Leita í fréttum mbl.is

Lög nr. 38/2001 gætu bjargað gjaldeyrismisvægi bankanna

Gjaldeyrismisvægi í efnahagsreikningi nýju bankanna gæti sett allt á annan endann hefur Morgunblaðið eftir Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra.  Í frétt blaðsins segir:

Erlend útlán bankanna, þ.e. eignir þeirra, eru á kjörum sem miðast við millibankavexti með ákveðnu álagi. Það eru tekjurnar sem bankarnir hafa af útlánum þeirra í erlendri mynt. Innlánin, þ.e. skuldir bankanna, eru með íslenskum vöxtum. Þar sem vextir eru nú háir hér á landi eru bankarnir í raun að taka á sig neikvæðan vaxtamun þegar horft er til inn- og útlána. Ef krónan myndi styrkjast myndu eignir bankanna lækka í verði. Þess vegna gæti eigið fé bankanna verið í hættu.

Hvort það er Gylfi eða fréttamaður, þá er forðast í fréttinni að birta einhverjar tölur, en upplýsingarnar eru engu að síður forvitnilegar.  Skoðum þetta nánar.

  1. Útlán bankanna:  Samkvæmt upplýsingum sem hægt er að sækja á vef Seðlabanka Íslands (SÍ) og birti m.a. á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, þá var staða innlendra útlána bankanna, en þau mynda eignasöfn bankanna, 30.9.2008 sem hér segir: 
    1. Yfirdráttarlán kr. 251 milljarður,
    2. óverðtryggð lán 630 milljarðar,
    3. verðtryggð lán kr. 971 milljarður,
    4. gengisbundin lán 2.963 milljarðar,
    5. annað 93 milljarðar eða
    6. alls 4.722 milljarðar
  2. Útlán sem bera innlenda vexti eru samtals kr. 1.945 milljarðar.  Gerum ráð fyrir að helmingur þessara útlán sé tapaður, þá standa eftir 972,5 milljarðar.
  3. Innlán:  Samkvæmt upplýsingum á vef SÍ voru innlán bankakerfisins 30.09.2008 alls 1.140 milljarðar.  Þessi innlán bera innlenda vexti.
  4. Mismunur útlána sem bera innlenda vexti og innlána er því 805 milljarðar, sem útlánin eru meiri ef miðað er við töluna án niðurfærslu vegna tapaðra útlán, en 167,5 milljarðar eða 14,6% sem innlánin eru meiri, ef miðað er við niðurfært lánasafn. Þessi tala breytist, ef miðað er við önnur afskriftarhlutföll.

Miðað við 50% niðurfærslu útlána sem bera innlenda vexti, þá snýst vandamálið um 167,5 milljarða.  Ég hef fulla trú á því að útlán með innlendum vöxtum séu með mun hærri vexti en innlán með innlendum vöxtum.  T.d. býst ég við að yfirdráttarvextir og vextir óverðtryggðra útlána séu umtalsvert hærri en óverðtryggðir innlánsvextir.  Á sama hátt reikna ég með því að vextir verðtryggðra útlána séu umtalsvert hærri en óverðtryggðra.  Þetta á þó ekki við um öll lán, sbr. húsnæðislánin, en samkvæmt mínum upplýsingum nema þau um 460 milljörðum.  Nú þó svo að lánin verði færð niður þá munu bankarnir halda áfram að reyna að innheimta þau upp í topp og því má í raun segja að bankarnir séu með mun stærri tekjustofn innlendra vaxta en gjaldastofn.  Af þessu má draga þá ályktun að staða erlendra lána skiptir í besta falli engu máli og í versta falli litlu máli.

En er til lausn á þessu?  Já, ég tel að hún sé ekki bara til, heldur ákaflega augljós.

Í 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur þá segir:

VI. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.
13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað.
Afleiðusamningar falla ekki undir ákvæði þessa kafla.
14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. [Vísitala sem reiknuð er og birt í tilteknum mánuði gildir um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi þar næsta mánaðar.]*
Í lánssamningi er þó heimilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi.

*(L. 51/2007. 1. mgr.)

Og í greinargerð með frumvarpinu (sjá http://www.althingi.is/altext/126/s/0872.html) segir um 13. og 14. gr.:

    Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.
    Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbinding ar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. („Ólafslög“). Með breytingum á þeim árið 1989 var þó heimilað að gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum með sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seðlabankinn birti. Þessi breyting var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli þessara vísitalna hefur notið tak markaðrar hylli.
    Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.

(Leturbreytingar: MGN)

Ef við göngum út frá því að túlka beri lögin í samræmi við það vilja löggjafans, að "ekki [sé] heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla" þá eru gengistryggðu útlánin einfaldlega ólögleg.  Einhver þessara lána eru vissulega tekin í erlendri mynt (þ.e. sótt var um lán í upphæð erlends gjaldeyris) og borguð út í erlendri mynt, en stærsti hlutinn var í reynd krónu lán með viðmið við erlendan gjaldmiðil, þ.e. "skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla". Ef þetta er niðurstaðan, þá er eðlilegast að þessum lánum verði breytt þannig að viðmiðið við "dagsgengi erlendra gjaldmiðla" verði einfaldlega fellt niður frá og með útgáfudegi.  Þá kemur upp spurningin hvernig á að meðhöndla vextina.  Í lögum nr. 38/2001 er ekkert sem bannar að boðið sé upp á erlent vaxtaviðmið, þó lánið megi ekki taka breytingum samkvæmt "dagsgengi erlendra gjaldmiðla". Það er því ekkert því til fyrirstöðu að viðmiðunin við vexti í Japan og Sviss haldi áfram.  Ég ætla svo sem ekki að leggja slíkt til og vil raunar ekkert tjá mig um það á þessu stigi hvaða vextir eru eðlilegir.

Verði gengisbundnu lánunum þannig breytt yfir í krónulán miðað við höfuðstól á útgáfudegi, þá hverfur vandamálið með gjaldeyrisjöfnuð bankanna líklegast alveg.  Bankarnir ná auk þess að uppfylla reglur SÍ um gjaldeyrisjöfnuð fjármálafyrirtækja frá 4. júní 2008 (ég fjallaði um þær í færslunni Auka reglurnar gengisáhættu?).  Það sem gerist til viðbótar, er að verðmæti lánasafnsins í gömlu bönkunum, sem nýju bankarnir yfirtaka, lækkar um líklegast helming ef ekki meira.  Og þetta er áður en farið er að endurverðmeta lánin vegna flutningsins.  Þar með minnkar efnahagsreikningur bankanna, ekki er þörf á eins háu eiginfjárframlagi frá ríkinu og skuld nýju bankanna við þá gömlu, sem gera á upp með skuldabréfi, verður ekki eins há.

Erlendir kröfuhafar munu líklega mótmæla þessum gjörningi og þess vegna brýn þörf á að fá leyst úr þeim ágreiningi sem kominn er upp um lögmæti þess "að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla". Því fyrr sem úr þessu færst skorði því betra.

 


mbl.is Gjaldeyrismisvægi gæti eytt eigin fé bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Andskoti ertu glöggur.

Sigurjón Jónsson, 7.5.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Allt er þetta laukrétt hjá þér.

Einar Guðjónsson, 7.5.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1678122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband