Leita í fréttum mbl.is

Nick Leeson og Baringsbanki

Ţađ er sagt um Nick Leeson, ađ hann sé einni mađurinn sem hafi skrifađ tékka sem bankinn átti ekki innistćđu fyrir.  Á ensku er sagt:  Nick Leeson is the only man to have written a check and the bank bounced.

Ţađ er athyglisvert viđtaliđ viđ hann í Markađi Fréttablađsins í dag.  Hann hefur svo sem lýst ţessu á prenti áđur, ađ ţađ hafi veriđ innra eftirlit bankans sem klikkađi.  Hann hefđi aldrei geta gert ţađ sem hann gerđi, ef ekki hefđi veriđ fyrir samţykki yfirmanna sinna og ţađ ađ ţeir voru ađ fara á svig viđ lögin.  Ţađ er ţess vegna sem innra eftirlit verđur ađ vera óháđ function innan fyrirtćkja.  Og ytri endurskođendur verđa líka ađ vera óháđir fyrirtćkjum.  Atvik, eins og Baringsbanka máliđ, Enron, World Com, Parmalat og mörg önnur eru dćmi um ţađ ţegar innri og ytri endurskođendur eru ýmist blekktir eđa fengnir til ađ taka ţátt í svindlinu.  Afleiđingin er aukiđ regluverk á borđ viđ Sarbanes-Oxley, fyrirtćkjalaga tilskipanir Evrópubandsins og fjölbreytileg tilmćli fjármálaeftirlita um allan heim.  Síđan kvarta menn yfir eftirlitsiđnađinum og segja hann vera ađ drepa allt.  Viđ megum ekki gleyma, ađ ef hćgt vćri ađ treysta öllum til ađ haga sér í samrćmi viđ almenna siđferđisvitund, ţá vćri ţetta ekkert mál.  Eftirlitsiđnađurinn er afleiđing af siđferđisbrestum svipuđum ţeim sem Nick Leeson varđ uppvís af. 

Ég viđurkenni ţađ alveg fúslega sem sérfrćđingur í upplýsingaöryggismálum, ađ ef mér og mínum kollegum hefđi tekist betur í gegnum tíđina ađ selja fyrirtćkjum hugmyndina um ţörf fyrir og nytsemi öryggisráđstafana, ţá vćri ekki eins mikil ţörf fyrir eftirlitsstofnanir ađ setja alls konar reglur og kvađir um ráđstafanir.  Innra eftirlit og öryggisskipulag virkar mun betur, ţegar fyrirtćki átta sig á nytsemi ţessara starfsţátta, í stađinn fyrir ađ líta á ţetta sem íţyngjandi kvöđ.  Raunar sýna gögn frá OMX (norrćnu kauphöllinni) ađ ţau fyrirtćki sem best hafa stađiđ sig í innleiđingu góđra stjórnarhátta eru ađ standa sig markvert betur á markađi, en ţau sem verst standa í innleiđingu góđra stjórnarhátta.  Á rúmlega fjögurra ára tímabili frá 2001 til 2005 jókst markađsvirđi fyrrnefnda hópsins um 32% umfram aukningu markađsvirđi síđarnefnda hópsins.  Fyrir fyrirtćki sem skráđ eru í Kauphöll Íslands er ţetta spurning um hundruđir ef ekki yfir ţúsund milljarđa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 1678142

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband