Leita í fréttum mbl.is

InDefence hópurinn skorar á forseta Íslands

Ýmislegt bendir til ađ ríkisstjórn Íslands ćtli ađ ţvinga í gegn um Alţingi í nafni flokkshlýđni breytingum á lögum um Icesave.  Ríkisstjórn Íslands hefur tvisvar kosiđ ađ fara gegn vilja lýđrćđislega kjörinna fulltrúa ţjóđarinnar og semja viđ Breta og Hollendinga um annađ en Alţingi hafđi veitt henni umbođ til.  Ekki einu sinni, heldur tvisvar hefur vilji Alţingis veriđ hunsađur.  Ég ćtla ekki ađ geta mér ţess til hér hvers vegna ríkisstjórn Íslands hefur kosiđ ađ vinna gegn vilja Alţingis, en niđurstađan hefur í bćđi skiptin veriđ mun meira íţyngjandi samningar um Icesave, en vilji löggjafans hefur stađiđ til.

Í kvöld ákvađ InDefence hópurinn, sem hefur stađiđ sem klettur í brimsjó, í vörn sinni fyrir íslenska skattborgara nćstu 15 ára, ađ hefja söfnun rafrćnna  undirskrifta, til ađ skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, ađ synja vćntanlegum lögum um Icesave stađfestingar, ţegar ţau verđa undir hann borin.  Eđa eins og segir í yfirlýsingu á heimasíđu samtakanna:

Alţingi Íslendinga hefur nú til međferđar frumvarp til breytinga á lögum nr. 96/2009 um ríkisábyrgđ á Icesavesamningum.

Verđi ţađ samţykkt er ljóst ađ fjárhagslegu sjálfstćđi ţjóđarinnar er stefnt í hćttu. Framtíđarkynslóđir Íslands yrđu skuldsettar um langa framtíđ og lífskjör ţeirra skerđast.

Viđ stađfestingu laga nr. 96/2009 ítrekađi forseti Íslands mikilvćgi fyrirvara Alţingis međ sérstakri áritađri tilvísun til ţeirra, sbr. yfirlýsingu hans dags. 2. september 2009. Ţeir fyrirvarar viđ ríkisábyrgđ sem samţykktir voru í ágúst voru sameiginleg niđurstađa fjögurra ţingflokka á Alţingi og byggđust á tillögum og hugmyndum fjölda sérfrćđinga og áhugafólks á almennum vettvangi. Fyrirvararnir taka miđ af sanngjörnum rétti og hagsmunum Íslendinga og alţjóđlegri samábyrgđ, eins og segir í yfirlýsingu forseta Íslands.

Fyrirvararnir sem mestu skipta til ađ takmarka ríkisábyrgđina og verja hagsmuni ţjóđarinnar vegna Icesave-samninganna eru í nýja frumvarpinu nánast ađ engu gerđir. Međ samţykki ţessa frumvarps verđa skuldbindingar íslenska ríkisins á ný ófyrirsjáanlegar bćđi hvađ varđar fjárhćđir og tímalengd.

Vil ég hvetja alla, sem vilja leggja málinu liđ, ađ fara inn á heimasíđu samtakanna http://indefence.is/ og skrá sig á listann.  Efnahagsleg framtíđ ţjóđarinnar er í húfi.  Lífsgćđum okkar sem ţjóđar er stefnt í vođa.  Höfnum nýjum Icesave samningi.  Virđum lýđrćđiđ í landinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búinn ađ kvitta.

Dáist ađ ţessu fólki sem stendur ađ Indefence.

Sigurđur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 25.11.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sama hér.

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2009 kl. 12:23

3 identicon

Tek undir međ ykkur öllum. 

ElleE (IP-tala skráđ) 28.11.2009 kl. 12:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1673421

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2023
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband