Leita í fréttum mbl.is

Látum í okkur heyrast

Eftir góðan fund stjórnarmanna úr Hagsmunasamtökum heimilanna með tveimur fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þeim Mark Flanagan og Franek Rozwadowsky, þá virðist mér sem raddir okkar heyrist betur á skrifstofum AGS í Reykjavík og Washington, en hjá ráðamönnum þjóðarinnar.  Við þurfum því að láta betur í okkur heyra.  Ráðamenn mega ekki komast upp með að hunsa vilja okkar.

Tveir bankar komu í dag fram með nýjar tillögur um lausn gengistryggðra lána.  Arion býður 30% afslátt og 6,0% óverðtryggða vexti með Frjálsi býður 26% afslátt og 6,95% óverðtryggða vexti.  Fyrir nokkru bauð Íslandsbanki 25% afslátt og 7,5% óverðtryggða vexti.  Þetta er allt á réttri leið en betur má ef duga skal.  Samkvæmt þessu er best að skulda Arion banka, en verst að skulda Landsbankanum, þar til annað kemur í ljós.  Ég býst við að SPRON bjóði sama og Frjálsi eða jafnvel að lán veitt af SPRON falli undir Arion.

Þessi tilboð bankanna koma núna í kjölfar dóms héraðsdóma Reykjavíkur í bílalánsmáli.  Sá dómur olli miklum vonbrigðum, en þó þessi orrusta hafi tapast, þá er stríðið ekki búið.  Baráttan fyrir leiðréttingu lána heimilanna (og fyrirtækja) verður því að halda áfram. Fundurinn á Austurvelli er mikilvægur líður í þeirri baráttu.  Vil ég því hvetja alla sem vettlingnum geta valdið að mæta á Austurvöll kl. 15.00 á morgun laugardaginn 5. desember.  Sýnum stjórnvöldum að við erum menn en ekki mýs.  Stöndum föst á okkar kröfu um réttlæti, sanngirni og jafnræði.  Sendum stjórnvöldum þau skilaboð að vilji okkar verði ekki hunsaður.  Síðasta bylting byrjað á Austurvelli.  Hver segir að hún hafi verið sú síðasta.


mbl.is Efna til kröfufundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendar skuldir og staða krónunnar

Það er áhugavert að fylgjast með þessari umræðu um erlendar skuldir ríkisins og þjóðarbúsins.  Í sumarbyrjun höfðu menn litlar sem engar áhyggjur af þessu og þurfti tvo gesti á fund fjárlaganefndar í Icesave umræðunni til að vekja menn til umhugsunar.  Þar á ég við sjálfan mig og Harald Líndal Haraldsson, hagfræðing.  En það er óhætt að segja, að við Haraldur lyftum lokinu af kistli Pandóru, því síðustu mánuði hafa menn verið ákaflega meðvitaðir um þessa stöðu.

Við skoðun á skuldastöðu ríkissjóðs annars vegar og þjóðarbúsins hins vegar, þá verður að horfa til nokkurra þátta.  Samanburðurinn við verga landsframleiðslu er ákaflega ruglandi.  Um þessar mundir er verg landsframleiðsla mæld í evrum ákaflega lág og erlendar skuldir mældar í krónum ákaflega há.  Þannig að sé samanburðurinn gerður í evrum, þá fáum við mjög neikvæða stöðu og sama gerist ef staðan er skoðuð í krónum, þ.e. miðað við gengið í dag.  Það er nefnilega eitt stærsta vandamálið í þessum samanburði.  Ef krónan styrkist, þá mun draga saman með vergu landsframleiðslunni og skuldunum, en það mun samt ekki breyta neitt getu okkar til að greiða skuldirnar.  Þetta hlutfall skiptir nefnilega ekki megin máli.  Það sem skiptir megin máli eru erlendar tekjur þjóðarinnar og viðskiptajöfnuður.  Til þess að geta greitt vextina af skuldunum og síðan skuldirnar sjálfar þarf að vera verulegt innstreymi gjaldeyris umfram útstreymi.  Í því felst vandamálið, ekki hvort skuldirnar séu 200%, 400% eða 600% af vergri landsframleiðslu.

Seðlabankinn setti í sumar fram draumórakennda spá um viðskiptaafgang næstu ára.  Þennan viðskiptaafgang er, að mati Seðlabankans, hægt að nota til að greiða upp skuldirnar.  En málið er, að þessi afgangur er ekki nægur.  Með 3.000 milljarða, að ég tali ekki um 6 - 8 þús milljarða tikkandi á vöxtum, þá duga 150 milljarðar ekki einu sinni til að greiða vextina.  Í því felst vandi þjóðarinnar, ekki hvort skuldir séu þetta eða hitt hlutfall af vergri landsframleiðslu.

Við skulum líka vara okkur á, að styrking krónunnar mun ekki breyta þessu endilega.  Styrkist krónan, þá mun jú vissulega draga saman, eins og áður segir, en afgangurinn af viðskiptum við útlönd mun lækka í krónum talið í sama hlutfalli og vaxtagreiðslurnar.  Lausnin er því ekki styrking krónunnar og lausnin er heldur ekki veiking krónunnar.  Lausnin liggur í því að vera með gjaldmiðil sem er viðurkenndur á alþjóðavísu, en gjaldmiðilsskiptin (ég reikna ekki með að krónan verði nokkurn tímann tekinn í sátt utan landsteina) verða að eiga sér stað með mun sterkari krónu.  Það er algert lykilatriði, vegna þess að við verðum að fá sem mest fyrir krónuforðann okkar.  En þar liggur annar vandi.

Staðreyndin er sú, að allt of margar krónur eru í umferð.  Ástæðan er einföld.  Þær verða sjálfkrafa til í kerfinu með verðbótum og hækkun gengistryggðra lána.  Þessi tvö lánaform eru því það sem er að drepa hagkerfið.  Styrkist gengið um 30%, þá mun peningamagn í hagkerfinu minnka um 15 - 20%!  Verði 10% verðhjöðnun, þá minnkar peningamagnið um 5-7%.  Ástæðan er sú að þetta kerfi reynir alltaf að halda sama fjölda af "raunkrónum" í umferð.  Þetta er náttúrulega fáránleg staða.  Fáránleikinn er ennþá meiri, þegar við skoðum víxlverkun þessara þátta.  Undanfarin 2 ár hefur krónan veikst um nálægt 100%.  Sú veiking bjó til fleiri þúsund milljarða króna í hagkerfinu í formi hækkunar krafna fjármálafyrirtækja á heimili og fyrirtæki.  Þessar krónur koma á ójafnvægi milli framboð og eftirspurnar á krónum, sem valda frekari lækkun á gengi og fleiri krónur verða til.  Sama gerist með verðbæturnar.  Þær urðu til vegna verðbólgu og valda svo frekari verðbólgu þar sem peningamagn jókst (raunmagnið hélst óbreytt).  Krónan mun ekki styrkjast og verðbólga fara niður fyrir 3% fyrr en Seðlabankinn hefur náð að minnka verulega peningamagnið sem er í umferð.  Og jafnvægi kemst ekki á hagkerfið fyrr en við losum okkur við verðtryggingu lána eða setjum þak á verðbætur, þannig að raunmagnið aukist ekki nema í takmörkuðu mæli í takt við verðbólgu.


mbl.is Skuldir ríkissjóðs örlítið lægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur með AGS

Fjórir stjórnarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna áttu í morgun mjög góðan fund með tveimur fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þ.e. þeim Mark Flanagan og Franek Rozwadowsky.  Óskuðum við hjá HH eftir fundinum og verð ég að viðurkenna, að viðbrögð AGS voru mun snarpari en ég átti von á.  Beiðni um fundinn var send undir miðnætti á þriðjudag, svar komið innan við 8 tímum síðar, staðfestur fundartími ákveðinn síðdegis í gær og fundurinn haldinn kl. 9 í morgun.

Þegar við þökkuðum þeim félögum fyrir skjót viðbrögð, þá sögðu þeir ástæðuna vera einfalda.  Skuldamál heimilanna væru á efnisskrá þeirra í þessari heimsókn og því mikilvægt að fá fram okkar sjónarmið.

Fyrir mína parta var ég mjög ánægður með fundinn og var hann ákaflega uppörvandi fyrir baráttu samtakanna.  Vissulega vildu þeir félagar ekki samþykkja allt sem við sögðum, en í stórum dráttum var ágreiningurinn ekki mikill.  Við lögðum fyrir þá okkar hugmyndir.  Var þeim hrósað fyrir einfaldleika, en kostnaðarmat talið of hátt.  Við höfum svo sem aldrei reiknað með að fá okkar ýtrustu tillögur samþykktar, en meðan engar umræður eiga sér það, þá höldum við þeim á lofti.

Það varð samkomulag milli okkar, að greina ekki frá tilteknum málum sem komu upp, þar sem AGS hefur ekki áhuga á að lenda í einhverri pólitískri orrahríð.  Er það afstaða okkar, sem fórum á fundinn, að virða þessa beiðni þeirra, þar sem við teljum það þess virði að sjá árangurinn.  Það er aftur eindreginn vilji þeirra, að fyrir lok þeirrar skoðunar sem nú fer fram, verði komnar fram frekari hugmyndir og útfærslur að því sem kallað hefur verið "appropriate debt relief".  Vonumst við hjá HH til með að fá aðkomu að viðræðum um slíka útfærslu.


Bílalánamál tapast

Í dag gekk dómur í máli SP Fjármögnunar gegn lánataka, þar sem tekist var á um lögmæti gengistryggðra lána. Dómurinn féll SP Fjármögnun í vil. Mér er sagt að dómnum verði áfrýjað. Dóminn er að finna á vef Héraðsdóms Reykjavíkur undir máli nr. E-4501/2009...

80 ára leyndarákvæðið hefur, sem betur fer, nánast engin áhrif

Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um meðferð skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis vegna bankahrunsins. Í frumvarpinu er lagt til að um leynd upplýsinga fari eftir 3. mgr. 8. gr. laga nr. 50/1996 Upplýsingalaga (sjá skýringu með 2. gr. frumvarpsins),...

Heimsókn sendinefndar AGS: Lækkun skulda og greiðslubyrði lántaka

Mig langar til að vekja athygli á frétt sem birtist í hádegisfréttum RÚV án þess að aðrir fjölmiðlar hafi tekið hana upp. Fréttin er um heimsókn sendinefndar AGS, en hún kemur til landsins í dag. Annars er fréttin sem hér segir: Sendinefnd AGS til...

Bréf til banka og annarra lánastofnanna

Hagsmunasamtök heimilanna hafa birt á heimasíðu sinni drög að tveimur bréfum til lánastofnanna. Langar mig að birta þessi drög hér. Í bréfunum, sem lántökum er ætlað að senda á lánveitanda sinn, fer lántaki fram á að lánveitandinn endurskoði upphæð...

Hýrudrögum þá sem ekki mæta

Í annað sinn á nokkrum dögum er boðaður kvöldfundur á Alþingi til að fjalla um uppgjöf ríkisstjórnar Íslands fyrir Bretum og Hollendingum. Síðast sýndu fæstir stjórnarliðar kjósendum og skattgreiðendum í landinu þá virðingu að vera viðstaddir umræðuna...

InDefence hópurinn skorar á forseta Íslands

Ýmislegt bendir til að ríkisstjórn Íslands ætli að þvinga í gegn um Alþingi í nafni flokkshlýðni breytingum á lögum um Icesave. Ríkisstjórn Íslands hefur tvisvar kosið að fara gegn vilja lýðræðislega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar og semja við Breta og...

Auglýst eftir raunverulegum úrræðum í stað sjónhverfinga

Heimilunum í landinu er ætlað að taka á sig óbætt alla hækkun á höfuðstóli lána sinna, þó öllum nema stjórnvöldum, örfáum aðilum innan fjármálafyrirtækjanna og einhverju Samfylkingarfólki sé ljóst, að það sé út í hött. Hinn gallharði stuðningur Árna Páls...

Staðarval Landspítala - fortíðarrök fyrir framtíðarskipulag

Í Morgunblaðinu í gær, fimmtudaginn 19. nóvember, er grein eftir Jóhannes Gunnarsson, læknisfræðilegan verkefnisstjóra nýs Landspítala, og Ingólf Þórisson, framkvæmdastjóra eignasviðs Landspítala, um rök fyrir staðarvali nýbygginga Landspítala og um leið...

Greiðslujöfnun ekki fyrir alla

Ég vil bara benda á færslu mína með útreikningum frá því fyrr í dag (sjá Greiðslujöfnun: Mikil misskilningur í fyrirsögn fréttaskýringar ) og síðan glærur frá borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna, þar sem sýnd eru línurit að baki tölunum, en þær má...

Greiðslujöfnun: Mikil misskilningur í fyrirsögn fréttaskýringar

Önundur Páll Ragnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar fréttaskýringu um greiðslujöfnunina. Hún er merkileg að því leita, að leitað er til Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, sem fjármálafyrirtæki fjármagna, og síðan til fjármálafyrirtækja. Svörin...

Andfjölskylduvæn skattlagning

Ég tek það fram, að ég er á engan hátt að leggjast gegn því að stóreignafólk borgi eignaskatt, en vil vekja athygli á því að enn einu sinni ætla stjórnvöld að ráðast að kjarnafjölskyldunni sem einingu. Þetta er ítrekað gert í skattkerfinu og bótakerfinu....

Aðför í boði Alþingis og félagsmálaráðherra heldur áfram

23. október voru samþykkt frá Alþingi lög nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishruns. Lögin skiptast í snögga eignaupptöku eða hægfara. Það er sama hvor leiðin er farin, markmiðið er að tryggja...

Afritun kortaupplýsinga getur átt sér stað hvar sem er og hvenær sem er

Í frétt mbl.is er nefnt að korthafi hafi ekki notað kort sitt í Bandaríkjunum í yfir eitt ár. Hvers vegna verið er að tengja misnotkunina við notkun í Bandaríkjunum er mér hulin ráðgáta og hreinlega hættulegt. Það er nákvæmlega ekkert sem segir, að...

Heimilin viðurkenna ekki kröfur fjármálafyrirtækja

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að gera út lið starfsmanna, sem hafa verið ráðnir án auglýsinga, til að sannfæra þjóðina um, að heimilin verði að greiða til baka að fullu allar kröfur bankanna ellegar fara í sértæka skuldaaðlögun,...

Tölfræðiflóra Íslands

Hún er fjölskrúðug tölfræðiflóra Íslands. Við fáum tölur frá Hagstofunni, Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneyti, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, greiningardeildum bankanna, Alþýðusambandinu, hinum ýmsu stofnunum háskólanna og svona mætti lengi telja. Allir eru...

Gengistrygging ólögleg - eins og ég hef sagt

Hér er komin ótrúlega skýr og afdráttarlaus niðurstaða. Hún er nákvæmlega sú, sem Hagsmunasamtök heimilanna og björn Þorri Viktorsson hafa haldið á lofti. Ég hef nokkrum sinnum skrifað um þetta mál og einatt bent á skoðun manna í lagadeildum án þess að...

Ef fjármálafyrirtæki viðurkenndu forsendubrest væri engra úrræða þörf

Ég sótti fund í morgun á vegum Velferðarvaktarinnar. Á fundinum voru fjórir framsögumenn, þ.e. Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur hjá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, Sigurður Kristján frá Kaupþingi, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Íbúðalánasjóði, og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682121

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband