Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Margrét Lára - til hamingju íþróttafréttamenn

Kjör íþróttamanns ársins er afstaðið og hafa íþróttafréttamenn rekið af sér þau slyðruorð að þeir geti ekki valið konu.  Vil ég óska íþróttafréttamönnum til hamingju með að hafa ekki bara valið Margréti Láru íþróttamann ársins, heldur ekki síður fyrir að hafa valið Rögnu Ingólfsdóttur í 3. sæti.

Að sjálfsögðu óska ég þeim Margréti Láru og Rögnu einnig til hamingju með vegtyllur sínar. 


mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það þarf að horfa á það umhverfi sem þessir tíu frábæru íþróttamenn eru í og hvernig þeir standa sig í því umhverfi.

Eiður er í einu besta félagsliði heims og á í erfiðleikum með að ávinna sér sæti í liðinu. Hann hefur ekki staðið sig sem skyldi með landsliðinu. Án efa væri hann lykilmaður í miðlungsgóðu félagsliði á Spáni eða Englandi. Ólafur og Guðjón Valur eru í erfiðustu deild heims í handbolta og hafa staðið sig vel með handboltalandsliðinu.

Kvennaknattspyrnan er vaxandi íþróttagrein, þrátt fyrir að mun færri konur stundi knattspyrnu en karlar.

Er samt eitthvað auðveldara fyrir konu að skara fram úr í knattspyrnu meðal kynsystra sinna, þó þær séu færri sem ástunda hana, heldur en það er fyrir karlmenn að skara fram úr í karlaknattspyrnu? Ég er ekki viss um það.

Samkeppnin veitir mönnum alltaf aðhald og heldur þeim á tánum. Í erfiðari samkeppni leggja flestir sig meira fram.

Enginn vafi leikur á að karlalandsliðið myndi sigra kvennalandsliðið, þess vegna verður að bera konur saman innbyrðis og karla saman við aðra karla.

Árangur kvennalandsliðsins og Margrétar Láru í stórmótum er meiri heldur en hjá karlalandsliðinu og helstu stjörnum íslenskrar karlaknattspyrnu og í því ljósi er þetta val réttlætanlegt.

Theódór Norðkvist, 29.12.2007 kl. 12:13

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hlerinn, það er einmitt málið.  Þetta er keppni milli karla og kvenna sem hafa náð árangri í sinni íþrótt.  Maður hefur nefnilega fengið það á tilfinninguna undanfarin ár að þetta væri bara keppni milli karla og þegar enginn karl hefur skarað fram úr, þá hefur sá skásti verið valinn, en ekki besti íþróttamaður þjóðarinnar hverju sinni.  Í fyrra var, t.d., Ásthildur Helgadóttir án ef fremst meðal jafningja, en þá tókst íþróttafréttamönnum að sniðganga hana.  Bæði þá og í ár var hún talin betri í Svíþjóð en Marta hin brasilíska, sem bæði árin lenti meðal þriggja bestu í heiminum hjá FIFA.  Núna lendir Ólafur Stefánsson í öðru sæti. Hvað afrekaði hann nákvæmlega á árinu?  Ég man ekki betur, en hann hafi verið undir mikilli gagnrýni hér heima fyrir slaka frammistöðu á HM í handbolta. 

Ásthildur og Margrét Lára spiluðu með landsliði sem er meðal þeirra bestu í heiminum.  Kvennalandsliðið í fótbolta er hærra skráð en karlalandsliðið í handbolta sem hefur hingað til þótt okkar skrautfjöður.  Samt var bara ein fótboltastelpa á listanum en þrír handboltastrákar.

Marinó G. Njálsson, 29.12.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1678315

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband