Leita í fréttum mbl.is

Farsímaveirur

Farsímaveirur eru langt frá því að vera nýtt fyrirbrigði.  Fyrstu veirurnar voru upprunar í Suð-austur Asíu og dreifðust þar í frekar takmörkuðu mæli til að byrja með.  Talið er að finnskur símnotandi hafi komið með fyrstu veiruna til Evrópu.

Farsímaveirur dreifast mjög oft með Bluetooth, þegar sýktur sími kemst í samband við aðra síma sem eru með Bluetooth tengið opið.  Það, sem gerist, er að veiran leitar að öðrum Bluetooth símum og sendir þeim boð.  Þessi boð eru oftast þannig að það er ekki hægt að hafna þeim, þannig að þó maður neiti tengingunni, þá heldur veiran áfram að senda boð um tenginguna.   Þegar slík boð berast, þá er aðeins um tvennt að ræða.  Annars vegar að færa sig, því drægi Bluetooth-tengisins er rétt um 20 metrar.  Þegar komið er út fyrir áhrifasvið hins sýkta síma, er hægt að neita móttöku sendingarinnar.  Hitt er að slökkva á símanum, sem mögulega þarf að gera með því að taka rafhlöðuna úr símanum, og síðan færa sig á öruggan stað.  Helsta ástæða fyrir því að símar sýkjast, er að notandi ósýkta símans fær símtal á meðan veiran er að hamast á símanum.  Þar sem ómögulegt er að svara meðan veiran er að reyna að ná sambandi, þá enda notendur yfirleitt á því að samþykja móttöku veirusendingarinnar.

Besta vörnin gegn farsímaveirum er að hafa Bluetooth tengið lokað fyrir óskilgreindum utanaðkomandi tengibeiðnum.


mbl.is Grunaður um að dreifa farsímaveiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarbragðafordómar í fréttaflutningi

Í tæp sex ár hefur mátt heyra á nær hverju degi að hinir og þessir hópar múslima hafi framið hin og þessi voðaverk út um allan heim, en þó aðallega í Miðausturlöndum.  Þessi tilvísun í trúarbrögð, ef gerendur eru múslimir (eða hindúar), hefur verið mjög áberandi í innlendum fjölmiðlum, þó svo að nákvæmlega sama frétt á BBC eða Sky er ekki með neina tilvísun í trúarbrögð viðkomandi.  Nú, ef viðkomandi er ekki múslimi, þá er ekki minnst á að hann sé gyðingur eða kristinn.  Ég t.d. tók ekki eftir því þegar Ísraelar réðust af mikilli heift á Líbanon fyrir 2 árum, að þar færu gyðingar.  Eða þegar hersveitir NATO felldu í misgripum 25 almenna borgara í Afganistan, að þar færu kristnar sveitir.  Eða í mótmælum græningja og umhverfisverndarsinna víða um heim að þeir séu kristnir, gyðingar eða múslimir.

Vil ég skora á blaða- og fréttamenn að hætta þessum tilvísunum í trú herskárra manna.  Það getur verið að í sumum tilfellum geri trúin menn öfgafulla, en ég held að það séu fyrst og fremst aðstæður þeirra sem gera það.  Svo kallaðir Íslamistar í Líbanon hafa mátt dúsa í flóttamannabúðum í þrjá og upp í fimm áratugi.  Mér þykir það bara gott, að þeir hafi ekki gripið til vopna fyrr.  En þeir gera það ekki trúar sinnar vegna, heldur vegna þess að þeim er gert ómögulegt að lifa eðlilegu lífi og fá ekki að snúa aftur til heimalands síns.

Vissulega vandast málin þegar gera á upp á milli trúarhópa í Írak, en má ekki bara sleppa því að segja að viðkomandi sé síhji eða súníti.  Og ef það er ekki hægt, er ekki a.m.k. hægt að sleppa því að tala um öfga og trú í sömu setningunni.  Af hverju eru menn öfgamenn af því að þeir eru að berjast gegn því sem þeir líta á að séu innrásaraðilar.  (Ég er ekki að taka afstöðu, heldur sýna skilning á afstöðu þeirra.)  Voru krossfararnir þá öfgafullir kristnir menn, af því að þeir fóru í herför til að ,,frelsa" ,,landið helga".  Eða eru það bara þeir sem eru af hinum trúarbrögðunum sem eru öfgamenn.  Ég man t.d. ekki eftir því að í deilunni á Norður-Írlandi hafi mikið verið að tala um öfgafulla kaþólikka eða mótmælendur.  Nei, þeir voru nefndir herskáir kaþólikkar eða mótmælendur. 

Mennirnir, sem flest bendir til að hafi staðið að baki hryðjuverkunum 11. september 2001, voru vissulega allir (að því ég best veit) Íslamstrúar, en þeir voru fyrst og fremst frá tilteknum löndum eða heimshluta.  Nokkrir þeirra höfðu meira að segja búið í Þýskalandi í nokkur ár.  Ég hef hvergi séð í heimildum/heimildarmyndum að þeir hafi framið glæpi sína vegna trúar sinnar.  Þeir gerðu það, miðað við flestar heimildir, vegna þess að þeir töldu Bandaríkin bera ábyrgð á gerðum Serba í Bosníustríðinu og sinnuleysi Bandaríkjanna í málefnum Palestínu eða eigum við að segja einhliða stuðningi Bandaríkjamanna við Ísraela.  Þeir gerðu það af því að hugsjónir þeirra buðu þeim að gera það, vegna þess að þeir voru haldnir siðblindu og mannfyrirlitningu.  Vissulega sóttu þeir styrk í trú sína, en það gera líka Bandarískir hermann í Írak.  Við megum heldur ekki gleyma því að meðal látinna 11/9 var fólk af öllum trúarbrögðum, enda var árásinni ekki beint að andlegum trúarbrögðum heldur veraldlegu tákni kapitalismans.  Afleiðing siðblindu og mannfyrirlitningu þessara einstaklinga leiddi af sér ennþá verri siðblindu og mannfyrirlitningu tveggja þjóða/þjóðarleiðtoga sem létu sært stoltið leiða sig út í tvö ákaflega heimskuleg stríð.  Og takið nú vel eftir, það hefur hvergi verið minnst á, í þessu samhengi, að þessir menn eru kristnir.


Eru upplýsingatækniinnviðir Íslands nógu sterkir?

Seinni hluta apríl varð Eistland fyrir árás tölvuþrjóta sem tókst að valda verulegri truflun á netsambandi innan landsins.  Þetta varð til þess að afhending ýmissa mikilvægra þjónustuþátta truflaðist.  Eftir að þetta gerðist, hafa öryggissérfræðingar víða um heim verið að velta fyrir sér hversu traustir upplýsingatækniinnviðir einstakra ríkja eru.  Er mögulegt að einstaklingar, hópar einstaklinga eða jafnvel opinberir aðilar (leyniþjónustur eða hernaðaryfirvöld) í einstökum ríkjum geti staðið fyrir svo áhrifamiklum árásum á netkerfi heillar þjóðar, að fjármálamarkaðir virki ekki, að afhending raforku fari úr skorðum eða flugsamgöngur lamist?

Okkar vandamál felst kannski mest í því, að með umfangsmikilli árás á fjarskiptarásir Internetsins til og frá landinu, væri hægt að teppa þessar rásir.  (Eða er kannski nóg að hleypa rottum að lögnunum?)  Sem stendur eru þrjár leiðir inn og út úr landinu:  1.  Um gervihnött, 2 Um CANTAT og 3. Um FARICE.  Fjölgun leiða breytir í sjálfu sér ekki því vandamáli að hægt er að gera Denial of Service árásir á okkar litla kerfi og teppa verulega leiðir inn og út úr landinu.  Spurningin er hvort hægt er að setja aðgang að þessum leiðum (eða einhverjum hluta þeirra) þannig upp, að þær séu lokaðar fyrir aðgangi annarra en þeirra sem sérstaklega hafa keypt sér aðgang að þeim og þannig tryggt að mikilvægir þjónustuþættir haldist opnir þrátt fyrir slíkar árásir.

Fjölgun strengja til og frá landinu mun að sjálfsögðu auka öryggi, en fyrst og fremst draga úr líkum á því að samband rofni vegna bilana í þeim strengjum sem fyrir eru. Tölvuþrjóta munar ekkert um að blokka einn streng í viðbót.  Svo má ekki gleyma því að fáar leiðir hafa þann kost, að það auðveldar síun umferðar eða þess vegna að komið sé á tímabundinni lokun.


Mislæg gatnamót skilja eftir marga lausa enda

Ennþá einu sinni hefst þessi umræða um mislægu gatnamótin á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.  Og ennþá einu sinni virðist vera sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík átti sig ekki á því að þessi gatnamót verði ekki gerð mislæg nema með umfangsmiklum...

Gerum radarvara gagnslausa

Ég er nú alveg viss um að fljótlega verða komnir radarvarar sem vara við nýja tækinu þeirra þarna á Blönduósi.  Fyrir utan að vararnir geta ennþá varað við hraðaeftirliti þar sem gömlu hraðamælingatækin eru notuð. Fyrir nokkrum árum var ég farþegi í...

Vinsælir, en eru þeir bestir?

Mig langar að spyrja: Hvaða skóli er bestur: a) Sá sem tekur við nemendum með meðaleinkunn upp á segjum 8,5 og skilar þeim út með meðaleinkunn upp á 7,25 b) Sá sem tekur við nemendum með meðaleinkunn upp á segjum 7,0 og skilar þeim út með meðaleinkunn...

Framlög til einkarekinna grunnskóla

Á visir.is er að finna eftirfarandi frétt: Nýr meirihluti gerir vel við einkaskólana Skólastjórar Ísaksskóla og Landakotsskóla segja viðmót borgaryfirvalda í garð einkarekinna grunnskóla hafa breyst til hins betra eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og...

Dæmisaga 4: Hjólið og ljósið

Þetta er fjórða af fimm austurlenskum dæmissögum sem lýsa því sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Líkt og hinar fyrri er sagan upprunin frá klaustri í Kyund Nam héraði í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublaði 1992. Hjólið...

Er Seðlabankinn stikkfrí?

Mér finnst stundum eins og Seðlabankinn sé stikkfrí, þegar kemur að því að leita að orsökinni á hækkun verðbólgu, hækkun gengis og þenslunnar á húsnæðismarkaðnum. Það er eins og bankinn gleymi því að 30. júní 2003 voru settar nýjar reglur um...

Dæmisaga 3: Viskan af fjallinu

Þetta er þriðja af fimm austurlenskum dæmissögum sem lýsa því sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Líkt og hinar fyrri er sagan upprunin frá klaustri í Kyund Nam héraði í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublaði 1992. Viskan...

Er fjölgun nema í háskólum dulið atvinnuleysi?

Við stærum okkur af því að vera með mjög lítið atvinnuleysi, en maður getur ekki annað en hugleitt hvort hin mikla fjölgun nemenda í háskólum hér á landi (um tvöföldun á nokkrum árum) beri ekki vott um dulið atvinnuleysi hjá ákveðnum þjóðfélagshópum. ...

Dæmisaga 2: Eldur og vatn

Þetta er önnur af fimm austurlenskum dæmissögum sem lýsa því sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Líkt og hin fyrsta er sagan upprunin frá klaustri í Kyund Nam héraði í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublaði 1992. Eldur og...

Dæmisaga 1: Hljóð skógarins

Þetta er fyrsta af fimm austurlenskum dæmissögum sem lýsa því sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Sagan er upprunin frá klaustri í Kyund Nam héraði í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublaði 1992. Hljóð skógarins - The sound...

Hvað gerir stjórnanda góðan?

Ég hef verið að velta því fyrir mér frá því að kosningarúrslitin voru kunn, af hverju Framsóknarflokknum var refsað í kosningunum en Sjálfstæðisflokknum umbunað fyrir nokkurn vegin sömu störf. Ég fann að sjálfsögðu ekkert einhlítt svar við þessu og því...

Talnalæsi/ólæsi

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins er áhugaverð fréttaskýring Grétars Júníusar Guðmundssonar undir nafninu ,,Egg stóru bankanna eru í mörgum körfum í útlöndum".  Með fréttaskýringunni er rammagrein um aukin umsvif í nágrannalöndunum þar sem m.a. er tafla...

Hvernig á að bregðast við tölvuglæp?

Þessi spurning kom upp á ráðstefnu um upplýsingaöryggismál sem ég sótti sl. vetur. Einn fyrirlesarinn lýsti því þegar hringt var í fyrirtæki hans eftir að klámvefur m.a. með barnaklámi uppgötvaðist á vef alþjóðlegs banka í ónefndu landi. Einn starfsmaður...

Hive er ekki eitt um þetta

Það er gott fyrir alla símasöluaðila og raunar líka þá sem nota tölvupóst, að kynna sér ákvæði fjarskiptalaga og eldri úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar um þessi mál. Skoðum fyrst hvað fjarskiptalög segja: 46. gr. Óumbeðin fjarskipti. Notkun...

Rýnt í tölur

Það er fróðlegt að skoða úrslit kosninganna og sjá hvað stutt var á milli feigs og ófeigs þ.e. hvað í raun örfá atkvæði hefðu geta haft veruleg áhrif á það hverjir hlutu kosningu og hverjir ekki. Það munaði aðeins 11 atkvæðum á 2. jöfnunarmanni/8....

Um hvað snýst framhaldið?

Mér finnst þessi umræða almennt vera á villugötum. Það er staðreynd að stjórnin hélt velli. Það er staðreynd að stjórnarsamstarfið hefur gengið mjög vel þessi 12 ár. Það er staðreynd að stjórnarflokkarnir eru ánægðir með þann árangur sem hefur náðst, þó...

Drög að öryggisreglum fyrir fjarskiptanet

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt á vef sínum drög að tvennum reglum (reglugerðum) í tengslum við þær breytingar sem gerðar voru á fjarskiptalögum á síðasta starfsdegi Alþingis í vor. Þó svo að reglunum sé fyrst og fremst beint að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682120

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband