Leita í fréttum mbl.is

Hvaða trúarfræðsla, -athafnir og -iðkun má eiga sér stað í skólum?

Innlegg mitt um trúfræðslu og mannréttindi hefur leitt af sér umræðu um hvaða trúfræðsla, trúarathafnir og trúariðkanir geta verið hluti af skólastarfi.  Mig langar því að opna hér á þessum þræði fyrir tillögur um þetta efni.  Til að árangurinn af þessari umræðu verði góður, þá vil ég setja nokkrar reglur eða leiðbeiningar:

  1. ALLIR hafa tillögurétt.
  2. Við framlagningu tillaga er fólk beðið um að hafa í huga rétt fólks með aðra trúarafstöðu en það sjálft.  Setjum okkur því í spor þeirra áður en við setjum tillögur okkar fram.
  3. Hafa skal í heiðri úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, að engan má skylda til þátttöku í trúarlegu atriði.
  4. Gæta skal réttsýni, tillitsemi og sýna umburðarlyndi.
  5. Bannað er að gagnrýna (koma með aðfinnslur um) tillögur annarra, en það má betrum bæta þær.
  6. Engin tillaga er annarri tillögu rétthærri á grundvelli meirihluta.
  7. Geta skal, ef gengið er út frá því að um árstíðarbundið atriði sé að ræða.
  8. Þegar atriði gætu túlkast íþyngjandi fyrir aðra, skal koma fram með tillögu um mótvægisaðgerðir.
  9. Hver sem er má taka atriðin saman.
  10. Hver sem er getur svarað spurningum sem varpað er fram.
  11. Ef þörf þykir, má hver sem er stofna nýjan þráð um afmarkað efni (þá vildi ég gjarnan fá upplýsingar um það, þannig að hægt væri að bæta tengli á þráðinn hér fyrir neðan).
  12. Það ritstýrir enginn umræðunni, en krafist er háttvísi af þátttakendum.
  13. Tillögur geta komið fram í nafni samtaka eða hópa.
  14. Tillögur má setja fram í skjóli nafnleyndar eða dulnefnis.

Ef þetta heppnast vel, þá gæti skapast vettvangur fyrir opið lýðræði.  Það er náttúrulega engin trygging fyrir því að nokkuð komi út úr þessu eða að á tillögurnar verði hlustað.

Sjálfur mun ég setja mitt viðhorf inn í formi athugasemdar.

Með von um að þetta gangi vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Best að ég byrji.  Ég stefni að því að setja bara eitt atriði í einu.

Kennsla í kristinfræðu, en þó skal þess gætt að þeir sem á grunni trúar eða trúleysis telja telaj efnið brjóta í bága við trú sína eða sannfæringu, skal boðið önnur úrræði, svo sem fræðsla í öðrum trúarbrögðum, siðfræði eða heimspeki.  Liggja skal fyrir skrifleg ósk foreldris/-ra og skal hún gilda fyrir fagið í heild meðan nemandinn er við skólann eða þar til tilkynning annars eðlis berst.

Skólastjórnendur og kennarar skulu virða rétt nemenda til trúfrelsis og krefja hann frekari skýringa á ástæðum.  

Marinó G. Njálsson, 12.12.2007 kl. 15:45

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvaða trúfræðsla, trúarathafnir og trúariðkanir geta verið hluti af skólastarfi?

1. Ég mun byggja mínar tillögur á grunnskólastarfi ríkisins (ekki einkaskóla, þar er hverjum í sjálfsvald sett hvort börnin séu þar).

2. Trúarfræðsla skal byggjast upp á virðingu fyrir öllum trúarbrögðum, en vera kennd í sögulegu samhengi.

3. Íslandssagöguna verður að kenna með áherslu á Ásatrú, kaþólsku og Lúther.

4. Góða siði má kenna í samhengi við trúarbrögð, en það er ekki nauðsynlegt.

5. Trúariðkun er ekki hægt að kenna í skólum.

6. Trúarathafnir eiga heldur ekki heima í skólum, nema sem hluti af leiksýningu eða skáldskap. 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 15:46

3 Smámynd: Egill Óskarsson

En það er efnið sjálft í kristinfræðslunni sem skiptir máli. Það á alveg að vera hægt að setja hana þannig fram að allir geti glaðir við unað, alveg eins og að kristin börn una við það að fá kennslu í öðrum trúarbrögðum. Það sem ég hef einmitt verið að benda á er að náminu og efninu sem farið er í sé hagað þannig að það verði ekki til þess að upp komi aðstæður þar sem t.d. börn trúleysingja sem vilja svo sannarlega að börnin sín fái fræðslu um kristni þurfi að víkja úr tíma.

Ég er ekki að tala fyrir einhverri ofurviðkvæmni hérna, heldur því að námsefnið og kennslan miði fyrst og fremst að því að fræða börnin um það sem fyrir liggur.

Varðandi seinustu setninguna hjá þér Marinó, féll ekki út eitt 'ekki' á milli 'hann' og 'frekari'? 

Egill Óskarsson, 12.12.2007 kl. 15:54

4 Smámynd: Kári Harðarson

Trúarsamtök ættu að mega kynna starfsemi sína í skólatíma á jafnræðisgrundvelli en það á að gerast á þeirri forrsendu að um kynningu eða auglýsingu sé að ræða, rétt eins og auglýsingar í sjónvarpi og blöðum mega ekki vera dulbúnar sem fréttir.  Kennari verður að vera nálægur til að koma í veg fyrir að sölumennskan fari úr böndunum.  Í framhaldi af þessu ættu stjórnmálaflokkar líka að mega koma með kynningar í skólana.

Skólinn sjálfur á að kenna sögu trúarbragðanna, heimsspeki og siðfræði.  Það þarf að segja sögu helstu trúarbragðanna (kaþólskunnar, lúterskunnar,múslimatrúar, búddisma, hindúisma) og svo þarf að tala um heimspeki siðfræðinnar.

Umfram allt má skóli aldrei segja nemendum að kenna einhvern boðskap án þess að hann megi gagnrýna því það á aldrei heima í skólastarfi.  Nemendur verða að geta spurt spurninga eins og  "hvaðan kom allur þessi fiskur hjá Jesú?" og "hver skrifaði Biblíuna?"

Ef þeir geta það ekki af ótta við að valda uppnámi  þá er skólinn orðinn verri en gagnlaus og hann gerir nemendur ekki að gerendum og greinendum heldur breytist hann í geymslu fyrir börn.

Kristnifræðikennsla eins og hún var þegar ég var í barnaskóla fer ekki saman við gagnrýna hugsun sem ég held að börn séu fædd með.  Ég sá í gegnum blekkinguna þá þegar, og bar litla virðingu fyrir barnaskólanum eftir það.

Kári Harðarson, 12.12.2007 kl. 15:57

5 identicon

Mér dettur þetta í hug.

1) Trúarfræðsla getur innifalið hvaða hlutverki trúarbrögð þjóna í samfélagi manna, í dag og áður fyrr.

2) Trúarfræðsla getur borið saman nálganir mismunandi trúarbragða og fjallað um hvernig hver trúarbrögð eru einstök, en svo má líka skoða heimsýn / heimspeki trúlausra.

3) Ef nemendur í bekk aðhyllast fleiri en ein trúarbrögð er hægt að fá nemendur með í umfjöllunina. Þannig geta nemendur kynnst trúarbrögðum bekkjarfélaga sinna. Það yrði þó að gerast með samþykki nemenda þar sem trú er einkamál.

Arnþór Snær Sævarsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 15:59

6 Smámynd: Kári Harðarson

Mér yfirsást við prófarkalesturinn:  3. málsgrein ætti að byrja svona:

        Umfram allt má skóli aldrei kenna einhvern boðskap...

Kári Harðarson, 12.12.2007 kl. 16:00

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég hlýt að fallast á skilgreiningu þína Marinó á kristnifræðslu, en vil alls ekki sjálf að sonur minn fari í slíkt án sögulegs samhengis. 

Tek undir með Agli í því að efnið í kristnifræðslunni skipti mestu máli....sé samt enga ástæðu til sérstakrar kristnifræðslu í grunnskólum (á heima í kirkjunni). Það má alveg bjóða upp á kristnifræðslu, buddafræðslu og fl. í framhaldsskólum. 

Þetta er ekki álit Siðmenntar sem hefur ekkert á móti kristnifræðslu í grunnskólum...ég hef það hinsvegar, sé ekki tilganginn með henni.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 16:01

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Anna, ég geri líka greinarmun á kristinfræðikennslu og trúarbragðafræði.  Það síðar nefnda skal vera skylda fyrir alla og kennt hlutlaust á grunni sögu og menningu trúarbragðanna ekki trúarinnar.

Marinó G. Njálsson, 12.12.2007 kl. 16:37

9 Smámynd: Ingólfur

Hérna eru mínar tillögur. Grundvallaratriðið í þeim tel ég vera að skólinn sé menntastofnun en ekki trúarstofnun. 

1) Að skólinn skipuleggi ekki, eða standi fyrir á nokkurn hátt, trúariðkun. Með trúariðkun á ég við að

  • læra/fara með bænir
  • syngja sálma/trúarleg lög
  • taka þátt í trúarathöfnum
  • hverskonar trúarlegar yfirlýsingar
  • lita eða teikna trúarlegar myndir
  • að þurfa að taka á móti trúarlegu efni

Eitthverjar undantekningar má gera á þessu, svo sem að jólasálmar séu meðal jólalaga sem spilað er á jólahátíðum. Einnig mætti flytja jólaguðsspjallið (Ef það er flutt eins og hver önnur saga eða leikrit).

2) Skólinn á aldrei að ganga út frá því að nemendurnir séu ákveðinnar trúar þar til foreldrar taki annað fram. Ef trúariðkun fer fram á vegum skólanns (sem ætti ekki að gerast nema í undantekningartilfellum) að þá þurfa þeir nemendur sem vilja taka þátt í henni að skrá sig í hana, ekki hinir að skrá sig úr henni.

3) Ekki skal amast við trúariðkun nemenda, svo lengi sem hún truflar ekki almennt skólastarf.

4) Að siðfræði og trúarbragðarfræði sé kennd en þess gætt að það sé á hlutlausan hátt.

  • Enginn nemendi á að vera undanskilinn. Forðast á að aðskilja nemendur eftir trú
  • Yngstu börnin læri fyrst um siðfræði inn í því ætti m.a. að vera:
    • góðir siðir m.a. frá mismunandi trúarbrögðum (s.s. gullna reglan) án þess að siðfræðin sé eignuð ákveðnum trúarbrögðum
    • (heimspekilegar) umræður barnanna um siðferði, af hverju það sé mikilvægt o.s.frv.
  • Fræðsla umhellstu trúarbrögð en að kristni og heiðni fengi heldur meiri tíma en önnur trúarbrögð.
  • Að fyllst hlutleysis sé gætt og ekki gert ráð fyrir að börnin séu einnar ákveðinnar trúar. Ekki ætti t.d. að heyra frá kennurum: "Jesú, sem við öll trúum á, dó fyrir syndir okkar allra"
  • Að einnig sé fjallað um neikvæðu hlið trúarbragða, ekki svo mikið að velta sér upp úr einstökum atburðum sérstaklega en að fræða um hætturnar við að trúa í blindni og hægt sé að misnota trúarbrögð.

5) Að aðskilið sé á milli kirkjustarfs og skólastafs. T.d. á ekki að gera ráð fyrir fermingarfræðslu inn í stundaskrá þannig að eyða myndist hjá þeim sem ekki ætla að fermast. Ekki á að gefa frí sérstaklega fyrir ferðir á vegum kirkjunnar. Hins vegar gæti kirkjan skipulagt ferðirnar í samvinnu við skólann þannig að þær lendi á starfsdögum(nú eða helgum)

Þó Marinó hafi bannað gagnrýni þá vil ég gjarnan heyra hvað af þessu þið gætuð tekið undir og hvað ekki. En það er kannski rétt að hafa það mjög stuttlegt, svo það spinnist ekki lángar umræður um það á þessum þræði.

Ingólfur, 12.12.2007 kl. 17:09

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já Marinó ég sá greinarmuninn, en ég myndi aldrei senda minn son í kristnifræði, hinsvegar hiklaust í trúarbragðasögu.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 17:23

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

En hvernig er með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar stendur að öll börn eigi rétt á menntun og eitthvað um að ekki skuli mismuna vegna trúarskoðanna?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 17:28

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ingþór, Arnar og Kári...myndi alveg sætta mig við ykkar tillögur

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 17:46

13 Smámynd: Egill Óskarsson

Marinó, hvað er það sem þú vilt hafa í kristinFRÆÐIKENNSLU sem þú telur að gæti orðið til þess að ekki allir gætu sætt sig við námið? Ég er að reyna að ná einhverri tengingu við þetta varðandi umræðuna sem er búin að vera í gangi.

Og þetta með trúarbragðakennslu eða siðfræði sem á að koma í staðinn hjá þeim sem ekki fara í kristinfræði, missa þá þeir sem fara í kristinfræði af því?

Almennt þá skil ég ekki af hverju það á að bjóða upp á mismunandi nám eftir því hvort að börn eru kristin/í þjóðkirkjunni eða ekki. Það á bara að kenna kristinfræðina án þess að í því felist trúarathafnir, bænir eða annað þar fram eftir götunum. 

Egill Óskarsson, 12.12.2007 kl. 17:54

14 Smámynd: Ingólfur

Anna, áttu við mig þegar þú segir Ingþór?

Annars vil ég bæti við tillögu mína að vettvangsferðir í kirkjur, eða til annara trúfélaga, eru í fínu lagi, ef það er til þess að kynna starfsemina og fræðast um trúnna sem þar er stunduð. En nemendur eiga ekki vera látnir taka þátt í trúarathöfnum í þannig heimsóknum 

Ingólfur, 12.12.2007 kl. 18:05

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ingólfur...Arnþór og Kári...sorry

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 18:11

16 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það sem ég vil hafa í trúarbragðafræði eru atriði sögulegs eðlis, þ.e. í hvaða umhverfi urðu trúarbrögðin til, hverjar eru helstu áherslur trúarbragðanna, stutt ágrip af lykilatburðum, hvernig hafa þau þróast, hvernig er uppbygging þeirra í dag, eru tengsl á milli ólíkra trúarbragða og hver þá.  Í trúarbragðafræði væri kennt um öll helstu trúarbrögð og þetta námsefni væri skylda.  Í kristinfræði vil ég að sé kennt um kristnatrú, þ.e. Jesú og ævi hans, þ.e. efni Nýja-testamentisins.  Þar væri líka farið í dæmisögur Gamla-testamentisins, sköpunarsöguna, boðorðin 10, o.s.frv. úr Gamla-testamentinu.  Þetta væri námsefni sem félli undir undanþágu ákvæði úrskurðar Mannréttindanefndarinnar.

Marinó G. Njálsson, 12.12.2007 kl. 20:14

17 Smámynd: Ingólfur

Enda átti fyrsta greinin bara um hvað ég tel að skólinn eigi ekki að standa fyrir. Nemendum er eftir sem áður frjálst að tjá sína trú, eins og er nefnt í 3. grein hjá mér.

Ingólfur, 12.12.2007 kl. 20:16

18 Smámynd: Ingólfur

Finnst þér að trúariðkun eigi að vera hluti af kristinfræðinni? Ef ekki, hvers vegna ætti fólk þá að fá undanþágu frá því? Af hverju að hafa það aðskilið frá trúarbragðafræði?

Ingólfur, 12.12.2007 kl. 20:28

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála Marinó...þarna væri um undanþáguatkvæði að ræða. ok, en ég vona að börnum okkar hinna verði boðið upp á eitthvað meira í samræmi við samkennd manneskjunnar sem slíkrar!?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:35

20 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það sem ég er að gera, er að skilja á milli hinnar hlutlausu fræðslu og þeirra sem getur verið í andstöðu við trúar- eða trúleysissannfæringu einstakra nemenda.  Inni í kristnifræðikennslunni væri þá einnig margt sem gæti fallið undir trúariðkanir, án þess að ég ætli að fara nánar út í það að svo stöddu.

Marinó G. Njálsson, 12.12.2007 kl. 20:39

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ok..."i am with you"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:42

22 Smámynd: Ingólfur

Takk fyrir svarið, ég sé að við erum ósammála þarna.

Ingólfur, 12.12.2007 kl. 20:42

23 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég þyrfti að taka son minn úr kristnifræðslu Marinós, en það er ekki mannreéttindabrot

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:50

24 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Marinó...ég sé að þú hefur rétt fyrir þer með mannréttindasáttmála SÞ, en vil ítreka spurningu mína... hvernig er með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar stendur að öll börn eigi rétt á menntun og eitthvað um að ekki skuli mismuna vegna trúarskoðanna????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 21:22

25 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Mig langar að koma með eina athugasemd við hugmyndir þínar Marinó. Þegar við erum búin að aðgreina fræðikennsluna (Trúarbragðafræði) frá Kristnifræði (sem væri þá bara fyrir þau börn sem eru kristin), hvað gerir sá hópur sem ekki fer í Kristnifræði á meðan hinn hópurinn er í þeim tíma?

Væri ekki nær að Kristnifræðin væri færð yfir til kirkjunnar (t.d. í sunnudagaskólann) og yfir til foreldranna þar sem hún á klárlega heima. Ef ég væri búddisti (sem ég er ekki) myndi ég vafalítið vilja kenna og innræta börnum mínum (sem ég á ekki heldur) þær hugsjónir og trú sem því fylgir. Mér finnst það vera á minni ábyrgð þar sem þetta er sá "lífstíll" sem ég vil að börnin mín (ímynduðu) tileikni sér. Þessi hugsun mín hefur orðið til þess að ég hef spurt fjölmarga undanfarið: "Ef börnin þín fengju ekki Kristnifræði í skólanum, myndir þú kenna þeim "vegi Jesús" og/eða aðstoða þau við að komast í þá fræðslu á vegum kirkjunnar?" Svarið hefur nær undantekningarlaust verið NEI. Flestum foreldrum er einfaldlega sama um þessa fræðslu, sem hefur komið mér töluvert á óvart. Tveir einstaklingar sem ég ræddi við tjáðu mér að börnin þeirra gætu einfaldlega tekið ákvörðum um það sjálf (þegar tilteknum aldri er náð) hvort þau vilji ná sér í þessa þekkingu.

Niðurstaða mín er því þessi:
Trúarbragðafræðsla á tvímælalaust heima í grunnskólum landsins.
Trúariðkun á ekki heima í skólanum
Kristnifræðsla á heima innan veggja kirkjunnar og heimilanna (en ekki í skólum)
Skólinn á að sjálfsögðu að vera í nánu samstarfi við kirkjuna til að tryggja það að stundaskrár þeirra rekist ekki saman. En slíkt samstarf hefur gefið mjög góða raun milli grunnskólanna og íþróttafélaganna.

Tryggvi F. Elínarson, 12.12.2007 kl. 21:28

26 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það sem ég er að reyna að gera, er að fara að túlkun Mannréttindanefndarinnar.  Mannréttindabrotið verður eingöngu ef barnið er gert að læra efni sem er gegn trúarsannfæringu þess/foreldra þess og foreldrarnir vilja ekki að það læri.  Það er ekki mannréttindabrot, ef foreldrið hefur ekkert á móti því að barnið læri kristnifræði, þó það sé trúlaust eða af öðrum trúarbrögðum.  Það er enginn neyddur til að læra ekki um Krist.  Þetta er kostur, ef vilji foreldranna/barnsins liggur í þá átt.  Þannig að, Anna, barnið þitt má vera í kristnifræði ef þú hefur ekkert á móti því.  Hafir þú aftur eitthvað á móti því, þá hefur þú réttinn þín megin, að barnið þurfi ekki sitja undir kennslunni.

Marinó G. Njálsson, 12.12.2007 kl. 21:34

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tryggvi þetta er einmitt mín SKOÐUN

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 21:35

28 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

MARINO, EG VEIT ÞAÐ, EN VIL ekki BARNIÐ MITT Á MEÐAL PRESTA. Svo ég veit að þín leið Marino er ok, en það er ekki mín leið!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 21:37

29 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tryggvi, samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndarinn, þá skal skólinn bjóða upp á önnur úrræði í staðinn.  Það geta verið kennsla í öðrum trúarbrögðum, heimspeki, siðfræði eða hvað það er annað sem talið er að geti komið í staðinn og brýtur ekki gegn trúarsannfæringu eða lífspeki viðkomandi.  Einhverjir spyrja vafalaust hvort aðrir geti ekki líka lært þetta efni.  Námskráin gerir bara ráð fyrir tilteknum fjölda kennslutíma í stundatöflu nemenda.  Það verður ekki hægt að bjóða öllum nemendum að læra allt.  Þetta námsefni, sem ég nefni, kemur í staðinn fyrir kristnifræðina og er því utan námskrár þeirra sem læra kristnifræði.  Það er ekki hægt að tala um að verið sé að mismuna nemendum, þar sem allir fá kennslu í samræmi við vilja foreldranna um trúarfræðslu.

Það er misjafnt eftir skólum og bæjarfélögum í hve góðu samstarfi skólar eru við íþróttafélög.  Þar sem ég bý (í Kópavogi) hafa íþróttafélögin lagað sig að stundatöflu skólanna að hausti og svo hefur hugsanlega komið breyting um áramót sem hefur orðið til þess að breyta hefur þurft æfingatöflum.  Og þó svona samstarf eigi sér stað, þá er ekki þörf á því að setja fermingarfræðsluna inn á stundatöflu.

Það hringdi í mig prestur í dag og þakkaði mér fyrir hinn þráðinn (Trúfræðsla og mannréttindi).  Hann sagðist senda tilvonandi fermingarbörnum póst, þar sem hann býður þeim að koma að hitta sig.  Mér finnst það vera betri aðferð en að setja fermingarfræðsluna inn á stundatöflu. 

Marinó G. Njálsson, 12.12.2007 kl. 21:54

30 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Anna, hver er tengingin milli kristnifræðikennslu og presta?  Getur þú skýrt það betur út?

Marinó G. Njálsson, 12.12.2007 kl. 21:56

31 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ingólfur, mér yfirsást þetta hjá þér:

Þó Marinó hafi bannað gagnrýni þá vil ég gjarnan heyra hvað af þessu þið gætuð tekið undir og hvað ekki. En það er kannski rétt að hafa það mjög stuttlegt, svo það spinnist ekki lángar umræður um það á þessum þræði.

Með þessu átti ekki við að ekki gætu farið fram skoðanaskipti um hugmyndir, heldur að segja: "Þetta er vonlaust." "Hvers konar vitleysa er þetta?" o.s.frv.  Orðið "gagnrýni " er hér í merkingunni aðfinnsla.

Marinó G. Njálsson, 12.12.2007 kl. 22:02

32 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Marinó...Anna, hver er tengingin milli kristnifræðikennslu og presta?  Getur þú skýrt það betur út?

Svar:

 Þegar ég slapp við þennan ófögnuð í æsku, kenndi alltaf prestur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 22:22

33 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

vil taka fram að ég hef ekki traust til presta, enda voru engir prestar í frumkristnum söfnuðum til dæmis...þetta fyrirbæri er mér af reynslu afar klósetpappirlegt. ...en ef sérfræðingar eru að máli, s.s. sálfræðingar og geðlæknar í sambandi við andleg málefni, er ég meira örugg!...bara treysti ekki prestum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 22:30

34 Smámynd: Ingólfur

Marinó, finnst þér æskilegt að börn séu skilin að eftir trúarbrögðum í grunnskólanum? Það kann að vera að Mannréttindarnefndinni þyki nóg að börn fái náðasamlegast að sleppa trúboðinu en ég tel það hins vegar mannréttindabrot þegar skólinn greinir nemendurnar í sundur eftir trúarbrögðum. Ég tel það líka vera mannréttindarbrot að gera ráð fyrir að öll börn séu kristin þar til foreldrar segi annað. Það væri annað ef trúariðkun færi aðeins fram ef að foreldrar hefðu beðið um það.

Flugfélögin fengu mikla gagnrýni fyrir að gera ráð fyrir að maður vildi forfallatryggingu nema að maður tæki annað fram. Af hverju ætti að setja börn í trúariðkun að þeim forspurðum.

Ingólfur, 12.12.2007 kl. 22:30

35 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Marinó..."Hann sagðist senda tilvonandi fermingarbörnum póst, þar sem hann býður þeim að koma að hitta sig.  Mér finnst það vera betri aðferð en að setja fermingarfræðsluna inn á stundatöflu."...þetta er góð byrjun!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 22:35

36 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Marinó

Það er gaman af pælingum þínum og ég skynja mikinn vilja til að koma góðu til leiðar.

Margt er gott í þessum reglum eða leiðbeiningum sem þú setur fram en nr. 5 gengur ekki upp, þ.e.:

"5.   Bannað er að gagnrýna (koma með aðfinnslur um) tillögur annarra, en það má betrum bæta þær."

Gagnrýni er hornsteinn lýðræðislegs þjóðfélags sem metur tjáningarfrelsi.  Hins vegar þarf þessi tjáning auðvitað að bera mannvirðingu og ábyrgð á orðum sínum vitni.  Mig grunar að þú sért að reyna að koma því til skila með orðunum "...en það má betrum bæta þær", en orðanotkun fyrri hlutans gengur ekki upp.  Nú hef ég brotið þessa 5. reglu og er ánægður með það. 

Svanur Sigurbjörnsson, 12.12.2007 kl. 22:38

37 Smámynd: Ingólfur

Hann var reyndar búinn að bæta þessa reglu:

"Með þessu átti ekki við að ekki gætu farið fram skoðanaskipti um hugmyndir, heldur að segja: "Þetta er vonlaust." "Hvers konar vitleysa er þetta?" o.s.frv.  Orðið "gagnrýni " er hér í merkingunni aðfinnsla."

Ingólfur, 12.12.2007 kl. 22:43

38 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir orð Svans og góðann vilja, en vil gjarna fá svar við...innlegg 11.

Marinó...ég sé að þú hefur rétt fyrir þer með mannréttindasáttmála SÞ, en vil ítreka spurningu mína... hvernig er með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar stendur að öll börn eigi rétt á menntun og eitthvað um að ekki skuli mismuna vegna trúarskoðanna????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 22:44

39 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Það sem mér finnst að sátt ætti að ríkja um að ekki sé innan eða á vegum skólanna (grunnskóla og leikskóla):

  1. Bænahald í kennslustundum
  2. Heimsókn presta í skóla (þar með tallin vinaleið og allt sem tengist fermingarundirbúningi)
  3. Kirkjuheimsóknir

Draumsýn mín um hvernig standa ætti að trúarbragðafræðslu:

  1. Trúarbrögð tengjast menningu og sögu og ætti því að samtvinnast kennslu í sögu.
  2. Margt sem tengist kristni eru raunverulega bókmenntir og ætti að fléttast inn í þess háttar kennslu. Sé heldur ekkert að því að bænir séu kenndar á sama hátt og ljóð, það getur meira að segja komið trúlausum vel að kunna skil á nokkrum slíkum, læra það bara utanað sem ljóð án þess að þurfa um leið að spenna greipar og þykjast trúa eins og börn þurfa að gera í bænastundum í skóla.
  3. Þessu til viðbótar má hugsa sér kennslu þar sem farið er í helgihald mismunandi trúarbragða og skoðað hvað sé líkt og hvað ber á milli.

Grundvallaratriði að mínum dómi er að allir fái sömu kennslu, hópnum ekki skipt upp á vegna mismunandi trúarskoðana.

Það sem ég taldi upp hér að ofan er draumsýn og verður ekki að veruleika í náinni framtíð. Það sem ég vil sjá breytast er að gera þarf skýran greinarmun á hvenær fjallað er um sögulegar staðreyndir og hvenær er verið að segja sögur sem liggja á mörkum þess að vera bókmenntir og sagnfræði. Egilssaga er ekki sagnfræði en margt í henni gerðist raunverulega, hversu mikið vitum við ekki. Egilssaga er bókmenntir ekki sagnfræði. Sama gildir um margt í biblíunni. Börn eiga rétt á að vita mun á þessu. Það námsefni sem kennt er í dag gerir ekki þennan greinarmun, slíkt stuðlar að fáfræði.

Kristjana Bjarnadóttir, 12.12.2007 kl. 22:58

40 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...vil bæta við að ef "hefðin" á að koma hér við sögu þá má segja...

t.d.

"Við erum kjötætuþjóðfélag og höfum verið frá örófi alda. Í einu skiptin sem fólk hefur ekki borðað kjöt er þegar það átti ekki kjöt. Núna er "Anna" í bókhaldinu grænmetisæta og sem góðir Íslendingar getum við ekki annað en að neyða hana til að borða kjöt. Þröngva þessu bara ofan í hana. Þetta skaðar hana ekki og er hluti af menningararfi okkar. Annað væri náttúrulega bara umburðarlyndisfasismi og við viljum ekki svoleiðis.

Við erum líka karlaveldisþjóð og höfum verið það frá örófi alda. Núna vilja einhverjar kellingar fá réttindi. Við förum ekki að breyta okkur fyrir svo vitleysinga. Umburðarlyndið má ekki ganga svo langt."...

...t.d??? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 23:00

41 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Flott Kristjana...nú veit Marinó hvað ég vil...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 23:02

42 Smámynd: Johnny Bravo

Trúfrelsi á að ríkja í landinu og eiga þess vegna opinberir skólar ekki að hafa neitt með trúarbrögð að gera nema það á að vera frí frá 23des til 2 jan. og annan í páskum og uppstigningardag og annan í hvítasunnu. Það má halda valfrjáls litlu jól síðasta dag fyrir jól mín vegna.

Johnny Bravo, 12.12.2007 kl. 23:29

43 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Svo ég minnist nú aftur á þetta val nemenda (eða ölluheldur foreldra) um það hvort læra eigi Kristnifræði eða að öðrum kosti einhverja almenna siðfræði eða heimspeki...  Ég hnaut um eina línu hjá þér Marinó en hún var þessi: "Það er enginn neyddur til að læra ekki um Krist.  Þetta er kostur, ef vilji foreldranna/barnsins liggur í þá átt.  "

Eins og ég sé þetta ætti hún í raun að vera svona: "Það er enginn neyddur til að læra um Krist. Það er kostur, ef vilji foreldranna/barnsins liggur í þá átt." Breytinguna má sjá í feitletraða textanum.

Þá setjum við alla nemendur undir sömu námsskrá sem allir geta við unað. Þeir foreldrar/nemendur sem hinsvegar vilja læra um Krist og leggja þar mikla áhersu á, þeir geta þá valið að fara þá leið.

Með þessari leið tryggjum við að börn sem standa utan þjóðkirkjunnar upplifi það síður að þau séu skilin útundan. Eiginlega væri ég dálítið spenntur að sjá hversu stór hluti nemenda/foreldra kysu Kristnifræði fram yfir siðfræði/heimspeki. Ég hef þá trú að hlutfallið yrði ekki það sama og samkvæmt skráningum í trúfélög.

Tryggvi F. Elínarson, 12.12.2007 kl. 23:33

44 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Annað sem mig langar að minnast á...

Þegar ég les: "Samkvæmt mannréttindasáttmálanum.... ekki brotið gegn...." þá ómeðvitað les ég þetta út úr því: "Ég er búinn að kynna mér mannréttindasáttmálan og finna leið til að troða Kristnifræði upp á sem flesta, svo góð leið að foreldrar þurfa hreinlega að óska eftir því sérstaklega að fara ekki í trúboðstíma"....

Ég er ekki viss um að þetta sé rétta leiðin.

Svo verð ég að taka það fram hvað mér finnst þetta frábær þráður. Það er því miður allt of mikið af trúar og trúleysis umræðu á netinu á afar lágu plani. Gott að sjá að enn eru til netverjar sem geta rætt málin af rökfestu, sanngirni og heiðarleika - Frábært framtak Marinó

Tryggvi F. Elínarson, 12.12.2007 kl. 23:45

45 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tryggvi...ég hef þetta nefnilega einnig á tilfinningunni...en er kannski ekki rétt?...

"Ég er búinn að kynna mér mannréttindasáttmálan og finna leið til að troða Kristnifræði upp á sem flesta, svo góð leið að foreldrar þurfa hreinlega að óska eftir því sérstaklega að fara ekki í trúboðstíma"...."

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 23:55

46 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Svanur, ég lærði fyrir mörgum árum tækni til að fá fólk til að tjá sig um umdeild mál, þar sem aðilar með ríkjandi viðhorf tóku þátt í umræðu.  Þetta að banna gagnrýni í merkingunni aðfinnslur er einn af lykilþáttunum til að slíkt takist.  Þar með var sett stopp á aðfinnslur eins og "Þetta er nú ljóta heimskan", "Hvenær hefur eitthvað af viti komið frá þér", "Ég sit nú ekki undir svona heimsku", o.s.frv.  Það er ekki verið að tala um gagnrýni í merkingunni að sjá fleiri en eina hlið máls. 

Eftir að hugmyndir eru komnar fram í slíku hópstarfi, er unnið úr þeim og mat lagt á þær.  Á því stigi er hægt að vera gagnrýninn á þann hátt sem þú skilur.  Ég get sagt þér að ég hef marg oft notað þessa aðferð til að sætta hópa með ólík sjónarmið og á sínum tíma kenndi ég þessa aðferð á námskeiðum sem ég hélt.  Wilhem og Hugo sem hafa verið með námskeið um samskipti foreldra og barna hafa einnig kennt þessa aðferð og notað með góðum árangri.

Það sem þú ert að gera, er ekki brot á reglunni þar sem þú ert að nota röksemdir ekki aðfinnslur.  Á því er mikill munur. 

Marinó G. Njálsson, 13.12.2007 kl. 00:09

47 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Anna, ég hef bara ekki haft tíma til að kynna mér þetta ákvæði, en ég tek það sem svo að hafi Mannréttindanefnd SÞ mælt með því að gefinn sé kostur á undanþágu og öðrum úrræðum, þá reikna ég með að nefndin telji það ekki brot á Barnasáttmálanum.  En ég hef sem sagt ekki náð að kynna mér þetta atriði.  Því miður, Anna, en þar sem ég met þín innlegg svo mikils, þá skal ég reyna að finna mér tíma til þess á morgun.

Marinó G. Njálsson, 13.12.2007 kl. 00:13

48 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kæri Marino...takk , þetta skiptir mig miklu, enda er sonur minn 4 ára, en ef ég verð að draga hann frá "kristnifræðslu"...geri ég það. Bar engan skaða sjálf við það! (treysti ekki prestum)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 00:25

49 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tryggvi, það sem ég átti við þegar ég segi það er "enginn neyddur til að læra ekki um Jesú", er að þó fólk sé trúlaust eða játi aðra trú en Kristni, þá er ekki sjálfsagt að foreldrar þessara barna velji að barnið sitji ekki í kristnifræðikennslu.  Grundvallaratriðið er að trúarafstaða veitir rétt til að hafna fræðslu um aðra trú en gerir það ekki sjálfgefið að þessari fræðslu sé hafnað.  Þannig verður enginn neyddur til að læra um Jesú né neyddur til að læra ekki um Jesú.  Þetta virkar í báðar áttir.

Varðandi hitt innlegg þitt, þá skil ég það ekki.  Ég vil ekki neyða eitt eða neitt upp á einn eða neinn.  Ég vil að fólk hafi val og hef mótmælt þeirri staðhæfingu Siðmenntar að trúarfræðsla, -athafnir eða -iðkun sé brot á mannréttindum.  Ég hef ítrekað sagt að mannréttindabrotið ætti sér því aðeins við að einhver væri neyddur til að sitja undir trúarfræðslu sem er í andstöðu við trúarafstöðu viðkomandi eða lífspeki.  Hvernig getur þú lesið út úr þessu að hafi komist að þessari niðurstöðu "Ég er búinn að kynna mér mannréttindasáttmálan og finna leið til að troða Kristnifræði upp á sem flesta, svo góð leið að foreldrar þurfa hreinlega að óska eftir því sérstaklega að fara ekki í trúboðstíma".  Raunar er ég ekki búinn að kynna mér Mannréttindasáttmála SÞ, bara úrskurð Mannréttindanefndarinnar í einu máli.  Ég hef engan áhuga á að troða kristnifræði upp á fólk, en ég hef áhuga á að skólar haldi áfram að kenna fagið en virði í leiðinni rétt foreldra til að hafna fræðslunni fyrir börn sín.

Ég þakka þér fyrir góð orð og gott innlegg og vonast til að heyra meira frá þér. 

Marinó G. Njálsson, 13.12.2007 kl. 00:41

50 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Anna, hvað áttu við með "ef ég verð að draga hann frá "kristnifræðslu"...geri ég það"?  Ég held ég hafi misskilið þig í þegar ég svaraði þér fyrr í kvöld.

Marinó G. Njálsson, 13.12.2007 kl. 00:47

51 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ingólfur, svar við innleggi #35.  Þetta er örugglega framtíðin.  Við ákveðum við upphaf hvers skólaárs hvaða fög börnin sækja, en það er ekki komið að því.  Ég er aðdáandi áfangakerfisins og tel að hægt sé að nýta það að einhverju leiti á grunnskólastigi. 

Mér finnst það að nokkru leiti deila um keisarans skegg hvort talað sé um að bjóða önnur úrræði eða að segja að valið sé í trúargreinar út frá óskum foreldra, en líklegast er það síðarnefnda mildara/heppilegra.

Marinó G. Njálsson, 13.12.2007 kl. 00:54

52 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér brá við að heyra orð Önnu Benkovic, þegar hún talar um að hún muni draga sinn eigin son frá kristinfræðikennslu. Hvað gerist í hugum þeirra sem tala svona? Hversu lágt er hægt að sökkva?

Theódór Norðkvist, 13.12.2007 kl. 01:28

53 Smámynd: Ingólfur

Ég sé reyndar ýmsa kosti við áfangakerfi og það var notað í efstu bekkjum míns grunnskóla. Ég er hins vegar ósammála að það sé notað til að flokka nemendur eftir trúarskoðunum.

Ég tel mikilvægt að þau læri að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars en ég held að það auki frekar á fordómum gagnvart öðrum trúarbrögðum ef börnin eru aðskilin eftir trú.

Það væri eins og að flokka þau eftir stjórnmálaskoðunum foreldra, eða bara launum þeirra. Semsagt eitthvað sem væri víst til að valda rýg milli hópa.

Ingólfur, 13.12.2007 kl. 01:28

54 Smámynd: Ingólfur

"Hversu lágt er hægt að sökkva?"

Var það svona sem þú áttir við með reglu 5? 

Ingólfur, 13.12.2007 kl. 01:29

55 Smámynd: Óli Jón

Ég þakka greinarhöfundi fyrir þetta ágæta framtak. Eftirfarandi eru mínar hugleiðingar um málið.

Það sem á heima innan skólans:

  • Trúarbragðafræði, hlutlaus og alhliða
  • Siðfræðikennsla, byggð á almennum og góðum gildum
  • Litlu jólin og páskaskemmtanir með hófstilltu yfirbragði

Það sem á EKKI heima innan skólans:

  • Heimsóknir frá starfsfólki trúfélaga
  • Heimsóknir í kirkjur
  • Trúarleg innræting
  • Bænahald og sálmasöngur
  • Fermingarfræðsla

Með þessu er aðeins verið að færa trúarlega starfsemi úr skólunum á þann stað sem hún á heima, heimilin. Trúaðir foreldrar hljóta að fagna því að geta sjálfir uppfrætt börnin sín um þann þátt í lífi þeirra sem þeim þykir svo vænt um með fræðslu heima og/eða innan vébanda síns trúfélags. Ég geri engar athugasemdir við það þótt í ljóðakennslu slæðist inn eitthvað af kveðskap gömlu meistaranna sem innblásinn er af trú; hann er ekkert ekkert verri betri vegna þess.

Þetta fyrirkomulag mun EKKI reka trúrækin börn til trúleysis eða siðlauss háttalags, en það mun gefa hinum börnunum færi á að meta sína trúarlegu þörf með hlutlægari hætti án utanaðkomandi áhrifa innan þeirra opinberu stofnunar sem skólinn er.

Óli Jón, 13.12.2007 kl. 02:25

56 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Aths. 53 - Theodór, ég vil benda þér á að Anna B. á ættir að rekja til Balkanlandanna, hún hefur sagt frá því hér á blogginu áður, í fyrri umræðum.

Hugleiddu hvað hefur gengið á á þeim slóðum í gegnum tíðina og frá hvað bakgrunni þessi kona kemur. Reyndu síðan að skilja það sem hún segir út frá því.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 02:25

57 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Aths. 41 - Anna, frá 4ra ára aldri var ég ekki kjötæta. Sem betur fer var ég aldrei neydd til að borða kjöt. Hafi ég bragðað á kjöti síðan hefur það verið að eigin vali.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 02:56

58 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Marinó, ég á bara við, að ef til kennslu í kristnifræðum, eins og verið hefur, mun ég velja eitthvað annað fyrir son minn.  Vonandi verður boðið upp á heimspeki og skapandi hugsun í staðinn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 10:34

59 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta eru góða umræður.  Ég er ekki í kristnum söfnuði.  Gekk þaðan út, þegar mér fannst hroki og virðingarleysið vera orðið algjört á þeim stað sem ég kem frá, sérstaklega í sambandi við það þegar kirkjan okkar brann, eða var kveikt í henni.

En síðan hef ég mikið spáð í þessa hluti.  Byrjaði á því EFTIR að ég sagði mig úr söfnuðinum.  Og það er nú eitt, við fæðumst inn í kristinn söfnuð, eiginlega, og þurfum að segja okkur úr honum, ef við viljum ekki vera þar.   Þannig aðstöðu hefur ekkert annað trúfélag, eða samtök á Íslandi. 

Þegar ég fór að skoða þessi mál, og sérstaklega biblíuna og það sem þar stendur, þó ég hafi ekki lesið hana spjalda á milli, þá er þar um svo miklar mótsagnir að ræða og rugling að ég get ekki skilið hvernig er hægt að leggja lífsmat sitt með þetta rit til grundvallar.  Og þegar ég hugsa til baka þá man ég að sem barn í kirkjunni, þá sjaldan ég fór í kirkju; skyldi presturinn trúa öllu þessu sjálfur?

Og þessi spurning er ennþá að vefjasta fyrir mér.  Skyldu prestarnir virkilega trúa því sem þarna stendur orði til orðs ?

Þegar ég ákvað að ganga úr þjóðkirkjunni, þá voru margir sem vöruðu mig við.  Ég væri að taka áhættu á einhverju óskilgreindu, sem var grópað í huga fólks.

Ég held að einmitt þessi hræðsla fólks, við að standa utan við eitthvað sem því hefur verið innprentað frá barnæsku, endurspeglist í offorsi sumra sem tjá sig um þessi mál.  Við hvað fólk er hrætt veit ég ekki.  En málið er að það gerist ekkert hræðilegt þegar menn segja sig úr kirkjunni.  Í besta falli fara menn að skoða málin, leita hið innra með sjálfum sér að sannleikanum, og því, hvert maður er að fara, og hver maður er í raun og veru.

Og svo kemst maður að því að Kirkjan er búin að eigna sér hugtök og hátíðir, sem voru til löngu fyrir kristni. 

Kristilegt hugarfar hvað er það; í hvern mann er innbyggt ákveðið innræti, kærleikur, umburðarlyndi, hrifning, gjafmildi og löngun til að hjálpa náunganum, hefur fylgt manninum frá upphafi.  Það voru einmitt þessir eiginleikar sem greindu þá frá dýrunum.  En um leið, þá fylgdu hinir ókostirnir, græðgin, ásókn í völd og virðingu, og allt annað sem gerir okkur mannleg.  Það er bara spurning um hvað við höfum tileinkað okkur af þessum eiginleikum sem gildir, ekki hvort við aðhyllumst kenningar Krists eða ekki.  Jólin voru upphaflega hátíð heiðinna, sem fögnuðu því að daginn tók að lengja.  Enda er margsannað að Kristur fæddist ekki á jólunum.  Raunar veit sennilega enginn hvenær hann fæddist.  Páskar voru líka hátíð heiðinna. 

Málið er að Kirkjan sem stofnun tók yfir þessa helgisiði, og gerði þá að sínum, alveg eins og hún eignaði sér jarðir og lönd manna sem hún komst yfir.  Saga Trúar er ekki alltaf falleg, raunar oft á köflum hroðalega ljót.  Og svo greinilegt að þar er stundum hvergi til sparað að ná yfirráðum yfir sálum manna, og eignum þeirra líka, hér áður og fyrr.

Ég aðhyllist það, að hver maður leiti sannleikans fyrir sjálfan sig.  Það er innbyggt í okkur að ef við gerum öðrum gott, þá líður okkur vel, ef við aftur á móti gerum öðrum illt líður okkur illa, þar þarf ekkert innprentað siðgæði.  Við vitum þetta án þess beinlínis að okkur hafi verið sagt það.  Það er innbyggt í okkar innsta kjarna.  Fólk sem hefur aldrei heyrt um Krist, eða hlotið kristið uppeldi á þessar sömu tilfinningar og hagar sér í rauninni á sama hátt.  Þetta ættu menn að hafa í huga, þegar þeir ráðast að mannlegri reisn og segja að enginn maður geti í rauninni plummað sig í lífinu nema hafa hlotið einhverskonar leiðbeiðningu í Kristnu siðgæði.  Svo mikið fyrir það.  En þetta er mitt álit. Og ég held að það sé einmitt núna vakning í þá átt, og þess vegna er þessi ótti fólks við hið óþekkta, hvað tekur við ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 11:25

60 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Anna, hér kemur það sem ég sé í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að geti átt við í þessu samhengi.  Þetta er að mestu það sem Theódór Norðkvist nefni undir innleggi nr. 19 á þræðinum um Trúfræðslu og mannréttindi.

14. gr.
1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar.
2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.
3. Frelsi til að láta í ljós trú eða skoðun skal einungis háð þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í lögum og eru nauðsynlegar til að gæta öryggis almennings, allsherjarreglu, heilsu almennings eða siðgæðis, eða grundvallarréttinda og frelsis annarra.

29. gr.
1. Aðildarríki eru sammála um að menntun barns skuli beinast að því að:
   a) Rækta eftir því sem frekast er unnt persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu þess.
   b) Móta með því virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi og grundvallarsjónarmiðum þeim er fram koma í sáttmála hinna Sameinuðu þjóða.
   c) Móta með því virðingu fyrir foreldrum þess, menningarlegri arfleifð þess, tungu og gildismati, þjóðernislegum gildum þess lands er það býr í og þess er það kann að vera upprunnið frá, og fyrir öðrum menningarháttum sem frábrugðnir eru menningu þess sjálfs.
   d) Undirbúa barn til að lifa ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi, í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, jafnréttis karla og kvenna og vináttu milli allra þjóða, þjóðhátta-, þjóðernis- og trúarhópa, og fólks af frumbyggjaættum.
   e) Að móta með því virðingu fyrir náttúrulegu umhverfi mannsins.
2. Eigi skal líta svo á að í grein þessari eða í 28. gr. sé fólgin nein íhlutun í rétt manna og hópa til að koma á fót og stjórna menntastofnunum, enda sé ávallt gætt þeirra meginreglna, sem fram koma í 1. tölul. þessarar greinar, og lágmarkskrafna sem ríkisvaldið kann að gera til menntunar sem slíkar stofnanir veita.

30. gr. 
 Í ríkjum þar sem minnihlutahópar hafa myndast vegna sérstakra þjóðhátta, trúarbragða eða tungumála, eða þar sem frumbyggjar eru, skal barni sem heyrir til slíks hóps ekki meinað að njóta eigin menningar, játa og iðka eigin trú, og nota eigið tungumál í samfélagi með öðrum í hópnum. 

36. gr.
Aðildarríki skulu vernda börn gegn hvers kyns annarri notkun sem á einhvern hátt getur stefnt velferð þeirra í hættu.

Grunnurinn í þessum greinum er annars vegar frelsi til vals og athafna og hins vegar vörn gegn þvingunum og misrétti.  Þessi atriði kristallast í úrskurði Mannréttindanefndar SÞ, þar sem sagt er að foreldrar skulu haf val um það hvort börn þeirra sæki trúfræðslu eða taki þátt í trúarathöfn eða -iðkun.  Í úrskurði nefndarinnar segir einnig að bjóða skuli börnunum úrræði sem foreldrarnir sætta sig við (þetta er þó örugglega innan einhverra marka um hvað er framkvæmanlegt).  Barnið er verndað og því veittur réttur.  Þetta þýðir að þú sem móðir hefur rétt til að hafna eða samþykja trúfræðslu fyrir barnið þitt á þínum forsemdum og hafnir þú fræðslunni hefur þú rétt á því að skólinn bjóði aðra sambærilega kosti.  Barnasáttmálinn segir ekkert til um hvað er leyfilegt að kenna og hvað er bannað, enda held ég að það geti verið túlkað mismunandi eftir heimshlutum og menningarheimum hvað felst í 29. gr.

Ég vona að þetta svari að einhverju leiti spurningu þinni í innleggi #11. 

Marinó G. Njálsson, 13.12.2007 kl. 13:47

61 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já Marino, það gerir það...kærar þakkir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 15:00

62 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Úff þetta eru svo mikið af athugasemdum, ég hef ekki tíma til að fara í gegnum þær allar.
Ég myndi vilja sjá þessa fræðslu sem víðtækasta, opna og opinskáa;, auka vægi fræðslu annarra trúarbragða en að sjálfsögðu að kenna vel sögu þeirrar trúarbragða sem enn meirihluti þjóðarinnar tengir sig við.
Trúboð á síðan að vera í höndum kirkjunnar, safnaða og þeirra trúfélaga sem fólkið sjálft kýs að skrá sig í eða tilheyrir.

Kolbrún Baldursdóttir, 13.12.2007 kl. 15:19

63 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Theódór hvaða trúfræðslu myndir þú vilja sjá í skólastarfi?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 15:57

64 identicon

Sæll Marinó. Nóg að gera hjá þér. Gangi þér vel. Smá grein sem ég ætla að setja hér. Kær kveðja/Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði

Umhugsunarvert

Anne Graham, dóttir Billy Graham, var í viðtali í morgunnþætti Jane Clayson í sjónvarpi í Bandaríkjunum stuttu eftir hryðjuverkaárásina á World Trade Center.  Jane Clayson spurði hana. "Hvernig gat Guð leyft þessu að  gerast?"

 Og Anne Graham svaraði þessu á einstaklega djúpan og skilningsríkan hátt...; "Ég trúi því að Guð sé virkilega sorgmæddur yfir þessu, alveg eins og við erum, en í mörg ár höfum við verið að segja Guði að koma sér út úr skólum okkar, að koma sér út úr ríkisstjórnum okkar og að koma sér út úr lífi okkar. Og þar sem hann er "heiðursmaður" þá trúi ég því að hann hafi hægt og hljóðlega stígið til hliðar. Hvernig getum við ætlast til þess að Guð gefi okkur blessun sína og vernd ef við krefjumst þess að hann láti okkur í friði? " Í ljósi liðanna atburða... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv...

Ég held að þetta hafi einmitt byrjað þegar Madeline Murray O ' Hare ( sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu ) kvartaði yfir bæn í skólum okkar, og við sögðum : "Allt í lagi." Síðan sagði einhver að það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum. Biblíuna sem segir að þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum "Allt í lagi." Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga börnin okkar þegar þau haga sér illa. Og skólayfirvöld sögðu : " Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga sér illa vegna þess að við viljum ekki slæmt umtal, og við viljum vissulega ekki verða lögsótt. " ( Það er stór munur á ögun og snertingu barnsmíðum, löðrungi, niðurlægingu, spörkum o.s.frv. ) Og við sögðum :  "Allt í lagi."

Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður: " Það skiptir ekki málið hvað við gerum í okkar einkalífi svo framalega sem við vinnum vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: " Það skiptir ekki máli hvað nokkur annar gerir, þar á meðal forsetinn gerir í einkalífi sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott. Og síðan sagði skemmtanaiðnaðurinn: "Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem stuðla að guðlasti ( ljótu orðbragði ), ofbeldi og óleyfilegu kynlífi. Og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana, eiturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar. Og við sögðum :


"Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin slæm áhrif, og enginn tekur þessu hvort sem er alvarlega, svo gerið bara eins og þið viljið." Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa enga samvisku, og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og röngu, og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga, skólafélaga sína, og sig sjálf. Ef við hugsum málið nógu vel og lengi, þá getum við eflaust áttað okkur á stöðunni. Ég held að þetta hafi mikið að gera með að við "UPPSKERUM EINS OG VIÐ SÁUM." "Elsku Guð, hvers vegna hjálpaðir þú ekki  litlu stelpunni sem var myrt í skólastofunni sinni? " Einlægur og áhyggjufullur nemandi.... OG SVARIÐ:

"Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér er ekki hleypt inn í skólana. " Yðar einlægur, Guð. Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið út Guði og vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til Helvítis. Skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum, en við efumst um það sem stendur í Biblíunni.

Skrítið hvernig allir vilja komast til himna, svo framalega að þeir þurfi ekki að trúa, hugsa, segja, eða gera neitt sem Biblían segir.
Skrítið hvernig sumir geta sagt: "Ég trúi á Guð" en samt fylgt Satan, (sem "trúir" að vísu líka á Guð ).

Skrítið hvað við erum fljót að dæma, en viljum sjálf ekki vera dæmd.
Skrítið hvernig þú getur sent þúsund brandara í tölvupósti og þeir berast um eins og eldur í sinu, en þegar þú ferð að senda tölvupóst þar sem talað er um Drottinn, þá hugsar fólk sig tvisvar um áður en það sendir hann áfram.
Skrítið hvernig klúr, ósæmilegur, óheflaður og ruddalegur póstur ferðast frjáls um netheiminn, en opinber umræða um Guð er þögguð niður í skólum og vinnustöðum.

Skrítið hvernig einhver getur verið svo brennandi fyrir Guði á Sunnudegi, en verið ósýnilegur kristinn einstaklegur það sem eftir lifir vikunnar.
Hlærðu?
Skrítið hvernig þú ferð að framsenda þennan póst, þá sendir þú hann ekki til margra í netfangabókinni þinni vegna þess að þú ert ekki viss um hverju þeir trúa, eða hvað þeir munu halda um þig fyrir að senda sér þennan póst.
Skrítið hvernig ég get haft meiri áhyggjur hvað öðru fólki finnst um mig heldur en hvað Guði finnst um mig.

Hefur þetta fengið þig til að hugsa?

Ef þér finnst það þess virði, sendu þennan póst áfram. Ef ekki, hentu honum þá... Enginn mun vita hvað þú gerðir. En ef þú hendir þessum hugsunum frá þér, sittu þá ekki hjá og kvartaðu ekki yfir því í hversu slæmum málum heimurinn er !

Rósa Aðalsteisndóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 02:46

65 identicon

Komið sæl.
Hér hefur á tveimur dögum myndast langur þráður skoðanaskipta um kristin fræði kennslu í skólum. Margt gott hefur verið lagt til málanna og það væri of langt mál að fara að telja upp allt það sem ég gæti tekið undir.
Nú bý ég úti á landi í litlu samfélagi og hef því sjálfsagt töluvert aðra mynd af þessum "vanda" heldur en þið. Þó svo að flestir hér tilheyri enn þjóðkirkjunni eru vissulega einstaklingar á meðal okkar sem eiga sér aðrar rætur eða hafa á lífsleiðinni söðlað um og skráð sig annað. Það hefur alla tíð verið mitt markmið í mínu starfi sem kennari að vanda mig í öllu er varðar kennslu í kristnum fræðum og uppfræða börnin þar sem og í öðru með það að leiðarljósi að við þurfum alltaf að vera gagnrýnin í hugsun. Þetta viðhorf hef ég þrátt fyrir það að vilja kenna mig við kristna trú - eða kannski einmitt þess vegna, látum það liggja milli hluta.
Sem sóknarnefndarformaður hefur það líka verið verkefni mitt að skipuleggja samskipti skólans við kirkjuna þó svo að stundum fari líka ýmislegt fram án þess að ég komi þar nálægt - eins og þegar einn kennari skipulagði bekkjarferð í kirkjuna og hitti þar prestinn (sjá Aðalnámskrá grunnskóla, þrepamarkmið fyrir 4. bekk). Í starfi mínu sem sóknarnefndarformaður er það líka markmið mitt að skipuleggja samskipti skólans og kirkjunnar af virðingu og tillitsemi við börn og foreldra sem aðhyllast önnur trúarbrögð (þ.m.t. trúleysi) eða tilheyra öðrum kristnum kirkjudeildum.
Mig langar hér að velta upp tveimur atriðum sem ég hef nokkrar áhyggjur af (hef fleiri atriði en læt þessi duga að sinni) í þeirri þróun sem er að eiga sér stað - án þess að segja með því að ég vilji engar breytingar eða ætli mér að nota þetta sem afsökun fyrir því að það eigi ekki að breyta neinu.

  1. Mun þetta leiða til þess að einkareknum skólum fjölgi á Íslandi?
  2. Geta fámenn byggðalög staðið undir og rekið fámenna skóla ef kröfur um fjölbreytileika í námi aukast enn frekar á grunnskólastigi með tilheyrandi kostnaði - eða mun þessari fræðslu þá bara verða sleppt þar af því að það er ekki hægt að bjóða upp á hana eða verða einfölduð í einhverja saklausa samsuðu alls?

Mun reyna að finna tíma til þess að fylgjast áfram með þessari umræðu hér og takk öll sömun aftur fyrir góð og málefnaleg innlega/vangaveltur.

Alli Már (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 09:19

66 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Alli Már, þessu var að einhverju leiti svarað á hinum þræðinum.  En hér koma mínar pælingar við spurningunum þínum.

Sp. 1.  Hugsanlega mun þetta verða grunnur fyrir fleiri einkareknaskóla, þar sem tilteknum trúarlegum gildum verður gert hærra undir höfði en opinberir grunnskólar gætu gert.  Þau trúarlegu gildi þurfa ekkert frekar að vera kristin.

Sp. 2.  Það verður bæði erfiðara og auðveldara fyrir fámenn byggðarlög að standa undir þessum kröfum.  Erfiðara þar sem í fámennum bekk getur verið mikill fjölbreytileiki án þess að til sé næg þekking meðal kennara skólanna um öll trúarbrögð nemendanna.  Og auðveldara þar sem í fámennum bekk eru meiri líkur á að bekkurinn sé einsleitur.  Ef fjölbreytileikinn er mikill, þá er hugsanlegt að margir skólar komi sér saman um einhvers konar farandkennslu eða að efnið þynnist út í samsuðu með lítið kjöt á beinunum.  Málið er að skólarnir hafa ekkert val samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.  Þeir verða að finna úrræði fyrir fólk af ólíkum trúarbrögðum eða trúleysingja sem þessir aðilar sætta sig við.

Ps.  Afsakaðu töfina á svarinu. 

Marinó G. Njálsson, 15.12.2007 kl. 02:46

67 Smámynd: Ingólfur

En af hverju ekki Marinó, að kenna bara um trúarbrögð í skólum á hlutlausan hátt. Þannig að allir geti verið í sama skólanum og öll trúarbrögð saman, og láta síðan trúfélögin um hitt.

Nú vilja sumir meina að kristin trúariðkun í skólum stuðli gegn áhrifum islam. En það mun hafa öfug áhrif ef muslimum ofbýður svo yfirgangur kristinna í ríkisskólunum að þeir stofni sína trúarskóla.

Og trúarskólar er eitthvað sem ég vil ekki sjá börn alast upp í (hvaða trúarbrögð sem það eru nú)

Ingólfur, 15.12.2007 kl. 13:19

68 identicon

Sæll Marinó. Innlitskvitt. Þú stendur þig mjög vel. Kær kveðja. Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 16:06

69 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þeir sem eru að tala um að hafa vandaða trúarbragðafræðslu í grunnskólum um land allt hafa meiri trú en flestir þeir trúmenn sem ég þekki.

Nógu erfitt er að fá kennara í fámennustu byggðarlögin eins og staðan er í dag, þar sem einblínt er á kristinfræðikennslu. Hvernig haldið þið að það gangi að fá kennara sem eru fróðir um 6-7 trúarbrögð í þessi sömu byggðarlög?

Annars er ég með tillögu í þeim efnum: Látum þá atvinnurekendur,sem hafa ekki tímt að borga mannsæmandi laun og leitað eftir þrælum frá öðrum löndum á lægri launum, borga þann aukakostnað úr eigin vasa sem leggst á skólakerfið vegna aukins straums innflytjenda frá öðrum menningarsvæðum.

Theódór Norðkvist, 15.12.2007 kl. 18:21

70 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Theodór, það er til nokkuð í landinu sem heitir kennaramenntun. Hana annast Kennaraháskóli Íslands, með sóma, það ég best veit. Ég á von á að sú stofnun sé fær um að veita tilvonandi kennurum þá undirstöðumenntun í trúarbragðafræði sem ætti að duga þeim til kennslu í þeim fræðum í grunnskólum landsins, ekki síst ef gert verður að skilyrði fyrir réttindum, eins og nú liggur víst fyrir, að ljúka mastersgráðu. 

Svo er líka til fyrirbrigði sem nefnist námsbækur. Biblían á samt sem áður ekki að vera ein þeirra, þar sem hún flokkast undir það að vera trúarrit, þó vissulega megi finna í henni ljóðræna texta sem teljast til gullkorna heimsbókmenntanna. 

Tillögu þína tel ég hins vegar að sé ekki raunhæfa, þó auðvitað beri að refsa atvinnurekendum sem verða uppvísir að því að mismuna mönnum vegna þjóðernis. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2007 kl. 23:06

71 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér Gréta að benda okkur á að það er til menntakerfi í landinu, ég hafði bara ekki hugmynd um það. En mikið hefurðu yngst upp frá því ég sá þig síðast!

Hvað Kennaraháskólann varðar, þá er eflaust boðið upp á trúarbragðafræði þar, kannski eru kennararnir í þeirri grein allir guðfræðimenntaðir, hver veit? Þekking úreldist fljótt á þessu sviði sem öðrum og nauðsynlegt að fylgjast með þróuninni til að geta boðið upp á eins góða fræðslu og hægt er.

Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur, hefur rannsakað betur en flestir hér á landi hinar ýmsu stefnur og strauma í trúmálum. Það er mjög nauðsynlegt að hafa svoleiðis fræðimenn, einmitt til að koma í veg fyrir að öfgahópar festi hér rætur. 

Theódór Norðkvist, 16.12.2007 kl. 01:31

72 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég tel að það hljóti að vera gerð krafa til þess að þeir sem kenna trúarbragðafræði á háskólastigi séu hámenntaðir á því sviði. Sá sem hefur það umfangsmikla menntun í trúarbragðafræði að það sé talið nægja til réttinda í kennslu á háskólastigi hlýtur að vita sitthvað um kristni og guðfræði (þetta tvennt legg ég ekki endilega að einu).

Ég er sammála þér að til kennslustarfa á þessu stigi ætti aðeins að ráða úrvalsfólk. Vonandi er þess kostur. 

Ég er líka sammála þér að það að fá vel menntað fólk, sem hefur víða sýn á mannlega tilveru, til starfa í skólakerfinu vegur á móti því að fólk ánetjist öfgahópum. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2007 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband