Leita í fréttum mbl.is

Arsenal - Góðir, betri, bestir

Magnþrungnum leik lokið á þann eina hátt sem þetta gat endað.  Chelsea fór varla af sínum vallarhelmingi í fyrri hálfleik og þó þeir hafi bitið aðeins frá sér í þeim seinni, þá var það sambland af heppni Chelsea og klaufaskap Arsenal sem gerði það að verkum að leikurinn endaði bara 1 - 0.  2 til 3 gegn engu hefði gefið betri mynd af gangi leiksins.

Það var gott að sjá Cesc, Hleb og van Persie aftur, en Flamini var án efa bestur í lið Arsenal.  Einnar snertingar boltinn var kominn aftur og skil ég ekki hvað Diarra er að kvarta yfir að komast ekki í liðið.  Hann getur kannski kvartað, þegar hann er búinn að læra að gefa boltann strax á næsta mann.

Þó að ManU hafið náð að hanga á þessu eina marki sem þeir skoruðu gegn gangi leiksins, þá var mikill munur á leik þeirra og Arsenal.  Eftir að United skoraði voru settir 10 menn fyrir aftan boltann og langtímum saman var enginn leikmaður United á vallarhelmingi Liverpool.  Ótrúlegt hjá liði sem telur sig vera bestir.  Eftir að Arsenal komst yfir, þá var pressan bara aukin.  Pressað var frá fremsta manni og skiptingar milli kanta hraðar og nákvæmar.  Það getur vel verið að United muni standa uppi sem meistarar í vor, en Arsenal spilar "Total Football" að hætti Johan Cryuff og félaga.  Þann besta og flottasta í dag.  Það eina sem mætti bæta við eru bombur á við þær sem komu frá Arie Haan í denn.


mbl.is Arsenal lagði Chelsea og er aftur efst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að athuga að Manchester var á útivelli en Arsenal á heimavelli.

Maggi (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

ARSENAL ERU LANGBESTIR

Steinn Hafliðason, 16.12.2007 kl. 19:45

3 identicon

Já djöfull eru þið segir að vinna B-lið Chelsea........

Og það bara með einari.......er það ekki það sem þú ert að segja Marri minn??

Og ef Stuðningdmenn Arse-and-all halda að titillinn sé í höfn, þá þeir um það.

Þráinn (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 19:47

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hvaða máli skiptir hvort leikurinn er á heimavelli eða útivelli.  Arsenal-liðið hefur aldrei í vetur spilað heilan hálfleik hvað þá heilan leik, þar sem skipt hefur meira máli að halda hreinu en að sækja.  Það sáum við hjá United í dag.  Sorglegt, þegar haft er í huga hvaða leikmenn spiluðu leikinn.

Marinó G. Njálsson, 16.12.2007 kl. 20:11

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þráinn, ég er ekki Marri, en ég veit hver hann er

Marinó G. Njálsson, 16.12.2007 kl. 20:13

6 identicon

hæ pabbi minn! við sjáumst bráðum! - elska þig þín dóttir!:D:P

Sæunn Ýr (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 20:23

7 Smámynd: Snorri Bergz

Kjaftur í Þránni. Sennilega tapsár. En hvaða tal er þetta um b-lið CHelsea þó þrjá menn vanti?

Snorri Bergz, 17.12.2007 kl. 08:51

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Snorri, ég var einmitt að fara yfir liðið stöðu fyrir stöðu og mér sýndist  Þráinn gera lítið úr mönnum eins Lampard, "Cashley", Makalele, Joe Cole, Peter Cech og fleiri að telja þá B-liðsmenn.  Mér þætti gaman að sjá A-lið Chelsea spila og spyr hvar hafa það verið?

Marinó G. Njálsson, 17.12.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1679456

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband