Leita í fréttum mbl.is

Arđsemi menntunar: Borgar menntun sig?

Ţessari spurningu er velt upp reglulega, en sjaldnast er eitthvert einhlítt svar viđ henni.  Í dag kom út skýrsla frá BHM, ţar sem birtar eru niđurstöđur umfangsmikillar launakönnunar og laun skođuđ međ hliđsjón af menntun.  Ţetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem svona könnun er gerđ og man ég eftir einni frá 10. áratug síđustu aldar.  Báđar eiga ţessar kannanir ţađ sameiginlegt ađ niđurstöđur ţeirra benda til ţess ađ verknám/starfsnám á framhaldsskólastigi sé í mörgum tilfellum arđsamara fyrir einstaklinginn en háskólanám.  Ţađ gengur raunar svo langt ađ konur/stúlkur sem flosna upp úr námi í framhaldsskóla hafa betri laun en kynsystur ţeirra sem lokiđ hafa grunnnámi á háskólastigi.  (Ţetta er nokkuđ sem grunnskólakennarar hafa vitađ í mörg ár og ţarf ţví ekki ađ koma á óvart.)

En ţađ er ekki bara ađ tekjurnar séu lćgri hjá langskólamenntuđu (kven-)fólki heldur spilar margt annađ inn í sem í reynd ćtti ađ fćla stóra hópa fólks frá ţví ađ halda áfram námi og ríkiđ frá ţví ađ bjóđa upp á slíkt nám.  Skođum ţessi atriđi:

 1. Lengra nám - hćrri námskostnađur.  Ţó svo ađ hver önn í iđnnám, svo dćmi sé tekiđ, kosti kannski 20 - 50% meira en bóknámsönn til stúdentsprófs, ţá er kostnađinum ekki lokiđ viđ útskrift.  Stúdentsprófiđ er fyrst og fremst ađgöngumiđi ađ háskóla og hvert misseri í háskólanámi kostar talsvert meira en önn í framhaldsskóla.
 2. Tekjuöflun tefst og varir skemmri tíma.  Eftir ţví sem einstaklingur er styttri tíma í námi má búast viđ ađ hann byrji fyrr ađ afla tekna.  Einstaklingur međ sérfrćđinám á háskólastigi lýkur sínu sérfrćđinámi kannski á 6-10 árum.  Međan á námi stendur er viđkomandi sjaldnast međ einhverjar tekjur ađ viti og mjög líklega engar.  Tekjuöflunartímabil langskólagengins einstaklings hefst ţví allt ađ 10 síđar en t.d. húsasmiđs.  Starfsćvi hvors um sig lýkur viđ 67 ára aldur, ţannig ađ tekjuöflunartímabiliđ er mislangt.  Síđan eru talsverđar líkur á ţví ađ sá langskólagengni ţurfi ađ hćtta fyrr einfaldlega vegna ţess ađ ţekking hans úreldis fyrr.
 3. Meiri skuldir.  Stór hluti ţeirra sem fara í háskóla taka námslán.  Ţetta fólk byrjar ţví međ hćrri skuldir á bakinu, ţegar ţađ fer út á vinnumarkađinn.  Ţađ ţarf ţví hćrri laun til ađ geta borgađ af hćrri lánum, sem m.a. verđur til ţess ađ ţađ missir af vaxtabótum og barnabótum eđa ţessar bćtur skerđast verulega.  Ofan á ţetta koma svo húsnćđislán.
 4. Minni ćvitekjur - minni ráđstöfunartekjur.  Ţar sem tekjuöflunartímabiliđ er styttra ná mjög margir langskólagengnir ekki ađ "vinna upp" forskot hinna. Ađ auki skerđast ráđstöfunartekjur vegna afborgana námslána.
 5. Skert lífsgćđi - meiri lántökur.  Ekki bara ađ ćvitekjur séu minni, heldur ţurfa ţeir ađ "vinna upp" ýmis lífsgćđi sem hinir hafa aflađ sér á mörgum árum, en ţađ verđur ekki gert nema međ auknum lántökum.
 6. Lćgri tekjur ríkissjóđs - töf á tekjum.  Lengra nám leiđir til ţess ađ langskólagengnir byrja síđar ađ greiđa skatta.  Lćgri ćvitekjur leiđa til ţess ađ heildarskattgreiđslur verđa lćgri.  Lćgri ráđstöfunartekjur verđa til ţess ađ viđkomandi greiđir lćgri neysluskatta.  Á móti kemur ađ viđkomandi hefur minni rétt til barnabóta og vaxtabóta.

Ţegar öllu ţessu er bćtt viđ niđurstöđur launakönnunar BHM, ţá er mesta furđa ađ nokkrum manni skuli detta í hug ađ eyđa bestu árum ćvi sinnar í skóla.  Skilningsleysi ríkisvaldsins og sveitarfélaga í kjaramálum opinberra starfsmanna getur ekki leitt til neins annars en ađ skortur verđur á starfsmönnum í uppeldis- og umönnunarstörfum.  Mađur heyrir ekki annađ frá grunnskólakennurum en ađ fjöldaflótti sé ađ renna á stéttina.  Međan nemendur ţeirra í hlutastörfum fá hćrra kaup á kassa í matvöruverslun eđa viđ afgreiđslu í tískuvöruverslun, ţá er bara eđlilegt ađ fólk leiti annađ.  Hugsanlega munu ţrengingarnar sem nú ganga yfir hjálpa viđ mannaráđningar í grunnskólum, en ţađ verđur ekki ţannig til lengdar.  Launakerfi sem refsar fólki fyrir ađ mennta sig er ranglátt og ef einhverjum dettur í hug ađ tveggja ára lenging á kennaranámi breyti ţví, ţá lifir sá hinn sami í blekkingum.

Launakönnun BHM sýnir ađ ástandiđ hefur versnađ, ef eitthvađ er á síđustu 10 árum.  Til er skýrsla frá 1997, sem tekin var saman af Birgi Birni Sigurjónssyni og Vigdísi Jónsdóttur, um ćvitekjur og arđsemi menntunar.  Sú skýrsla sýndi heldur skárri arđsemi menntunar en sjá má í launakönnun BHM nú.  Er ţađ alvarlegur hlutur ađ ekkert hafi unnist í launamálum háskólafólks á mesta uppgangstíma ţjóđarinnar.  Ţrátt fyrir mjög mikla uppstokkun á launakerfi kennara og verkföll á verkföll ofan, ţá er arđsemi menntunar neikvćđari en nokkru sinni fyrr. 

Viđ, sem stóđum í kjaradeilu framhaldsskólakennara sumariđ 1997, höfđum m.a. ađgang ađ ţessari skýrslu Birgis Björns og Vigdísar.  Međ mikilli harđfylgni tókst okkur ađ fá í gegn miklar kjarabćtur til handa ađstođarstjórnendum í framhaldsskólum og á nćstu árum fylgdu kjarabćtur fyrir framhaldsskólakennara og síđar grunnskólakennara.  Ţađ var stoltur hópur samningamanna sem gekk frá ţeim samningum, en ţađ er leitt ađ ţetta fór fyrir lítiđ.  Viđ afrekuđum ţađ ađ svipta ţakinu af hinni heilögu launatöflu ríkisins, sem miđađist viđ ađ ţeir sem báru ábyrgđ á menntun ungmenna í landinu máttu ekki hafa hćrra kaup en deildarstjóri í ráđuneyti!  Ég man sérstaklega eftir ţví, ţegar viđsemjandi minn (en ég var einn fulltrúa ađstođarstjórnenda) hinum megin viđ borđiđ sagđi međ hneykslan í röddu.  ,,Ţá verđur ţú međ hćrra kaup en ég."  En ţađ tókst og í lok samningstímans (voriđ 2000) urđu ţau merku tímamót ađ grunnlaun ađstođarskólameistara Iđnskólans í Reykjavík rufu 200.000 kr. múrinn.  Já, ţađ er ekki lengra síđan.

Ég vissi ţađ ţá og fć ţađ stađfest nú, ađ arđsemi bóknáms er allt of oft neikvćđ (bćđi fyrir ríkiđ og launţegann).  Ţađ er ţví furđulegt hve lítil áhersla er lögđ á verknám og starfsnám á framhaldsskólastigi.  Menn bera fyrir sig kostnađi, en ţegar kostnađurinn viđ háskólanámiđ leggst viđ, ţá er verknámiđ ódýrara og arđsamara.  Ekki bara ţađ.  Í mörgum tilfellum er kostnađur framhaldsskóla viđ hvern útskrifađan verknámsnema lćgri en viđ útskrifađan bóknámsnema.  Ţađ er ţví ansi margt sem ćtti ađ hvetja til ţess ađ styrkja verknám í stađinn fyrir ađ vera sífellt ađ grafa undan ţví.  Ţađ má heldur ekki líta framhjá ţví, ađ rafeindavirki sem síđan lýkur stúdentsprófi er ađ öllum líkindum mun betur búinn fyrir nám í rafmagnsverkfrćđi eđa rafmagnstćknifrćđi, en bóknámsstúdent af eđlisfrćđibraut.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţekki smá inn á atvinnumarkađinn í Danmörku. Hér er nánast alltaf krafa ţegar veriđ er ađ auglýsa eftir verk-, tćknifrćđingum og öđrum sérfrćđingum í tćkni- og hönnunargeiranum ađ viđkomandi hafi verknám sem bakgrunn. Danir telja hreinlega ađ langskólagengin tćknimađur sem er ekki međ iđnnám sem bakgrunn vera mun lakari stafskraft. Ţannig iđnnám borgar sig sem bakgrunnur ađ tćkninámi, alla vega í Danmörku. 

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráđ) 5.4.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, ég ţekki til nokkurra pilta sem luku rafeindavirkjun og síđan tćknistúdentsprófi frá Iđnskólanum í Reykjavík.  Hafa ţeir allir stađiđ sig mjög vel í framhaldsnámi og veriđ eftirsóttir starfskraftar.  Ég fer ekkert ofan af ţví ađ tćknistúdentspróf ofan á verknám er líklegast öflugasta menntun sem hćgt er ađ fá á framhaldsskólastigi og er alveg furđulegt hve fáir átta sig á ţessu.  En einhverra hluta vegna er verknámi ekki gert eins hátt undir höfđi og bóknámi og eiga menntamálayfirvöld nokkra sök í ţví máli.  Grunnskólinn hampar verknámi lítiđ og ţví er eđlilegt ađ nemendur leiti frekar í bóknám í framhaldsskóla.  Eftir ár mín sem kennari viđ Iđnskólann í Reykjavík, ţá er ég sannfćrđur um ađ ţjóđinni yrđi mikill hagur í ţví ađ efla verknám.  Ég viđurkenni fúslega ađ ég var haldinn fordómum gagnvart IR ţegar ég hóf störf ţar, en mér varđ fljótt ljós hversu vitlaus ég hafđi veriđ í fordómum mínum.  Í dag er ég sannfćrđur um ađ skylda ćtti alla bóknámsnema til ađ taka a.m.k. eina námsönn í verknámi, ţó ekki vćri til annars en ađ kynna fyrir ţeim ađra kosti í námi er starfsnám á háskólastigi.

Marinó G. Njálsson, 6.4.2008 kl. 21:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (25.4.): 0
 • Sl. sólarhring: 7
 • Sl. viku: 41
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 40
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband