Leita í fréttum mbl.is

Slúður: Íslendingar að kaupa Southampton

Samkvæmt slúðri í Englandi eru íslenskir fjárfestar að velta fyrir sér yfirtöku á Southampton.  Verðmiðinn er GBP 50 milljónir.  Ég legg nú ekki mikinn trúað í þessa frétt, bæði vegna þess að Southampton er ekki 50 milljón punda virði og svo er félagið alveg sérlega óáhugavert í augnablikinu.

Southampton are the £50m targets of an Icelandic consortium. (Mirror)


Spákaupmennska og ævintýramennska stjórna efnahagsmálum heimsins

Það fer ekkert á milli mála, að spákaupmennska hefur um þessar mundir veruleg áhrif á efnahagsmál í heiminum. Þarf ekki annað en að skoða þróun olíuverðs sem sveiflast og færist upp á við án haldgóðra skýringa. Það má ekki hvessa á Norðursjó eða snjóa í Bandaríkjunum án þess að olíuverð fari í nýjar hæðir og þó svo að lygni aftur og fari að rigna, þá verður það að ástæðu fyrir því að olíuverð hækki. Bensín hækkar fyrir mikla ferðahelgi í Evrópu, en lækkar ekki eftir hana. Skýringarnar á hækkun olíuverðs eru farnar að verða að brandara, en það hræðilega við þetta er að afleiðingar þeirra eru grafalvarlegar. Og svo kemur þessi skýring. Einhver bjáni vill geta stært sig af því að vera sá fyrsti til að greiða 100 USD fyrr tunnu af olíu. Viðskipti upp á 1000 tunnur settu allt á annan endann, vegna þess að maðurinn vildi hugsanlega geta montað sig af afrekinu.

OPEC ríkin hafa margoft bent á að það sé ekki þeim að kenna að olíuverð hækki. Framleiðsla þeirra er miklu meiri en nóg. Olíuhreinsistöðvar virðast hafa undan, þó eitthvað sé farið að nálgast efri mörk framleiðslugetu þeirra. Olíunotkun er víða orðiðn mun hagkvæmari en áður m.a. með bílum og flugvélum sem nýta eldsneyti betur en nokkru sinni fyrr.

Eina haldbæra skýringin á hækkun olíuverðs er spákaupmennska eða hreinlega samantekin ráð nokkurra aðila um að hækka verð eldsneytis. Það má svo sem alveg viðurkenna, að miðað við eldsneytisverð á 9. áratug síðustu aldar, þá er olíuverð upp á 40 - 60 USD tunnan ekkert svo fjarstæðukennt. Það er raun í dúr og moll við spár sérfræðinga á þeim árum. En 90 - 100 USD á tunnuna er gjörsamlega út úr kortunum.  Líklegasta skýringin á þessu er spákaupmennska með framvirka samninga.  Þetta dæmi frá því í gær sýnir að það þarf ekki mikið magn eða háar upphæðir til að skekkja myndina og ef nokkrir aðilar taka sig saman, þá væri lítill vanda að búa til spíral verðhækkunar.  Það er á svona dögum, sem maður saknar gömlu góðu verðákvarðana OPEC ríkjanna, því það virðist meiri skynsemi í þeim nú, en markaðsverði dagsins í dag.


mbl.is Einn fjárfestir á bak við olíuverðshækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær verður drengur að pilti?

Á dv.is er frétt um leit að 19 ára gömlum pilti sem hvarf á nýársnótt.  Ákaflega sorglegt og vonandi hefur hann bara fengið húsaskjól og gleymt að láta vita af sér.

Það er ekki hvarf hans sem vekur mig til umhugsunar, heldur orðaval blaðamanns sem vísar til einstaklingsins sem "drengs" enda er fréttin undir fyrirsögninni "Drengurinn enn ófundinn".  Í okkar ágæta máli eru til nokkur orð sem lýsa einstaklingi af karlkyni og hafa hingað til verið notuð til að endurspegla aldur viðkomandi.  Þannig höfum við í aldursröð hnokka, stráka, drengi, sveina og pilta.  Ég veit ekki hvort það er tilhneiging hjá fólki eftir því sem það eldist að brengla þessari röð eða bara að tilfinning fyrir málinu er að hverfa.  Í mínum huga er 19 ára karlmaður ekki drengur (nema kannski þegar verið er að lýsi hreysti hans), hann er varla sveinn, en piltur er hann örugglega og svo sannarlega ungur karlmaður.

Hjá kvenþjóðinni er síðan talað um tátur, telpur, stelpur, meyjar og stúlkur.  Sundmenn tala að vísu um hnátur sem 10-11 ára telpur, en samkvæmt íslenskri orðabók er hnáta ,,þéttvaxin (lágvaxin) ung stúlka".

Í sama dúr er einnig oft talað um ungmenni sem fólk á þrítugsaldri og unglinga allt undir tvítugt.  Mér hefur fundist þetta öfug snúið, þar sem ég hef vanist því að unglingar séu þeir sem eru í unglingadeildum grunnskóla eða í gagnfræðaskóla áður fyrr, en ungmenni sem voru komin í framhaldsskóla.  Í knattspyrnu tilheyra að vísu 23 ára landsliðin "ungmennalandsliðum", en að teygja sig ofar finnst mér nú verið að ganga of langt.

En ég vona innilega að pilturinn finnist heill á húfi. 

 


Gleðilegt nýtt ár

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og með þökk fyrir það liðna. Sérstaklega þakka ég fyrir þessar 51.305 flettingar á liðnu ári og góða umræðu sem oft skapaðist á þráðunum mínum. Marinó G. Njálsson

Hárrétt ákvörðun miðað við veðurspá kvöldsins

Ég var að skoða spána á belgingur.is og fæ ekki betur séð en að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá lögreglunni: Ég held að menn eigi bara að virða ákvörðunina, þar sem spáð er 20 - 25 m/s mest allt kvöldið.

Til hamingju Margrét Lára - til hamingju íþróttafréttamenn

Kjör íþróttamanns ársins er afstaðið og hafa íþróttafréttamenn rekið af sér þau slyðruorð að þeir geti ekki valið konu. Vil ég óska íþróttafréttamönnum til hamingju með að hafa ekki bara valið Margréti Láru íþróttamann ársins, heldur ekki síður fyrir að...

Íþróttamaður ársins er kona

Ég vil bara vísa í blogg mitt frá því um daginn, þegar ég sagði að Margrét Lára eða Ásthildur Helgadóttir hefur verið fremstar meðal jafningja. Nú sé ég að Ásthildur kemst ekki á blað, þrátt fyrir að vera ein besta konan í bestu kvenna deild í heimi....

Íþróttamaður ársins - tækifæri að kjósa konu

Ég hjó eftir því í íþróttafréttum Bylgjunnar kl. 8:30 í morgun, að formaður samtaka íþróttafréttamanna og Heimir Karlsson telja að kjör íþróttamanns ársins verði mjög vandasamt, þar sem enginn íþróttamaður hafi virkilega skarað fram úr í ár. Ég verð að...

Evrópudómstóllinn styður fyrirtæki í notkun á ódýru erlendu vinnuafli

Ég nefndi það fyrr í dag, að samkvæmt frétt á BBC World hefði Evrópudómstóllinn (European Court of Justice) dæmt sænsku verkalýðshreyfingunni í óhag í mali gegn erlendu fyrirtæki, en að mig vantaði frekari upplýsingar. Nú er ég búinn að finna þær og er...

Evrópudómstóllinn dæmir sænskum verkalýðsfélögum í óhag

Það var frétt á BBC World áðan þar sem fram kom að Evrópudómstóllinn hefði dæmt erlendu fyrirtæki með starfsemi í Svíþjóð í hag í máli sænskra verklýðsfélaga gegn fyrirtækinu. Sænsku verkalýðsfélögin héldu því fram að sænskir kjarasamningar giltu fyrir...

Sjaldan er ein báran stök

Þeim gengur eitthvað illa að haldast á persónuupplýsingunum í Bretlandi. Nú eru það upplýsingar um ökupróf sem hafa týnst. Í þetta sinn er þó talið að harði diskurinn með gögnunum hafi verð lagður á rangan stað innan tölvumiðstöðvar fyrirtækisins Pearson...

Er þetta tölfræðilega marktækt?

Þetta er ákaflega góð niðurstaða, en ég vil nú samt spyrja: Í hve mörgum tilfellum gerist það hjá Akureyrarbæ að bæði karl og kona eru í sambærilegum störfum, á sama starfssviði, á sama aldri og með sambærilegan starfsaldur? Einnig væri gott að vita...

Arsenal - Góðir, betri, bestir

Magnþrungnum leik lokið á þann eina hátt sem þetta gat endað. Chelsea fór varla af sínum vallarhelmingi í fyrri hálfleik og þó þeir hafi bitið aðeins frá sér í þeim seinni, þá var það sambland af heppni Chelsea og klaufaskap Arsenal sem gerði það að...

Hverjum er að kenna?

Umræðan um hlýnun jarðar og ástæður fyrir henni voru nokkuð í umræðunni í vor og langar mig að birta aftur (lítilega breytt) tvö blogg sem ég skrifaði um málið þá. Hlýnunin kannski ekki vandamálið, en mengunin er Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að...

Hvaða trúarfræðsla, -athafnir og -iðkun má eiga sér stað í skólum?

Innlegg mitt um trúfræðslu og mannréttindi hefur leitt af sér umræðu um hvaða trúfræðsla, trúarathafnir og trúariðkanir geta verið hluti af skólastarfi. Mig langar því að opna hér á þessum þræði fyrir tillögur um þetta efni. Til að árangurinn af þessari...

Trúfræðsla og mannréttindi

Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja að trúfræðsla (sbr. kristinfræði) í skólum geti verið í andstöðu við úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Ég hef geta skilið að þeir, sem í nafni trúar sinnar eða trúleysis vilji ekki sitja undir kennslu...

Við skulum varast að hreykja okkur hátt

Umhverfisvísitala þýsku umhverfissamtakanna Germanwatch fyrir árið 2008 hefur verið kynnt í Bali. Þar er Ísland í 3. sæti og hefur hækkað sig einhver ósköp á milli ára, úr 14. sæti í fyrra. Sé farið tvö ár aftur í tímann, þá kemur í ljós að Ísland hefur...

Kr. 2,4 milljarðar í skaðabætur vegna persónuverndarbrota

Umfangsmesta kortasvikamál undanfarinna ára er mál TJX verslunarkeðjunnar í Bandaríkjunum. TJX er móðurfyrirtæki nokkurra lágvöruverslana á borð við Maxx og Marshall sem einhverjir Íslendingar þekkja úr verslunarferðum sínum til Bandaríkjanna. Á þriggja...

Markmið Íslands fyrir aðra

Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefur kynnt stefnu Íslands í umhverfismálum. Raunar er rangnefni að kalla þetta stefnu Íslands, vegna þess að aðrir eiga að sjá um að hrinda henni í framkvæmd. Þannig eru nefnilega mál með vexti að þó...

Rovaniemi og jólasveinninn - glatað tækifæri fyrir Íslendinga?

Á eyjan.is er frétt undir fyrirsögninni Sveinki fluttur frá Finnlandi - hefur 34 míkrósekúndur á hvert barn . Þetta er skemmtileg frétt um ákvörðun einhvers fyrirtækis um að reikna út hvar best væri að sveinki ætti heima, en Finnar halda því fram að hann...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband