Leita í fréttum mbl.is

Lög nr. 38/2001 gćtu bjargađ gjaldeyrismisvćgi bankanna

Gjaldeyrismisvćgi í efnahagsreikningi nýju bankanna gćti sett allt á annan endann hefur Morgunblađiđ eftir Gylfa Magnússyni, viđskiptaráđherra.  Í frétt blađsins segir:

Erlend útlán bankanna, ţ.e. eignir ţeirra, eru á kjörum sem miđast viđ millibankavexti međ ákveđnu álagi. Ţađ eru tekjurnar sem bankarnir hafa af útlánum ţeirra í erlendri mynt. Innlánin, ţ.e. skuldir bankanna, eru međ íslenskum vöxtum. Ţar sem vextir eru nú háir hér á landi eru bankarnir í raun ađ taka á sig neikvćđan vaxtamun ţegar horft er til inn- og útlána. Ef krónan myndi styrkjast myndu eignir bankanna lćkka í verđi. Ţess vegna gćti eigiđ fé bankanna veriđ í hćttu.

Hvort ţađ er Gylfi eđa fréttamađur, ţá er forđast í fréttinni ađ birta einhverjar tölur, en upplýsingarnar eru engu ađ síđur forvitnilegar.  Skođum ţetta nánar.

 1. Útlán bankanna:  Samkvćmt upplýsingum sem hćgt er ađ sćkja á vef Seđlabanka Íslands (SÍ) og birti m.a. á fundi Félags viđskiptafrćđinga og hagfrćđinga, ţá var stađa innlendra útlána bankanna, en ţau mynda eignasöfn bankanna, 30.9.2008 sem hér segir: 
  1. Yfirdráttarlán kr. 251 milljarđur,
  2. óverđtryggđ lán 630 milljarđar,
  3. verđtryggđ lán kr. 971 milljarđur,
  4. gengisbundin lán 2.963 milljarđar,
  5. annađ 93 milljarđar eđa
  6. alls 4.722 milljarđar
 2. Útlán sem bera innlenda vexti eru samtals kr. 1.945 milljarđar.  Gerum ráđ fyrir ađ helmingur ţessara útlán sé tapađur, ţá standa eftir 972,5 milljarđar.
 3. Innlán:  Samkvćmt upplýsingum á vef SÍ voru innlán bankakerfisins 30.09.2008 alls 1.140 milljarđar.  Ţessi innlán bera innlenda vexti.
 4. Mismunur útlána sem bera innlenda vexti og innlána er ţví 805 milljarđar, sem útlánin eru meiri ef miđađ er viđ töluna án niđurfćrslu vegna tapađra útlán, en 167,5 milljarđar eđa 14,6% sem innlánin eru meiri, ef miđađ er viđ niđurfćrt lánasafn. Ţessi tala breytist, ef miđađ er viđ önnur afskriftarhlutföll.

Miđađ viđ 50% niđurfćrslu útlána sem bera innlenda vexti, ţá snýst vandamáliđ um 167,5 milljarđa.  Ég hef fulla trú á ţví ađ útlán međ innlendum vöxtum séu međ mun hćrri vexti en innlán međ innlendum vöxtum.  T.d. býst ég viđ ađ yfirdráttarvextir og vextir óverđtryggđra útlána séu umtalsvert hćrri en óverđtryggđir innlánsvextir.  Á sama hátt reikna ég međ ţví ađ vextir verđtryggđra útlána séu umtalsvert hćrri en óverđtryggđra.  Ţetta á ţó ekki viđ um öll lán, sbr. húsnćđislánin, en samkvćmt mínum upplýsingum nema ţau um 460 milljörđum.  Nú ţó svo ađ lánin verđi fćrđ niđur ţá munu bankarnir halda áfram ađ reyna ađ innheimta ţau upp í topp og ţví má í raun segja ađ bankarnir séu međ mun stćrri tekjustofn innlendra vaxta en gjaldastofn.  Af ţessu má draga ţá ályktun ađ stađa erlendra lána skiptir í besta falli engu máli og í versta falli litlu máli.

En er til lausn á ţessu?  Já, ég tel ađ hún sé ekki bara til, heldur ákaflega augljós.

Í 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verđbćtur ţá segir:

VI. kafli. Verđtrygging sparifjár og lánsfjár.
13. gr. Ákvćđi ţessa kafla gilda um skuldbindingar sem varđa sparifé og lánsfé í íslenskum krónum ţar sem skuldari lofar ađ greiđa peninga og ţar sem umsamiđ eđa áskiliđ er ađ greiđslurnar skuli verđtryggđar. Međ verđtryggingu er í ţessum kafla átt viđ breytingu í hlutfalli viđ innlenda verđvísitölu. Um heimildir til verđtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveđi á um annađ.
Afleiđusamningar falla ekki undir ákvćđi ţessa kafla.
14. gr. Heimilt er ađ verđtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verđtryggingarinnar vísitala neysluverđs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvćmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánađarlega í Lögbirtingablađi. [Vísitala sem reiknuđ er og birt í tilteknum mánuđi gildir um verđtryggingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi ţar nćsta mánađar.]*
Í lánssamningi er ţó heimilt ađ miđa viđ hlutabréfavísitölu, innlenda eđa erlenda, eđa safn slíkra vísitalna sem ekki mćla breytingar á almennu verđlagi.

*(L. 51/2007. 1. mgr.)

Og í greinargerđ međ frumvarpinu (sjá http://www.althingi.is/altext/126/s/0872.html) segir um 13. og 14. gr.:

    Í 13. gr. frumvarpsins er fjallađ um gildissviđ kafla um verđtryggingu sparifjár og lánsfjár.
    Í 1. mgr. er lagt til ađ heimildir til ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ gengi erlendra gjaldmiđla verđi felldar niđur. Frá 1960 var almennt óheimilt ađ binda skuldbinding ar í íslenskum krónum viđ gengi erlendra gjaldmiđla. Ţessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. („Ólafslög“). Međ breytingum á ţeim áriđ 1989 var ţó heimilađ ađ gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum međ sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seđlabankinn birti. Ţessi breyting var liđur í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli ţessara vísitalna hefur notiđ tak markađrar hylli.
    Samkvćmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verđur ekki heimilt ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla. Er taliđ rétt ađ taka af allan vafa ţar ađ lútandi.

(Leturbreytingar: MGN)

Ef viđ göngum út frá ţví ađ túlka beri lögin í samrćmi viđ ţađ vilja löggjafans, ađ "ekki [sé] heimilt ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla" ţá eru gengistryggđu útlánin einfaldlega ólögleg.  Einhver ţessara lána eru vissulega tekin í erlendri mynt (ţ.e. sótt var um lán í upphćđ erlends gjaldeyris) og borguđ út í erlendri mynt, en stćrsti hlutinn var í reynd krónu lán međ viđmiđ viđ erlendan gjaldmiđil, ţ.e. "skuldbindingar í íslenskum krónum viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla". Ef ţetta er niđurstađan, ţá er eđlilegast ađ ţessum lánum verđi breytt ţannig ađ viđmiđiđ viđ "dagsgengi erlendra gjaldmiđla" verđi einfaldlega fellt niđur frá og međ útgáfudegi.  Ţá kemur upp spurningin hvernig á ađ međhöndla vextina.  Í lögum nr. 38/2001 er ekkert sem bannar ađ bođiđ sé upp á erlent vaxtaviđmiđ, ţó lániđ megi ekki taka breytingum samkvćmt "dagsgengi erlendra gjaldmiđla". Ţađ er ţví ekkert ţví til fyrirstöđu ađ viđmiđunin viđ vexti í Japan og Sviss haldi áfram.  Ég ćtla svo sem ekki ađ leggja slíkt til og vil raunar ekkert tjá mig um ţađ á ţessu stigi hvađa vextir eru eđlilegir.

Verđi gengisbundnu lánunum ţannig breytt yfir í krónulán miđađ viđ höfuđstól á útgáfudegi, ţá hverfur vandamáliđ međ gjaldeyrisjöfnuđ bankanna líklegast alveg.  Bankarnir ná auk ţess ađ uppfylla reglur SÍ um gjaldeyrisjöfnuđ fjármálafyrirtćkja frá 4. júní 2008 (ég fjallađi um ţćr í fćrslunni Auka reglurnar gengisáhćttu?).  Ţađ sem gerist til viđbótar, er ađ verđmćti lánasafnsins í gömlu bönkunum, sem nýju bankarnir yfirtaka, lćkkar um líklegast helming ef ekki meira.  Og ţetta er áđur en fariđ er ađ endurverđmeta lánin vegna flutningsins.  Ţar međ minnkar efnahagsreikningur bankanna, ekki er ţörf á eins háu eiginfjárframlagi frá ríkinu og skuld nýju bankanna viđ ţá gömlu, sem gera á upp međ skuldabréfi, verđur ekki eins há.

Erlendir kröfuhafar munu líklega mótmćla ţessum gjörningi og ţess vegna brýn ţörf á ađ fá leyst úr ţeim ágreiningi sem kominn er upp um lögmćti ţess "ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla". Ţví fyrr sem úr ţessu fćrst skorđi ţví betra.

 


mbl.is Gjaldeyrismisvćgi gćti eytt eigin fé bankanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Andskoti ertu glöggur.

Sigurjón Jónsson, 7.5.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Einar Guđjónsson

Allt er ţetta laukrétt hjá ţér.

Einar Guđjónsson, 7.5.2009 kl. 11:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.4.): 0
 • Sl. sólarhring: 13
 • Sl. viku: 39
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 37
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband