Leita í fréttum mbl.is

Greiðsluvandi fólks mun aukast - Vaxtabótakerfið refsar hjónum fyrir að eiga börn

Gangi tillögur fjárlagafrumvarpsins eftir um skerðingu barnabóta og vaxtabóta, mun það eingöngu auka á greiðsluvanda heimilanna.  Settur er snúningur á hlutina með því að hvetja fólk til að taka út meiri sparnað sem átti að gera því lífið léttara í ellinni.  Við skulum ekki gleyma því eitt augnablik að að eign í séreignarsjóði er sparnaður og ekki bara hvaða sparnaður sem er, nei, þetta er óaðfararhæfur sparnaður.

Greiðsluvandi um 40.000 heimila er annað hvort alvarlegur eða við það að verða alvarlegur.  Líklegast munu tillögur fjárlagafrumvarpsins lina stöðu þeirra sem eru í mjög alvarlegum vanda hvað varðar vaxtabætur, en hafa lítil sem engin áhrif hvað varðar barnabætur.  Að vísu vill svo til að barnlausir einstaklingar eru að fá mun drýgri hluta vaxtabóta, en fjöldi þeirra segir til um.  Helgast það fyrst og fremst af því að þeir þurfa lægri tekjur til að framfleyta sér.

Vaxtabótakerfið refsar hjónum fyrir að eiga barn/börn (hér eftir talað um börn).  Svo merkilegt sem það er, þá er gerður í kerfinu greinarmunur á því hvort um einstakling eða einstætt foreldri er að ræða, en ekki er gerður greinarmunur á barnlausum hjónum/sambýlisfólki og þeim sem eru með börn.  Er þetta furðulegt óréttlæti, eins og það sé minni kostnaðarauki fyrir hjón að eiga börn en einstakling.  Tekjutengingar vaxtabótakerfisins gera það að verkum, að ætli hjón með börn að ná að framfleyta fjölskyldunni, þá eru tekjurnar líklegast að verða of miklar til að fá vaxtabætur eða að þær skerðast verulega. 

Ég hvatti Steingrím og Jóhönnu til að breyta þessu á fundi í Þjóðmenningarhúsinu sl. fimmtudag.  Ég hef svo sem lengi verið þeirrar skoðunar að þetta fyrirkomulag sé ekki bara óréttlátt heldur mismuni það hjónum með börn.  Þeim er ætlað að taka á sig skerðingu vaxtabót fyrir það eitt að þurfa hærri tekjur, þar sem rekstrarkostnaður heimilisins hækkar með hverju barni.  Aftur að fundinum í Þjóðmenningarhúsinu.  Ég hvatti sem sagt Steingrím og Jóhönnu til að breyta þessu og sagði það bæði réttlætis og sanngirnismál.

Skoðum nokkrar tölur.  Einstætt foreldri má hafa 31,3% hærri vaxtagjöld en einhleypingur (barnlaus einstaklingur).  Ef sama viðmið væri varðandi muninn á barnlausum hjónum og hjónum með börn, þá hækkaði hámark vaxtagjalda þeirra um 281.870 kr.  Og hvað varðar vaxtabætur, þá geta vaxtabætur einstæðs foreldris orðið 28,6% hærri en einhleypings eða rúmlega 70.000 kr.  Væri sami hlutfallslegi mismunur á hjónum/sambýlisfólki, þá ætti barnafólkið rétt á tæplega 117.000 kr. hærri vaxtabótum en það barnlausa.  (Allar tölur eru miðaðar við núverandi fyrirkomulag.)  Hafa skal í huga að hjón með börn eru almennt með hærri tekjur en hjón á barna og því kemur meiri tekjuskerðing  inn hjá barnafólkinu.

(Ég tek það fram að ég á þrjú börn undir 18 ára aldri og myndi af þeim sökum njóta þeirra breytinga sem ég nefni hér.  Tillagan er þó sett fram sem réttlætismál.)


mbl.is 0,5% kaupmáttarlækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur Franklín hnoðar saman leirburði

Fuglatíst á ónefndum miðli birtir leirburð eftir Guðmund Franklín Jónsson.  Hann er svona:

Marinó og félagar vilja sameina HH og Borgarahreyfinguna og ætla í pólitík vinstra megin við miðju. Það er alltaf erfitt að hafa bara eitt áhugamál. Það er samt svo freistandi að komast í 40 milljónirnar sem Borgarahreyfingin fær frá ríkinu í janúar.

Bara svo það sé á hreinu, þá er ekkert til í þessum málflutningi.  Ég var beðinn um að mæta á fund sl. sunnudag og þegar leið á fundinn komst ég að því að hann hafði verið boðaður á fölskum forsendum.  Verið var að kynna nýjar hugmyndir Borgarahreyfingarinnar.  Ég hef nákvæmlega engan áhuga á að taka þátt í pólitísku starfi á vegum Borgarahreyfingarinnar og mun því ekki mæta á fleiri svona fundi.  Ég lít svo á að ég hafi verið blekktur til að koma á fundinn, en hefði ég aldrei láð máls á því að mæta, ef ég hefði vitað að þetta væri gert í nafni Borgarahreyfingarinnar.  ALDREI!

Ég veit ekki hvaða "félagar" þetta voru sem GFJ vísar til.  Vissulega þekki ég fólk sem var á fundinum, en ekkert þeirra er í framvarðarlínu Hagsmunasamtaka heimilanna.

Mér finnst hún merkileg þessi ófrægingarherferð sem farin er í gang.  Hvert er markmið hennar?  Hver er tilgangurinn?  Af hverju geta menn ekki bara flutt fréttir sem eru sannleikanum samkvæmt?  Ætli GFJ sé að hefna sín fyrir að ég vildi ekki ræða við hann í sumar?


Bréf frá bankamanni

Mér barst um daginn nafnlaust bréf frá reynslu miklum starfsmanni fjármálastofnunar.  Ég veit ekkert hver þetta er, þar sem það barst með almennum pósti.  Mig langar til að birta þetta bréf hér, en hef tekið út þá einu vísbendingu sem er í bréfi um bréfritara.

Eftir nærri xx ára starf hjá fjármálastofnun og banka get ég ekki orða bundist yfir ráðaleysi og hringlandahætti við að laga skuldavanda fólks.  Það virðist mest unnið að því að gera einfalda hluti flókna, og Parkinsonslögmálið er allsráðandi.

Í öllum bankastofnunum svigna skrifborðin undan þykkum stöflum af margskonar upplýsingum um fjármál fólks til að vinna úr greiðslumat, það er vitað og viðurkennt að greiðslumatið gildir bara í einn dag, daginn sem það er gert, og er því skynsamlegt að draga stórlega úr þeirri vinnu, eða jafnvel hætta henni.

Hér virðist vera einblínt á húsnæðislán, en vandinn liggur víðar, og ástæður þess að fólk er í vandræðum eru margar.  Það á að nægja að fólk sýni skattskýrslur, þar sem kemur flest fram, launaseðla og kvittanir fyrir afborgunum, þá getur hvaða meðalgreindur bankastarfsmaður sem er afgreitt mál á stuttum tíma.

Í öllum bönkum er hægt að fresta greiðslum, frysta lán, lækka vexti, fella niður eða lækka dráttarvexti, jafnvel fella niður vaxtagreiðslur um tiltekinn tíma, allt þetta er betra en að fólk verði gjaldþrota, eða að það þurfi að ganga í gegnum þennan flókna og jafnvel niðurlægjandi feril sem boðið er upp á núna.  Það ætti líka að endurskoða stighækkandi vexti eftir efnahag manna.  Er rétt að fátækur fjölskyldufaðir greiði meira fyrir brauðið en sá efnaði?  Íbúðalánasjóður á tvímælalaust að hagræða fyrir fólk sem er í vanda, hafa þar frumkvæði og líta ekki á svokallað greiðslumat.

Úr hvaða vasa er greitt ef höfuðstóll lána er lækkaður sem nemur hluta af verðbótum síðustu ára?  Eru reglur til útreiknings á verðbótum réttar?  Eru viðmiðanir sem eiga að sýna greiðslugetu lífeyrissjóðanna áratugi fram í tímann réttar?  Hvað mikið af þessu eru bókhaldstölur, reglur sem einhverjir hafa sett, rétt eins og viðskiptavild?

Parkinsonslögmálið er allsráðandi, það sýnir best aukning á starfsemi umboðsmanns skuldara, þar er unnið gott starf, en því má sleppa, bankarnir geta þetta, eiga að leysa þessi vandamál og það á sem stystum tíma.

Mér finnst margt mjög áhugavert koma fram í þessu bréfi og sýna að bankamenn hafa sömu áhyggjur af hlutunum og við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna.

Mig langar til að fjalla nánar um einn lið úr þessu bréfi sérstaklega hér á næstu dögum, en það er spurningin:  

Eru reglur til útreiknings á verðbótum réttar?

Allt innlegg í þá umræðu er vel þegið.


Mat á áhrifum tillögu HH - úr séráliti mínu

Hér fyrir neðan birti ég kafla 10 úr séráliti mínu, en álitið í heild hef ég hengt við sem pdf-skjal. 10 Mat á áhrifum Sérfræðingahópurinn átti að meta áhrif aðgerða (leiða) á eftirfarandi þætti: Áhrif á efnahagslíf og atvinnustig Áhrif á ríkissjóð í...

Ranghugmyndir hagfræðinema

Ég get eiginlega ekki orðabundist vegna greinar Leifs Þorbergssonar, hagfræðinema, á Pressunni í gær. Þar birtir hann færslu undir fyrirsögninni "Ranghugmyndir um flata niðurfærslu skulda". Ekki það að rökstuðningur hagfræðinemans heldur hvorki vatni né...

Eru bætur of háar eða launin of lág?

Vilhjálmur Egilsson getur stundum gengið fram af manni. Í fréttum á Stöð 2 í kvöld segir hann vandamál að bætur séu orðnar of háar og fólk telji hag sínum borgið með að vera á bótum frekar en að þiggja lágmarkslaun. Nú skora ég á Vilhjálm að lifa á...

Fróðlegt verður að sjá þessa útreikninga

Ég ætla ekki í augnablikinu að bera brigður á þessa útreikninga, en skora á fjármálaráðuneytið að leggja fram upplýsingar sem styðja þessa útreikninga. Vil ég í þessu samhengi benda á, að Hæstiréttur hefur þegar úrskurðað gengistryggingu ólöglega. Það...

Þessi frétt, hvað mig áhrærir, á sér enga stoð í raunveruleikanum

Ég skil ekki svona frétt, þar sem blaðamaður bar hana undir mig í gær og ég þvertók fyrir að hún væri rétt. Ég sagði mig aldrei þessu starfi, þó svo að ég áskilji mér að hafa sjálfstæðar skoðanir. Þegar ég bar spurningu blaðamanns undir Sigurð Snævarr,...

Hækkun vaxtabóta er smáskammtalækning sem litlu breytir

Ég er ekki viss um að Ólöf Nordal átti sig á þeirri gildru sem felst í hugmyndinni um breytingar á vaxtabótum. Vissulega á að hækka þær um 2,1 milljarð eða svo og þær verða heilir 13,1 milljarðar kr. eftir breytingu eða sem svarar til innan við 13% af...

Rangur fréttaflutningur RÚV - Ruglar saman skuldastöðu og greiðsluvanda

Vegna fréttar á RÚV um að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna nýtist bara 1.500 heimilum í skuldavanda, þá vil ég taka eftirfarandi fram: Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna nýtast yfir 20.000 heimilum í skuldavanda, en bæta stöðu um 1.500 heimilum í...

Samkvæmt þessu má auglýsa vef um kynlífsþjónustu

Hann er merkilegur rökstuðningur lögmannsins, að auglýsa megi vefsvæði sem inniheldur þjónustu sem er bönnuð. Samkvæmt þessu er heimilt að auglýsa vef, þar sem boðið upp á kynlífsþjónustu, þó svo að slík þjónusta sé bönnuð með lögum. Það er jú bara verið...

Engin ein leið bjargar öllum - Tillögur HH skjótvirkar og skilvirkar

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á sér enga líka þegar kemur að röksemdafærslu. Í frétt á Stöð 2 í gærkvöldi og Silfri Egils í gær þá sagði hann að millistéttin myndi þurrkast út, ef fara á í almenna niðurfærslu skulda, vegna hærri...

Stór hópur fjölskyldna hefur ekki efni á húsnæðinu sínu eða neyslu

Eftir að hafa setið yfir tölum í nokkrar vikur um afkomu heimilanna, greiðslugetu og skuldastöðu, þá finnst mér einsýnt að hér munu hlutirnir ekki færast í samt lag nema kaupmáttur aukist með hækkandi tekjum. Slík hækkun tekna verður að ná til allra hópa...

53% segjast geta hugsað sér að styðja HH sem stjórnmálaflokk

Bylgjan var með skoðanakönnun þar sem spurt var: Gætir þú hugsað þér að kjósa Hagsmunasamtök heimilanna í þingkosningum, ef þau byðu fram? Niðurstaðan kemur mér heldur betur á óvart: Ég segi bara takk fyrir. Ég átta mig á því að ekki er verið að lýsa...

Af sjálfstæði greiningardeildar Glitnis

Á visir.is er frétt um þá greiningu greiningardeildar Glitnis frá 11. október 2007 að stöðutaka í erlendri mynt fari "að verða vænlegur kostur". Fréttastofa Stöðvar 2 leitaði til Íslandsbanka út af þessu og greinir frá viðbrögðum bankans með eftirfarandi...

Af vaxtareikningi fjármálafyrirtækja

Ég hef verið að skoða hvernig fjármálafyrirtækin endurreikna bílalánin og verð að segja eins og er að margt kemur mér á óvart. Hingað til hef ég treyst því að vextir væru rétt reiknaðir af þeim lánum sem ég hef verið að borga, en nú verð ég að leyfa mér...

Gengisvísitalan lækkar og lækkar og menn eru hissa að ávöxtun erlendra eigna sé lítil!

Á tímabilinu frá 1.1.2010 til 30.6.2010 lækkaði gengi evrunnar um 12,85% miðað við krónuna meðan gengisvísitala lækkaði um 7,54%. Þarf það að koma mönnum á óvart að erlendar eignir beri ekki góða ávöxtun, þegar tölum er snúið yfir í íslenskar krónur....

40 - 50 milljarðar af hvaða upphæð?

Gengisbundin lán heimilanna eru talin nema um 270 milljörðum, þó talan sé á reiki. Samkvæmt tölum FME er bókfært virði þeirra um 186 milljarðar og FME reiknaði út að áhrifin af þeim hugmyndum, sem Árni Páll Árnason vill setja í lög, séu um 46 milljarðar....

Afstýra þarf þessu stórslysi

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur tvisvar fengið þá flugu í höfuðið, að réttlæti felist í því að skipta einum forsendubresti út fyrir annan. Í fyrra skiptið kom Hæstiréttur honum til bjargar og staðfesti það sem margir vissu, að...

Sérkennilegt lýðræði - Kjörnefnd gerir tillögu

Ég verð að furða mig á því, að kjörnefnd skuli hafa skoðun á því hverja eigi að kjósa. Í frétt mbl.is segir: Guðrún J. Ólafsdóttir, félagi í VR, býður sig fram til forseta gegn Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ. Kjörnefnd gerir tillögu um að Gylfi verði...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682120

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband