Leita í fréttum mbl.is

Weasley klukkan fyrir Mugga

Eitt af mörgum undrum í Harry Potter bókunum var klukka sem var upp á vegg hjá Weasley fjölskyldunni.  Klukkan var þeirrar náttúru að hún sýndi hvar hver og einn fjölskyldumeðlimur var staddur á hverjum tíma. 

Í rúm 2 ár hefur verið talað um að Microsoft væri að þróa nokkurs konar Weasley klukku og nú mun hún vera orðin að veruleika.  Fregnir herma að fyrirtækið sé að hefja prófanir á forriti og vefþjónustu sem leyfir fjölskyldumeðlimum að skrá stöðu sína á hverjum tíma.  Forritið birtir svo staðsetningu þeirra á skjá heima hjá viðkomandi.  Með því að keyra lítil forrit upp á t.d. farsíma, þá sendir farsíminn stöðu sína til vefþjónustu sem síðan áframsendir hana til heimilistölvunnar.  Staðsetning er reiknuð út frá hnitum næsta farsímasendis.  Við komu á vinnustað eða skóla eru slegin inn skilaboð í símann sem segir að viðkomandi sé kominn á sinn stað og hættir þá forritið að senda staðsetningarskilaboð.

Nú er bara spurningin hvort fólk vilji fá sér svona Weasley-klukku eða hvort fólk vilji bíða eftir því að töfraklukkan fáist. 


Það verður spennandi að sjá hvernig menn leggja göng

Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn er meðfylgjandi frétt á visir.is.  Ég er nú alveg sannfærður um að menn ætla annað hvort að bora göngin eða sprengja þau, en ef búið er að finna upp nýja tækni þannig að hægt sé að leggja þau, þá er ég viss um að viðkomandi aðilar verða moldríkir.  Ætli menn hafi einhvern rörbút sem er lagður ofan á fjallið þar sem göngin eiga að koma og svo sekkur hann bara inn í bergið?

 

Vísir, 08. apr. 2008 16:31

Samið um lagningu Óshlíðarganga

mynd
Frá undirritun samninga í dag. MYND/Hafþór Gunnarsson

Skrifað var undir samning um lagningu Óshlíðarganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur í dag.

Samningurinn var gerður á milli Vegagerðarinnar annars vegar og Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors frá Sviss hins vegar en samið var við fyrirtækið að undangengnu útboði.

Framkvæmdir við göngin hefjast innan tíðar. Þau verða fimm kílómetra löng en auk þess verða byggðar tvær nýjar brýr og vegakaflar beggja vegna ganganna. Þegar til kemur verður einn hættulegasti vegarkafli á landinu úr sögunni. Þar fellur grjót iðulega á veginn, snjóflóð falla á hann að vetrarlagi og í stórviðrum gengur sjór stundum upp á veginn.

 


Er matvælaskortur næsta krísan?

Nú virðist "fjármálakrísan" að vera að ganga yfir.  Krónan er búin að rétta sig talsvert af og menn úti í hinum stóra heimi eru farnir að trúa því að íslensku bankarnir séu bara nokkuð traustir.  Þar sem heimur virðist þrífast á kreppu, þá er nauðsynlegt að átta sig á því hvaða kreppa kemur næst.  Búið er að tala um heimsfaraldur inflúensu (fuglaveiki) í nærri 5 ár og það bólar ekkert á henni.  Olíuverð virðist vera farið að síga aftur, þannig að hugsanlega er sú kreppa í hjöðnun.  Byrjað er að tala um kolakreppu, en í sama mund tala menn um að það séu 50 - 100 ára birgðir eftir.  Hlýnun jarðar gæti orðið meiri háttar vandamál innan 50 ára, en það er of langt þangað til svo hægt sé að tala um kreppu.  Hvaða kreppu sjá menn þá eiginlega fyrir?

Svarið er matarskortur.  Úti um allan heim er farið að bera á skorti á hinum og þessu matvælum og hrávöru.  Á Indlandi stefnir í skort á hrísgrjónum þannig að útflutningsbann er í pípunum.  Sama er uppi á teningunum í Egyptalandi, Víetnam og Kína.  Ástæðan er m.a. samkeppni frá þeim sem nota hrísgrjón til að framleiða eldsneyti.  Ríkisstjórnir í þróunarlöndum sjá fram á að setja hömlur á útflutning á landbúnaðarvörum og hindra svartamarkaðsbrask.  Þessi krísa virðist vera raunveruleg og hún á eftir að versna.

Íslenskir neytendur hafa séð verð á margs konar innfluttri nauðsynjavöru hækka og setja flestir það í samhengi við lækkun á gengi krónunnar.  En fólk þarf að átta sig á, að verð á innfluttum matvælum á eftir að hækka verulega á næstu mánuðum hreinlega vegna þess að matvælaframleiðsla í heiminum annar ekki eftirspurn.  Því er eðlilegt að spyrja:  Getum við séð okkur farborða?  Er hægt að auka matvælaframleiðslu nægilega hér á landi til að bæta fyrir fall í framboði á öðrum matvælum?  Munum að það sem gert er í dag getur haft alvarlegar afleiðingar síðar.  Skýrt dæmi um þetta er fataiðnaðurinn hér á landi.  Fyrir 25 árum var hér á landi öflugur fataiðnaður.  Þá var landið skyndilega opnað fyrir innflutningi á "ódýrari" fatnaði og hver framleiðandinn á fætur öðrum fór á hausinn eða hætti rekstri.  Nú er svo komið að innlendir framleiðendur anna ekki nema brotabroti af eftirspurn og það sem verra er þekkingin er að hverfa líka.  Gæti innlend matvælaframleiðsla lent í sömu sporum?  Ég er ekki að verja íslenskan landbúnað eða hvetja til þess að hætt verði við að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum.  Ég er bara að segja að í upphafi skuli endinn skoða.  Pössum okkur á því að ganga ekki það nærri innlendri matvælaframleiðslu, að hún verði ekki til staðar, þegar við þurfum nauðsynlega á henni að halda.  Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

OK, gerum ráð fyrir að við ætlum að halda uppi matvælaframleiðslu.  Hvað fleira gæti komið í veg fyrir að landsmenn fái matvælin?  Hvað þarf til að koma framleiðslunni til neytenda?  Það þarf tæki og umbúðir, alls konar bætiefni og efni til að halda framleiðslunni heilsusamlegri svo fátt eitt sé nefnt.  Hvað af þessu getum við skaffað hér innanlands?  Hvað af þessu er hægt að framleiða úr innlendum hráefnum?  Og það sem ekki er hægt að framleiða úr innlendu hráefni eða hreinlega ekki hægt að framleiða hér á landi, munum við hafa aðgang að hrávöruninni eða fullunninni vöru?  Getum við flutt þetta til landsins?  Mér sýnist umbúðir vera einn mikilvægasta hlekkinn í þessu ferli, þar sem t.d. öll mjólkurframleiðsla fer í innfluttar umbúðir.  Án þeirra fer varan ekki á markað.

En burt frá þessu tali og að matvælaskorti á heimsvísu.  Getur verið að spákaupmennirnir hafi fundið sér nýtt viðfangsefni og hafi snúið sér að landbúnaðarvörum?  Maður heyrir þessu æ oftar fleygt á öldum ljósvakans og á Internetinu.  Það kæmi mér ekkert á óvart, þar sem þeir eru sífellt að leita sér að nýjum leiðum til að græða. 


Arðsemi menntunar: Borgar menntun sig?

Þessari spurningu er velt upp reglulega, en sjaldnast er eitthvert einhlítt svar við henni. Í dag kom út skýrsla frá BHM, þar sem birtar eru niðurstöður umfangsmikillar launakönnunar og laun skoðuð með hliðsjón af menntun. Þetta er svo sem ekki í fyrsta...

Eru matsfyrirtækin traustsins verð?

Við lestur umfjöllunar um efnahagsmál í erlendum og innlendum fjölmiðlum þá ber sífellt meira á gagnrýni á matsfyrirtækin S&P, Moody's og Fitch. Eru menn í auknu mæli farnir að velta fyrir sér þátt þeirra í þeim mikla vanda sem fjármálakerfi Evrópu og...

BBC breytir frétt sinni um "árásina" á íslenska hagkerfið

Það er fróðlegt að sjá, að BBC hefur breytt frétt sinni um "Icelandic economy 'under attack'". Fyrr í dag var í þeim hluta fréttarinnar þar sem fjallað er um áhyggjur, sagt að íslensku bankarnir hefðu engan aðgang að lánsfé, en nú er búið að breyta...

S&P að þvinga fram aðgerðir

Mér finnast þær einkennilegar athugasemdir S&P og Fitch Ratings sem birtust í gær. Taka á lánshæfiseinkunn Íslands til endurskoðunar með möguleika á lækkun vegna þess að Seðlabanki og ríkisstjórn hafi ekki sagt til um hvað á að gera. Hvenær var það...

Af hverju eru 4 Valsmenn í liðinu en 1 Haukamaður þegar...

...Haukar eru að stinga af í deildinni? Ég hef svo sem ekki séð einn einasta leik í deildinni, en þetta skýtur skökku við fyrir þann sem horfir á utan frá. Ég hélt líka að Haukarnir hafi verið að stinga af vegna góðrar frammistöðu í síðustu...

Ekki nóg að fjarlægja fréttina

Mér brá í morgun þegar ég sá upphaflegu fréttina hér á mbl.is. Að vísu náði ég ekki tengingu við frétt Sunday Times og er ástæðan líklegast sú að hún hafði þá þegar verið fjarlægð. Það er gott og blessað að vitleysan hafi verið fjarlægð, en það er ekki...

Skýrslutæknifélag Íslands 40 ára

Ég vil óska Skýrslutæknifélagi Íslands til hamingju með 40 ára afmælið, en haldið var upp á það í dag. Stofndagur félagsins var 6. apríl 1968, en þá var framhaldsstofnfundur þess haldinn. Í tilefni dagsins rifjaðist upp fyrir mér, að fyrir 15 árum, á 25...

Stýrivextir hækka húsnæðisliðinn

Hún er nú ekki öll vitleysan eins. Samkvæmt þessari frétt um hækkun verðbólgu, þá má lesa nokkur atriði sem hljóta að stinga í stúf: 1. Verð húsnæðis hefur hækkað meira en aðrir þættir síðustu 3 mánuði. Þetta virðist vera í mótsögn við það sem fólk er að...

Hafa íþróttafréttamenn leik af þessu?

Enn einu sinni kemur arfa vitlaus frétt frá NBA boltanum. Fyrirsögnin "Golden State komið í úrslitakeppnina" er svo á skjön við sannleikann að það er með ólíkindum að mönnum hafi tekist að finna þetta upp. Það er langur vegur frá því að Golden State sé...

Ólíkt hafast þeir að

Hér er stutt frétt um erfiðleika tveggja stórra svissneskra banka og hún endar á klausu um að svissneski fjármálaráðherrann hafi ekki áhyggjur af stöðu bankanna. Þetta er í mikilli mótsögn við það sem tíðkast hér á landi. Ráðherrar í viðskipta-,...

Er verið að gera atlögu að krónunni?

Ég er búinn að vera að fylgjast með gengisvísitölunni í dag. Dagurinn byrjaði illa og um kl. 9:30 hafði vísitalan lækkað um 2,35% (samkvæmt stundargengi hjá Glitni). Klukkutíma síðar hafi hluti lækkunarinnar gengið og hún stóð í 1,75%. Um hádegisbil stóð...

Hvað er að dómskerfinu?

Í fréttum annarrar sjónvarpsstöðvarinnar í kvöld var frétt þess efnis, að maður hafi fengið 30 daga skilorðsbundinn dóm til tveggja ára fyrir að "buffa" sambýliskonu sína, þannig að stór sá á henni. Á dv.is er frétt þess efnis að annar maður hafi fengið...

Samúð Reynis Traustasonar

Reynir Traustason vottar á DV.is Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni samúð sína vegna þess að Jón Ólafsson vill verja mannorð sitt. Samúð Reynis nær fyrst og fremst til þess að Jón er svo ríkur, en Hannes Hólmsteinn er launamaður og þar með ekki ríkur. Af...

Rekstraröryggi og stjórnun rekstrarsamfellu

Þriðjudaginn 19. febrúar hélt Skýrslutæknifélagi Íslands hádegisverðarfund þar sem fundarefnið var rekstraröryggi og stjórnun rekstrarsamfellu. Fjallað var "um faglega rekstrarstjórnun með beitingu staðla til að ná fram öryggi og til að tryggja...

Mat byggt á hverju?

Vissulega er ýmislegt sem breyst hefur til hins verra í rekstrarumhverfi íslensku bankanna, en það er ekkert sem bendir til þess að rekstur þeirra standi eitthvað veikari fótum en fyrr. Þannig er lausafjárstaða Kaupþings mjög sterk. Raunar svo sterk að...

Til hamingju Verne Holdings

Ég vil óska forráðamönnum Verne Holdings ehf. til hamingju með þennan áfanga. Vissulega er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið, en stórt skref hefur verið stigið í átt að byggingu gagnaversins. Með Vilhjálm Þorsteinsson og Björólf Thor í brúnni, þá er...

Snilldarleg ályktunargáfa

Mér finnst hún kostuleg síðasta setningin í þessari frétt um meiðyrðamál unga fólksins gegn Kastljósi. Kastljós heldur því fram að stefnan feli í sér kröfu um ritskoðun. Hvernig getur stefna sem líklegast er með tilvísanir í lagatexta verið ritskoðun?...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682117

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband