þeirra á bilinu kr. 13 - 20 milljónir.  Og þetta er bara grunngjald.  Ef reglur eru eitthvað svipaðar nú og áður, þá geta húsbyggjendur átt von á að þurfa að punga út einhverjum milljónum til viðbótar, þegar stærð húsanna er komin á hreint.
  4. Hylja á Vatnsendahlíðina algjörlega með byggð, þó einhver græn rönd eigi að vera þarna, þá er það reynsla manna í Kópavogi, að það er tímabundið ástand og það er bara tímaspursmál hvenær skipulögð verður byggð á þeim.
Ég hef mestar áhyggjur af umferðinni og sé fram á að það verði erfitt að komast út úr hverfinu, þegar fram líða stundir.

Hvað með sæstreng?

Það er ekki nema rúmur mánuður síðan að í fréttum voru vangaveltur um útflutning rafmagns um sæstreng (sem að mér finnst slæm hugmynd - sjá blogg mitt frá 4.8.2007 Útflutningur á raforku).  Nú virðist ekki vera hægt að koma rafmagni til fyrirhugaðs álvers í Helguvík, þar sem sveitarfélögin á Reykjanesi vilja ekki fleiri loftlínur og Landsnet telur ekki fýsilegt að leggja þær í jörðu þar sem þær myndu liggja um jarðskjálfta- og jarðhitasvæði.  Mér dettur þá bara í hug:  Af hverju ekki að leggja sæstreng?  Það virðist ýmislegt mæla með því sem fýsilegum kosti.  Vissulega þyrfti að finna leið út í sjó, en eftir að hún er fundin, er leiðin bein og breið.  Sjónmengun af línum væri úr sögunni og sloppið væri við að leggja línurnar um jarðskjálfta- og jarðhitasvæði með tilheyrandi raski.  Ég er ekki með þessu að gera lítið úr því raski sem yrði í sjónum, en það væri örugglega hægt að gera ýmislegt til að halda því í lágmarki.
mbl.is Landsnet: Skoða þarf forsendur Grindavíkurbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nick Leeson og Baringsbanki

Það er sagt um Nick Leeson, að hann sé einni maðurinn sem hafi skrifað tékka sem bankinn átti ekki innistæðu fyrir.  Á ensku er sagt:  Nick Leeson is the only man to have written a check and the bank bounced.

Það er athyglisvert viðtalið við hann í Markaði Fréttablaðsins í dag.  Hann hefur svo sem lýst þessu á prenti áður, að það hafi verið innra eftirlit bankans sem klikkaði.  Hann hefði aldrei geta gert það sem hann gerði, ef ekki hefði verið fyrir samþykki yfirmanna sinna og það að þeir voru að fara á svig við lögin.  Það er þess vegna sem innra eftirlit verður að vera óháð function innan fyrirtækja.  Og ytri endurskoðendur verða líka að vera óháðir fyrirtækjum.  Atvik, eins og Baringsbanka málið, Enron, World Com, Parmalat og mörg önnur eru dæmi um það þegar innri og ytri endurskoðendur eru ýmist blekktir eða fengnir til að taka þátt í svindlinu.  Afleiðingin er aukið regluverk á borð við Sarbanes-Oxley, fyrirtækjalaga tilskipanir Evrópubandsins og fjölbreytileg tilmæli fjármálaeftirlita um allan heim.  Síðan kvarta menn yfir eftirlitsiðnaðinum og segja hann vera að drepa allt.  Við megum ekki gleyma, að ef hægt væri að treysta öllum til að haga sér í samræmi við almenna siðferðisvitund, þá væri þetta ekkert mál.  Eftirlitsiðnaðurinn er afleiðing af siðferðisbrestum svipuðum þeim sem Nick Leeson varð uppvís af. 

Ég viðurkenni það alveg fúslega sem sérfræðingur í upplýsingaöryggismálum, að ef mér og mínum kollegum hefði tekist betur í gegnum tíðina að selja fyrirtækjum hugmyndina um þörf fyrir og nytsemi öryggisráðstafana, þá væri ekki eins mikil þörf fyrir eftirlitsstofnanir að setja alls konar reglur og kvaðir um ráðstafanir.  Innra eftirlit og öryggisskipulag virkar mun betur, þegar fyrirtæki átta sig á nytsemi þessara starfsþátta, í staðinn fyrir að líta á þetta sem íþyngjandi kvöð.  Raunar sýna gögn frá OMX (norrænu kauphöllinni) að þau fyrirtæki sem best hafa staðið sig í innleiðingu góðra stjórnarhátta eru að standa sig markvert betur á markaði, en þau sem verst standa í innleiðingu góðra stjórnarhátta.  Á rúmlega fjögurra ára tímabili frá 2001 til 2005 jókst markaðsvirði fyrrnefnda hópsins um 32% umfram aukningu markaðsvirði síðarnefnda hópsins.  Fyrir fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands er þetta spurning um hundruðir ef ekki yfir þúsund milljarða.


Indlandsbanki hakkaður

Tölvuþrjótar brutu sér leið inn á vefsetur Indlandsbanka (Bank of India) í lok ágúst. Þrjótunum tókst að fella inn í kóða vefsíðunnar 30 mismunandi spillikóða, þar með talið ormi, fimm trójukóðum til niðurhals, þremur rótartólum og nokkrum kóðum til að...

Stiglækkandi skattur fyrir alla

Ég er þeirrar skoðunar að þörf er gagngerra breytinga á því skattkerfi sem við búum við hér á landi.  Tryggja þarf að allir borgi sama skatt fyrir sömu tekjur burt séð frá því hvaðan tekjurnar eru fengnar.  Í núverandi umhverfi fer það eftir eðli...

Ungverjaland - miðja Evrópu

Ég er staddur í Ungverjalandi. Nánar tiltekið Búdapest. Borgin er ákaflega falleg, enda er borgarstæðið einstaklega skemmtilegt. Dóná skiptir borginni í Búda og Pest eins og alltaf hefur verið. Ég fór á Þjóðminjasafn þeirra Ungverja, sem er til húsa í...

Af kommum og punktum í tölum

Hvernig á að lesa tölur? Er talan 100,000 lesin 100 eða 100 þúsund?  Það fer eftir því á hvaða tungumáli er verið að rita.  Fréttin um 100 stigin hans Tigers er upprunin frá Bandaríkjunum, þannig hann er með 100.000 stig en ekki 100.  Stöðuna í FedEX...

Láglaunalandið Bandaríkin

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ýmislegt í efnahagslífi Bandaríkjanna stæði veikum fótum. Táknin hafa verið víða, svo sem í lágum launum, lágu vöruverði, lágu gengi dalsins, miklum viðskiptahalla, miklum fjárlagahalla, vaxandi atvinnuleysi og...

Ég hélt að svona menn væru ósnertanlegir

Dudek, Belletti og J.A. Reyes hafa allir tryggt liðum sínum stóra titla með góðri frammistöðu í leikjum sem réðu úrslitum. Hér fyrir nokkrum árum hefði það tryggt þeim öruggan sess hjá liðum sínum um aldur og ævi, en nú er öldin önnur. Eftir að Dudek...

Samtals ekki samfellt

Stundum breytir eitt orð innihaldi verulega. Í fréttinni, sem verið er að þýða hér, segir: TIGER WOODS has held the World Number One position for a total of 456 weeks and has extended his lead over Jim Furyk, the World Number Two, to 13.41 average...

Þetta líður hjá

Það er líklegast aðeins eitt sem er öruggt í þessum heimi og það er að allt mun breytast. Það ástand sem núna er á mörkuðunum mun liða hjá, alveg eins og það ástand sem var á mörkuðunum síðustu mánuði leið hjá. Þeir einu sem tapa eru þeir sem neyðast til...

Barry Bonds - Kóngur hafnaboltans

Í nótt gerðist það sem hafnaboltaaðdáendur hafa beðið eftir. Barry Bonds, leikmaður hafnaboltaliðs San Francisco Giants, bætti met Hank Aarons ,,sleggjunnar", þegar hann náði ,,heimhlaupi" (,,home run") nr. 756. Methlaupið, sem jafnframt var 22....

Nú var gott að vinna á fartölvu

Það þarf ekki langt rafmangsleysi til að skemma mikla vinnu. Augnabliks rafmagnsleysið á höfuðborgarsvæðinu áðan varð þess valdandi að símalínur urðu rauðglóandi hjá mörgum tölvufyrirtækjum. ,,Netþjóninn hrundi. Hver ber ábyrgð?", spurðu margir sem...

Útflutningur á raforku

Þessi umræða um útflutning á rafmagni um sæstreng kemur alltaf upp með jöfnu millibili. Á tímabilinu frá 1978 til 1985 var hún nokkuð áberandi og svo hefur hún dúkkað upp öðru hvoru síðan. Ég stúderaði raforkukerfi landsins mjög ítarlega á háskólaárum...

Furðuleg mótsögn Danske Bank

Danske Bank virðist vera eitthvað í nöp við Ísland. Í dag birta þeir viðvörun um að allt geti farið í kalda kol hér sem og í Tyrklandi, Ungverjalandi og Suður-Afríku. Ef greiningarefni bankans er hins vegar skoðað, þá má þar finna nokkrar...

Kennitalan er mikil ógnin við friðhelgi einkalífs og auðveldar svik

Þetta eru áhugaverðar pælingar hjá Hauki Arnþórssyni um samkeyrslu upplýsinga og þá ógn sem slík samkeyrsla er við friðhelgi einkalífsins. Þar sem að ég fæst mikið við málefni, sem tengjast persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þá hef ég oft rekist...

Hvað einkennir góða kennslu og fyrirmyndarkennara?

Á þessu ári eru 10 ár síðan ég hætti í starfi mínu sem kennari og skipulagsstjóri við Iðnskólann í Reykjavík. Kennsluferill minn hóst í janúar 1992 og entist út árið 1997. Þetta var mjög góður tími, en til þess að hafa mannsæmandi laun þurfti maður að...

Er þá verðbólgan lægri hér á landi?

Mér finnst þessi frétt nokkuð merkileg.  Hún greinir frá því að verðbólga á evrusvæðinu síðustu 12 mánuði hafi verið 1,9%.  Hafa skal í huga að þetta er verðbólga án húsnæðis (ég vona að ég fari rétt með).  Hér á landi var verðbólgan 3,8% með...

Þórustaðanáman - Ljótasta sár í náttúru landsins

Ég var að koma úr nokkurra daga ferð í kringum landið. Ferðin hófst á fjögurra daga fótboltamóti á Akureyri, en síðan var farið austur um land og suður og börnunum sýndar í fyrsta sinn nokkrar fegurstu náttúruperlur landsins. Ekið var suður fyrir Mývatn,...

Þúsaldarmarkmiðin

Ég man að einhvern tímann var haft eftir Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra, um Þúsaldarmarkmiðin, að loforðin sem gefin voru á sínum tíma hafi miðað við að framlög Íslendinga, ekki ríkisstjórnarinnar, yrðu 0,7% af...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682120

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband