Leita í fréttum mbl.is

Gengisvísitalan lækkar og lækkar og menn eru hissa að ávöxtun erlendra eigna sé lítil!

Á tímabilinu frá 1.1.2010 til 30.6.2010 lækkaði gengi evrunnar um 12,85% miðað við krónuna meðan gengisvísitala lækkaði um 7,54%.  Þarf það að koma mönnum á óvart að erlendar eignir beri ekki góða ávöxtun, þegar tölum er snúið yfir í íslenskar krónur.

Þetta er líklegast bara byrjunin, þar sem veiking evru, punds og dollars frá áramótum til dagsins í dag er á bilinu 10 - 13,5% og gengisvísitalan hefur veikst um 11,6%.  Eignasöfnin þurfa því að vera með nokkuð góða ávöxtun í erlendri mynt til að vega upp þessa veikingu myntanna gagnvart krónunni og verðbólgu ársins.

Ég efast um að nokkur fjárfestingastjóri innan lífeyrissjóðanna sé hissa á þessari þróun.  Sé sá aðili til, þá er hann á rangri hillu í starfi.  Málið er að þessi þróun á örugglega eftir að halda áfram, þ.e. að gengi krónunnar styrkist gagnvart helstu viðskiptamyntum og þar með lækkun á verðmæti erlendra eigna lífeyrissjóðanna í íslenskum krónum.  Áður en sú þróun verður varanleg, mun koma niðursveifla þegar gjaldeyrishöft verða afnumin.  Þá kæmi mér ekki á óvart að lífeyrissjóðirnir muni nota tækifærið til að selja stóran hluta erlendra eigna sinna til að rétta af stöðu sjóðanna. 

Ég skil raunar ekki af hverju lífeyrissjóðunum hefur ekki verið leyft að kaupa innlendar eignir erlendra aðila og borga fyrir þær með erlendum eignum sínum.  Flestar af þessum erlendu eignum voru keyptar þegar gengisvísitalan var á bilinu 100 - 120.  Sama á við um innlendar eignir erlendra aðila.  Annar aðilinn fær því hátt í 100% hækkun í krónum á sínum hlut meðan hinn þarf að sætta sig við það tap sem þegar er orðið.  Menn geta svo sem beðið, enda eru innlendar eignir erlendra aðila með mjög góða ávöxtun á kostnað okkar landsmanna.  Ef þeir bíða eftir að krónan styrkist um 20-30%, þá eru þeir jafnvel komnir með betri ávöxtun en þeim býðst i heimalöndum sínum.  Vissulega verður fjármagnið bundið í nokkur ár, en fyrir flesta er það ekkert vandamál. 

Lífeyrissjóðirnir standa frammi fyrir þeim vanda að þola illa styrkingu krónunnar.  10% styrking krónunnar jafngildir um 50 milljarða lækkun á erlendum eignum.  Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands var verðmæti erlendra eigna lífeyrissjóðanna 531 milljarður 31.12.2009 og var búið að lækka í 496 ma.kr. í lok ágúst. Þetta jafngildir ríflega 2% lækkun á heildareignum lífeyrissjóðanna.  Verðum við núna að standa vörð um lágt gengi krónunnar svo lífeyrissjóðirnir þurfi ekki að skerða réttindi?


mbl.is Neikvæð ávöxtun erlendra eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Marinó

Mig langaði að spurja þig þessu alveg ótengt hvort þú eða þið í forystu HH séuð í vinnu eða nefnd sem er að skoða mögulega leiðréttingu á húsnæðislánum? og ef svo sé hvort eitthvað sé að frétta úr þeirri vinnu?

vj (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 15:37

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

vj, ég sit í þeirri nefnd og framgangur vinnunnar hingað til hefur bara verið góður.  Það er ekkert meira að frétta af þeirri vinnu, en birst hefur í fjölmiðlum.  Við sem sitjum í nefndinni viljum vera sem mest utan opinberrar umræðu, en skiljum vel áhuga fólks að fylgjast með.

Mín sýn á þessa vinnu er að betra sé að hún taki einhverja daga til viðbótar en að niðurstaðan verði hálfkák.  Okkur var ætlað að skilja tölur á nokkrum dögum, sem enginn aðili hafði lagt í að taka saman, hvað þá greina á þann hátt sem við erum að gera.  Að mínu mati sækist vinnan vel, en henni er ekki lokið.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2010 kl. 15:49

3 identicon

Takk kærlega fyrir þetta.


Ég fékk það á tilfinninguna í gær að erlendir aðilar væru færari að greina stöðuna hér en margir hér á landi samanber:
http://www.businessinsider.com/mortgage-crisis-iceland-2010-10
kv,

vj (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 16:17

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

VJ:  "Glöggt er gests augað" segir gamalt máltæki og vandamálið á Íslandi er að Íslendingar eru allt of nálægt þessu til þess að geta bakkað aðeins og fengið yfirsýn yfir allt ruglið sem var og er enn í gangi.  Ég hef búið erlendis síðan 1996 og þó ég ætli mér ekki hæfileika til að greina eitt eða neitt á Íslandi, þá hefur oft verið ansi erfitt að sitja á hliðarlínunni og horfa á alla steypuna sem hefur verið borin fram undanfarin ár. 

Ég þekki Marinó aðeins frá því í gamla daga og hef fylgst með því sem hann hefur verið að gera með HH.  Hann er góður að grafa upp tölfræðilegar staðreyndir og setja þær í samhengi og ég treysti honum, og þeim sem hann er að vinna með, vel til þess að gera því starfi góð skil:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 26.10.2010 kl. 17:36

5 identicon

Sæll Arnór

Já, ég er alls ekki að meina þetta sem krítik á Marinó.
Ég er mjög meðvitaður um hans góða starf.
Ég skil vel að þú sjáir ruglið betur úr fjarlægð, þetta er líka orðið
svo yfirgengilegt að maður spyr sig hvenær hreinlega sjóði uppúr.
Bara einn forsendubresturinn væri nóg en eins og þeir telja upp í þessari frétt þá eru þeir nokkrir.. einn segir í athugasemdum við fréttina að þetta sé kallað biflaiton!
kv,

vj (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 19:40

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

VJ:  Ég skildi þetta svo sem ekki sem krítik, heldur vildi benda á að erlendir aðilar geta e.t.v. séð í gegnum kófið;)

Annars sá ég í dag að Jón Ásgeir fékk að veðsetja kaupréttarsamning um að geta keypt eitt af gjaldþrota búunum af einum bankanum, svo hann var ekki seinn á sér að taka samninginn, labba inn í banka og veðsetja hann fyrir einhverja milljarða.  Mér finnst svona alveg hreint magnað;)  Mér er nær að halda að vissir aðilar hefðu alveg eins getað komið með notaðan klósettpappír og sett hann að veði fyrir milljarðalánum í bankakerfinu.  Er þetta eðlilegt?  Undanfarin 2 ár hafa fréttir um hvert ógeðið á fætur öðru flætt yfir og ég held að íslendingar upp til hópa séu orðnir svo samdauna þessu að þeir sjá ekki hvað allt er gegnsýrt af spillingu. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 26.10.2010 kl. 20:07

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Marínó - á hinn bóginn græddu sjóðirnir mikið skv. þinni eigin röksemdafærslu, er hrunið orsakaði það að eignir þeirra erlendis voru virði meira magns af krónum.

  • Þetta er auðvitað villandi - þetta er ekki raunverulegt tap.
  • Þar að auki - getur króna mjög vel sveiflast stórt í hina áttina.
  • Engin leið að spá því hvora áttina gengi krónu mun sveiflast næsta árið.

Ef ég væri að stýra sjóðunum - myndi ég ekki selja Evru eða Dollar eða Pund, af erlendum eignum.



Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.10.2010 kl. 01:01

8 Smámynd: Kristinn Pétursson

Kanna verður kosti og galla þeirrar leiðar að lýsa Íbúðalánasjóð gjaldþrota og afskrifa öll undirmálslán sjóðsins niður í 90% af ætluðu söluverði fasteigna.

Lífeyrissjóðirnir myndu þá eignast þrotabúið og þar er líka óbókuð "neikvæð ávöxtun" sem skylt er að afskrifa - skv bókhaldslögum opinberra stofnana - þess utan að skylda Fjármálaeftirlits er að gera athugasemdir við svona "loftbólubókhald" eins og falsaða "eiginfjárstöðu" Íbúðalánasjóðs.

Þegar búið er að afskrifa undirmálslán Íbúðalánasjóðs - þá fyrst er hægt að afskrifa öll lán á einstaklinga niður í 90% af ætluðu söluverði fasteigna.

Þar hugsanlega stendur hnífurinn í kúnni - það hreyfist ekkert annað - meðan ekki má framkvæma lagalega skyldar afskriftir Íbúðalánasjóðs....

Svo væri ágætt að fækka lífeyrissjóðununum niður í 2-3 og kjósa trausta eistaklinga í stjórnir lífeyrissjóða samhliða sveitarstjórnarkosnngum.

Kristinn Pétursson, 27.10.2010 kl. 01:16

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fróðleg en jafnframt forvitnileg greining hjá þér Marinó.

Megum við fara að búast við að lífeyrissjóðirnir, með tryggum stuðningi Gylfa Arnbjörnssonar og Vilhjálms Egilsonar, fari nú að krefjast þess að genginu verði haldið niðri? Að ekki megi láta krónuna  styrkjast vegna þess að það komi niður á lífeyrisþegum?

Gunnar Heiðarsson, 27.10.2010 kl. 10:51

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Það er alveg með eindæmum öll þessi dæmi,og að fréttamenn okkar hlaupa til um leið og einhver galar út í loftið og ná þar með að vinna með valdinu til að halda okkur í skefjum.

Jú það eru að losa samningar,verið er að ganga frá gengislánum vegna bifreiða(vonandi verður nú ekki frumvarp Árna að lögum um gengislán  íbúðarhúsnæðis með stýrivöxtum seðlabankans).Steingrímur segir icesave viðræður ganga vel og miða áfram eins og hann best kýs sjálfur.

En eitt óttast ég meir en virði eigna lífeyrissjóðanna í krónum talið,og það er að ekki eru nema rúmur tugur ára í að  fleiri verða að fá greiðslur úr lífeyrissjóðum sínum en fjöldinn sem borgar í sjóðina?.

Og hvað þá fyrir utan að krafa stjórnvalda er nú að lífeyrissjóðirnir komi meira að verkefnum framundan hvort heldur að arðbær séu eður ei,það er að myndast heilmikið gap í ungukynslóðinni sem eru að byrja fjölskyldumyndun og eiga að dekka stóru árganganna sem fara á lífeyri eftir þetta 10-20 ár,þessi kynslóð verður meira og minna farin erlendis að leita sér hentugra dvalastaða til að geta brauðfætt sig og sína án 70 stunda vinnuviku sem þarf orðið hér til að endar nái saman.

En að öðru ég er þér mikið þakklátur Marinó og HH samtökunum fyrir ykkar þrotlausa starf í þágu launþega þessa lands,og þú ert einn fárra sem vert er að lesa varðandi fjármál heimilanna.Það eru nefninlega enn menn á fullu að reikna öll dæmi á hundrað vegu til að fá nú útkomu sem þeim líkar til að matreiða í almúgann.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.10.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband