Leita í fréttum mbl.is

53% segjast geta hugsað sér að styðja HH sem stjórnmálaflokk

Bylgjan var með skoðanakönnun þar sem spurt var:

Gætir þú hugsað þér að kjósa Hagsmunasamtök heimilanna í þingkosningum, ef þau byðu fram?

Niðurstaðan kemur mér heldur betur á óvart:

53_prosent_stu_ningur_vi_hh.jpg

Ég segi bara takk fyrir. 

Ég átta mig á því að ekki er verið að lýsa yfir beinum stuðningi við HH og stuðningurinn yrði líklegast ekki nærri eins mikill, ef til alvörunnar kæmi.  Þetta er samt gríðarlegur stuðningur við það sem við erum að gera og viðurkenning á starfi okkar.

Vandi fylgir vegsemd hverri og þannig er það með þessa.  Við sem störfum innan Hagsmunasamtaka heimilanna höfum reynt að vanda okkur í okkar málflutningi.  Ekki setja neitt fram nema hafa skoðað málin.  Hvort við verðum gott stjórnmálaafl mun líklegast aldrei koma í ljós, þar sem við höfum tekið okkur stöðu þar sem við erum, vegna þess að við teljum það henta málstaðnum best.  Ég tala náttúrulega bara fyrir mig og hver og einn stjórnarmaður hefur sína sýn á framtíðina.  En enn og aftur:  Takk fyrir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Marinó, eins og ávallt kærar þakkir til þín og HH fyrir vel unnið starf!

Sennilega er þetta í fyrsta sinn sem ég er þér ósammála en ég tel þig vanmeta þennan stuðning.

Ef HH færu fram með nokkrum landsþekktum og óháðum einstaklingum mundi fylgið mælast umtalsvert hærra.

Ekki bara að skefjalaus eignaupptakan eða ránið haldi áfram af fullum krafti í boði fjórfokksins þá eru þeir sömu ennþá á fullu í pólistískum ráðningum óhæfra einstaklinga úti um alla stjórnsýsluna. Hún var greinilega ekki nógu óhæf fyrir hrun, það þarf að bæta í það þegar fjórfokkið á í hlut.

Þessa hrikalegu staðreyndir blasa nú við hverjum sem vill sjá. Flótti kjósenda frá aulabárðunum er hafinn.

sr (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 19:17

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sæll

Annað hvort nýtt afl í stjórnmálin eða maður getur ekki kosið neitt, þetta er svo einfalt og því fleiri stjórnleysingjar því verra.

Tryggvi Þórarinsson, 5.11.2010 kl. 20:13

3 Smámynd: Grefill

Ég vona að starfið haldi áfram af fullum krafti og tel að HH eigi að móta sér stjórnmálalstefnu og fara fram um allt land.

Eina leiðin fyrir okkur Íslendinga að losa okkur við spillingaröflin sem hafa hreiðrað um sig í íslenskum stjórnmálum er að eyða fjórflokknum endanlega og kalla til valda nýtt og óspillt fólk sem er fyrst og fremst í hagsmunagæslu fyrir fólkið í landinu en ekki sérhagsmunasamtök og flokksgæðinga.

Hreinsum almennilega út fyrir næstu kynslóð. Það er það minnsta sem við getum gert.

Grefill, 6.11.2010 kl. 05:36

4 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Sæll Marinó! Þessi skoðanakönnun kemur mér ekkert á óvart. HH eru samtök sem hafa barist fyrir réttlæti í þágu heimilanna hér eftir hrunið og er það meira en hægt er að segja um fjórflokkana. Ég er sammála því sem Grefill skrifar: "Hreinsum almennilega út fyrir næstu kynslóð" Við gerum það ekki með því að kjósa aftur það aulalið sem nú situr á Alþingi. Vona að þið takið þessa skoðanakönnun alvarlega og bjóðið ykkur fram sem stjórnmálaafl fyrir næstu kosningar sem verða vonandi fyrr en síðar. Bestu þakkir fyrir alla þá vinnu sem þú og þið í HH hafið lagt á ykkur á undanförnu mörgum mánuðum.

Edda Karlsdóttir, 6.11.2010 kl. 08:49

5 identicon

Nú ætti að nota tækifærið, og breyta HH. í verkalýðsfélag, Alþýðusamband heimilanna á Íslandi, á landsvísu, og þar með nýjan lífeyrissjóð.

Því nú er svo komið að ASÍ vinnur ekki fyrir félagsmenn sína.

Síðan ætti hinn nýi lífeyrissjóður að yfirtaka Byr sparissjóð, fyrir alþýðu landsins.

Fyrir næstu alþingiskosningar, ætti að sameina litlu flokkana, Hreyfinguna,Frjálslinda og Hagsmunasamtök heimilanna,því annars mun fjórflokkurinn valta yfir þessa litlu flokka, með öllu sínu fjármagni(skattpeningum almennings)með skefjalausum áróðri í öllum stærstu fjölmiðlum landsins.

Þá fyrst yrði hægt að taka til í þjóðfélaginu eftir hrun.

Siggi T (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 11:14

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ef HH byði fram myndi ég ekki hika við að merkja mitt X við þann bókstaf,annars ætla ég ekki að mæta ef ekkert er í boði annað en 4 flokkarnir.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.11.2010 kl. 12:00

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef djúpa respekt fyrir HH, en að einstök hagsmunasamtök sæki fram sem stjórnmálaafl, er einhverskonar lobbyismi á sterum og algerlega einstætt hér í heimi.  Ekki þar fyrir að gömlu flokkarnir séu ekki hagsmunasamtök auðróna,  lénsaðals og nepotista í dulbúningi. Meira að segja þeir,sem gefa sig út fyrir aðgæta hagsmuna"alþýðunnar".

Þetta er bara aðeins of óforskammað fyrir minn smekk.  Stjórnmálaflokkur, semhef hefði raunvreruleg markmiðtil jafanaðar og sanngirni í samfélaginu, þarf að spanna breiðara svið.

Kannski slá HH tóninn fyrir slíkt grasrótatrafl í pólitík, en ein og sér...það finnst mér ansi vafasamt.

Ég vildi þó sjá svo ærlega, greinda og vinnusama manneskju eins og þig á þingi. Ég held raunar að fylgið snúist umþína persónu en ekki HH.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2010 kl. 12:55

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Siggi T. er með þetta.

Árni Gunnarsson, 6.11.2010 kl. 14:30

9 identicon

Aðeins um vaxtareikninginn.  Ég byrjaði að vinna í banka 1963 og þá var að sjálfsögðu allir vextir handreiknaðir.  Víxlar voru ekki til styttri tíma en 6 mánaða og skuldabréf yfirleitt með gjalddaga árlega. Svo kom að því að markaðurinn óskaði eftir þéttari gjalddögum. Seðlabankinn sem var þá "höfuðið yfir öllum vöxtum" gaf þá út að allir vextir væru "ársvextir" og ávöxtunin miðaðist við það, en heimilt væri að skipta því á 6 mánuði.  Þ.e. 12% vextir væru ársvextir, en heimild til að nota 6% og 6% þegar reiknað væri til 6 mánaða í einu, en ella þyrfti að endurreikna prósentuna svo hún næmi 12% ávöxtun á ári og miðast það við að með t.d. mánaðarreikningi verða til vaxtavextir. Þegar farið var að birta sérstaka "yfirdráttarvexti" sem reiknaðir væru út mánaðarlega og bætt við höfuðstólinn var sérstaklega tekið fram að það væru mánaðarvextir, en ekki ársvextir. Ég hætti beinni þátttöku og þessum störfum um 1993 og þekki því ekki kerfið nógu vel eftir það, en þetta hlýtur að vera í lögum og reglugerðum um vexti og annað, frá Alþingi eða í reglum Seðlabankans, en það eru einmitt notaðir þeir vextir sem Seðlabankinn auglýsir sem viðmiðun. Hlýtur þá að gilda þær reglur sem Seðlabankinn setur og ég held að séu ennþá óbreyttar með að þetta séu "ársvextir" og þvi ekki heimilt að nota einfalda deilingu þ.e. 12% ársvextir geri 1% á mánuði. Legg til að þeir sem þekkja til og hafa þessar reglur tiltækar skoði þetta. Bæti því við að þegar bankarnir fóru að bjóða "sérstaka" hávaxtareikninga, þá var eitt af því að færa vexti tvisvar á ári til tekna, en ekki mátti færa þá oftar því þá þurfti flóknari vaxtareikning, sem hefði þýtt að % talan hefði lækkar og það var ekki gott auglýsingagildi, að nefna lægri % tölu. Niðurstaða mín er sú, að ef "ekkert er í reglum" um þetta, þá er allt leyfilegt, en "Seðlabankavextir heyra undir Seðlabankareglur", svo einfalt er það.

Sigurjón Jónasson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 14:39

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég þakka fyrir góð orð í minn garð.

Hvað sem gerist er ljóst, að fyrir næstu kosningar munu rísa upp mörg ný stjórnmálaöfl.  Markmið flestra verður siðbót og réttlæti.  Ég efast ekkert um að fjölmargir hafa farið af stað í sinni stjórnmálabaráttu verandi kyndilberar þessara hugsjóna.  Inni á þingi í dag er fólk með þessar hugsjónir, en vandinn er sérhagsmunir.

Það skal tekið fram að mikið hefur verið þrýst á okkur hjá HH að breyta samtökunum í pólitískt afl.  Við höfum ekki viljað fara þá leið, en gerum okkur grein fyrir að kannski fáum við litlu um það ráðið.  Ég hef sagt, að verði það skref tekið, þá verði nauðsynlegt að vera vel undir það búin.  Stefnuskrá sem er þétt og góð.  Skoðanir á flestu og þá jafnt innanríkismálum sem utanríkismálum.  Þetta er ekkert sem verður hrist fram úr erminni si svona.

Í bili teljum við hagsmunum heimilanna betur borgið með samtökin ópólitísk.  Hvað gerist í framtíðinni hef ég ekki hugmynd um, get bara hugleitt ólíka kosti líkt og allir aðrir.  Það er bara eitt sem ég veit fyrir víst:  Óbreytt ástand kemur ekki til greina.

Marinó G. Njálsson, 6.11.2010 kl. 18:12

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Marinó

Ég hef frá upphafi talið vænlegra til árangurs að HH færu ekki í framboð. Er þeirrar skoðunar að árangur HH sé einmitt svona mikill sem raun ber vitni, vegna þess að þetta eru grasrótarsamtök um tiltekinn málaflokk. Samtök sem hafa frá upphafi vandað sín vinnubrögð og málflutning. Ég er þó ein þeirra sem merkti við að ég gæti hugsað mér að kjósa HH ef þau byðu fram í kosningum til Alþingis nú á næstunni.

Ástæðan er sú að HH hafa sannað sig sem hópur ábyrgra einstaklinga sem vinna af heilindum að mikilvægum málaflokk sem skiptir okkur öll svo miklu máli.

Hvað ég mun gera eftir eitt ár eða tvö, veit ég ekki. Stuðningur almennings við HH er afgerandi nú og fólk lítur á HH sem alvöru stjórnmálaafl sem er að fjalla um alvöru málefni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2010 kl. 21:40

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Smá viðbót Marinó

"Í bili teljum við hagsmunum heimilanna betur borgið með samtökin ópólitísk."

HH eru vissulega pólitísk, þau eru þverpólitísk en ekki flokkspólitísk.

Var einu sinni í þverpólitískum hóp sem kallaðist Samtök um jafnrétti milli landshluta. Svo var farið í framboð undir nafninu Þjóðaflokkurinn  og þau lognuðust út af.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2010 kl. 21:47

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hólmfríður, ég lít svo á að HH séu ópólitísk, þar sem við erum ekki að berjast eftir einhverri hugmyndafræðilegri línu.  Við erum að berjast fyrir hagsmunum en ekki hugmyndafræði.  En hver hefur sitt flokkunarkerfi.

Marinó G. Njálsson, 6.11.2010 kl. 22:06

14 identicon

Mér þætti sorglegt ef HH snerust upp í pólitískt afl. Það yrði dagurinn sem hinn almenni skuldari (borgari) missti sitt bakland. Samtök sem þessi eru nauðsynlegur málsvari, sem aðhald við stjórnsystemið. Að passa upp á hagsmuni eins hóps og réttindum þeirra. Þessi samtök eru nauðsynelg í samfélaginu og hafa aldrei átt neinn sinn líkan.  Trúverðugleikinn færi.

Hins vegar finnst mér að forystumenn samtakanna mættu alveg íhuga að bjóða sig fram í flokki sem er þá ótengdur samtökunum og er ég viss um að hann myndi standa sig með prýði og yrði nauðsynlegur nýr andi á þing. En tilvist samtakanna HH eru nauðsynleg sem ópólitískt afl.

DD (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 23:04

15 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Eg er fastur lesandi þinn Marinó vegna þess að yfirleitt er ekki að finna veilu í málflutningi þínum og hann er byggður á því að kynna sér hlutina og lausnirnar. Ég er líka sammála þér að HH er mun sterkara sem þrýstiafl heldur en að þurfa selja sál sína í bakherbergjum við samninga um málefni. Aftur á móti þarf sterkt afl einstaklinga sem að vilja endurvekja það sem við töldum að væri hér á landi það er gott þjóðfélag með góðu fólki. Þjóðfélagið er laskað en gott fólk er hér enn upp til hópa það hefur bara haldið sig til hlés margt af því. Með góðu fólki er ég ekki að lasta aðra heldur á við fólk sem enn alla vega er ekki heltekið þeim sjúkdómi sem hefur gengið yfir líkist helst Midasi. En það er annað sem veldur mér áhyggjum og það er hvernig tóninn í skrifum þínum hefur breyst ég veit að þú kemur að þeim fundahöldum sem nú eru í gangi varðandi skuldavandann og mér hefur fundist í síðustu pistlum megi greina hálfgert vonleysi um að úr verði bætt. Þá á ég við hljóminn í pistlunum. Ég vona að ég hefi rangt fyrir mér en ekki kæmi mér á óvart að morgundagurinn bæri í skauti sér vondar fréttir fyrir alla nema þá sem selja kassa hentuga til búslóðaflutninga.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.11.2010 kl. 15:30

16 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Aðalsteinn, ég get alveg viðurkennt það, að ég sé ekki þá stefnubreytingu eiga sér stað sem ég tel þörf á.  Það sem skiptir samt mestu máli, er að ég átta mig betur en fyrr á því hversu víðtækur vandinn er.  Það sem mér svíður samt mest er algjör afneitun fjármálageirans.  Mönnum er nákvæmlega sama hversu illa farið var með lántaka þeir halda áfram með hjálp misvitra stjórnmálamanna sparka í liggjandi mann.  Bara bullið sem felst í væntanlegu frumvarpi Árna Páls.  Hefur orðið réttlæti og sanngirni fengið einhverja furðulega merkingu í huga þessa manns.  Það er ekki hlustað á málstað lántaka sama hvað á dvínur.  Eina sem hlustað er á, eru rangfærslur fjármálafyrirtækjanna.  Ég skil t.d. ekki hvernig er hægt að réttlæta að fólk sem alltaf hefur staðið í skilum skuldi tugi prósenta ofan á það sem það hefur greitt.  En ég hef svo sem aldrei skilið Árna Pál og þekki ekki marga sem hafa gert það.

Marinó G. Njálsson, 7.11.2010 kl. 15:48

17 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er einmit það sem að ég skynja úr síðustu pistlum þínum en ekki gefast upp við einfaldlega megum það ekki afkomenda okkar vegna

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.11.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1678248

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband