6.6.2009 | 01:20
Ummæli fólks um Hagsmunasamtök heimilanna gerir baráttuna þess virði
Hagsmunasamtök heimilanna eru með könnun í gangi. Þátttakendum gefst færi á að bæta við athugasemd í lokin. Ég fékk sendan lista yfir þær athugasemdir sem þá voru komnar og er ekki hægt að segja annað en þær hafi verið ákaflega hvetjandi. Hér kemur listinn óstyttur:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Ég segi bara, takk fyrir mig. Svona viðbrögð sýna að rík þörf er fyrir samtök eins og Hagsmunasamtök heimilanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.6.2009 | 01:06
Gylfi vill ekki kaupa skuldir með afslætti
Stundum skil ég ekki Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra. Hann gefur alls konar yfirlýsingar um að þetta sé ekki hægt og hitt ekki hægt, en kemur sjaldnast með skýringu á því af hverju svo sé. Nýjasta yfirlýsing hans er að ekki sé skynsamlegt "að ríkið kaupi skuldabréf gömlu bankanna með afslætti" eins og haft er eftir honum á visir.is í dag. Hann gefur þau rök, að hann eigi "mjög erfitt með að sjá að íslenska ríkið gæti réttlætt það að hætta sé á þennan hátt." En er þetta ekki einmitt sú áhætta sem gæti borgað sig?
Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans námu erlendar skuldir innlánasstofnana 9.682 milljörðum í lok september 2008. Á móti námu erlendar eignir alls 7.923 milljörðum. Skipting þessara erlendu skulda var sem hér segir í milljörðum króna:
Innlánsstofnanir | 9.681 |
Skammtímaskuldir | 4.098 |
Peningabréf | 44 |
Stutt lán | 2.397 |
Innstæður | 1.656 |
Langtímaskuldir | 5.583 |
Skuldabréf | 4.367 |
Löng lán | 1.216 |
Þarna sjáum við að innlán eru 1.656 milljarðar og skiptast þau á milli Icesave, KaupthingEdge og Save&Save hjá Glitni. Icesave var líklegast með um eða yfir 1.400 milljarða af þessari tölu. Aðrar skuldir nema því rétt rúmlega 8.000 milljörðum. Nú veit ég ekki hvort alla þessa 8.000 milljarða er hægt að kaupa með afföllum, en að lágmarki virðast skuldabréfsöfn upp á tæplega 4.400 milljarða ganga kaupum og sölu. Ég hefði haldið að það væri vel þess virði fyrir þjóðarbúið að kaupa þessi söfn á 5 - 10% af nafnvirði. Með því væri búið að lækka skuldir þjóðarbúsins í kringum 4.700 milljarða með tveimur aðgerðum, þ.e. 650 milljarða með Icesave samningnum og 4.000 - 4.200 milljarða, ef öll skuldabréfin eru föl á 5 - 10% af nafnverði.
Ef þetta gengi upp, þá myndu erlendar skuldir innlánastofnana lækka úr tæplega 9.700 milljörðum niður í 5.000 milljarða. Á móti þeim kæmu eignir upp á tæpa 8.000 milljarða (sem að vísu á eftir að afskrifa eitthvað). Lykillinn í þessu er þó að laga jafnvægið og lækka upphæðina sem er í skuld við útlönd. Það er nefnilega þannig, að skuldarstaðan mun vera óbreytt, þó svo að einhverjir erlendir aðilar eignist skuldabréfin, en hún batnar við að innlendir aðilar eignist þau. Það sem eftir stendur er hvort einhverjir innlendir aðilar eru nægilega fjársterkir til að fara í þessa fjárfestingu. Tveir aðilar eru það: Ríkið og lífeyrissjóðirnir. Síðan gætu nýju bankarnir líka tekið þátt í þessu að einhverju leiti.
Nú hváir einhver og efast um styrk ríkisins. Þarna þarf að koma smá flétta. Ríkið þarf að leggja nýju bönkunum til eigið fé og nýju bankarnir þurfa að gefa út skuldabréf til gömlu bankanna. Hvað ef þetta er gert í einni og sömu aðgerðinni? Þ.e. ríkið kaupir skuldabréf gömlu bankanna á niðursettu verði, lætur þau inn í nýju bankana sem eiginfjárframlag og þeir nota skuldabréfin (á niðursettu verði) til að gera upp við gömlu bankana. Niðurstaðan verður að nýju bankarnir munu skulda minna, en eiginfjárstaða þeirra verður samt sem áður sterk, og gömlu bankarnir munu laga skuldastöðu sína. Eini vandinn er að útvega erlendan gjaldeyri til að kaupa söfnin, en þar mætti þá nýta erlendu lánin sem ríkissjóður er ýmist búinn að taka eða ætlar að taka.
Það sem fæst út úr þessu til viðbótar, er að gömlu bankarnir verða allt í einu með jákvætt eigið fé eða að dregist hefur verulega saman milli eigna og skulda. Þannig yrðu þeir allt í einu mun fýsilegri kostur til yfirtöku fyrir erlenda kröfuhafa eða jafnvel væri hægt að endurreisa þá í einni eða annarri mynd (hvort sem það telst fýsilegur kostur eða ekki).
Vel getur verið að þetta sé allt bull og vitleysa hjá mér og gjörsamlega fráleitt að þetta gangi upp. Þetta er bara búið að velkjast svo lengi í kollinum á mér, að ég varð bara að koma þessu frá mér. Ummæli Gylfa voru svona viss áskorun til að koma þessari pælingu niður á blað. Ég sé nefnilega ekki sömu áhættu í þessu og Gylfi, ef þetta gengur upp eins og ég lýsi. Ég veit náttúrulega ekki hvort þetta er framkvæmanlegt, enda er ég bara hluti af sveppasamfélaginu á Íslandi sem fær ekkert að vita nema einhverja vitleysu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2009 | 14:13
650 milljarðar er það mikið eða lítið?
Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort þetta eru góðar fréttir eða slæmar fréttir. 650 milljarðar er lægri tala en hæst hefur verið nefnd að félli á Landsbankann/ríkissjóð, en einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að menn hafi verið að vonast eftir að koma tölunni neðar.
Ekki er víst að nokkuð af þessu falli á ríkið. Verulegar eignir eru á móti hjá Landsbankanum, en málið er að við vitum ekki um verðmæti þeirra. Annað sem ekki kemur fram í fréttinni er á hvaða gengi þessi tala er fengin. Ég reikna jú með að 650 milljarðarnir standi sem skuld í pundum en ekki krónum þannig að miðað við gengi í dag, þá erum við líklega að tala um 3,3 milljarða punda. Endanleg tala í krónum talið, sem greidd verður, veltur því á gengisþróun, en á móti þá sveiflast krónuverðmæti erlendra eigna Landsbankans líka eftir þessu sama gengi.
Hvort eitthvað af þessu lendir á íslenska ríkinu á eftir að koma í ljós. Fyrir utan það hvort eignir Landsbankans dugi fyrir þessu, þá þarf líka að taka til skoðunar hvort kröfuhafar Landsbankans sætti sig við að innistæður hafi verið teknar fram fyrir í kröfuröðinni. Komi í ljós, t.d. eftir dómsmál, að óheimilt hafi verið að breyta kröfuröðinni, eins og gert var með neyðarlögunum, þá gæti hluti af þessum 3,3 milljörðum punda lent á tryggingasjóði innistæðueigenda og þar með á ríkinu og skattgreiðendum. Spurningin er þá hvort tekið er tillit til slíkrar niðurstöðu í Icesave samningnum.
![]() |
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
2.6.2009 | 17:54
Ætli ríkisstjórnin hlusti núna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.5.2009 | 14:05
Svæðið milli Grindavíkur og Skálafells er eftir
Leiðsögn | Breytt 10.6.2009 kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
30.5.2009 | 10:26
Þjóðarsátt um þak á verðbætur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
28.5.2009 | 23:25
Hugmyndafæð ríkisstjórnarinnar æpandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
28.5.2009 | 20:16
Hvernig væri að sýna skilning?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.5.2009 | 15:25
Stefnuleysi stjórnvalda stærsti vandinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.5.2009 | 09:44
Ef menn brigðust jafn hratt við málum hér innanlands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.5.2009 | 13:46
Staða bankakerfisins 30. september 2008 segir annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2009 | 11:34
Samstöðufundur og samstöðutónleikar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.5.2009 | 23:23
Hringferð um Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.5.2009 | 01:11
Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fjármálafyrirtækja og slæmrar efnahagstjórnunar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (88)
10.5.2009 | 16:35
Ekkert fyrir heimilin - Þeim á að blæða út
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
10.5.2009 | 01:09
Hvað felst í aðgerðum/ greiðsluvandaúrræðum? - 29 atriði skoðuð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
9.5.2009 | 01:08
Stefán Ólafsson fer með fleipur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
8.5.2009 | 18:16
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna var ekki á staðnum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1682102
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði