Leita í fréttum mbl.is

Ummæli fólks um Hagsmunasamtök heimilanna gerir baráttuna þess virði

Hagsmunasamtök heimilanna eru með könnun í gangi.  Þátttakendum gefst færi á að bæta við athugasemd í lokin.  Ég fékk sendan lista yfir þær athugasemdir sem þá voru komnar og er ekki hægt að segja annað en þær hafi verið ákaflega hvetjandi.  Hér kemur listinn óstyttur:

  • Frábær árangur félagsins, áfram svo
  • Að tala um leiðréttingu sem réttlætismál, en ekki sem úrræði eingöngu fyrir þá sem eru að fara á hausinn.
  • Takk fyrir að vera til.  Ekki hætta baráttunni.
  • Áframhaldandi barátta, lítil umræða undanfarið t.d. um gengistryggðu lánin.  Ríkisstjórnin virðist vanhæf og ákvarðanafælin.  Stjórnvöld þurfa mikið aðhald.
  • Við erum að flytja úr landi, ég ætla að klára MA-gráðuna fyrst og þá förum við. Frjálsi verður búinn að ná af okkur öllu um það bil næsta vor svo það passar ágætlega að fara þá. Helmingur vinafólks okkar er kominn út og mjög margir á leiðinni í sumar.
  • Leita frekar eftir stuðningi frá þeim þingmönnum sem voru að hefja störf á Alþingi þeir sem hafa starfað þar einhver ár eru steingeldir, og viðhorf þeirra bundin kvíðaröskun.
  • Ef fólk hættir að borga af lánum sem það getur borgað af þurfa aðrir að borga fyrir þá á endanum.
  • Halda áfram að minna á að það eru heimilin sem standa undir þjóðfélaginu og hagkerfinu
  • Ekki láta stjórnmálamenn komast upp með moðreyk.
  • Það eru ekki bara húsnæðislánin sem eru að sliga fólk. Bílalánin eru hræðileg svo og námslán sem líka eru verðtryggð. Þegar 2 fullorðnar manneskjur með lág meðallaun geta ekki séð fyrir 5 manna fjölskyldu þá er eitthvað að!
  • Áfram nú!!!
  • Kærar þakkir fyrir vel unnin störf!
  • Ég neita að taka á mig skuldaaukningu verðtryggingar íbúðaláns fyrir s.l. ár.
  • Það er óréttlæti að þurfa að greiða fleiri milljónir meira en reiknað var með við lántöku þrátt fyrir að tekið hafi verið mið af  eðlilegri  verðbólgu.
  • Þrýsta á valkostir i búsetu - öruggur leigumarkaður sbr. hin Norðurlöndin. Fólk á ekki að þvingast út i fjárhættuspil i formi húsnæðiskaupa :-(
  • Takk
  • Gera Jóhönnu grein fyrir fólki með gengislán
  • Athugasemd varðandi fyrsta svarlið í spurningu 3. Hef setið hinum megin við borðið. Tölvupóstsendingar til ráðamanna gagnast ekki.
  • nei
  • Er að undirbúa að flytja úr landi með fjölskyldunni, búinn að missa alla trú á öllu því vanhæfa fólki sem virðist veljast í stjórnmál.  Vill sérstaklega þakka Marinó N. fyrir mjög góðar greinar á blogginu.
  • Gott framtak, vonandi verður haldið áfram.  En það sem vantar eru alvöru aðgerðir, ALVÖRU!
  • Það þarf að ná breiðri samstöðu um það meðal almennings að hætta að borga af lánum , það er í lagi að borga það sem maður skuldar en ekki eitthvað annað og mikið meira sem búið var til af bönkunum og Ríkinu ofaná allar okkar skuldir.
  • Bara halda áfram á sömu braut og jafnvel gerast háværari
  • Þið eruð frábær. Fagleg vinnubrögð og engin hystería. Góð greining og upplýsingamiðlun. Veit  ekki hvar við værum án ykkar.
  • nei
  • Það þarf búsáhaldabyltingu gegn þessari skaðræðisstjórn!
  • Berjast, berjast, berjast!!! ekki gefast upp.
  • Styð ykkur heils hugar í baráttunni, ég get aldrei sætt mig við að við, börn okkar og barnabörn verðum að taka á okkur greiðslur á skuldum sem við aldrei stofnuðum til, áfram Hagsmunasamtök heimilanna!

Ég segi bara, takk fyrir mig.  Svona viðbrögð sýna að rík þörf er fyrir samtök eins og Hagsmunasamtök heimilanna.


Gylfi vill ekki kaupa skuldir með afslætti

Stundum skil ég ekki Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra.  Hann gefur alls konar yfirlýsingar um að þetta sé ekki hægt og hitt ekki hægt, en kemur sjaldnast með skýringu á því af hverju svo sé.  Nýjasta yfirlýsing hans er að ekki sé skynsamlegt "að ríkið kaupi skuldabréf gömlu bankanna með afslætti" eins og haft er eftir honum á visir.is í dag.  Hann gefur þau rök, að hann eigi "mjög erfitt með að sjá að íslenska ríkið gæti réttlætt það að hætta sé á þennan hátt."  En er þetta ekki einmitt sú áhætta sem gæti borgað sig?

Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans námu erlendar skuldir innlánasstofnana 9.682 milljörðum í lok september 2008.  Á móti námu erlendar eignir alls 7.923 milljörðum.  Skipting þessara erlendu skulda var sem hér segir í milljörðum króna:

Innlánsstofnanir

9.681

    Skammtímaskuldir

4.098

        Peningabréf

44

        Stutt lán

2.397

        Innstæður

1.656

    Langtímaskuldir

5.583

        Skuldabréf

4.367

        Löng lán

1.216

Þarna sjáum við að innlán eru 1.656 milljarðar og skiptast þau á milli Icesave, KaupthingEdge og Save&Save hjá Glitni. Icesave var líklegast með um eða yfir 1.400 milljarða af þessari tölu. Aðrar skuldir nema því rétt rúmlega 8.000 milljörðum.  Nú veit ég ekki hvort alla þessa 8.000 milljarða er hægt að kaupa með afföllum, en að lágmarki virðast skuldabréfsöfn upp á tæplega 4.400 milljarða ganga kaupum og sölu.  Ég hefði haldið að það væri vel þess virði fyrir þjóðarbúið að kaupa þessi söfn á 5 - 10% af nafnvirði.  Með því væri búið að lækka skuldir þjóðarbúsins í kringum 4.700 milljarða með tveimur aðgerðum, þ.e. 650 milljarða með Icesave samningnum og 4.000 - 4.200 milljarða, ef öll skuldabréfin eru föl á 5 - 10% af nafnverði.

Ef þetta gengi upp, þá myndu erlendar skuldir innlánastofnana lækka úr tæplega 9.700 milljörðum niður í 5.000 milljarða.  Á móti þeim kæmu eignir upp á tæpa 8.000 milljarða (sem að vísu á eftir að afskrifa eitthvað).  Lykillinn í þessu er þó að laga jafnvægið og lækka upphæðina sem er í skuld við útlönd.  Það er nefnilega þannig, að skuldarstaðan mun vera óbreytt, þó svo að einhverjir erlendir aðilar eignist skuldabréfin, en hún batnar við að innlendir aðilar eignist þau.  Það sem eftir stendur er hvort einhverjir innlendir aðilar eru nægilega fjársterkir til að fara í þessa fjárfestingu.  Tveir aðilar eru það:  Ríkið og lífeyrissjóðirnir.  Síðan gætu nýju bankarnir líka tekið þátt í þessu að einhverju leiti.

Nú hváir einhver og efast um styrk ríkisins.  Þarna þarf að koma smá flétta.  Ríkið þarf að leggja nýju bönkunum til eigið fé og nýju bankarnir þurfa að gefa út skuldabréf til gömlu bankanna.  Hvað ef þetta er gert í einni og sömu aðgerðinni?  Þ.e. ríkið kaupir skuldabréf gömlu bankanna á niðursettu verði, lætur þau inn í nýju bankana sem eiginfjárframlag og þeir nota skuldabréfin (á niðursettu verði) til að gera upp við gömlu bankana.  Niðurstaðan verður að nýju bankarnir munu skulda minna, en eiginfjárstaða þeirra verður samt sem áður sterk, og gömlu bankarnir munu laga skuldastöðu sína.  Eini vandinn er að útvega erlendan gjaldeyri til að kaupa söfnin, en þar mætti þá nýta erlendu lánin sem ríkissjóður er ýmist búinn að taka eða ætlar að taka. 

Það sem fæst út úr þessu til viðbótar, er að gömlu bankarnir verða allt í einu með jákvætt eigið fé eða að dregist hefur verulega saman milli eigna og skulda.  Þannig yrðu þeir allt í einu mun fýsilegri kostur til yfirtöku fyrir erlenda kröfuhafa eða jafnvel væri hægt að endurreisa þá í einni eða annarri mynd (hvort sem það telst fýsilegur kostur eða ekki).

Vel getur verið að þetta sé allt bull og vitleysa hjá mér og gjörsamlega fráleitt að þetta gangi upp.  Þetta er bara búið að velkjast svo lengi í kollinum á mér, að ég varð bara að koma þessu frá mér. Ummæli Gylfa voru svona viss áskorun til að koma þessari pælingu niður á blað.  Ég sé nefnilega ekki sömu áhættu í þessu og Gylfi, ef þetta gengur upp eins og ég lýsi.  Ég veit náttúrulega ekki hvort þetta er framkvæmanlegt, enda er ég bara hluti af sveppasamfélaginu á Íslandi sem fær ekkert að vita nema einhverja vitleysu.


650 milljarðar er það mikið eða lítið?

Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort þetta eru góðar fréttir eða slæmar fréttir.  650 milljarðar er lægri tala en hæst hefur verið nefnd að félli á Landsbankann/ríkissjóð, en einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að menn hafi verið að vonast eftir að koma tölunni neðar. 

Ekki er víst að nokkuð af þessu falli á ríkið. Verulegar eignir eru á móti hjá Landsbankanum, en málið er að við vitum ekki um verðmæti þeirra.  Annað sem ekki kemur fram í fréttinni er á hvaða gengi þessi tala er fengin.  Ég reikna jú með að 650 milljarðarnir standi sem skuld í pundum en ekki krónum þannig að miðað við gengi í dag, þá erum við líklega að tala um 3,3 milljarða punda.  Endanleg tala í krónum talið, sem greidd verður, veltur því á gengisþróun, en á móti þá sveiflast krónuverðmæti erlendra eigna Landsbankans líka eftir þessu sama gengi.

Hvort eitthvað af þessu lendir á íslenska ríkinu á eftir að koma í ljós.  Fyrir utan það hvort eignir Landsbankans dugi fyrir þessu, þá þarf líka að taka til skoðunar hvort kröfuhafar Landsbankans sætti sig við að innistæður hafi verið teknar fram fyrir í kröfuröðinni.  Komi í ljós, t.d. eftir dómsmál, að óheimilt hafi verið að breyta kröfuröðinni, eins og gert var með neyðarlögunum, þá gæti hluti af þessum 3,3 milljörðum punda lent á tryggingasjóði innistæðueigenda og þar með á ríkinu og skattgreiðendum.  Spurningin er þá hvort tekið er tillit til slíkrar niðurstöðu í Icesave samningnum.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífseigur misskilningur að vandi heimilanna hafi byrjað við hrun bankanna

Í fréttinni sem ég hengi þessa færslu við, þá er setning sem virðist eiga að bera blak af bankamönnum vegna vanda heimilanna. Þar segir: Viðmælendur blaðamanns hjá bönkunum sögðu það ekki vera stóran hóp sem fengi ekki lausn á sínum málum með úrræðunum...

Er í lagi að skuldirnar hækki bara og hækki vegna lélegrar efnahagsstjórnunar?

Ég veit ekki til hvaða talna Jóhanna er að vísa, en sé hún að vísa til þeirra talna sem Seðlabankinn kom með fyrir tveimur mánuðum eða svo, þá er ætti hún að vita að þær tölur segja ekki neitt. Sé hún með einhverjar nýjar tölur, þá væri gott að alþjóð...

Ætli ríkisstjórnin hlusti núna?

Ég man ekki eftir jafn afgerandi niðurstöðu í skoðanakönnun og þessari. 95% telur frekar eða mjög aðkallandi að leysa fjárhagsvanda íslenskra heimila og 91,5% telja að ríkisstjórnin eigi að leggja áherslu á að sinna vanda fyrirtækjanna. Á meðan telja...

Svæðið milli Grindavíkur og Skálafells er eftir

Skjálftahrinan sem gengið hefur yfir landið undanfarin 9 ár minnir okkur á að Ísland er á mörkum tveggja stórra fleka, Norður-Ameríkuflekans og EvróAsíuflekans. Þó það sé nú reyndar þriðji flekinn, Hreppaflekkinn, sem er að valda mestu vandræðunum á...

Þjóðarsátt um þak á verðbætur

Birti hér fyrir neðan ályktun og hvatningu Hagsmunasamtaka heimilana til þjóðarsáttar um þak á verðbætur: Hagsmunasamtök heimilanna undrast að ríkisstjórninni finnist sjálfsagt mál að grípa einhliða til aðgerða sem leiða til hækkunar á höfuðstól...

Hugmyndafæð ríkisstjórnarinnar æpandi

Ég veit ekki hvort menn eru búnir að reikna það út, að það hækki vísitölu neysluverðs minna að hækka álögur á bifreiðaeigendur, en að hækka einhverja aðra þætti. A.m.k. er það stórfurðulegt að þegar hækkun bensínverð var stór áhrifavaldur við hækkun...

Hvernig væri að sýna skilning?

Sem stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, þá fæ ég alls konar símhringingar frá fólki sem er komið í þrot, hefur misst greiðsluviljann eða er bara reitt. Ég verð bara að viðurkenna að sumar sögurnar eru svo fáránlegar, að maður er bara hlessa....

Stefnuleysi stjórnvalda stærsti vandinn

Um þessar mundir eru 8 mánuðir frá því að Seðlabankinn tók þá ákvörðun fyrir hönd ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að taka yfir 75% hlut í Glitni. Afleiðingar þessarar ákvörðunar hafa verið geigvænlegar og er ekki séð fyrir endann á þeim...

Ef menn brigðust jafn hratt við málum hér innanlands

Það er forvitnilegt að sjá, að viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar vegna kjarnorkutilraunar Norður Kóreumanna voru komin í morgunfréttum útvarpsstöðvanna. Á sama tíma er ekki hægt að sýna nein viðbrögð vegna hins sífellt versnandi ástands hér...

Staða bankakerfisins 30. september 2008 segir annað

„Vandinn er sá að bankarnir eru með of mikið af eignum í erlendri mynt sem bera lága vexti en of mikið af skuldbindingum í krónum sem bera háa vexti. Það er afar óþægileg staða að vera í og veldur taprekstri þeirra,“ segir Gylfi Magnússon...

Samstöðufundur og samstöðutónleikar

Hagsmunasamtök heimilanna hafa blásið til samstöðufundar, eins og kemur fram í frétt mbl.is. Það sem ekki kemur fram í fréttinni, er að Bubbi og EGÓ taka við þegar ræðuhöldum lýkur. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á fundinn og til að njóta...

Hringferð um Ísland

Ég var að koma úr 6 daga hringferð um landið. Ferðin var hluti af námi mínu við Leiðsöguskólann. Ég held ég geti alveg fullyrt að þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem ætla að ferðast innanlands í sumar, bíður svo margt spennandi að sjá. Fróðlegar sýningar og...

Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fjármálafyrirtækja og slæmrar efnahagstjórnunar

Ég bið stjórnvöld og fjármálastofnanir vinsamlegast um að hugleiða eftirfarandi orð vandlega og grípa til aðgerða í samræmi við innihald þeirra: Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fjármálafyrirtækja og slæmrar efnahagsstjórnunar. Þessi orð komu...

Ekkert fyrir heimilin - Þeim á að blæða út

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekkert sem gefur til kynna að taka eigi á einn eða neinn hátt á vanda heimilanna. Þar er stutt innihaldslaus klausa sem hefði alveg eins get hljómað bla, bla, bla. En klausan er sem hér segir: Skuldastaða...

Hvað felst í aðgerðum/ greiðsluvandaúrræðum? - 29 atriði skoðuð

(Varúð, þetta er löng grein. Í henni er m.a. farið yfir þau úrræði sem tvær ríkisstjórnir hafa gripið til vegna erfiðrar stöðu heimilanna. Neðst í henni er hugsanlegt skúbb.) Haft er eftir Hrannari B. Arnarsyni í Morgunblaðinu: Greiðslubyrði lána fólks...

Stefán Ólafsson fer með fleipur

Ég get ekki á mér setið og verð að svara orðum Stefáns Ólafssonar, prófessors í félagsfræði, sem koma fram í helgarblaði DV. Í frétt DV, sem birt er á Pressunni segir: Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, segir niðurfærslu skulda dæmigerða...

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna var ekki á staðnum

Vegna orða Jóhönnu Sigurðardóttur í frétt Mbl.is, þá vilja Hagsmunasamtök heimilanna taka fram að enginn talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna eða aðili með umboð samtakanna var á fundi fulltrúa Nýrra tíma með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1682102

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband