Leita í fréttum mbl.is

Sérkennilegt lýðræði - Kjörnefnd gerir tillögu

Ég verð að furða mig á því, að kjörnefnd skuli hafa skoðun á því hverja eigi að kjósa.  Í frétt mbl.is segir:

Guðrún J. Ólafsdóttir, félagi í VR, býður sig fram til forseta gegn Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ. Kjörnefnd gerir tillögu um að Gylfi verði kosinn forseti.

Það getur verið að lög ASÍ segi til um að kjörnefnd eigi að segja skoðun sína, en þetta minnir mig meira á kosningar í Kreml í gamladaga en í vestrænu lýðræðisþjóðfélagi.  Hvað myndi fólk segja ef landsyfirkjörstjórn myndi mæla með því að fólk kysi Hreyfinguna í næstu kosningum?  Flestum væri stórlega misboðið að vera sagt fyrir verkum.

Í mínum huga er það úrelt fyrirkomulag, að kjörnefnd á þingi ASÍ sé að skipta sér af því hvernig þingfulltrúar haga atkvæði sínu.  Fyrir utan að kjörnefndina skipa líklegast frekar aðilar sem eru hallir undir núverandi forseta (án þess að ég viti það), þannig að í raun er ómögulegt fyrir þann sem býður sig fram gegn sitjandi forseta að fá stuðning nefndarinnar.  Þessu til viðbótar skekkir kjörnefndin stöðu frambjóðenda með því að mæla með einum umfram annan.

Þetta er svo sem eftir öðrum hjá ASÍ, þar sem enginn kemst óvænt til valda, enginn fær stöðu nema hann hafi sína stöðu í goggunarröðinni.

Ég vil svo bæta því við, að ekki fannst mér kjör Gylfa verða ein afgerandi og ég átti von á, miðað við að búið var að gefa óbein fyrirmæli til þingfulltrúa að kjósa sitjandi formann.


mbl.is Gylfi fær mótframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að það sé einnig búið að gefa félögunum tilskipun um kosningu varaformannsins (konunnar).

Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Það er ekki fyrr en valhafar veikjast sem breyting verður, eins og í Norður Kóreu

Ólafur Þór Gunnarsson, 22.10.2010 kl. 15:14

3 identicon

Heill og sæll Marinó - sem og, aðrir gestir þínir !

Marinó !

Síðan hvenær; hefir verið hægt, að telja Ísland, til vestrænna lýðræðisríkja ?

Eigum við ekki; að hafa það, sem sannara reynist, og viðurkenna fyrir okkur sjálfum, sem öðrum, að niðurbrotið samfélag okkar, má telja til 5. heims - ef ekki, þess 6., Marinó minn ?

Styð þig áfram; sem hingað til, í þeirri ötulu baráttu, sem þú hefir stundað, af ósérplægni, sem óeigingirni, fyrir fólkið í landinu, Marinó minn !

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 15:36

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Það hefur verið talsverð umræða hérna hinumegin við sundið, þ.e. í Kanada, um ákveðið spillingarmál vegna BC Rail, sem var dómtekið fyrir eitthvað um 6 árum og hefur velkst fram og aftur í dómskerfinu, þar til að allt í einu var komin játning í málinu í gær (sjá: http://www.cbc.ca/canada/british-columbia/story/2010/10/18/bc-rail-guilty-plea.html) eftir margra milljóna dollar kostnað við sókn og vörn síðan 2004!  Hvað um það, það var haft eftir einhverjum á CBC fréttum eða þætti seinnipartinn í gær, sem ég hlustaði á meðan ég beið eftir dóttur minni sem var á fótboltaæfingu:  "If they want to give us a banana republic, they should give us the temperature to go with it!"  Mér fundust þessi ummæli góð og eiga víðar við en í Kanada þessa dagana og þessi pistill þinn var ágætis staðfesting á því;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 22.10.2010 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1679457

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband