6.1.2010 | 17:00
Skynsemisrödd úr óvæntri átt
Óhætt er að segja, að hér komi stuðningur úr óvæntri átt. Moody's tekur allt annan pól í hæðina, en félagar þeirra hjá Fitch Ratings. Raunar má segja að Moody's setji með áliti sínu ofan í við Fitch Ratings og geri svo grín að þeim að auki. Icesave skuldbindingarnar skelli jú ekki á ríkinu fyrr en eftir 8 ár eða svo.
Ég gagnrýndi Fitch Ratings harkalega í færslu í gær. Mér sýnist álit Moody's staðfesta að gagnrýni mín átti fullkomlega rétt á sér. Fitch Ratings hljóp á sig, það er málið. Nú er spurning hvort þeir séu nokkuð of stoltir til að viðurkenna mistök sín og endurskoða þessa dæmalaus ákvörðun frá því í gær.
En álit Moody's kallar líka á gagnrýni á stjórnvöld. Þau hafa haldið því ítrekað á lofti að tafir á Icesave og hvað þá höfnun myndi setja lánshæfismat Íslands í uppnám. Vissulega leit allt út fyrir það eftir, það sem ég vil kalla, frumhlaup Fitch Ratings í gær. Bæði álit S&P í morgun og Moody's núna setja allt annað hljóð í strokkinn. Raunar er álit Moody's svo jákvætt, að það léttir manni barasta lund .
![]() |
Moody's: Ísland þolir tímabundna óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.1.2010 | 13:49
Fyrirsláttur að ekki sé hægt að skrá nöfn rétt
Bróðursonur minn heitir góðu og gildu íslensku nafni Matthías Guðmundur og síðan er hann Þorsteinsson. Þetta gerir 33 stafir með stafabilum. Hann heitir því ekki þessu nafni samkvæmt þjóðskrá. Sama gildir um fjölmarga Íslendinga. Þeir fá ekki að heita nöfnunum sem þeir voru skírðir ásamt kenninafni.
Ég hef nokkrum sinnum á undanförnum 25 árum eða svo rætt við starfsmenn Hagstofunnar og fleiri opinbera aðila um þetta mál og hélt að þessu hefði verið breytt fyrir löngu. Skýringin í upphafi á þessu var tæknilegs eðlis. (Fyrirgefið mér, en nú ætla ég út í umræðu um ævaforna tölvutækni sem þótti fín áður en ég hóf mína skólagöngu.) Allt byggir þetta á bitum og bætum. Í gamla daga voru takmarkanir á lengd sviða í gagnatöflum. Færsla gat verið 128 bæti eða ASCII stafir. Þegar starfsmenn Þjóðskrár (eða hver það nú var) voru að skoða hvaða upplýsingar þurfti að halda utan um, þá var bara 31 stafur til ráðstöfunar fyrir nafnið eftir að búið var að setja niður allt annað sem var bráðnauðsynlegt að hafa. Þannig að 128 ASCII stafa takmörkunin sem var til staðar 1964 (eða hvenær það nú var) ræður því í dag að nöfn geta ekki verið lengri. Þetta er náttúrulega gjörsamlega fáránlegt. Þrátt fyrir miklar tækniframfarir, sú stærsta líklegast þegar færslan stækkaði úr 128 ASCII stöfum í heila 256, hefur þessu bara aldrei verið breytt. Ennþá sitjum við uppi með takmörkun frá því fyrstu tölvurnar komu til Ísland á sjöundaáratugnum.
Það er fyrir löngu búið að skipta út gömlu IBM tölvunum og gagnagrunnunum sem notaðir voru áður en helmingur núlifandi Íslendinga fæddist. Það er búið að stækka gagnatöflur þjóðskrár, þannig að meiri upplýsingar eru skráðar núna. En allt kemur fyrir ekki, það er Þjóðskráin sem ræður hvað fólk heitir en ekki einstaklingurinn (foreldrarnir). Það skal tekið fram, að breytingin á þessu er í reynd mjög einföld og flestir forritarar geta framkvæmt hana á nokkrum mínútum. Þegar ég sá um nemendabókhaldskerfi Iðnskólans í Reykjavík 1992 - 1997, þá breytti ég þessu og því fengu nemendur Iðnskólans að heita réttum nöfnum, ef þeir vöruðu okkur bara við vitleysunni. Ég hafði einfaldlega tvö nafnasvið. Annað með þjóðskrárnafninu og hitt með fullu nafni. Vissulega kom einn og einn með svona "brasilískt" nafn, þ.e. að því virtist óendanlega mörgum millinöfnum, en það voru slíkar undantekningar að þær skiptu ekki máli.
Mér finnst það hálf aumt, að það sé ekki búið að breyta þessu. Eins og ekki sé hægt hjá Þjóðskránni að halda rétt utan um nöfn fólks, þó svo að sú tafla sem send er út til valinna áskrifenda hafi hugsanlega nafnasviðið eitthvað styttra og byggi á 128/256 stafa forminu. Flestir eru með upplýsingakerfi sem ráða við nafnið í fullri lengd. Hvað sem því líður, þá er það óafsakanlegt, að 45 ára gömlu takmörkun á færslulengd í Þjóðskrá skuli ákveða hvað fólk heitir í upplýsingakerfum landsmanna. Þetta er náttúrulega ekkert annað en hneyksli.
Mér finnst að nær hefði verið fyrir umboðsmann Alþingis, að krefjast þess að þessi ritháttur verði lagður niður og tekin upp nútímalegri vinnubrögð. Það er gott og blessað að hafa reglur um forna siði, en betra er leggja af úrelta tækni. Við þurfum ekki einu sinni að færa hlutina til nútímans. Strax 1980 og alveg örugglega 1990 réð tæknin við svona flókin fyrirbrigði eins og 33 stafa nöfn og jafnvel lengri
![]() |
Ráðuneyti vanrækti í 13 ár að setja reglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2010 | 19:39
Í dúr við annað frá Fitch
Þessi matsfyrirtæki eru ótrúleg. Þau skilaboð hafa aftur og aftur komið frá þeim, að þess meiri skuldbindingar sem ríkissjóður tekur á sig, þess betri verði lánshæfismatið! Ég held að allir bankamenn séu sammála um, að sá sem skuldar lítið sé líklegri til að geta staðið undir nýjum lánum en sá sem skuldar mikið.
Í haust, þegar Alþingi setti lög með skilyrðum fyrir ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingunum, þá lækkaði lánshæfiseinkunnin. Nokkrum vikum síðar, þegar nýr samningur var gerður með auknum byrðum, þá töldu matsfyrirtækin það jákvætt. Erum menn hjá þessum fyrirtækjum að vinna fyrir Breta og Hollendinga? Ég hefði haldið að lögin frá því í haust hefðu átt að styrkja lánshæfismatið, þar sem verið var að setja þak á skuldbindingarnar og að nýr samningur við Breta og Hollendinga hefði átt að veikja lánshæfismatið. Ég satt best að segja skil hvorki upp né niður í röksemdafærslum þessara fyrirtækja.
Orðspor matsfyrirtækjanna er svo sem ekkert sérstakt í mínum huga. Hægt var, að því virtist, að kaupa frá þeim AAA mat á verðbréfum hér á árum áður, enda var samkvæmt skýrslu bandaríska verðbréfaeftirlitsins (SEC) frá sumrinu 2008 enginn aðskilnaður milli þeirra sem öfluðu samninga og sömdu um verk annars vegar og þeirra sem sáu síðan um matið hins vegar. Hvernig er hægt að láta sama aðilann semja um verð og síðan sjá um matið? Mér detta svona samskipti "Bíddu, síðast þegar ég samdi við þig, þá settir þú bréfin mín í ruslflokk. Ég sem ekki aftur við þig." "Nei, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Matið verður betra núna og verðið lækkar aðeins." Þannig var þetta víst árin 2005 - 2008, ef ekki lengra aftur. Skuldabréf Glitnis fengu AAA mat sem er sama og bandarísk ríkisskuldabréf! Kannski er það viðvörun til eigenda bandarískra ríkisskuldabréfa að innan ekki langs tíma fáist eingöngu 5 - 20% fyrir þau!
![]() |
Fitch lækkar lánshæfismat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2010 | 16:06
Sorgleg er erlenda pressan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.1.2010 | 13:22
Er Landsbankinn að bregðast við gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna? - Bankarnir geta gert betur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.1.2010 | 17:48
Icesave í þjóðaratkvæði - Mætum á Bessastaði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
31.12.2009 | 13:47
..og aldrei það kemur til baka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.12.2009 | 12:25
Ábyrgð lánveitanda er engin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
24.12.2009 | 11:31
Jólakveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.12.2009 | 18:43
Lántakar eiga að fá raunverulegar lausnir, ekki sjónhverfingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2009 | 15:23
En það er riftunarsök ef gerðar eru breytingar á TIF!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2009 | 19:46
Betra að hafa tvö skattþrep en þrjú
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2009 | 22:24
Hér um bil ekkert gerst á fasteignamarkaði í tvö ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.12.2009 | 00:26
Hver er ábyrgð lánveitanda?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.12.2009 | 23:03
Viðskipti snúast um að hámarka ávinning beggja aðila, ekki annars!
Bloggar | Breytt 15.12.2009 kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.12.2009 | 10:07
Bankarnir fá sitt þrátt fyrir afslátt - Betur má ef duga skal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.12.2009 | 23:51
Samdráttur í neyslu eftir hrun. Skattheimta á almenning leysir ekki tekjuvanda ríkisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.12.2009 | 14:34
Í hvað fara hinir 140 milljarðarnir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.12.2009 | 22:53
Um hæfi eða vanhæfi þingmanna til að rannsaka stjórnmálamenn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði