19.12.2009 | 19:46
Betra að hafa tvö skattþrep en þrjú
Hagsmunasamtök heimilanna lögðu það til í sinni umsögn um skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar, að betra væri að hafa tvö skattþrep frekar en þrjú, bæði hvað varðar virðisaukaskatt og tekjuskatt. Varðandi virðisaukaskattinn, þá spurði ég á nefndarfundi hvort þingmenn gætu sagt til um hvaða vara í búðarhillu verslunar lenti í 7% þrepi, 14% þrepi og 25% þrepi. Flestir brostu vandræðalega út í annað, en einn þingmaður sagðist ekki velta fyrir sér hver virðisaukaskatturinn væri heldur hvert vöruverðið væri.
Eitt grundvallaratriði í skattheimtu hér á landi er eftirlit almennings. Þess vegna eru, t.d., álagningarskrár birtar. Með þremur skattþrepum í virðisaukaskatti er vonlaust fyrir almenning að segja til um hvaða vara er í hvaða skattflokki. Lítill vandi væri fyrir verslunareigendur að ruglast fyrir utan að flækjustigið eykst með tilheyrandi kostnaði. Nú hvar endar sá kostnaður? Að sjálfsögðu hjá neytendum. Þess vegna lögðu Hagsmunasamtök heimilanna til, að fundin væri leið til að ná inn sömu tekjum með tveimur skattþrepum. Hvort 25,5% í stað 25% gefi nákvæmlega sömu niðurstöðu og 14% í stað 7%, það hef ég ekki hugmynd um, en vonandi er ríkisstjórnin ekki að sækja meiri peninga til almennings.
Hagsmunasamtök heimilanna lögðu einnig til að tekjuskattsþrepin yrðu bara tvö. Lægsta þrepið væri fellt út, en í staðinn notað sambland af hækkun persónuafsláttar og endurgreiðslu þess persónuafsláttar sem ekki væri nýttur. Sú hugmynd, sem kom fram í Morgunblaðinu í dag, um eitt skattþrep upp á 43% með verulega hækkuðum persónuafslætti skilar vissulega sömu niðurstöðu. Samtökin telja mikilvægt að skattheimta sé eins einföld og kostur er, en jafnframt réttlát.
Í fréttatilkynningu í gær, vöktu samtökin athyglina á því, að skattahækkanir rata beint eða óbeint inn í lán landamanna. Steingrími J. Sigfússyni fannst ekki mikið til koma. Svona væri bara kerfið. En kerfið er mannanna verk og þeim er hægt að breyta. Hvetja samtökin því til þess að stjórnarflokkarnir standi við flokksþingssamþykktir sínar, en á flokksþingum beggja flokkar var samþykkt (í óþökk forystuliðsins) að hefja endurskoðun og mat á áhrifum verðtryggingar. Sú vinna er ekki hafin núna 8 mánuðum síðar. Er þetta dæmigert fyrir forystulið sem ekki þolir að almennir flokksmenn hafi sjálfstæða skoðun.
Það skal tekið fram, að Hagsmunasamtök heimilanna telja að ekki sé meira á heimilin leggjandi. Samtökin viðurkenna þó að nauðsynlegt er að loka fjárlagagatinu og það verður ekki gert nema með samblandi tekjuöflunar og niðurskurðar. Samtökin telja að við þær aðstæður sem nú eru, sé nauðsynlegt að hugsa út fyrir kassann. Samtökin hafa lagt til að færa tímabundið hluta af mótframlagi launagreiðanda í lífeyrissjóð yfir í tryggingargjald. Með því væri hægt að ná inn um 30 milljörðum á ári sem í staðinn væri hægt að létta af annars staðar.
Gagnrýna vinnubrögð við skattlagningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sammála þér Marínó með 2 skattþrep
Hér í Danmörku er verið að hverfa frá 3ja þrepa tekjuskattskerfi yfir í 2ja þrepakerfi núna um áramótin. Svokallað milliskattsþrep dettur núna út. Danska skattkerifð er alveg með eindæmum flókið eins og það er í dag.
Lilja (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.