24.4.2009 | 14:18
Þetta var vitað í október - Af hverju gerði Pétur ekkert í málunum?
Stundum get ég ekki annað en furðað mig á málflutningi Sjálfstæðismanna. Þeir býsnast yfir því að hitt og þetta hafi ekki verið gert, en átt sig ekki á því að trekk í trekk eru þeir sjálfir mesti sökudólgurinn. Hér er eitt dæmið í viðbót, sem hefur lengið fyrir frá því að bankarnir féllu að þyrfti að leysa. Hlutabréfin urðu verðlaus, en vegna þess að bankarnir voru ekki gerðir gjaldþrota, þá er eignin ennþá til staðar.
Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn í tæpa fjóra mánuði eftir hrun bankanna. Þeir stýrðu ráðuneyti fjármála, en það fer með skattamál. Pétur Blöndal var formaður efnahags- og skattanefndar á þessu tímabili. Til að bregðast við þessu vandamáli varðandi hlutabréfin, þá hefði þurft að breyta lögunum fyrir áramót. Að það hafi ekki verið gert er alfarið á ábyrgð Sjálfstæðismanna.
Þetta er því miður eitt af fjölmörgum dæmum um klúður ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnarinnar sem lét ótal tækifæri sér úr greipum ganga. Ríkisstjórnarinnar sem tók óteljandi rangar ákvarðanir sem eiga eftir að kosta þjóðina óhemju upphæðir á næstu árum og áratugum. Ákvarðanir sem lögðu íslenskt atvinnulíf og heimili í rúst. Ákvarðanir sem eiga eftir að valda miklum landflótta og gjaldþroti ótal fyrirtækja og einstaklinga.
![]() |
Verðlausar eignir skattlagðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.4.2009 | 08:43
En hver er ávinningurinn ef vextir lækka um 3% án ESB-aðildar?
Merkileg getur hún verið tölfræðin. Þarna er reiknaður út ávinningur af 3% lækkun vaxta og gefið í skyn að þessi ávinningur komi bara, ef gengið er í ESB. Ég get alveg fullyrt að ef vextir lækka um 10% án ESB-aðildar, þá verði ávinningurinn mun meiri. Ég get líka fullyrt að ef vextir lækka um 15% með því að ganga í NAFTA, þá verði ávinningurinn alveg ótrúlega mikill.
Að tengja ávinning af 3% vaxtalækkun við ESB-aðild er hlægileg og lýsir rökþroti mann. Ávinningurinn er líklegast hinn sami hvað svo sem annað er gert. Spurningin sem menn hefðu átt að svara er frekar hvort líkurnar á vaxtalækkun aukist með ESB-aðild.
Glæpsamleg vaxtastefna Seðlabanka Íslands og ríkissjóðs er grunnurinn að vanda íslenska hagkerfisins. Það var þessi vaxtastefna Seðlabankans sem varð þess valdandi að krónan styrktist umfram það sem gat talið eðlilegt. Þar af leiðandi óx kaupmáttur Íslendinga í útlöndum meira en hagkerfið stóð undir. Það var þessi vaxtastefna Seðlabankans og ríkissjóðs sem bauð upp á vaxtaskiptasamninga og að erlendir aðilar leituðu hingað til að fá háa ávöxtun. Og ennþá er þessi glæpsamlega vaxtastefna að vinna gegn uppbyggingu í þjóðfélaginu.
Raunstýrivextir eru um þessar mundir yfir 16%! og hafa þeir aldrei verið hærri í Íslandssögunni. Meðan öll lönd í kringum okkur eru með neikvæða raunstýrivexti, þá er Seðlabankinn haldinn sjálfeyðingarhvöt fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Þessi raunstýrivextir eru hengingaról atvinnulífsins, heimilanna og sveitarfélaga í landinu. Verði þessu ekki breytt STRAX, þá verður hér engu að bjarga. Það verður ekkert hér eftir til að ganga í ESB, þar sem það verður búið að innlima landið í eitthvert af nágrannaríkjum okkar.
Bara til að svara strax þeim sem líklegir eru til að snúa út úr orðum mínum, þá fjallar þessi færsla ekki um ESB-aðild eða ekki. Hún fjallar um furðulega tengingu orsaka og afleiðinga.
![]() |
Vaxtaávinningur af ESB-aðild: 228 milljarða lækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.4.2009 | 21:08
Afleiðing af aðgerðarleysi tveggja ríkisstjórna - Krafan er þjóðstjórn
Ég veit ekki alveg hvort það er jákvætt eða neikvætt að hærra hlutfall útlána verður skilið eftir í gömlu bönkunum. Ég er hins vegar alveg klár á því að aðgerðarleysi tveggja ríkisstjórna hefur orðið til þess að allt er renna niður um ræsið. Hversu lengi eigum við landsmenn að bíða eftir að eitthvað verði gert? Hvað kostaði málþóf Sjálfstæðismanna þjóðina mikið? Hvers vegna voru tillögur neyðarhópanna sem Ásmundur Stefánsson verkstýrði í október ekki notaðar?
Í færslu í gærkvöldi (sjá Brýnustu málin eftir kosningar - verkefni þjóðstjórnar) set ég fram þau verkefni sem ég tel vera brýnast að leysa úr á næstu vikum og mánuðum. Þetta eru nákvæmlega sömu verkefni og brýnast var að leysa úr í október, nóvember, desember, janúar, febrúar, mars og núna í apríl. Þessi verkefni eru brýnust þangað til mönnum tekst að leysa þau. Takist það ekki er ein sniðug lausn að draga norska fánann að hún. Takist það ekki, er tilgangslaust að velta fyrir sér umsókn um ESB aðild. Takist það ekki, er vonlaust að láta sig dreyma um að krónan rétti úr kútnum, hvað þá að taka hér upp Evru.
Þessi brýnu verkefni eru:
1. Koma á fót starfhæfu bankakerfi
2. Stöðva aukningu atvinnuleysis
3. Skapa atvinnulífinu eðlilegt rekstrarumhverfi svo endurbygging þess geti hafist
4. Skapa heimilunum eðlileg skilyrði svo þeim hætti að blæða
5. Fara í aðgerðir til að verja velferðarkerfi
6. Móta framtíðarsýn fyrir Ísland
(Sjá nánar Brýnustu málin eftir kosningar - verkefni þjóðstjórnar).
![]() |
Sigmundur Davíð spáir öðru hruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.4.2009 | 00:45
Brýnustu málin eftir kosningar - verkefni þjóðstjórnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.4.2009 | 19:07
Óli Björn segir kosningarnar ekki snúast um spillingastyrkina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
18.4.2009 | 13:39
Sjálfstæðisflokkurinn í afneitun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
17.4.2009 | 15:40
Ávöxtunin sem ríkið býður er glæpur gegn þjóðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.4.2009 | 02:55
Eru gengistryggð lán ólögleg?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
16.4.2009 | 15:44
Formgalli eða orðhengilsháttur - dæmi hver fyrir sig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.4.2009 | 13:56
Námskeið: Áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 01:02
Helgi Hjörvar bullar í sjónvarpi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
13.4.2009 | 14:37
Blekkingadeildir - nei - greiningadeildir bankanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
11.4.2009 | 11:26
Æ sé gjöf til gjalda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.4.2009 | 16:31
Ekki ráð nema í tíma sé tekið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.4.2009 | 00:55
Breyting á vaxtabótum - Allt að 500% hækkun hjá tekjuháum, en 30% hjá tekjulágum!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.4.2009 | 18:33
Algjörlega fyrirséð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.4.2009 | 18:58
Óverðtryggt en samt betur tryggt en verðtryggt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.4.2009 | 01:46
John Perkins: Efnahagsböðlar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
6.4.2009 | 01:04
Niðurfærsla lána er nauðsynleg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.4.2009 | 08:14
Námskeið: Áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1682102
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði