Leita í fréttum mbl.is

ESB: Við verðum að standa við lágmarkstryggingu. En af hverju það sem umfram er?

Mig langar að vitna hér í ræðu Jóhönnu:

Stjórnarandstaðan hefur lagt til að ríkisstjórnin taki upp viðræður við Evrópusambandsins í þeim tilgangi að það hafi milligöngu um að leiða deilur þjóðanna til lykta. Öll þau skilaboð, sem við höfum fengið frá Evrópusambandinu eru um, að við verðum að standa við lágmarkstryggingu innistæðna

(Leturbreyting er mín.)

Einmitt.  Við eigum að standa við lágmarkstryggingu innistæðna, þ.e. EUR 20.887.  En hvers vegna erum við þá að borga Bretum og Hollendingum umfram þessa lágmarkstryggingu?  Icesave væri ekki eins mikið mál, ef við værum eingöngu að greiða EUR 20.887.  Það er upphæðin umfram það, sem er málið.  Það er þessi greiðsla sem rennur til Breta og Hollendinga, "ein evra til okkar og ein evra til þeirra"-fyrirkomulagið sem veldur hinni miklu greiðslubyrði sem leggjast mun á skattborgara landsins næstu árin/áratugi.

Ég átta mig alveg á því af hverju Bretar og Hollendingar krefjast meira.  Það er náttúrulega út af neyðarlögunum.  En væri ekki betra að fyrst séu greiddar þessar 20.887 EUR að hámarki inn á hvern reikning (þó ekki meira en innistæðan var) áður en byrjað er að greiða það sem er umfram.  Ég hef aldrei getað skilið rökin fyrir þessu fyrirkomulagi.  Ég get ómögulega skilið hvernig nokkur fær það út að evra númer 20.888 eigi að ganga fyrir evru númer 2 í útgreiðslu eða að íslenskir skattgreiðendur eigi að greiða fyrir evrur númer 17.000 til 20.887, þó svo að búið sé að greiða 34.000 evrur vegna tiltekinnar innistæðu.  En ég sat ekki við samningaborðið og fékk því ekki röksemdarfærsluna beint í æð.


mbl.is Afar ólík sýn á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hefði örugglega verið betra fyrir Ísland, ef þú hefðir setið við samningaborðið Marinó!

Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég veit nú ekkert um það, Guðmundur, en takk samt.  Hitt er að mér finnst eitt og annað einkennilegt við samninginn, eins og ég benti á í færslu í sumar.  En þetta finnst mér einkennilegast af öllu.

Marinó G. Njálsson, 8.12.2009 kl. 13:55

3 identicon

þú virðuist ekki átta þig á að innstæðutryggingasjóður er og vara aldrei undir ábyrgð íslenska ríkisins heldur greiddu fjármálastofnanir ákveðna upphæð af innstæðum inn á þann reikning eftir settum reglum, það er eitthvað sem sumir virðast eiga erfitt með að meðtaka

ari (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 14:14

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

ari, ég átta mig alveg á því og ég þekki bæði ESB tilskipunina og íslensku lögin.  Ef þú lest færslur mínar um þetta mál rúmt ár aftur í tímann eða svo, þá getur þú séð skilning minn á þessu máli.

Marinó G. Njálsson, 8.12.2009 kl. 14:17

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sama hér, ég er alveg með á nótunum. Evróputilskipunin um innstæðutryggingar bannar beinlínis ríkisábyrgð og tryggingasjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem er ekki á ábyrgð ríkisins sbr. álit Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. Hinsvegar er Evrópusambandið núna eftir hrunið að innleiða endurskoðaða útgáfu þessarar tilskipunar, þar sem þessu er breytt þannig að framvegis verða allar bankainnstæður á EES-svæðinu tryggðar með ríkisábyrgð. Í reynd þýðir þetta að útilokað verður fyrir hvert ríki fyrir sig að halda úti bankakerfi sem er stærra en svo að það samræmist stærð hagkerfisins. Á þessari breytingu eru bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar og tíminn verður að leiða í ljós hvernig þetta reynist.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband