Leita í fréttum mbl.is

Yfirgengileg harka í innheimtu - Búið að finna leið framhjá banni við vanskilagjaldi

Ég get ekki orða bundist.  Inn um lúguna rann innheimtubréf frá símafyrirtæki í eigu landsmanna í gegnum ríkið sem á það í gegnum ónefndan.  Efni innheimtubréfsins eru vanskil á símreikningi sem var á eindag 2. maí.  Eins og alþjóð veit, þá eru laun almennt borguð út fyrsta virka dag mánaðar, þó í þessu tilfelli hafi þau líklegast komið síðasta virka dag apríl.  Daginn eftir var 1. maí, þ.e. frídagur og síðan voru 2. og 3. maí helgi.  5. maí hefur bankinn greinilega tekið út lista yfir þá sem ekki voru búnir að greiða og í snatri hent út innheimtubréfi og þar með var hægt að leggja á 590 kr. innheimtugjaldi.  (Tekið skal fram að krafan var greidd 5. maí ásamt smávægilegum dráttarvöxtum enda upphæðin ekki há.)

Mér finnst þetta með ólíkindum.  Á öðrum virkum degi eftir eindaga er 590 kr. bætt ofan á skuld með gjaldi sem heitir "innheimtugjald".  Það má nefnilega ekki lengur leggja á vanskilagjald samkvæmt nýjum innheimtulögum!  Hvað gengur mönnum eiginlega til?  Þurfa menn alltaf að finna leiðir framhjá lögunum í staðinn fyrir að sætta sig bara við að það eru komin lög sem banna þetta.

En þar með er ekki öll sagan sögð.  Lögfræðideild bankans hefur greinilega verið fengin til að semja þennan mergjaða texta:

Vinsamlegast greiðið sem fyrst til að forðast frekari innheimtuaðgerðir sem geta haft aukinn kostnað í för með sér.  (Með tilvísun í innheimtulög er vakin athygli á að vanskil geta leitt til innheimtuaðgerða á grundvelli réttarfarslaga.)

Að 10 dögum liðnum frá dagsetningu þessarar innheimtuviðvörunar getur greiðandi átt von á því að krafan til ...

Að liðnum 30 dögum frá dagsetningu þessarar innheimtuviðvörunar getur greiðandi átt von á því að kröfuhafi synji greiðanda um alla þjónustu, þar með talið talsímaþjónustu, þar til krafan er að fullu greidd.

Ég get ekki annað en furðað mig á þessari hörku bankans í þessu máli.  Nú segir einhver að þetta sé símafyrirtækið, en svo er ekki ef dæma má af reynslunni.  Þessi reikningur hefur gleymst áður og þá kom ekki ítrekun fyrr en eftir rúma 30 daga.  Henni fylgdi ekki hótun sem þessi heldur eingöngu tilmæli um að koma reikningnum í skil.  Og þar var ekkert talað um að loka fyrir viðskipti, enda hefur fallið dómur (mig minnir í Hæstarétti) þar sem veitufyrirtæki dæmt í órétti fyrir að hafa lokað fyrir viðskipti eftir að viðskiptaskuld fór í vanskil.  Í dómnum var tekið fram (og nú er ég ekki að hafa orðrétt eftir) að veitufyrirtækinu væri fullnægjandi að fá greidda dráttarvexti fyrir drátt á greiðslu, það væri of harkaleg aðgerð að loka fyrir viðskiptin.

Ég held að kröfuhafar séu engu bættari með svona hörku.  Ég veit aftur af hverju þetta er gert.  Þannig eru nefnilega mál með vexti að ný innheimtulög tóku gildi um áramótin.  Þeim var ætlað að slá á ofurháa innheimtukostnað sem fellur á skuldir án þess að nokkur vinna sé að baki.  Fyrsta skref var að gera sjálfvirkt vanskilagjald útlægt.  Nú er sem sagt búið að finna lausn á því.  Svona innheimtuaðvörun gefur kröfuhafa nefnilega rétt á því að leggja gjald á reikninginn.  Það heitir ekki vanskilagjald heldur "innheimtuviðvörun".  Hvað ætli það bankinn hafi borgað þeim sem fann þetta orð upp?  Í mínum huga er þetta ekkert annað en gróft brot á nýju innheimtulögunum.  Til dæmis þætti mér vænt um að sjá þá útreikninga, sem sýna að kostnaðurinn við innheimtuviðvörunina hafi verið 590 kr., sem fyrir algjöra tilviljun er nokkurn veginn sama upphæð og var á vanskilagjaldinu.

En það er ekki bara verið að fara framhjá vanskilagjaldinu.  Í lögum nr. 23/2009 var gerð breyting á lögum nr. 90/1989 um aðför, þar sem aðfararfrestur var lengdur úr 15 dögum í 40 daga.  Þessi innheimtuviðvörun er greinilega tilraun til að komast framhjá þessu ákvæði.  Það hefur verið venja í mörg ár, að kröfur séu ekki sendar til innheimtu fyrr en eftir 30 - 60 daga vanskil, þess vegna 90 daga.  Aðfararfresturinn hefur því lagst ofan á tíma innheimtuaðgerða. Með því að stytta þennan frest niður í 10 daga, er jafnframt verið að flýta öllum öðrum dagsetningum í ferlinu.  Í reynd þá styttist tíminn frá vanskilum og þar til aðför er gerð í staðinn að lengjast um 25 daga, eins og var vilji löggjafans.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta með ólíkindum ósvífni.  Þjóðinni blæðir vegna gjörða bankans (hins gamla).  Sett eru lög til að slaka á innheimtukostnaði og innheimtuaðgerðum og hvað gerist.  Menn forherðast í vitleysunni.  Ég held að bankinn ætti að fara í djúpa naflaskoðun.  Innhverf íhugun í anda David Lynch gæti líka gagnast.  Bankinn ætti að skoða hvort honum finnst mikilvægara að koma fram af slíkri hörku við landsmenn á sama tíma og þeir eru að taka á sig gríðarlega hækkun lána og djúpa efnahagslega kreppu af hans völdum og hinna bankanna tveggja.  Ég skora á viðskiptaráðherra að taka fyrir þetta ekki seinna en strax.

Ég velti því fyrir mér hvað bankanum eða símafyrirtækinu þætti um að vera hótað innheimtuaðgerðum á öðrum virkum degi eftir eindaga og hvort þessi fyrirtæki hefðu hirt um að greiða "innheimtuviðvörunargjald".  Ég get alveg gert mér í hugalund að margir hefðu getað orðið ríkir, ef þessir aðilar (bankinn og símafyrirtækið) hefðu greitt dráttarvexti á allar viðskiptaskuldir sínar sem voru komnar fram yfir eindaga.  Þykist ég vita að þessi fyrirtæki hafi hagað sér eins og ríkið.  Ekki er borgað fyrr en kröfuhafi fer að ókyrrast og ýtir eftir greiðslu.


Peningamál Seðlabankans - Eru stjórnvöld að hlusta?

Ég var að kíkja í ritið Peningamál sem Seðlabankinn gefur út ársfjórðungslega.  Þar er eins og venjulega margt forvitnilegt að sjá.   Þó ég ætli að mestu að fjalla um raunlækkun fasteignaverðs, þá get ekki setið á mér að benda á nokkra gullmola í ritinu.

Gjaldeyriskreppan og verðbólga

Á blaðsíðu 5 er umfjöllun um gjaldeyriskreppuna.  Þessi umfjöllun er þannig að maður getur ekki annað en spurt sig hvaða tímatal Seðlabankinn notar.

Líkt og gjaldmiðlar margra smáríkja hefur gengi íslensku krónunnar lækkað verulega frá því í haust, í kjölfar alþjóðlegs fjármálaumróts.

Skoðum nokkrar tölur.  1. október var gengi EUR = 154,88 samkvæmt miðgengi Glitnis, þar fór hæst í 185,97 þann 1. desember og stendur í 170,16 þegar þetta er ritað.  Breyting upp á tæp 9,9% miðað við 1. október og styrking upp á 9,1% miðað við 1. desember eru augljóslega andstæðir pólar og því erfitt að meta hvað Seðlabankinn telur "verulega" lækkun.

Næst segir:

Frá sama tíma fyrir ári hefur gengi krónunnar lækkað um tæplega 30% gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gengislækkunin hefur aukið verulega á skuldabyrði þeirra heimila og fyrirtækja sem hafa tekið lán í erlendum gjaldmiðlum. Þetta hefur haft áhrif á gæði útlánasafns innlendra fjármálafyrirtækja. Þannig hefur efnahagur þeirra einnig orðið fyrir miklu áfalli, sem hefur komið niður á getu þeirra og vilja til frekari lánveitinga.

Er verið að tala um að lækkun krónunnar frá því í haust hafi valdið þessu eða lækkunin á einu ári?  Hefði Seðlabankinn fært viðmið sitt til 1. mars, þá erum við að tala um 41% lækkun eða 70% hækkun annarra gjaldmiðla að meðaltali.

Þau skyndilegu straumhvörf fjármagnsinnflæðis sem urðu hér á landi sl. haust og gjaldeyriskreppan sem fylgdi í kjölfarið hafa leitt til mikillar aðlögunar eftirspurnar.

Ég er svo vitlaus.  Ég hélt að straumhvörfin hafi byrjað í mars á síðasta ári og það sem gerðist "sl. haust" hafi bara verið afleiðing á því ferli sem fór á fullt í mars.

Horfur eru á því að verðbólgan fari niður fyrir 10% strax á þriðja fjórðungi þessa árs og muni verða við verðbólgumarkmiðið snemma á næsta ári.

Ég segi bara bíðið við.  Munum við ekki sjá verðbólguna fara niður fyrir 10% fyrr en með júlí mælingunni?  Mér finnst þetta vera í mótsögn við ummæli Seðlabankastjóra að stýrivextir muni lækka mikið næst.  Hvernig á það að geta gerst, ef verðbólgan lækkar ekki hraðar?

Vegna fjármálakreppunnar hefur lánsfjármyndun og verðlagning lánsfjár að miklu leyti farið úr skorðum. Það hefur dregið úr áhrifum stýrivaxta á aðra vexti og á fjármálamarkaði almennt.

Ég hélt í einfeldni minni að hátt vaxtastig hjá útlánastofnunum væri einmitt skýrt með því að stýrivextir væru svo háir.

Við það að miðlunarhlutverk fjármálakerfisins fór úr skorðum og vegna lánsfjárkreppunnar sem fylgdi í kjölfarið dró úr getu peningastefnunnar til að styðja við efnahagsbatann.

Nú er ég alveg hættur að skilja menn.  Peningastefnan hefur verið dragbítur á efnahagsbatann og raunar á allt atvinnulíf í landinu í langan tíma.  Það var peningastefnan sem dró hingað jöklabréfin, það var peningastefnan sem hélt uppi háu gengi og undanfarna mánuði hefur að verið ótrúlega skammsýn peningastefna sem hefur hjálpað til við að dýpka kreppuna.

Traust kjölfesta fyrir verðbólguvæntingar er forsenda þess að hægt sé að draga úr sveiflum í framleiðslu og atvinnu. Ljóst er af nýlegum atburðum á Íslandi að lítið traust á peningastefnuna hefur hindrað Seðlabankann í því að draga úr peningalegu aðhaldi eins hratt og annars hefði verið æskilegt.

Á að skilja sem svo, að Seðlabankinn sé ekki viss um að verðbólgan lækki?  Samt er bankinn búinn að tala um það frá því í haust, að hann reiknaði með að verðbólgumarkmiðum yrði náð innan tveggja ára.  Ég skil þetta ekki.  Ég aftur dáist af hreinskilni manna að viðurkenna að peningastefnan hafi notið lítils trausts.

Húsnæðismarkaðurinn

Seðlabankinn er nokkuð berorðum um hvernig hann sér þróun fasteignamarkaðarins fyrir sér.  Kannski hefur bankinn lært það af klúðri síðustu ára að best er að segja sannleikann hreint út frekar en að fela hann í minnispunktum eða leynifundum bankastjóra og ráðherra.

Mér finnst vanta í þessa spá nákvæmari lýsingu á því sem er framundan.  Til þess að átta sig á því hve mikil lækkun er í pípunum, þá þarf lesandinn að hafa nokkuð góða þekkingu á tölfræði. Skoðum þessar tölur betur.  46% raunlækkun og 32% lækkun nafnverðs. Seðlabankinn spáir að þessi lækkun eigi sér stað frá október 2007 til 2011.  Sagt er að á fyrri hluta tímabilsins hafi 25% og hins vegar 10% þegar komið fram.  Það þýðir að 21% og 22% eigi eftir að koma fram.  Ef við snúum þessu yfir á fjárhæðir, þá hefði íbúð sem kostaði 50 milljónir í október 2007 átt að hafa lækkað niður í 45 milljónir í apríl 2009 og endar í 34 milljónum í lok tímabilsins árið 2011. Hefði þessi sama íbúð hækkað í samræmi við verðbólgu ætti verð hennar að vera 60 milljónir í dag og 63 milljónir í lok tímabilsins.  Það áhugaverða við þetta er að Seðlabankinn reiknar með 5% verðbólgu frá apríl 2009 til loka tímabilsins árið 2011.  það neikvæða við þetta er að Seðlabankinn gerir ráð fyrir að nafnverð íbúðahúsnæðis eigi eftir að lækka um 25% frá því sem það er í dag þar til að botninum verður náð.

Ef þessi lækkun verður að veruleika, þá verður markaðsverð íbúðahúsnæðis líklegast komið undir fasteignamat og brunabótamat.  Slíkt hefur ekki gerst hér á höfuðborgarsvæðinu frá því um aldamót, ef það náði því þá, en þetta er alþekkt vandamál á landsbyggðinni.  Spurningarnar sem þarf að svara:  Er ástæða til þess að sporna gegn þessu?  Ef svo, hvernig er hægt að sporna gegn þessu?  Hver væri aðkoma ríkisvaldsins og bankanna í því ferli?  Getur verið að þetta sé vanmat á þeirri lækkun sem á eftir koma fram?

Það kemur fram í Peningamálum að í Finnlandi hafi íbúðaverð um 52% á tímabilinu frá 1989 til 1993.  Einnig hefur komið fram annars staðar að í norsku bankakreppunni hafi verð lækkað um 50% á fimm árum.  Væri ekki skynsamlegt núna að skoða hvað þessar þjóðir gerðu til að snúa þessari þróun við og hvað það tók langan tíma að endurheimta hver 10% sem verð á húsnæði lækkaði um.  Síðan væri einnig fróðlegt að sjá hvaða áhrif það hefði á íbúðaverð, ef hér verður gripið til leiðréttingu húsnæðislána eða að í ljós kemur að gengisbundin lán séu ólögleg og þeim verði breytt yfir í krónulán.


mbl.is 46% raunlækkun fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög nr. 38/2001 gætu bjargað gjaldeyrismisvægi bankanna

Gjaldeyrismisvægi í efnahagsreikningi nýju bankanna gæti sett allt á annan endann hefur Morgunblaðið eftir Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra.  Í frétt blaðsins segir:

Erlend útlán bankanna, þ.e. eignir þeirra, eru á kjörum sem miðast við millibankavexti með ákveðnu álagi. Það eru tekjurnar sem bankarnir hafa af útlánum þeirra í erlendri mynt. Innlánin, þ.e. skuldir bankanna, eru með íslenskum vöxtum. Þar sem vextir eru nú háir hér á landi eru bankarnir í raun að taka á sig neikvæðan vaxtamun þegar horft er til inn- og útlána. Ef krónan myndi styrkjast myndu eignir bankanna lækka í verði. Þess vegna gæti eigið fé bankanna verið í hættu.

Hvort það er Gylfi eða fréttamaður, þá er forðast í fréttinni að birta einhverjar tölur, en upplýsingarnar eru engu að síður forvitnilegar.  Skoðum þetta nánar.

  1. Útlán bankanna:  Samkvæmt upplýsingum sem hægt er að sækja á vef Seðlabanka Íslands (SÍ) og birti m.a. á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, þá var staða innlendra útlána bankanna, en þau mynda eignasöfn bankanna, 30.9.2008 sem hér segir: 
    1. Yfirdráttarlán kr. 251 milljarður,
    2. óverðtryggð lán 630 milljarðar,
    3. verðtryggð lán kr. 971 milljarður,
    4. gengisbundin lán 2.963 milljarðar,
    5. annað 93 milljarðar eða
    6. alls 4.722 milljarðar
  2. Útlán sem bera innlenda vexti eru samtals kr. 1.945 milljarðar.  Gerum ráð fyrir að helmingur þessara útlán sé tapaður, þá standa eftir 972,5 milljarðar.
  3. Innlán:  Samkvæmt upplýsingum á vef SÍ voru innlán bankakerfisins 30.09.2008 alls 1.140 milljarðar.  Þessi innlán bera innlenda vexti.
  4. Mismunur útlána sem bera innlenda vexti og innlána er því 805 milljarðar, sem útlánin eru meiri ef miðað er við töluna án niðurfærslu vegna tapaðra útlán, en 167,5 milljarðar eða 14,6% sem innlánin eru meiri, ef miðað er við niðurfært lánasafn. Þessi tala breytist, ef miðað er við önnur afskriftarhlutföll.

Miðað við 50% niðurfærslu útlána sem bera innlenda vexti, þá snýst vandamálið um 167,5 milljarða.  Ég hef fulla trú á því að útlán með innlendum vöxtum séu með mun hærri vexti en innlán með innlendum vöxtum.  T.d. býst ég við að yfirdráttarvextir og vextir óverðtryggðra útlána séu umtalsvert hærri en óverðtryggðir innlánsvextir.  Á sama hátt reikna ég með því að vextir verðtryggðra útlána séu umtalsvert hærri en óverðtryggðra.  Þetta á þó ekki við um öll lán, sbr. húsnæðislánin, en samkvæmt mínum upplýsingum nema þau um 460 milljörðum.  Nú þó svo að lánin verði færð niður þá munu bankarnir halda áfram að reyna að innheimta þau upp í topp og því má í raun segja að bankarnir séu með mun stærri tekjustofn innlendra vaxta en gjaldastofn.  Af þessu má draga þá ályktun að staða erlendra lána skiptir í besta falli engu máli og í versta falli litlu máli.

En er til lausn á þessu?  Já, ég tel að hún sé ekki bara til, heldur ákaflega augljós.

Í 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur þá segir:

VI. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.
13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað.
Afleiðusamningar falla ekki undir ákvæði þessa kafla.
14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. [Vísitala sem reiknuð er og birt í tilteknum mánuði gildir um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi þar næsta mánaðar.]*
Í lánssamningi er þó heimilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi.

*(L. 51/2007. 1. mgr.)

Og í greinargerð með frumvarpinu (sjá http://www.althingi.is/altext/126/s/0872.html) segir um 13. og 14. gr.:

    Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.
    Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbinding ar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. („Ólafslög“). Með breytingum á þeim árið 1989 var þó heimilað að gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum með sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seðlabankinn birti. Þessi breyting var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli þessara vísitalna hefur notið tak markaðrar hylli.
    Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.

(Leturbreytingar: MGN)

Ef við göngum út frá því að túlka beri lögin í samræmi við það vilja löggjafans, að "ekki [sé] heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla" þá eru gengistryggðu útlánin einfaldlega ólögleg.  Einhver þessara lána eru vissulega tekin í erlendri mynt (þ.e. sótt var um lán í upphæð erlends gjaldeyris) og borguð út í erlendri mynt, en stærsti hlutinn var í reynd krónu lán með viðmið við erlendan gjaldmiðil, þ.e. "skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla". Ef þetta er niðurstaðan, þá er eðlilegast að þessum lánum verði breytt þannig að viðmiðið við "dagsgengi erlendra gjaldmiðla" verði einfaldlega fellt niður frá og með útgáfudegi.  Þá kemur upp spurningin hvernig á að meðhöndla vextina.  Í lögum nr. 38/2001 er ekkert sem bannar að boðið sé upp á erlent vaxtaviðmið, þó lánið megi ekki taka breytingum samkvæmt "dagsgengi erlendra gjaldmiðla". Það er því ekkert því til fyrirstöðu að viðmiðunin við vexti í Japan og Sviss haldi áfram.  Ég ætla svo sem ekki að leggja slíkt til og vil raunar ekkert tjá mig um það á þessu stigi hvaða vextir eru eðlilegir.

Verði gengisbundnu lánunum þannig breytt yfir í krónulán miðað við höfuðstól á útgáfudegi, þá hverfur vandamálið með gjaldeyrisjöfnuð bankanna líklegast alveg.  Bankarnir ná auk þess að uppfylla reglur SÍ um gjaldeyrisjöfnuð fjármálafyrirtækja frá 4. júní 2008 (ég fjallaði um þær í færslunni Auka reglurnar gengisáhættu?).  Það sem gerist til viðbótar, er að verðmæti lánasafnsins í gömlu bönkunum, sem nýju bankarnir yfirtaka, lækkar um líklegast helming ef ekki meira.  Og þetta er áður en farið er að endurverðmeta lánin vegna flutningsins.  Þar með minnkar efnahagsreikningur bankanna, ekki er þörf á eins háu eiginfjárframlagi frá ríkinu og skuld nýju bankanna við þá gömlu, sem gera á upp með skuldabréfi, verður ekki eins há.

Erlendir kröfuhafar munu líklega mótmæla þessum gjörningi og þess vegna brýn þörf á að fá leyst úr þeim ágreiningi sem kominn er upp um lögmæti þess "að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla". Því fyrr sem úr þessu færst skorði því betra.

 


mbl.is Gjaldeyrismisvægi gæti eytt eigin fé bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna greiðsluverkfall?

(Það skal tekið fram í upphafi, að ég er á engan hátt með þessari færslu að hvetja fólki til að fara í greiðsluverkfall.) Verkfall í hvaða mynd sem er, er vopn til að ná fram rétti. Fyrir launafólk er fá rétt greitt fyrir vinnuframlag sitt. Í þessu...

Hvað hafa stjórnvöld gert fyrir heimilin?

Það er gleðilegt að sjá að þingflokkur Borgarahreyfingarinnar lýsir yfir stuðningi við meginkröfur Hagsmunasamtaka heimilanna. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, þar sem báðir hópar, þ.e. samtökin og Borgarahreyfingin, spretta upp úr hópi almennings sem...

Bjóða atvinnulausum að frysta lánin

Ég var að hlusta á ákaflega einkennilegt viðtal við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, félagsmálaráðherra, sem tekið var við hana á Bylgjunni í morgun. Ég verð að viðurkenna að stundum varð ég alveg gáttaður á blessaðri konunni. Hún reyndi hvað eftir annað...

Jóhanna og Steingrímur lesið þessa frétt

Þetta er því miður veruleikinn. Sífellt stærri hópur fólks á ekki annarra kosta völ en að velja á milli þess að eiga fyrir nauðþurftum eða greiða af lánum. Velkomin í þann veruleika sem skapaði undirmálslánin í Bandaríkjunum. Munurinn er sá að hér voru...

Áður glitti í löngutöng, en nú sést hún skýrt og greinilega

Um miðjan janúar hélt Gylfi Magnússon, lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands ræðu á Austurvelli. Þá mælti hann eftirfarandi orð: Sú hugmyndafræði sem kom okkur í núverandi stöðu er andlega gjaldþrota. Þeir sem fóru fyrir henni þurfa að víkja strax af...

Hvar standa samtök launafólks í baráttu heimilanna og atvinnulífsins? Áskorun til verkalýðshreyfingarinnar

Í næstu viku eru sjö mánuðir frá því að ríkið tók yfir Landsbankann, Glitni og Kaupþing. Á þessum tíma hefur grátlega lítið gerst hvort heldur til bjargar heimilunum eða atvinnulífinu. Fátt snertir launafólk meira en þetta tvennt. Ég hef oft velt því...

Verðbólgan eykst vegna lækkunar krónunnar

Fyrirsögnin er kannski í mótsögn við veruleikann, í síðasta mánuði var verðhjöðnun upp á 0,56%, en núna er verðbólga upp á 0,45%. Ég var sjálfur búinn að reikna með þessu, þ.e. að það yrði verðbólga en ekki hjöðnun, þar sem krónan virðist hafa tekið upp...

Á að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlit?

Davíð Oddsson segir í viðtali við Daily Telegraph, að rangt hafi verið að skilja á milli Seðlabankans og bankaeftirlitsins á sínum tíma og færa bankaeftirlitið yfir í hið nýstofnaða Fjármálaeftirlit. Þó ég teljist ekki sérfræðingur, þegar kemur að...

Fundur um skuldastöðu þjóðarbúsins hjá FVH

Ég var að koma af fundi um stöðu þjóðarbúsins, sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hélt. Frummælendur voru Haraldur Líndal Haraldsson, framkvæmdastjóri Nýsis og talnagrúskari, og Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður. Auk þess tóku þátt í umræðum...

Tvær leiðir til að ná jafnvægi

Í mínum huga eru þær leiðir til að ná jafnvægi atkvæða í kosningum. Önnur er að gera landið að einu kjördæmi. Hin er að færa til kjördæmakjörna þingmenn. Ef ná á fullkomnu jafnvægi milli kjördæmanna í núverandi mynd, þá þyrfti að fjölga þingmönnum RN í...

Lausnin er utanþingsstjórn

Ég vil óska Samfylkingunni til hamingju með að hafa steypt landinu í stjórnarkreppu innan við sólarhring eftir að niðurstöður kosninganna voru kunnar. Mér finnst alveg með ólíkindum að flokkurinn ætli að setja ESB-aðild á oddinn, meðan heimilunum og...

Samfylkingin dregur fólk og fjölmiðla á asnaeyrunum

Ég skil ekki þessa umræðu um að þjóðin hafi verið að kjósa um ESB. Hafi hún verið að gera það, þá var ESB hafnað ! Skoðum niðurstöður kosninganna nánar. Í töflunni hér fyrir neðan hef ég bætt við einum dálki við þessar hefðbundnu upplýsingar sem hafa...

Þjóðin hefur talað - verkefnin framundan eru stór

Niðurstaðan orðin ljós. Þjóðin hefur kveðið upp úrskurð sinn. Sjálfstæðisflokknum er refsað, Framsókn og Samfylkingu fyrirgefið, en Vinstri grænir fá traustsyfirlýsingu. Kjósendur voru ekki nógu óánægðir til að vilja meiri breytingu og er það í dúr og...

B-9, D-16, O-4, S-20, V-14 kl. 09:13 - Lokatölur

Þetta eru þær tölur sem ég fæ. Kl. 23:30 B-8, D-15, F-0, O-5, P-0, S-22, V-13 Kl. 00:30 B-9, D-15, F-0, O-5, P-0, S-21, V-13 Kl. 01:56 B-9, D-15, F-0, O-5, P-0, S-20, V-14 Kl. 05:06 B-9, D-15, F-0, O-5, P-0, S-20, V-14 Kl. 05:31 B-10, D-15, F-0, O-4,...

Reynslan frá 2007: Hvert atkvæði skiptir máli!

Það er áhugavert að skoða úrslit síðustu Alþingiskosninga. Þá rýndi ég í tölur (sjá Rýnt í tölur ) að kosningum loknum og komst að því að fáein atkvæði á réttum stöðum hefðu breytt heilmiklu. 11 atkvæðum munaði á 8. þingmanni Framsóknar og 25. þingmanni...

Veit Jóhanna hvað hún er að segja?

Jóhanna Sigurðardóttir hélt því blákalt fram á RÚV áðan að það myndi kosta ríkissjóð 900 milljarða að færa niður skuldir um 20%. Ég get ekki annað en velt því fyrir hverju ráðgjafar hennar hafa haldið að henni og hvaða reiknikúnstum þeir hafa beitt. En...

Grein Jóns G. Jónssonar í Morgunblaðinu í dag - Skyldulesning fyrir þá sem vilja fá skýra mynd af stöðu bankanna

Jón G. Jónsson skrifar grein undir heitinu "Endurreisn án eftirskjálfta" sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þetta er ákaflega áhugaverð grein, sem ég tel eiga erindi til allra sem vilja fá skýrari mynd af stöðu bankanna. Mig langar að vitna í greinina á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1682096

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband