24.12.2009 | 11:31
Jólakveðja
Mig langar að senda öllum bestu kveðju um gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Erfitt ár er að lokum komið, annus horribilis, eins og Breta drottning orðaði það svo smekklega um árið. Sagt er að ástandið fari að skána seinni hluta næsta árs og er vonandi að svo verði. Baráttan fyrir bættum kjörum heimilanna hefur verið ströng, en margt bendir til þess að hún sé að bera árangur. Það er mín skoðun að Hagsmunasamtök heimilanna hafi lyft Grettistaki, þó svo að björninn sé ekki unninn. Fyrstu mánuðir nýs árs verða erfiðir og því mikilvægt að halda góðri samstöðu.
Ég vil þakka þeim sem litið hafa hér inn fyrir innlitið og öllum þeim sem lagt hafa lóð sína á vogarskálarnar að gera umræðuna hérna áhugaverða og yfirvegaða.
Gleðileg jól
Marinó
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 1679456
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég óska þér gleðilegra jóla Marinó og fjölskyldu þinni. Hafðu bestu þakkir fyrir góð skrif á blogginu þínu og framlag þitt til baráttu fyrir bættum kjörum heimila í landinu. Sjáumst á Austurvelli á nýju og klárum þetta!
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 12:24
Jólakveðja til þín Marinó. Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.12.2009 kl. 13:28
Gleðileg jól.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.12.2009 kl. 03:08
Gleðileg jól Marínó.
Jólakveðjur að norðan.
Arinbjörn Kúld, 25.12.2009 kl. 08:29
Mínar bestu jólskveðjur með þökk fyrir viðburðaríkt ár og mögnuð skrif
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.12.2009 kl. 08:42
Gleðileg jól Marinó og þakka þér fyrir öll bloggin á líðandi ári!
Jólakveðjur frá Port Angeles,
Arnór Baldvinsson, 26.12.2009 kl. 20:18
Gleðileg jól Marinó og þakklæti fyrir að standa vaktina.
Langar til að benda þér á eitt sem að gerði mig kjaftstopp. Hefurðu áttað þig á því að fjarmagnseigendur sem að fengu bættan skaðan i hruninu það eru þeir sem áttu pening en ekki hlutabréf eru nú að fá greiddan út séreignasparnað eins og aðrir. Aá hluti þeirra sem hafa eingöngu fjármagnstekjur og nýta ekki persónu frádrátt sinn þá fá þeir 100 000 af hverjum 100.000 á mánuði meðan sá sem að tekur þetta út vegna þess að hann er í vandræðum fær 69 000 af 100.000 er þetta ekki dæmigert Ísland. Þetta er svona í stutt máli eins og ég sé þetta en þetta þarf að skoða betur.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.12.2009 kl. 12:40
Gleðilega jólarest, og takk fyrir þrautseigjuna.
Billi bilaði, 28.12.2009 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.