2.4.2008 | 16:20
BBC breytir frétt sinni um "árásina" á íslenska hagkerfið
Það er fróðlegt að sjá, að BBC hefur breytt frétt sinni um "Icelandic economy 'under attack'". Fyrr í dag var í þeim hluta fréttarinnar þar sem fjallað er um áhyggjur, sagt að íslensku bankarnir hefðu engan aðgang að lánsfé, en nú er búið að breyta textanum og segir í staðinn:
The three banks have funded expansion overseas by selling debt but the rise in the cost of credit worldwide has raised concern that their strategy could falter.
But Fitch said that Iceland's banks had sufficient liquidity and were able to operate without recourse to global capital markets for "some months to come".
Það er talsvert mikill munur á þessu, en ljóst er að BBC fellur eins og fleiri í þá gildru að bera ekki umfjöllun sína um íslenska hagskerfið undir aðila sem hafa rétta vitneskju um stöðu mála. Spurning er bara hvort hin ranga frétt hafi náð að fara víða.
Eftir stendur samt í fréttinni hin sérkennilega fullyrðing matsfyrirtækjanna að íslensku bankarnir séu í einhverri krísu og þurfi hjálp ríkisvaldsins. Ég veit ekki til þess að bankarnir hafi óskað eftir slíkri hjálp og veit ekki betur en að búið sé að fjármagna starfsemi þeirra langt fram á næsta ár. Þessi fullyrðing er svo að auki í andstöðu við tilvitnunina hér að ofan.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 1679457
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú ert bara plokkfiskur eins og ég.
Björn Heiðdal, 2.4.2008 kl. 19:02
Bankarnir hér eru með allt niðrum sig PR wise. En það er þess virði að taka mark á miðlum eins og BBC, Financial Times og Observer til að nefna nokkra. Það sem mér finnst undarlegast er þessi afneitun Íslendinga um að það geti hugsanlega verið eitthvað til í þessu hjá þessum erlendu miðlum.
Menn eru alltaf að halda að allt sé best hér, og líkja sér sjálfa við hetjur ef einhver helvítis banki græðir pening á okkur aumingjunum. Þegar ég bjó í Bretlandi var mikið talað um Ísland og kaup á fyrirækjum þar. Oft vel en oft illa. Björgólfur sagði nota mafíupeninga og þannig, en enginn svaraði fyrir sig.
Where there is smoke, there is fire.
Loopman, 2.4.2008 kl. 23:14
Loopman, það er rétt að þar sem er reykur er almennt eldur, en spurningin er hver kveikti eldinn? Hugsanlega hafa bankarnir gert það með opinni útlánastefnu eða djafri útrás. En það má ekki gleyma því að fyrir 14 mánuðum þá setti matsfyrirtækið Fitch þessa banka í efsta flokk með fínustu og öflugustu bönkum heims. Ekki kvartaði fólk þá. Þeir hafa verið að greiða háar upphæðir í skatta af hagnaði sínum og starfsfólk þeirra af launum sínum. Ekki hefur verið kvartað undan því. Á síðasta ári fjölgaði starfsmönnum bankanna um 10 á dag. Ekki var kvartað undan því. En um leið og eitthvað gefur á bátinn, þá kemur í ljós að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
Marinó G. Njálsson, 3.4.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.