Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna og Steingrímur lesið þessa frétt

Þetta er því miður veruleikinn.  Sífellt stærri hópur fólks á ekki annarra kosta völ en að velja á milli þess að eiga fyrir nauðþurftum eða greiða af lánum.  Velkomin í þann veruleika sem skapaði undirmálslánin í Bandaríkjunum.  Munurinn er sá að hér voru þetta ekki undirmálslán.  Þetta voru ósköp venjuleg íbúðalán.

Vegna stjórnarsetu í Hagsmunasamtökum heimilanna, þá hef ég heyrt af mjög mörgum sem eru í nákvæmlega sömu stöðu og Svanberg Hjelm.  Allt var í góðu lagi þar til að viðkomandi missti vinnuna.  Þá var fótunum kippt undan fjárhagslegu sjálfstæði fjölskyldunnar.  Og hvað hafa stjórnvöld gert til að sporna við þessari þróun?  Nokkurn veginn ekki neitt! 

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar byrjaði á að berja sér á brjósti og lýsti fjálglega reisn sinni og manndómi.  "Stöndum vörð um velferðina", minnir mig að hafi verið slagorð Sjálfstæðisflokkum fyrir kosningarnar 2007.  Nú svo fór að þetta með reisnina og manndóminn voru orðin tóm þegar á reyndi og gögnuðust flokkarnir þjóðinni lítið þegar á reyndi.  Í tæpa 14 mánuði hefur þjóðin, þ.e. almenningur í landinu og atvinnulífið, mátt líða fyrir algjöran skort á framtaksemi af hálfu stjórnvalda.  Það hefur nákvæmlega ekkert verið gert til að standa vörð um störfin.  Það hefur ekkert sem heitið getur verið gert til að verja heimilin.  Hafi verið slegin skjaldborg um þau, þá hafa menn sótt efni í hana til vefaranna sem ófu efnið í nýju föt keisarans.

Hvað þurfa mörg heimili og fyrirtæki að fara í þrot áður en stjórnvöld og fjármálafyrirtæki grípa til róttækra aðgerða til að breyta ástandinu?  Af hverju hefur á tæpum 7 mánuðum ekki verið komið með neinar haldbærar aðgerðir til að standa vörðu um störfin og verja heimilin?  Menn ætluðu að varast mistökin sem Finnar gerðu, en það hefur heppnast svo rosalega vel, að við erum ekki bara að gera sömu mistökin heldur gerum við þau af meiri myndugleika en Finnar.

Ég hvet stjórnvöld til að taka án tafar tillögur talsmanns neytenda og færa þær í lög.  Tillögur Gísla Tryggvasonar um gerðardóm er eina sanngjarna leiðin til að leysa þann vanda sem hér er kominn upp.  Við stefnum í sífellt dýpri kreppu meðan ekkert er gert.  Samdrátturinn í neyslu heimilanna er orðinn það mikill, að það getur ekki endað nema með allsherjarhruni.  Þá er ég ekki bara að tala um fasteignamarkaðarins heldur atvinnulífsins í heild.  Eftir því sem heimilin hafa minna til ráðstöfunar eftir greiðslu afborgana og vaxta, þess minni verður veltan í þjóðfélaginu.  Það leiðir af sér minni veltu hjá fyrirtækjum og minni tekjur fyrir ríkissjóð.  Báðir aðilar verða að draga saman seglin og segja upp fólki og þá hefst nýr hringur.  Nýtt fólk með litlar tekjur í neyslu, meiri samdráttur, minni tekjur, meira atvinnuleysi.  Nýtt fólk með litlar tekjur...  Þarf að segja meira.

Nú við þá sem segja að ríkissjóður hafi ekki efni á tillögum Gísla, þá hefur vil ég bara segja að hinn kosturinn er mun verri!  Það besta sem gert er, er að fjölga þeim sem geta tekið þátt í neyslunni og borgað skatta til ríkis og sveitarfélaga og fækka þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur.  Tillögur Gísla eru algjört neyðarúrræði sem er tilkomið vegna getuleysisríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hunsaði tillögur Gísla frá því 7. október sl.  Hún gerði betur.  Hún hunsaði tillögur eigin ráðgjafa (neyðarnefnda) um aðgerðir meðal annars vegna þess að það hefði getað "skaðað möguleika þeirra á endurkjöri", eins og einn ráðgjafi einnar neyðarnefndarinnar sagði mér.  Þjóðin var í vanda og Geir H. Haarde og ráðuneyti hans höfðu áhyggjur af því að ná endurkjöri!  Furðuleg er forgangsröðin hjá blessuðu fólkinu.

Ég byrjaði þessa færslu á því að fjalla um Svanberg Hjelm.  Ég vil enda hana á því að senda Svanberg og fjölskyldu hans bestu óskir um gott gengi.  Vonandi komist þið hratt og vel í gegn um þessa raun.

---

Viðbót úr Morgunblaðinu í dag. Til að sjá mynd í upprunalegri stærð er smellt á myndina og síðan aftur á myndina sem þá birtist.


mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Stöndum vörð um "velhirðina" átti þetta slagorð þeirra örugglega að vera upphaflega en einhver misheyrt það og skrifað "Stöndum vörð um velferðina"

Velhirð er sú hirð sem hirðir peningana og lætur almenning borga fyrir sig með blóði, svita og tárum. Ég er ekki brjálaður út í Steingrím fyrir að segja að það liggi ekkert á að mynda stjórn, ég er bandbrjálaður út í þennan(afsakið orðbragðið) veruleikafirrta kommúnistafábjána.

Sævar Einarsson, 4.5.2009 kl. 10:25

2 identicon

Og voru líka venjuleg bílalán.  Þau mega ekki gleymast.  Lánafyrirtæki eru farin að ganga á heimili fólks vegna þeirra.

Og: Gagnárás á bankakerfið:

http://kritor.blog.is/blog/kritor/entry/869802/

EE elle


. (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 11:49

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Stöndum saman hvort sem er í vanda eða þokkalegum málum.

Magnús Sigurðsson, 4.5.2009 kl. 11:50

4 identicon

Ernir, það voru ekki næstum allir með 100% lán og þó sumir hafi verið með þau.  Og minni lánin eru líka rán, svik og svindl, bara minni.

EE elle

. (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:03

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Sælir félagi, við erum 100% að hugsa á sömu línunni, við óttumst það AUGLJÓSA annað kerfishrun, á meðan segja þessir heimsku íslensku stjórnmálamenn að ekkert sé hægt að gera....  Það er bara enn einn lygin hjá þeim, það vita allir sem standa í framkvæmdum að "viljinn er allt sem þarf..!", en því miður vil þetta lið ekkert gera fyrir þjóð sýna, ótrúegt enn satt...  Ég leyfi mér að vitna aðeins í þitt blogg á minni bloggfærslu, vona að það sé í lagi.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 13:06

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Marinó,

Takk fyrir góða færslu sem endranær.  Ástæðan fyrir því að ekkert gerist er að stjórnvöld vita ekki hvað þau eiga að gera og hafa ekki þjálfaðan mannskap til að taka á svona kreppu.  Lán AGS virðist ónotað enn, hvers vegna var það ekki sett í að endurreisa atvinnulífið strax of fyrsta greiðsla kom?  Það var enginn til að taka við lánspeningunum, stjórnin treystir engum í atvinnulífinu og hefur ekki tæki til að miðla þessu fjármagni innanlands í frjóan farveg.  Hér er allt ein skuldaeyðimörk svo viðhorfið er "can´t throw good money after bad"   Því situr allt stopp.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.5.2009 kl. 13:27

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Andri, ég hefði gjarnan viljað sjá að kallaður hefði verið saman hópur einstaklinga með sérþekkingu og víðtæka þekkingu um ýmsa þætti þjóðfélagsins og þessum hópi hefði verið falið að koma með lausnir.  Svipað og gert var með velferðarvaktina.  Þessir hópar voru reyndar settir á fót (Ásmundur Stefánsson stýrði þeim) í október, en ég er ekki viss hvort eitthvað hafi komið út úr vinnu þeirra. Mér finnst bara sorglegt að rúmum 7 mánuðum eftir þjóðnýtingu Glitnis, þá séum við í verri stöðu en þá.

Það hefur aldrei staðið til að nota AGS lánið nema sem "gullfót" inni á reikningi í New York.  Það má ekki einu sinni reyna að fá hærri vexti en verða greiddir.  Þessu til viðbótar, þá má ríkið ekki auka lántökur!  AGS er í reynd búið að binda okkur í báða skóna og hendur fyrir aftan bak.  Þetta er ein furðulegasta "björgunaraðgerð" sem ég hef orðið vitni að. Sem sérfræðingur í áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu þá er ég reyndar alveg gáttaður á þeim, að því virðist, fálmkenndu vinnubrögðum sem viðhöfð eru.

Ég hef sagt það áður og segi enn:  Ég myndi treysta mér að taka saman hvítbók með niðurstöðum svona aðgerðahópa á innan við 8 vikum.  Það eina sem mig vantar er erindisbréf frá ríkisstjórninni um að hefja þessa vinnu, aðstöðu og fjármunir til að fjármagna hana.  Ég stakk í nóvember upp á eftirfarandi hópum og hafa blessunarlega sumir þegar farið í gang:

  1. Fjármálaumhverfi: Verkefnið að fara yfir og endurskoða allt regluumhverfi fjármálamarkaðarins. - Er að hluta í gangi.
  2. Bankahrunið og afleiðingar þess:  Verkefnið að fara yfir aðdraganda bankahrunsins svo hægt sé að læra af reynslunni og draga menn til ábyrgða.- Er hlutverk nefndar Alþingis
  3. Atvinnumál:  Verkefnið að tryggja eins hátt atvinnustig í landinu og hægt er á komandi mánuðum.
  4. Húsnæðismál:  Verkefnið að finna leiðir til að koma veltu á fasteignamarkaði aftur á stað.
  5. Skuldir heimilanna:  Verkefnið að finna leiðir til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna í landinu. - Talsmaður neytenda hefur komið með tillögur um húsnæðislánin, en önnur lán eru óafgreidd.
  6. Ímynd Íslands:  Verkefnið að endurreisa ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.
  7. Félagslegir þættir:  Verkefnið að byggja upp félagslega innviði landsins. - Velferðarvaktin er að vinna í þessu.
  8. Ríkisfjármál: Verkefnið að móta hugmyndir um hvernig rétta má af stöðu ríkissjóðs.
  9. Peningamál: Verkefnið að fara ofan í peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, endurskoða hana eftir þörfum og hrinda í framkvæmd breyttri stefnu með það að markmiði endurreisa traust umheimsins á Seðlabanka Íslands - Er í verkahring nýrrar peningamálanefndar SÍ
  10. Gengismál:  Verkefnið að skoða möguleika í gengismálum og leggja fram tillögur um framtíðartilhögun.
  11. Verðbólga og verðbætur:  Verkefnið að fara yfir fyrirkomulag þessara mála og leggja til umbætur sem gætu stuðlað að auknum stöðugleika.
  12. Framtíð Íslands - Á hverju ætlum við að lifa: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi nýja atvinnuvegi.
  13. Framtíð Íslands - Hvernig þjóðfélag viljum við:  Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi inniviði þjóðfélagsins.

 Mér finnst grátlegt að ekki hafi meira verið gert á síðustu 7 mánuðum og finnst ennþá verra hvað það sem þó er í gangi gengur hægt.  Undantekning á þessu er velferðarvaktin.

Marinó G. Njálsson, 4.5.2009 kl. 14:16

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Marinó,

Takk fyrir samantektina.  Auðvita hefði svona prógramm átta að fara af stað strax.  En hver getur tekið ákvörðun um slík?  Aðeins forsætisráðherra og Alþingi.  Þessi ákvarðanaflöskuháls í okkar miðstýrða lýðræði setur allt í fyrsta gír.  Betra að gera ekkert en að vera rekinn fyrir að gera mistök er mottó íslenskrar stjórnsýslu.  Hér vantar fyrst og fremst leiðtoga með framtíðarsýn, þor, kjark og vit! Í staðinn er boðið upp á froðusnakk og barnalega hreppa- og flokkspólitík til að dreifa hug almennings.   Enn er langt til jóla, en hvernig heldur þú að ástandið verði hér þá með þessu áframhaldi? Hvernig væri að fara að tala um topp 10 ákvarðanir sem þarf að taka fyrir jól? Eða bara 5.  Allt er betra en ekkert!

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.5.2009 kl. 15:20

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tel að fimm stærstu málin séu:

  1. Ljúka endurskipulagningu og endurbyggingu bankakerfisins 
  2. Dæla nýju fjármagni út í atvinnulífið til að fjölga störfum.  Það þýðir að fara út í fjölbreyttar og mannaflsfrekar aðgerðir.
  3. Endurreisa fjárhag heimilanna
  4. Ná sátt um eðlilega leiðréttingu á verðtryggðum og gengisbundnum lánum heimilanna.
  5. Síðast og ekki síst, að rétta af stöðu ríkissjóðs

Síðan tengist þessu:

  • Að gera upp jöklabréfin
  • Losna við óþolinmótt fjármagn úr umferð
  • Lækkun vaxta
  • Þak á verðtryggingu
  • Breytingu á fyrningu skulda, þannig að ekki sé hægt að endurvekja fyrningu
  • Breyta lögum um veðlán, þannig að eingöngu sé hægt að sækja að veði.

Marinó G. Njálsson, 4.5.2009 kl. 15:36

10 identicon

Marinó, kannski vill e-r lesa þetta frá FÍB og kannski hafið þið það:

http://fib.is/myndir/Erl-lanasupa.pdf

EE elle

. (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1678125

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband