Leita í fréttum mbl.is

En það er riftunarsök ef gerðar eru breytingar á TIF!

Nú rífast menn um hvort breyta megi Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta (TIF).  Ég hélt að tekin væri allur vafi af um það í grein 12 í Icesave samningnum (þeim breska), en þar segir:

12.1.10   Compensation  fund: The Guarantee  Fund  is dissolved or ceases to be, or any Change of lcelandic Law occurs which has or will have the effect that  the Guarantee Fund ceases to be, the sole deposit-guarantee scheme in respect of the Landsbanki Depositors officially recognised in lceland for the purpose of Directive  94/19/EC (including any modification or re-enactment thereof or any substitution  therefor).

12.1.11   Change  of lcelandic Law: A Change of lcelandic Law occurs which has or would have a material adverse effect on the ability of the Guarantee Fund or lceland to perform their respective payment or other obligations under the Finance Documents to which they are party.

Mér finnst þetta vera nokkuð afdráttarlaust.  Verði geta sjóðsins skert til að greiða út bætur, þá má rifta samningnum.  Það að stofna B-deild er ígildi þessa að stofna annan sjóð til hliðar og hefur nákvæmlega sömu áhrif á getu TIF til að standa við skuldbindingar í Icesave, þ.e. skerðir getuna.  Með stofnun B-deildar er verið að búa til nytt innstæðutryggingakerfi við hliðina á því gamla og það er það sem ákvæði greina 12.1.10 og 12.1.11 eiga að koma í veg fyrir.


mbl.is Brýtur ekki í bága við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að hafa tvö skattþrep en þrjú

Hagsmunasamtök heimilanna lögðu það til í sinni umsögn um skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar, að betra væri að hafa tvö skattþrep frekar en þrjú, bæði hvað varðar virðisaukaskatt og tekjuskatt.  Varðandi virðisaukaskattinn, þá spurði ég á nefndarfundi hvort þingmenn gætu sagt til um hvaða vara í búðarhillu verslunar lenti í 7% þrepi, 14% þrepi og 25% þrepi.  Flestir brostu vandræðalega út í annað, en einn þingmaður sagðist ekki velta fyrir sér hver virðisaukaskatturinn væri heldur hvert vöruverðið væri. 

Eitt grundvallaratriði í skattheimtu hér á landi er eftirlit almennings.  Þess vegna eru, t.d., álagningarskrár birtar. Með þremur skattþrepum í virðisaukaskatti er vonlaust fyrir almenning að segja til um hvaða vara er í hvaða skattflokki.  Lítill vandi væri fyrir verslunareigendur að ruglast fyrir utan að flækjustigið eykst með tilheyrandi kostnaði.  Nú hvar endar sá kostnaður?  Að sjálfsögðu hjá neytendum.  Þess vegna lögðu Hagsmunasamtök heimilanna til, að fundin væri leið til að ná inn sömu tekjum með tveimur skattþrepum.  Hvort 25,5% í stað 25% gefi nákvæmlega sömu niðurstöðu og 14% í stað 7%, það hef ég ekki hugmynd um, en vonandi er ríkisstjórnin ekki að sækja meiri peninga til almennings.

Hagsmunasamtök heimilanna lögðu einnig til að tekjuskattsþrepin yrðu bara tvö.  Lægsta þrepið væri fellt út, en í staðinn notað sambland af hækkun persónuafsláttar og endurgreiðslu þess persónuafsláttar sem ekki væri nýttur.  Sú hugmynd, sem kom fram í Morgunblaðinu í dag, um eitt skattþrep upp á 43% með verulega hækkuðum persónuafslætti skilar vissulega sömu niðurstöðu.  Samtökin telja mikilvægt að skattheimta sé eins einföld og kostur er, en jafnframt réttlát.

Í fréttatilkynningu í gær, vöktu samtökin athyglina á því, að skattahækkanir rata beint eða óbeint inn í lán landamanna.  Steingrími J. Sigfússyni fannst ekki mikið til koma.  Svona væri bara kerfið.  En kerfið er mannanna verk og þeim er hægt að breyta.  Hvetja samtökin því til þess að stjórnarflokkarnir standi við flokksþingssamþykktir sínar, en á flokksþingum beggja flokkar var samþykkt (í óþökk forystuliðsins) að hefja endurskoðun og mat á áhrifum verðtryggingar.  Sú vinna er ekki hafin núna 8 mánuðum síðar.  Er þetta dæmigert fyrir forystulið sem ekki þolir að almennir flokksmenn hafi sjálfstæða skoðun.

Það skal tekið fram, að Hagsmunasamtök heimilanna telja að ekki sé meira á heimilin leggjandi.  Samtökin viðurkenna þó að nauðsynlegt er að loka fjárlagagatinu og það verður ekki gert nema með samblandi tekjuöflunar og niðurskurðar.  Samtökin telja að við þær aðstæður sem nú eru, sé nauðsynlegt að hugsa út fyrir kassann.  Samtökin hafa lagt til að færa tímabundið hluta af mótframlagi launagreiðanda í lífeyrissjóð yfir í tryggingargjald.  Með því væri hægt að ná inn um 30 milljörðum á ári sem í staðinn væri hægt að létta af annars staðar.


mbl.is Gagnrýna vinnubrögð við skattlagningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér um bil ekkert gerst á fasteignamarkaði í tvö ár

Fasteignamarkaðurinn er nokkurn veginn botnfrosinn.  Hann er búinn að vera það í um tvö ár.  Veltan á þessum hefur verið ýmist hræðileg eða ömurleg, a.m.k. fyrir þá sem eru með eignir til sölu.  Ástæðurnar eru nokkrar, en óvissan á lánamarkaði vegur þyngst ásamt stökkbreytingu höfuðstóls lána.  Erfitt er að selja eign, sem er með lán sem hefur hækkað um 30, 40, að maður tali ekki um 50% á tveimur og hálfu ári.  Það er bara því miður saga margra.

Ég þekki þetta vel á eigin skinni, þar sem við hjónin erum búin að vera með raðhúsið okkar á sölu frá því í febrúar 2008.  Ég held ég ýki ekki þó ég segi að innan við sex mögulegir kaupendur hafi komið að skoða.  Þó höfum við lækkað verðið mikið og um tíma, þá settum við ekki ákveðið verð á eignina.  Þetta væri svo sem í lagi, ef við stæðum ekki í byggingarframkvæmdum, þar sem treyst var á að peningur af sölu hússins kæmi inn á síðari stigum framkvæmda.  Nú þurfum við í staðinn að brúa bilið með meira af sjálfsaflafé, sem er svo sem allt í lagi, en þýðir bara að framkvæmdir ganga hægar.

Ég býst við að nokkuð margir séu í þessum sporum.  Jafnvel full margir.  Þessi hópur hefur vissulega boðist fleiri úrræði en hinum almenna lántaka, en það getur verið þungt að vera með vaxtaberandi skuldir á fleiri en einni eign.  Svo dæmi sé tekið, 5% vertryggðir vextir í 10% verðbólgu gerir 150 þús. kr. á hverja milljón.  Margfaldi maður það með 40, þá eru það 6 m.kr. Nú fyrir utan allan þann tíma sem fer í hlaup á milli fjármálastofnana.  Ég tel það í vikum vinnuna, sem hefur farið í að halda sjó, án þess að það sjáist eitthvað frekar til lands núna en fyrir einu og hálfu ári.

Ekki hef ég hugmynd um það hve margir eru í þessari stöðu, en tala þeirra er vafalaust einhver þúsund.  4 - 5 þúsund er ekki ólíklegur fjöldi.  Hafi hver sett 4 vikur í að halda sér á floti síðustu 14 mánuði, þá gerir það 16 - 20 þúsund vikur eða 350-440 mannár sem jafngilda 1 - 1,3 milljörðum króna í töpuðum vinnustundum miðað við meðallaun upp á 250 þús.kr. á mánuði.

Það er svo sem hægt að reikna sig út í hið óendanlega, en eitt er víst, að mikið yrði ég feginn, ef mér tækist að selja.  Þannig að ef einhver er þarna úti og viðkomandi vantar rúmlega 200 fm raðhús á besta stað í Kópavogi, þá er ég með eitt Smile


mbl.is Veltan á fasteignamarkaði 4,6 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er ábyrgð lánveitanda?

Hæstiréttur staðfest í dag synjun Héraðsdóms Reykjavíkur um tímabundna greiðsluaðlögun öryrkja , þar sem hann var talinn hafa hagað fjármálum sínum á ámælisverðan hátt. Í frétt á visir.is er birtur eftirfarandi texti úr dómi héraðsdóms: ..af því að...

Viðskipti snúast um að hámarka ávinning beggja aðila, ekki annars!

Einn nýju bankanna stærir sig af því í fréttatilkynningu að 2.000 viðskiptavinir gamla bankans hafi óskað eftir höfuðstólslækkun vegna verðtryggðra og gengistryggðra bílalána. (Þeir kalla að vísu gengistryggð bílalán "bílalán í erlendri mynt", þó svo að...

Bankarnir fá sitt þrátt fyrir afslátt - Betur má ef duga skal

Ég hef undanfarna daga verið að skoða og bera saman hin ýmsu úrræði, sem boðið er upp á fyrir heimilin í landinu vegna stökkbreytingu á höfuðstóli gengistryggðra lána þeirra. Það jákvæða við þessar lausnir er að skuldabyrðin, þ.e. höfuðstóll áhvílandi...

Samdráttur í neyslu eftir hrun. Skattheimta á almenning leysir ekki tekjuvanda ríkisins.

Það fór ekki mikið fyrir þessari frétt á mbl.is í gær (föstudag). Hún fór framhjá mér og það var ekki fyrr en ég sá hana í Morgunblaðinu í dag að ég las hana. Ég er ekki að tala um breytingu á neyslumynstri milli áranna 2006-2008 miðað við 2005- 2007....

Í hvað fara hinir 140 milljarðarnir?

Þau halda áfram að rugla þingheim og almenning forystufólkið okkar. Fyrst kemur Jóhanna og segir að ESB krefjist þess að við borgum lágmarkstrygginguna og svo kemur Steingrímur og segir, að fái Landsbankinn 300 milljarða inn, þá geti Tryggingasjóðurinn...

ESB: Við verðum að standa við lágmarkstryggingu. En af hverju það sem umfram er?

Mig langar að vitna hér í ræðu Jóhönnu: Stjórnarandstaðan hefur lagt til að ríkisstjórnin taki upp viðræður við Evrópusambandsins í þeim tilgangi að það hafi milligöngu um að leiða deilur þjóðanna til lykta. Öll þau skilaboð, sem við höfum fengið frá...

Um hæfi eða vanhæfi þingmanna til að rannsaka stjórnmálamenn

Þór Saari hefur lagt til að þingmenn skoði ekki þátt annarra þingmanna og stjórnmálamanna, núverandi og fyrrverandi, í bankahruninu. Sem oft áður, þá talar Þór hér af skynsemi. Það er nefnilega þannig, að þetta mál snýst ekki bara um hæfi eða vanhæfi...

Látum í okkur heyrast

Eftir góðan fund stjórnarmanna úr Hagsmunasamtökum heimilanna með tveimur fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þeim Mark Flanagan og Franek Rozwadowsky, þá virðist mér sem raddir okkar heyrist betur á skrifstofum AGS í Reykjavík og Washington, en hjá...

Erlendar skuldir og staða krónunnar

Það er áhugavert að fylgjast með þessari umræðu um erlendar skuldir ríkisins og þjóðarbúsins. Í sumarbyrjun höfðu menn litlar sem engar áhyggjur af þessu og þurfti tvo gesti á fund fjárlaganefndar í Icesave umræðunni til að vekja menn til umhugsunar. Þar...

Fundur með AGS

Fjórir stjórnarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna áttu í morgun mjög góðan fund með tveimur fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þ.e. þeim Mark Flanagan og Franek Rozwadowsky. Óskuðum við hjá HH eftir fundinum og verð ég að viðurkenna, að viðbrögð AGS voru...

Bílalánamál tapast

Í dag gekk dómur í máli SP Fjármögnunar gegn lánataka, þar sem tekist var á um lögmæti gengistryggðra lána. Dómurinn féll SP Fjármögnun í vil. Mér er sagt að dómnum verði áfrýjað. Dóminn er að finna á vef Héraðsdóms Reykjavíkur undir máli nr. E-4501/2009...

80 ára leyndarákvæðið hefur, sem betur fer, nánast engin áhrif

Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um meðferð skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis vegna bankahrunsins. Í frumvarpinu er lagt til að um leynd upplýsinga fari eftir 3. mgr. 8. gr. laga nr. 50/1996 Upplýsingalaga (sjá skýringu með 2. gr. frumvarpsins),...

Heimsókn sendinefndar AGS: Lækkun skulda og greiðslubyrði lántaka

Mig langar til að vekja athygli á frétt sem birtist í hádegisfréttum RÚV án þess að aðrir fjölmiðlar hafi tekið hana upp. Fréttin er um heimsókn sendinefndar AGS, en hún kemur til landsins í dag. Annars er fréttin sem hér segir: Sendinefnd AGS til...

Bréf til banka og annarra lánastofnanna

Hagsmunasamtök heimilanna hafa birt á heimasíðu sinni drög að tveimur bréfum til lánastofnanna. Langar mig að birta þessi drög hér. Í bréfunum, sem lántökum er ætlað að senda á lánveitanda sinn, fer lántaki fram á að lánveitandinn endurskoði upphæð...

Hýrudrögum þá sem ekki mæta

Í annað sinn á nokkrum dögum er boðaður kvöldfundur á Alþingi til að fjalla um uppgjöf ríkisstjórnar Íslands fyrir Bretum og Hollendingum. Síðast sýndu fæstir stjórnarliðar kjósendum og skattgreiðendum í landinu þá virðingu að vera viðstaddir umræðuna...

InDefence hópurinn skorar á forseta Íslands

Ýmislegt bendir til að ríkisstjórn Íslands ætli að þvinga í gegn um Alþingi í nafni flokkshlýðni breytingum á lögum um Icesave. Ríkisstjórn Íslands hefur tvisvar kosið að fara gegn vilja lýðræðislega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar og semja við Breta og...

Auglýst eftir raunverulegum úrræðum í stað sjónhverfinga

Heimilunum í landinu er ætlað að taka á sig óbætt alla hækkun á höfuðstóli lána sinna, þó öllum nema stjórnvöldum, örfáum aðilum innan fjármálafyrirtækjanna og einhverju Samfylkingarfólki sé ljóst, að það sé út í hött. Hinn gallharði stuðningur Árna Páls...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband