22.12.2009 | 15:23
En það er riftunarsök ef gerðar eru breytingar á TIF!
Nú rífast menn um hvort breyta megi Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta (TIF). Ég hélt að tekin væri allur vafi af um það í grein 12 í Icesave samningnum (þeim breska), en þar segir:
12.1.10 Compensation fund: The Guarantee Fund is dissolved or ceases to be, or any Change of lcelandic Law occurs which has or will have the effect that the Guarantee Fund ceases to be, the sole deposit-guarantee scheme in respect of the Landsbanki Depositors officially recognised in lceland for the purpose of Directive 94/19/EC (including any modification or re-enactment thereof or any substitution therefor).
12.1.11 Change of lcelandic Law: A Change of lcelandic Law occurs which has or would have a material adverse effect on the ability of the Guarantee Fund or lceland to perform their respective payment or other obligations under the Finance Documents to which they are party.
Mér finnst þetta vera nokkuð afdráttarlaust. Verði geta sjóðsins skert til að greiða út bætur, þá má rifta samningnum. Það að stofna B-deild er ígildi þessa að stofna annan sjóð til hliðar og hefur nákvæmlega sömu áhrif á getu TIF til að standa við skuldbindingar í Icesave, þ.e. skerðir getuna. Með stofnun B-deildar er verið að búa til nytt innstæðutryggingakerfi við hliðina á því gamla og það er það sem ákvæði greina 12.1.10 og 12.1.11 eiga að koma í veg fyrir.
![]() |
Brýtur ekki í bága við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2009 | 19:46
Betra að hafa tvö skattþrep en þrjú
Hagsmunasamtök heimilanna lögðu það til í sinni umsögn um skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar, að betra væri að hafa tvö skattþrep frekar en þrjú, bæði hvað varðar virðisaukaskatt og tekjuskatt. Varðandi virðisaukaskattinn, þá spurði ég á nefndarfundi hvort þingmenn gætu sagt til um hvaða vara í búðarhillu verslunar lenti í 7% þrepi, 14% þrepi og 25% þrepi. Flestir brostu vandræðalega út í annað, en einn þingmaður sagðist ekki velta fyrir sér hver virðisaukaskatturinn væri heldur hvert vöruverðið væri.
Eitt grundvallaratriði í skattheimtu hér á landi er eftirlit almennings. Þess vegna eru, t.d., álagningarskrár birtar. Með þremur skattþrepum í virðisaukaskatti er vonlaust fyrir almenning að segja til um hvaða vara er í hvaða skattflokki. Lítill vandi væri fyrir verslunareigendur að ruglast fyrir utan að flækjustigið eykst með tilheyrandi kostnaði. Nú hvar endar sá kostnaður? Að sjálfsögðu hjá neytendum. Þess vegna lögðu Hagsmunasamtök heimilanna til, að fundin væri leið til að ná inn sömu tekjum með tveimur skattþrepum. Hvort 25,5% í stað 25% gefi nákvæmlega sömu niðurstöðu og 14% í stað 7%, það hef ég ekki hugmynd um, en vonandi er ríkisstjórnin ekki að sækja meiri peninga til almennings.
Hagsmunasamtök heimilanna lögðu einnig til að tekjuskattsþrepin yrðu bara tvö. Lægsta þrepið væri fellt út, en í staðinn notað sambland af hækkun persónuafsláttar og endurgreiðslu þess persónuafsláttar sem ekki væri nýttur. Sú hugmynd, sem kom fram í Morgunblaðinu í dag, um eitt skattþrep upp á 43% með verulega hækkuðum persónuafslætti skilar vissulega sömu niðurstöðu. Samtökin telja mikilvægt að skattheimta sé eins einföld og kostur er, en jafnframt réttlát.
Í fréttatilkynningu í gær, vöktu samtökin athyglina á því, að skattahækkanir rata beint eða óbeint inn í lán landamanna. Steingrími J. Sigfússyni fannst ekki mikið til koma. Svona væri bara kerfið. En kerfið er mannanna verk og þeim er hægt að breyta. Hvetja samtökin því til þess að stjórnarflokkarnir standi við flokksþingssamþykktir sínar, en á flokksþingum beggja flokkar var samþykkt (í óþökk forystuliðsins) að hefja endurskoðun og mat á áhrifum verðtryggingar. Sú vinna er ekki hafin núna 8 mánuðum síðar. Er þetta dæmigert fyrir forystulið sem ekki þolir að almennir flokksmenn hafi sjálfstæða skoðun.
Það skal tekið fram, að Hagsmunasamtök heimilanna telja að ekki sé meira á heimilin leggjandi. Samtökin viðurkenna þó að nauðsynlegt er að loka fjárlagagatinu og það verður ekki gert nema með samblandi tekjuöflunar og niðurskurðar. Samtökin telja að við þær aðstæður sem nú eru, sé nauðsynlegt að hugsa út fyrir kassann. Samtökin hafa lagt til að færa tímabundið hluta af mótframlagi launagreiðanda í lífeyrissjóð yfir í tryggingargjald. Með því væri hægt að ná inn um 30 milljörðum á ári sem í staðinn væri hægt að létta af annars staðar.
![]() |
Gagnrýna vinnubrögð við skattlagningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2009 | 22:24
Hér um bil ekkert gerst á fasteignamarkaði í tvö ár
Fasteignamarkaðurinn er nokkurn veginn botnfrosinn. Hann er búinn að vera það í um tvö ár. Veltan á þessum hefur verið ýmist hræðileg eða ömurleg, a.m.k. fyrir þá sem eru með eignir til sölu. Ástæðurnar eru nokkrar, en óvissan á lánamarkaði vegur þyngst ásamt stökkbreytingu höfuðstóls lána. Erfitt er að selja eign, sem er með lán sem hefur hækkað um 30, 40, að maður tali ekki um 50% á tveimur og hálfu ári. Það er bara því miður saga margra.
Ég þekki þetta vel á eigin skinni, þar sem við hjónin erum búin að vera með raðhúsið okkar á sölu frá því í febrúar 2008. Ég held ég ýki ekki þó ég segi að innan við sex mögulegir kaupendur hafi komið að skoða. Þó höfum við lækkað verðið mikið og um tíma, þá settum við ekki ákveðið verð á eignina. Þetta væri svo sem í lagi, ef við stæðum ekki í byggingarframkvæmdum, þar sem treyst var á að peningur af sölu hússins kæmi inn á síðari stigum framkvæmda. Nú þurfum við í staðinn að brúa bilið með meira af sjálfsaflafé, sem er svo sem allt í lagi, en þýðir bara að framkvæmdir ganga hægar.
Ég býst við að nokkuð margir séu í þessum sporum. Jafnvel full margir. Þessi hópur hefur vissulega boðist fleiri úrræði en hinum almenna lántaka, en það getur verið þungt að vera með vaxtaberandi skuldir á fleiri en einni eign. Svo dæmi sé tekið, 5% vertryggðir vextir í 10% verðbólgu gerir 150 þús. kr. á hverja milljón. Margfaldi maður það með 40, þá eru það 6 m.kr. Nú fyrir utan allan þann tíma sem fer í hlaup á milli fjármálastofnana. Ég tel það í vikum vinnuna, sem hefur farið í að halda sjó, án þess að það sjáist eitthvað frekar til lands núna en fyrir einu og hálfu ári.
Ekki hef ég hugmynd um það hve margir eru í þessari stöðu, en tala þeirra er vafalaust einhver þúsund. 4 - 5 þúsund er ekki ólíklegur fjöldi. Hafi hver sett 4 vikur í að halda sér á floti síðustu 14 mánuði, þá gerir það 16 - 20 þúsund vikur eða 350-440 mannár sem jafngilda 1 - 1,3 milljörðum króna í töpuðum vinnustundum miðað við meðallaun upp á 250 þús.kr. á mánuði.
Það er svo sem hægt að reikna sig út í hið óendanlega, en eitt er víst, að mikið yrði ég feginn, ef mér tækist að selja. Þannig að ef einhver er þarna úti og viðkomandi vantar rúmlega 200 fm raðhús á besta stað í Kópavogi, þá er ég með eitt
![]() |
Veltan á fasteignamarkaði 4,6 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.12.2009 | 00:26
Hver er ábyrgð lánveitanda?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.12.2009 | 23:03
Viðskipti snúast um að hámarka ávinning beggja aðila, ekki annars!
Bloggar | Breytt 15.12.2009 kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.12.2009 | 10:07
Bankarnir fá sitt þrátt fyrir afslátt - Betur má ef duga skal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.12.2009 | 23:51
Samdráttur í neyslu eftir hrun. Skattheimta á almenning leysir ekki tekjuvanda ríkisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.12.2009 | 14:34
Í hvað fara hinir 140 milljarðarnir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.12.2009 | 22:53
Um hæfi eða vanhæfi þingmanna til að rannsaka stjórnmálamenn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2009 | 17:27
Látum í okkur heyrast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.12.2009 | 14:13
Erlendar skuldir og staða krónunnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2009 | 16:06
Fundur með AGS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
3.12.2009 | 15:45
Bílalánamál tapast
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
2.12.2009 | 14:05
80 ára leyndarákvæðið hefur, sem betur fer, nánast engin áhrif
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.12.2009 | 15:45
Heimsókn sendinefndar AGS: Lækkun skulda og greiðslubyrði lántaka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.11.2009 | 21:32
Bréf til banka og annarra lánastofnanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.11.2009 | 12:46
Hýrudrögum þá sem ekki mæta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.11.2009 | 23:23
InDefence hópurinn skorar á forseta Íslands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2009 | 14:52
Auglýst eftir raunverulegum úrræðum í stað sjónhverfinga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði