Leita í fréttum mbl.is

Samkvæmt þessu má auglýsa vef um kynlífsþjónustu

Hann er merkilegur rökstuðningur lögmannsins, að auglýsa megi vefsvæði sem inniheldur þjónustu sem er bönnuð.  Samkvæmt þessu er heimilt að auglýsa vef, þar sem boðið upp á kynlífsþjónustu, þó svo að slík þjónusta sé bönnuð með lögum.  Það er jú bara verið að auglýsa vefinn!

Menn geta ekki skilið á milli vefsvæðis og þjónustunnar sem vefsvæðið er ætlað að auglýsa eða kynna.  Vefsvæðið er ekkert án þjónustunnar og þjónustan ekkert án vefsvæðisins.  Ef vefsvæðið innihéldi bara almennar upplýsingar um leiki, þ.e. væri fræðsluvefur, án þess að hvetja til þátttöku í leikjunum eða benda á staði nema með almennum hætti, þar sem hægt að stunda leikina, þá lítur málið öðruvísi við. En svo er ekki.  Fari maður inn á umrætt vefsvæði, þá blasa við tenglar inn á tungumálasvæði með leikjum.  Efst á síðunni segir:  "Welcome to poker, betting, casino and more thrills - what's yours?"  Vefurinn gengur sem sagt út á að auglýsa þjónustu sem bannað er að auglýsa hér á landi með þessum hætti.

Ég tek það fram, að ég er á engan hátt að taka afstöðu til þess ágreinings sem felst í banni við að auglýsa þá þjónustu sem umræddur vefur býður upp á, enda hef ég að lifibrauði að hjálpa slíkum fyrirtækjum sem og öðrum að halda starfsemi sinni öruggri.


mbl.is Ekki happdrætti heldur vefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ein leið bjargar öllum - Tillögur HH skjótvirkar og skilvirkar

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á sér enga líka þegar kemur að röksemdafærslu.  Í frétt á Stöð 2 í gærkvöldi og Silfri Egils í gær þá sagði hann að millistéttin myndi þurrkast út, ef fara á í almenna niðurfærslu skulda, vegna hærri skatta.  Mér finnst að ráðherra eigi að kynna sér málin betur áður en hann fer með svona málflutning í fjölmiðla.

Staðreyndir málsins er að hin svo kallaða millistétt er nánast gjaldþrota eða hefur orðið fyrir mjög grófri eignaupptöku í skjóli þriggja ríkisstjórna sem Samfylkingin hefur setið í.  Verði þessi eignaupptaka ekki leiðrétt, þá verður nánast engin millistétt eftir í landinu.  Þegar eru læknar teknir að flýja land, verkfræðingar eru líka að fara og sama á við um arkitekta.  Heilu fyrirtækin eru að flytja starfsemi sína úr landi.  Það er búið að þurrka millistéttina út.

Ég hef setið á undanförnum vikum í vinnuhópi á vegum forsætisráðuneytisins.  Verði farið í skera alla yfirskuldsetningu af húsnæðisskuldum heimila landsins, þá eru það 125 milljarðar samkvæmt síðasta skattframtali.  Nýtt fasteignamat tekur gildi í desember og þá hækkar þessi tala í 175 milljarða.  Bankarnir hafa efni á þessu, en ekki almennri leiðréttingu upp á 186 milljarða!  Sko það að færa yfirskuldsetningu niður í 100% af fasteignamati er almenn niðurfærsla.  Úps, ég gleymdi því að bankarnir lögðu aðra leiðina til, en hinn illu Hagsmunasamtök heimilanna hina.

Annað dæmi um dæmalausan rökstuðning ráðherra:  Hann er að undirbúa frumvarp um að gengisbundnum húsnæðislánum verði breytt í verðtryggð lán.  Ég er búinn að reikna út hvaða áhrif þetta hefur og skoðum það:

Leið

Greiðslur frá lántökudegi

Greiðslur 1.1.08 - 30.9.2010

Staða 1.1.2008

Áætluð staða 30.9.2010

1. Gengisbundin lán

33,2 ma.kr.

26,5 ma.kr.

54,1 ma.kr.

116 ma.kr.

2. Óverðtryggð lán

43,3 ma.kr.

31,2 ma.kr.

50,1 ma.kr.

71,8 ma.kr.

3. Verðtryggð lán

29,0 ma.kr.

22,7 ma.kr.

53,8 ma.kr.

80,6 ma.kr.

4. Leið HH

27,1 ma.kr.

20,3 ma.kr.

54,1 ma.kr.

68,6 ma.kr.

5. Gtr. til 1.1.08 og verðtryggt eftir það

28,2 ma.kr.

21,5 ma.kr.

54,1 ma.kr.

81,4 ma. kr.

Skoðum áhrifin af frumvarpi Árna Páls.  Gengisbundin lán stóðu í 54,1 milljarði 1.1.2008, en voru í 116 milljörðum 30.9. sl.  Frumvarp Árna Páls gerir ráð fyrir (samkvæmt mínum útreikningum) að höfuðstóll lánanna lækki í 80,6 milljarða eða um 35,4 milljarða, ef þeim verður breytt í verðtryggð lán.  Það er þó mismunandi eftir lánum hvort einstakir lántakar skuldi vegna vangreiddra gjalddaga eða eigi inni vegna ofgreiddra. Sé lánunum breytt í óverðtryggð lán, fer höfuðstóllin tæplega 72 milljarða, en greiðslubyrðin hefur á móti aukist verulega.  Þannig að Árni Páll er að undirbúa frumvarp sem gæti lækkað höfuðstól gengisbundinna lána um 35 - 45 milljarða í almennri aðgerð.  Heitir þetta eitthvað annað en almenn skuldaleiðrétting?  Þegar Hagsmunasamtök heimilanna leggja til almenna aðgerð sem lækkar höfuðstól lánanna um 48 milljarða, þá er það ógn við millistéttina í landinu.  Þú getur gert betur en þetta, Árni Páll.  3 milljarðar eru ekki munurinn á milli feigs og ófeigs fyrir millistéttina í landinu.

Hluti þessarar upphæðar, sem Árni Páll ætlar að lækka með lögum, fellur vissulega undir 175 milljarðana sem áður voru nefndir.  Gefum okkur að það sé 3/4 af upphæðinni, þ.e.  26 til 34 milljarðar.  Þá lækkar umframupphæðin úr 175 milljörðum í 141 - 149 milljarða.  Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna gera, samkvæmt álíka grófum útreikningi, ráð fyrir að önnur lán en gengisbundin lán lækki um 186 milljarða, þ.e. 37 - 45 milljörðum meira en Árni Páll (og bankarnir) telja að fjármálakerfið þoli.  Að viðbættum 3 milljörðunum frá því áðan, þá gerir þetta 40 - 48 milljarða.  Tekið skal fram að HH hafa sagt að hægt sé að útfæra tillögur samtakanna með skurði á tekjur og eignir, en það er því miður mín tilfinning, að enginn vilji sé til þess hjá stjórnvöldum og bönkunum.  Ekki má skerða möguleika þeirra sem eru með íbúðalán upp á punt eða vegna þess að það er hagkvæmara fyrir þá að skulda þessi lán, en að nota aðrar eigur sínar til að greiða fyrir húsbygginguna.  Svona skurður mun lækka upphæðina úr 186 milljörðum í 110 -125 milljarða, en þá munu þeir einstaklingar sem hafa ráðstöfunartekjur yfir 5 m.kr. á ári og þau hjón sem hafa yfir 8 m.kr. í ráðstöfunartekjur á ári ekki fá neina leiðréttingu (gert er ráð fyrir að mörkin hækki um 660 þús.kr. fyrir hvert barn á heimili).

Það er rétt hjá ráðherra að almenn niðurfærsla samkvæmt tillögum HH verður ekki nóg fyrir alla, en það á líka við um niðurfærslu að eignarmörkum.  Stór hluti lántaka hefur ekki efni á að greiða af lánum sem eru langt undir fasteignamati eignarinnar.  Aftur eru bankarnir tilbúnir að bera þann kostnað.  Ég hef ekki hugmynd um hver kostnaðurinn er, enda skiptir nákvæm tala ekki máli.  Milli 8 - 17 þúsund fjölskyldur eiga ekki fyrir almennri framfærslu, hvað þá afborgun af húsnæði eða leigu.  Heldur Árni Páll að skuldaaðlögun niður að 110% skipti þetta fólk máli eða breyting á gengisbundnu láni í verðtryggt lán.  Af hverju dettur Árna Páli og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að til sé einhver ein leið, sem bjargar hinum verst settu um leið og hún bjargar stóreignar- og hátekjufólkinu úr snörunni.  Hún er ekki til.  Leið Hagsmunasamtaka heimilanna er aftur skilvirkasta og skjótvirkasta leiðin til að fækka í hópi þeirra sem þarf að hjálpa með sértækum hætti. Og annað: Þær eru ekki dýrasta útfærslan á leiðréttingu á skuldum heimilanna.


Stór hópur fjölskyldna hefur ekki efni á húsnæðinu sínu eða neyslu

Eftir að hafa setið yfir tölum í nokkrar vikur um afkomu heimilanna, greiðslugetu og skuldastöðu, þá finnst mér einsýnt að hér munu hlutirnir ekki færast í samt lag nema kaupmáttur aukist með hækkandi tekjum.  Slík hækkun tekna verður að ná til allra hópa með undir 450 þús.kr. í laun á mánuði.

Því miður er staðan sú, að tiltekinn hópur fjölskyldna hefur ekki tekjur til að standa undir lágmarksneyslu, hvað þá að hafa eitthvað afgangs til að greiða fyrir húsnæði.  Þetta er vandamál sem nær til allra fjölskyldugerða, en þó síst hjá barnlausum hjónum.  Ef maður skoðar neyslutölur sem Hagstofan safnar, þá er myndin mjög dökk.  Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi úr tölum Hagstofunnar fyrir árin 2006-2008 og er að finna í Hagtíðindum fyrir 2006-2008.  Sýni ég neyslu fyrir svo kallaða viðmiðunareiningu, en hún jafngildir neyslu fyrsta fullorðins einstaklings í hverri fjölskyldu.  Hver fullorðinn eftir það telst 0,7 neyslueiningar og hvert barn 0,5 neyslueiningar.  Hjón með tvö börn telst því 2,7 neyslueiningar.

Meðalútgjöld 2006-2008  kr. 2.720.465 (kr. 226.705 á mánuði)
Höfuðborgarsvæðið  kr.  2.853.017 (kr. 237.751 á mánuði)
Annað þéttbýli  kr.  2.521.790 (kr. 210.149 á mánuði)
Dreifbýli  kr.  2.537.509 (kr. 211.459 á mánuði)
Einhleypir  kr.  3.072.827 (kr. 256.069 á mánuði)
Hjón/sambýlisfólk án barna  kr.  3.490.970 (kr. 290.914 á mánuði)
Hjón/sambýlisfólk með börn  kr. 2.485.025 (kr. 207.085 á mánuði)
Einstæðir foreldrar  kr. 2.224.329 (kr. 185.361 á mánuði)
Önnur heimilisgerð  kr.  2.314.274 (kr. 192.856 á mánuði)
Meðalneysla á heimili eftir ráðstöfunartekjum:
1. fjórðungur kr.  2.440.158 (203.346 á mánuði)
2. fjórðungur kr.  2.417.810 (201.484 á mánuði)
3. fjórðungur kr.  2.685.297 (223.775 á mánuði)
4. fjórðungur kr.  3.411.412 (284.284 á mánuði)
Meðalneysla á heimili eftir útgjaldafjórðungum:
1. fjórðungur kr.  1.728.292 (144.024 á mánuði)
2. fjórðungur kr.  2.129.329 (177.444 á mánuði)
3. fjórðungur kr.  2.585.046 (215.420 á mánuði)
4. fjórðungur kr.  3.881.563 (323.464 á mánuði)

Ef við tökum 1. fjórðung út frá útgjöldum, þá sýnir sú tala meðalneyslu þeirra 25% landsmanna sem eru með lægst neysluútgjöld.  Inni í kr. 1.728.292 er húsaleiga og reiknuð húsleiga upp á 20,7% af tölunni en enginn kostnaður vegna kaupa á bifreið.  Ef ég tek þennan lí út, þá standa eftir kr. 1.370.535 eða kr. 114.211 á mánuði.  Þetta er sem sagt meðalneysla einstaklings í lægsta útgjaldafjórðungi á Íslandi árin 2006-2008 á verðlagi ársins 2008 (þ.e. framreiknað miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs).  Til þess að hafa efni á þessari neyslu, þá þarf viðkomandi að hafa kr. 121.500 á mánuði í tekjur miðað við að greitt sé í lífeyrissjóð og séreignarsparnað eða kr. 1.458.000 á ári.  Í þessum hópi eru að meðaltali 2,59 einstaklingar, sem samsvara 2,03 neyslueiningum.  114.211 * 2,03 = 231.848 kr. í neyslu kallar á tekjur upp á rúmlega 323.000 kr. á mánuði ef fyrirvinnan er ein, en 243.000 kr. ef fyrirvinnur eru tvær.

Skoðum þá næst húsnæðiskostnað.  Hér er um tvo kosti að ræða, þ.e. að vera á leigumarkaði eða verða í eigin húsnæði.  Ég ætla að taka dæmi af íbúð með 10 m.kr. áhvílandi láni.  Greiðslubyrði af þvi er hér stillt á 5.000 kr. á hverja milljón á mánuði eða 50.000 kr.  Það þýðir að framfærslukostnaðurinn fyrir þessa fjölskyldu fer úr kr. 231.848 í kr. 281.848 á mánuði.  Nú vill svo til að hátt í 22 þúsund fjölskyldur sem eiga húsnæði eru með ráðstöfunartekjur að hámarki 250.000 kr.  Þær eru vissulega misstórar, en alveg má reikna með því a.m.k. helmingurinn sé í þeirri stöðu að hafa ekki efni á húsnæðinu sem hann býr í, jafnvel þrír-fjórðuhlutar.  Er þetta þrátt fyrir að verið sé að skoða neyslu þeirra sem spara mest við sig í neyslu.  Húsnæðisskuld upp á 10 m.kr. er síðan ekki há tala og sýnist mér af tölum Seðlabanka Íslands að rúmlega 63% heimila skuli meira en 10 m.kr. í húsnæði sínu.  Án þess að hafa neitt sérstakt fyrir mér, þá grunar mig að stærsti hluti þeirra heimila, sem eru með 10 m.kr. eða minna í húsnæðisskuld sé í aldursflokknum 55 ára og eldri en jafnframt er algengast að sá hópur hafi ekki börn á heimilinu. 

Raunar er áhugavert að sjá hve lítill munur er á neyslu þriggja lægstu neysluhópanna og hvernig þeir neysluglöðustu toga upp meðaltalið, þegar kemur að tekjuhópunum.  Munurinn á fyrrnefndu hópunum þremur er innan við 270 þús.kr. á ári á hverja neyslueiningu eða 22.500 kr. á mánuði, þrátt fyrir að það muni rúmlega 100 þús.kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur.  Samkvæmt tölum Hagstofunnar vill svo til að heimilisstærð er nokkurn vegin sú sama hjá þessum hópum (2,44-2,47 einstaklingar), þannig að neysla ræðst hjá þeim af heimilisstærð en ekki tekjum!  Tölur Hagstofunnar sýna einnig að tveir neðri hóparnir eyða meira en þeir afla.

Allt virðist þetta bera að sama brunni:  Stór hópur landsmanna hefur ekki efni á því lífi sem þeir lifa, hver svo sem ástæðan er.


53% segjast geta hugsað sér að styðja HH sem stjórnmálaflokk

Bylgjan var með skoðanakönnun þar sem spurt var: Gætir þú hugsað þér að kjósa Hagsmunasamtök heimilanna í þingkosningum, ef þau byðu fram? Niðurstaðan kemur mér heldur betur á óvart: Ég segi bara takk fyrir. Ég átta mig á því að ekki er verið að lýsa...

Af sjálfstæði greiningardeildar Glitnis

Á visir.is er frétt um þá greiningu greiningardeildar Glitnis frá 11. október 2007 að stöðutaka í erlendri mynt fari "að verða vænlegur kostur". Fréttastofa Stöðvar 2 leitaði til Íslandsbanka út af þessu og greinir frá viðbrögðum bankans með eftirfarandi...

Af vaxtareikningi fjármálafyrirtækja

Ég hef verið að skoða hvernig fjármálafyrirtækin endurreikna bílalánin og verð að segja eins og er að margt kemur mér á óvart. Hingað til hef ég treyst því að vextir væru rétt reiknaðir af þeim lánum sem ég hef verið að borga, en nú verð ég að leyfa mér...

Gengisvísitalan lækkar og lækkar og menn eru hissa að ávöxtun erlendra eigna sé lítil!

Á tímabilinu frá 1.1.2010 til 30.6.2010 lækkaði gengi evrunnar um 12,85% miðað við krónuna meðan gengisvísitala lækkaði um 7,54%. Þarf það að koma mönnum á óvart að erlendar eignir beri ekki góða ávöxtun, þegar tölum er snúið yfir í íslenskar krónur....

40 - 50 milljarðar af hvaða upphæð?

Gengisbundin lán heimilanna eru talin nema um 270 milljörðum, þó talan sé á reiki. Samkvæmt tölum FME er bókfært virði þeirra um 186 milljarðar og FME reiknaði út að áhrifin af þeim hugmyndum, sem Árni Páll Árnason vill setja í lög, séu um 46 milljarðar....

Afstýra þarf þessu stórslysi

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur tvisvar fengið þá flugu í höfuðið, að réttlæti felist í því að skipta einum forsendubresti út fyrir annan. Í fyrra skiptið kom Hæstiréttur honum til bjargar og staðfesti það sem margir vissu, að...

Sérkennilegt lýðræði - Kjörnefnd gerir tillögu

Ég verð að furða mig á því, að kjörnefnd skuli hafa skoðun á því hverja eigi að kjósa. Í frétt mbl.is segir: Guðrún J. Ólafsdóttir, félagi í VR, býður sig fram til forseta gegn Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ. Kjörnefnd gerir tillögu um að Gylfi verði...

Algjör þvæla

Ég hef ekki önnur orð yfir þetta. ALGJÖR ÞVÆLA. Ég hvet ASÍ til að hætta skáldsagnaritun og snúa sér að því sem sambandið hefði átt að gera fyrir 30 mánuðum, ef ekki lengur, þ.e. að verja hagsmuni félagsmanna sinna fyrir arðráni...

Litla gula hæna endurreisnar heimilanna

Mikill skjálfti fer um fjármagnseigendur þessa dagana. Grasrótarsamtök hugsandi fólks settu fram tillögur að því hvernig væri hægt að endurreisa íslensk heimili eftir stærsta rán Íslandssögunnar. Já, Hagsmunasamtök heimilanna gerðu þá tillögu að þeir sem...

Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar

Mig langar að endurbirta færslu frá því 5. september 2009. Hún birtist einnig í Morgunblaðinu deginum áður. Ég tel þessa færslu hafa staðist tímans tönn. Hafið í huga að hún er 13 mánaða gömul og allar dagsetningar taka mið af því. Aðeins tvær leiðir...

Hagfræðingur sendir Hagsmunasamtökum heimilanna tóninn

Þórólfur Matthíassyni, hagfræðingi, virðist eitthvað uppsigað við Hagsmunasamtök heimilanna. Honum er rauna svo uppsiga við þau, að hann reynir að hefja sig yfir þau og tala niður til okkar sem höfum lagt allar okkar frístundir og fórnað talsvert af...

Þegar menn kynna sér ekki málin er niðurstaðan eftir því

Hann er örugglega vel að sér í eignarréttarákvæðinu, Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild HÍ, en hefur greinilega ekki kynnt sér tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna. Ég veit að hann hefur ekki fengið kynningu á þeim frá samtökunum...

Þrjár leiðir út úr kreppunni

Ég er kominn á þá skoðun að Jóhanna og fjármálafyrirtækin ætli bara að bjóða fólki þrjár leiðir út úr kreppunni. Allar bjóða þær svona "one way ticket" og ég er ekki að tala um greiðsluaðlögun, sértæka skuldaaðlögun og gjaldþrot. Nei, þær eru ódýrari, þó...

Hvassar umræður sem vonandi skila einhverju

Ég tek heilshugar undir skilning forsætisráðuneytisins að umræður hafi verið hvassar í gærkvöldi. Einnig mætti tala um afneitun. Ég vona bara að þetta hafi verið mikilvægt skref til lausnar á þeim brýna vanda sem við búum við. Í síðustu færslu minni , þá...

Tilgangur tillagna HH er að fækka þeim sem þurfa á sértækum úrræðum að halda

Mér finnst gæta mikils misskilnings í orðum Birnu Einarsdóttur, bankastýru Íslandsbanka, um að markmið tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna sé að bjarga þeim verst stöddu. Það er ekki markmið þeirra. Markmið tillagna samtakanna um leiðréttingu á...

Áhrif tillagna HH á lífeyrissjóðina

Á Eyjunni er færsla þar sem verið er að fjalla um tillögur HH (sjá HH: Gríðarleg eignaupptaka ef húsnæðisskuldir verða ekki færðar niður ). Ein athugasemd er frá Nafnlausum Kjósanda og er hún eftirfarandi: Af aurum verða menn apar, auðsáhrif...

Svör við misskilningi og útúrsnúningi á Eyjunni

Á Eyjunni er umfjöllun um tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna (sjá HH: Gríðarleg eignaupptaka ef húsnæðisskuldir verða ekki færðar niður ). Nokkurs misskilnings gætir víða í umræðunni og vil ég því koma eftirfarandi á framfæri: 1. HH leggja til 4% þak á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 1681268

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband