29.1.2010 | 23:45
Fáránleiki verðtryggingarinnar - Lausnin er að stytta í lánum eins og fólk frekast ræður við
Ég var að leika mér með tölur í kvöld og reiknaði m.a. út áhrif verðtryggingar á 20 m.kr. lán til 40 ára. Niðurstöðurnar komu mér svo sem ekkert á óvart, en þær eru samt fáránlegar.
Sé tekið 20 m.kr. lán til 40 ára, gert ráð 5,0% vöxtum og að verðbólga sé 6% á ári (nokkurn veginn söguleg verðbólga síðustu 20 ára), þá greiðir lántaki til baka 131 m.kr. Af þessari tölu eru verðbætur og áhrif vegna verðbótanna í formi hærri vaxtagreiðslu alls 91 m.kr. Þessi tala fæst með því að reikna út heildargreiðslu án verðbólgu (þ.e. 40 m.kr.) og draga frá 131 m.kr. Verðtryggingin er að kosta lántakann 91 m.kr.
Breytum nú forsendum og færum verðbólguna niður í 4%. Þá er heildargreiðslan 85 m.kr. og verðbótaþátturinn því 45 m.kr. Við 2,5% verðbólgu lækkar heildargreiðslan í 62 m.kr. og verðbótaþátturinn i 22 m.kr.
Tekið skal fram að reiknað er með jöfnum afborgunum, en samkvæmt þeirri aðferð er greiðslubyrðin há til að byrja með en lækkar svo eftir því sem á lánstímann líður.
Ef þetta er skoðað út frá jafngreiðslu láni (annuitetslán), þá fer heildargreiðslan miðað við 6,0% verðbólgu upp í 185 m.kr. eða hækkar um 54 m.kr. og verðbótaþátturinn verður 139 m.kr. (Heildargreiðsla án verðbólgu er um 46 m.kr.)
Sé láninu aftur breytt í 20 ára jafngreiðslulán, þá er heildargreiðslan 60 m.kr. (eða innan við þriðjungur af heildargreiðslu 40 ára láns) og verðbótaþátturinn um 29 m.kr. (eða um 20% af verðbótaþætti 40 ára láns).
Vissulega skiptir upphæð mánaðarlegrar greiðslu nokkru um hvaða leið fólk hefur efni á ætli fólk að taka 40 ára lán, þá er betra að vera með jafnar afborganir en jafnar greiðslur. Mánaðarlegar greiðslur eru vissulega hærri til að byrja með, en munurinn er ekki það mikill. Síðari hluta lánstímans verður munurinn aftur óhugnanlega mikill jafngreiðsluláninu í óhag. Ráði fólk á annað borð við þessa greiðslubyrði, þá mæli ég með því að stytt sé í láninu niður í 20 ár og það haft jafngreiðslulán.
(Allir útreikningar voru framkvæmdir á lánareikni Landsbankans.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2010 | 15:47
Skatturinn notaður gegn heimilunum?
Einn félagi minn fékk símtal í dag, þar sem honum var tjáð af viðmælanda sínum "að það væri kominn einhver úrskurður frá skattstjóra og félagsmálaráðuneytinu um að ekki sé hægt að gefa eftir skatt af niðurfellingu skulda". Ég verð að segja eins og er, að það er með ólíkindum, ef stjórnvöld ætla að nota skattayfirvöld sem stjórntæki til að koma í veg fyrir eðlilega og sanngjarna leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstóli lána. Ég man ekki til þess, að ég hafi fengið einhvern frádrátt frá tekjuskatti þegar skuldirnar bólgnuðu út. Af hverju ætti ég þá að borga tekjuskatt af leiðréttingunni, þegar hlutirnir eru færðir í áttina að því sem þeir voru áður?
Mér finnst þessi taktík ríkisstjórnarinnar vera heldur ósmekkleg, svo ég segi ekki meira, að bera skattinum fyrir sig. Það er greinilegt að spurningin sem skattstjóri fékk var rangt orðuð. Hana hefði átt að orða: "Verður leiðrétting lána tekjuskattsskyld og ef svo er, hvaða breytingar þarf að gera á lögum tekjuskatt til að svo verði ekki?"
Ég mun að sjálfsögðu taka þetta upp í hinni þverpólitísku nefnd sem ég sit í. Það er ekki hægt að láta skattalög koma í veg fyrir að fólk fái eðlilega og sanngjarna leiðréttingu sinna mála.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.1.2010 | 10:11
Yrði kosið aftur, ef niðurstaðan síðast hefði verið á hinn veginn?
Mér finnst þetta vera áhugaverð staða sem er kominn upp í Hafnarfirði. Fyrir tveimur árum eða svo, var hafnað í atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa að heimila stækkun álversins í Straumsvík. Það munaði ákaflega mjóu, en meirihluti þeirra sem tók þátt hafnaði stækkuninni. Maður hefði haldið að niðurstaðan síðast væri endanleg, en annað kemur á daginn. Það er nefnilega ekkert endanlegt.
Nú ætla ég ekki að fjalla sérstaklega um þetta mál, þó freistandi sé að nota það sem dæmi, en fyrst og fremst að fjalla um grundvallarsjónarmiðið sem fellst í niðurstöðum kosninga. Í tilfelli álversins breyttu niðurstöðurnar engu í ásýnd umhverfisins. Kosið var með óbreyttu ástandi. Málið er að mönnum finnst sem það að velja óbreytt ástand sé ekki endanleg niðurstaða. Hana er alltaf hægt að endurskoða. En ef þetta hefði farið á hinn veginn, þ.e. stækkun álversins verið samþykkt, væru menn þá að velta því fyrir sér í Hafnarfirði að kjósa um að loka hluta álversins? Það efast ég um. Slíkt væri nefnilega talin "endanleg" ákvörðun og óafturkræf.
Ég velti því fyrir mér, af hverju þeir sem vilja óbreytt ástand eða verndun náttúru þurfa að berjast fyrir því reglulega sama hversu oft þeir bera sigur úr bítum, en þeir sem vilja breytingar þurfa bara að vinna einu sinni. Svo virðist vera, að eina ákvörðunin, sem er "endanleg", er sú sem er óafturkræf, en hinar má endurskoða þess vegna árlega. Dæmi eru um að landsvæði hafa verið friðlýst, en svo á að breyta friðlýsingunni við fyrsta tækifæri vegna þess að það hentar í pólitískum hráskinnaleik eða vegna tímabundinna erfiðleika í atvinnumálum. Sem leiðsögumaður, þá vil ég geta treyst því að friðlýsing sé varanleg, en ekki bara þar til nýir pólitískir vindar blása um héruð. Friðlýsing svæðis þýði að ekki megi raska því, en ekki að í lagi er að raska 5% af því vegna þess að það hentar.
Ef ætlunin er að fara þá braut, sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar er að íhuga, þá verða menn líka að vera tilbúnir að kjósa um að fara til baka í upprunalega stöðu. Leikreglurnar verða að tryggja jafnan rétt allra aðila. Annað hvort ákveðum við að niðurstöður kosninga séu endanlegar eða við ákveðum að allir aðilar hafi rétt á því að krefjast nýrra kosninga um málefnið. Ekki má kjósa oft um sama Icesave samninginn, þar til hann er samþykktur, nema kjósa megi um hann eftir að hann hefur verið samþykktur til að þjóðin geti hafnað honum. Ekki má kjósa um oft um ESB aðild, þar til hún hefur verið samþykkt, nema kjósa megi síðar um að hætta við ESB aðild. Best er náttúrulega, að niðurstöður íbúakosninga/þjóðaratkvæðagreiðslu hafi einhvern lágmarks líftíma, þannig að ekki megi kjósa aftur um málið fyrr en að þeim tíma liðnum. Við verðum að læra að lifa með niðurstöðum lýðræðislegra ákvarðanna, en ekki ýta undir endalausan hringlanda hátt.
Aftur vil ég taka fram, að þessum skrifum er ekki beint gegn álverinu á einn eða neinn hátt. Þau snúast um virðingu fyrir lýðræðislegri ákvörðun kjósenda í íbúakosningu/þjóðaratkvæðagreiðslu.
![]() |
Kosið verði um álverið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2010 | 09:17
Höfum í huga: Ísland þarf eitt stig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.1.2010 | 09:44
Stýrivextir lækka en raunstýrivextir hækka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.1.2010 | 10:55
Verðhjöðnun milli mánaða - Svigrúm til lækkunar stýrivaxta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 23:18
Ræða Jóhannesar Björns á Austurvelli 23/01/2010: Lögin eru með almenningi en valdið ekki!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2010 | 12:44
Ræða Atla Steins Guðmundssonar á Austurvelli 23/1/2010: Ríkisstjórn Íslands, pereat!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.1.2010 | 23:34
Dýr verður Landsbankinn allur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.1.2010 | 00:21
Fordæmi sett fyrir afskriftir heimilanna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
19.1.2010 | 22:16
Ef eitthvað væri gert, þyrfti ekki að biðja um uppboð - Kröfur okkar eru einfaldar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
18.1.2010 | 14:11
Hagsmunasamtök heimilanna eru búin að vara við þessu lengi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2010 | 17:08
Þingmenn mæta á Austurvöll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.1.2010 | 23:49
15. janúar 2010: Hagsmunasamtök heimilanna eins árs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.1.2010 | 13:20
Eitt að styðja tryggingasjóðinn, annað að tryggja allar innstæður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.1.2010 | 23:13
Hrunið - hluti 3: Regluverk og eftirlit með fjármálafyrirtækjum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.1.2010 | 13:37
Bretum gengur illa að skilja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2010 | 10:47
Lýðnum hótað svo hann gegni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.1.2010 | 23:46
Þegar rykið sest, þá skilja menn málið betur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði