Leita í fréttum mbl.is

Verðbólgan eykst vegna lækkunar krónunnar

Fyrirsögnin er kannski í mótsögn við veruleikann, í síðasta mánuði var verðhjöðnun upp á 0,56%, en núna er verðbólga upp á 0,45%.  Ég var sjálfur búinn að reikna með þessu, þ.e. að það yrði verðbólga en ekki hjöðnun, þar sem krónan virðist hafa tekið upp þann leiða sið að lækka mikið í mars.

11,9% ársverðbólga er náttúrulega framför, en ef krónan hefði ekki lækkað jafn mikið og raun ber vitni, þá værum við að tala um 10,5%.  Það jákvæða er að það ætti að vera hægt að lækka stýrivexti niður í 12,5% á nóinu.  Mér finnst fremur ólíklegt að það verði gert þar sem það gæti haft áhrif á ávöxtun fjármagnseigenda skítt með skuldarana, það er um að gera að vinda hverja einustu krónu út úr þeim.

Það er líka sláandi að vísitala neysluverðs án húsnæðis er 15,6%.  Það þýðir að nafnverð húsnæðishefur lækkað um eitthvað í kringum 26% á síðustu 12 mánuðum! (15,6-11,9=3,7*7=25,96).


mbl.is Verðbólgan nú 11,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já en það er nú samt þannig að enn og aftur hækka eftirstöðvar húsnæðislána okkar sem eru með verðtryggðu lánin.  Við verðum að losna við þessa hræðilegu verðtryggingu.  Og svo er hagstofan að miða útreikning vísitölunnar við árin 2005-2007, eru það ekki mestu uppgangsárin og mesta eyðslan?  Er sem sagt hægt núna að miða við þessi ár?  Alla vega þá hækkar lánið mitt aftur verulega eða um 1/2 prósent út af þessu.  Þetta er ótrúlegt!

Burt með verðtrygginguna, þetta er eitt mesta böl heimilanna í landinu. 

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:34

2 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Verðtryggingin er ekki vandamálið. Verðbólgan er vandamálið.

Ólafur Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 09:43

3 identicon

Af því ég er svo lélegur í stærðfræði, af hverju margfaldarðu með 7?  Ætti það ekki að vera 12, m.v. að þú ert að reikna lækkun á 12 mánaða tímabili? Þá er lækkunin eitthvað um 44%.... NB þetta er ekki eitthvað skot, ég bara skil ekki alveg útreikninginn hjá þér..

Tómas (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:46

4 Smámynd: Offari

Ég sem var að skrifa undir verðtryggðan leigusamning. Samfylkingin lofaði mér verðhjöðnun.

Offari, 29.4.2009 kl. 10:05

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ólafur Guðmundsson, þessi athugasemd þín fær menn til að íhuga HVORT KEMUR Á UNDAN HÆNAN EÐA EGGIÐ?   Offari, hvenær hefur verið að marka loforð Samfylkingarinnar?

Jóhann Elíasson, 29.4.2009 kl. 11:24

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tómas, ástæðan fyrir því að ég margfalda með 7 er að samkvæmt fréttinni, þá lækkar húsnæðisþáttur um 1,6% og það vegur 0,23% í vísitölunni. Nú 1,6/0,23 = 6,96 sem ég hækka upp í 7.

Ólafur, vissulega er það rétt að verðbólgan er vandamálið og verðbætur eru reiknaðar út frá verðbólgunni.  En birtingarmynd verðbólgunar er í verðbótum á lánum. 

Þetta er náttúrulega arfavitlaust, að fyrst borgum við fyrir verðbólguna í útgjöldunum okkar og síðan borgum við margfalt fyrir hana í lánunum okkar.

Marinó G. Njálsson, 29.4.2009 kl. 13:06

7 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Jóhann Elíasson, það er algjörlega óþarfi að öskra.

Það er fínt að ég kom þér til að íhuga en það er alveg óþarfi að líkja þessu við eggið og hænuna. Verðbólgan hefur bein áhrif á verðtrygginguna en verðtryggingin hefur hverfandi áhrif á verðbólguna. Reyndar er það sagt í hagfræðinni að verðtryggingin hefur einhver verðbólguáhrif en þau eru hverfandi.

Ólafur Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 13:33

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ólafur, það hefur verið mælt að verðtrygging hefur áhrif á verðbólgu.  Hvort að það er óverulegt hlýtur að fara eftir verðbólgunni sem fylgir. 

Marinó G. Njálsson, 29.4.2009 kl. 13:37

9 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Enda sagði ég að verðtryggingin hefi einhver áhrif á verðbólguna. En verðtryggingin hefur ekki bein áhrif á verðbólguna eins og verðbólgan hefur á verðtrygginguna.

Ólafur Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 13:56

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar verðbólgan var á uppleið var við útreikning vísitölunnar verðbólgan reiknuð fram í tíman um 12 mánuði til að segja okkur hversu há verðbólgan væri á ársgrundvelli.  Nú bregður svo við að menn reikna verðbólguna 12 mánuði aftur í tímann til að segja okkur hversu há verðbólgan hafi verið síðustu 12 mánuðina. 

Hagstofan segir okkur að verðbólgan sé 11,9% skv. nýju útreikningunum, en ef gamla aðferðin er notuð þá er verðbólgan ca. 5,5%

Hver skildi nú ástæðan vera fyrir þessum mismunandi aðferðum ?  Jú, ég tel að það sé gert fyrir Seðlabankann, til þess að SÍ geta sagt að verðbólgan sé svo og svo há og því lækki stýrivextir á hraða snigilsins.  Gera má ráð fyrir því að norski Sandfylkingar Seðlabanka-stjórinn lækki vexti um 1,5%, úr 15,5% í 13%, í staðin fyrir 9,5%, úr 15,5% í 6%

Er ekki kominn tími til að hreinsa til í þessum stofnunum ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.4.2009 kl. 16:19

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tómas, það er svo merkilegt að menn hættu að horfa fram í tímann um leið og menn áttuðu sig á því að þá yrðu þeir að lækka stýrivextina.  Ég hef oft gagnrýnt þetta, þó ég nenni ekki að finna þær færslur núna.

Marinó G. Njálsson, 29.4.2009 kl. 16:26

12 identicon

ok, ég næ þessu núna með útreikninginn, takk fyrir það

Tómas Örn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband