16.11.2010 | 11:22
Bréf frá bankamanni
Mér barst um daginn nafnlaust bréf frá reynslu miklum starfsmanni fjármálastofnunar. Ég veit ekkert hver þetta er, þar sem það barst með almennum pósti. Mig langar til að birta þetta bréf hér, en hef tekið út þá einu vísbendingu sem er í bréfi um bréfritara.
Eftir nærri xx ára starf hjá fjármálastofnun og banka get ég ekki orða bundist yfir ráðaleysi og hringlandahætti við að laga skuldavanda fólks. Það virðist mest unnið að því að gera einfalda hluti flókna, og Parkinsonslögmálið er allsráðandi.
Í öllum bankastofnunum svigna skrifborðin undan þykkum stöflum af margskonar upplýsingum um fjármál fólks til að vinna úr greiðslumat, það er vitað og viðurkennt að greiðslumatið gildir bara í einn dag, daginn sem það er gert, og er því skynsamlegt að draga stórlega úr þeirri vinnu, eða jafnvel hætta henni.
Hér virðist vera einblínt á húsnæðislán, en vandinn liggur víðar, og ástæður þess að fólk er í vandræðum eru margar. Það á að nægja að fólk sýni skattskýrslur, þar sem kemur flest fram, launaseðla og kvittanir fyrir afborgunum, þá getur hvaða meðalgreindur bankastarfsmaður sem er afgreitt mál á stuttum tíma.
Í öllum bönkum er hægt að fresta greiðslum, frysta lán, lækka vexti, fella niður eða lækka dráttarvexti, jafnvel fella niður vaxtagreiðslur um tiltekinn tíma, allt þetta er betra en að fólk verði gjaldþrota, eða að það þurfi að ganga í gegnum þennan flókna og jafnvel niðurlægjandi feril sem boðið er upp á núna. Það ætti líka að endurskoða stighækkandi vexti eftir efnahag manna. Er rétt að fátækur fjölskyldufaðir greiði meira fyrir brauðið en sá efnaði? Íbúðalánasjóður á tvímælalaust að hagræða fyrir fólk sem er í vanda, hafa þar frumkvæði og líta ekki á svokallað greiðslumat.
Úr hvaða vasa er greitt ef höfuðstóll lána er lækkaður sem nemur hluta af verðbótum síðustu ára? Eru reglur til útreiknings á verðbótum réttar? Eru viðmiðanir sem eiga að sýna greiðslugetu lífeyrissjóðanna áratugi fram í tímann réttar? Hvað mikið af þessu eru bókhaldstölur, reglur sem einhverjir hafa sett, rétt eins og viðskiptavild?
Parkinsonslögmálið er allsráðandi, það sýnir best aukning á starfsemi umboðsmanns skuldara, þar er unnið gott starf, en því má sleppa, bankarnir geta þetta, eiga að leysa þessi vandamál og það á sem stystum tíma.
Mér finnst margt mjög áhugavert koma fram í þessu bréfi og sýna að bankamenn hafa sömu áhyggjur af hlutunum og við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna.
Mig langar til að fjalla nánar um einn lið úr þessu bréfi sérstaklega hér á næstu dögum, en það er spurningin:
Eru reglur til útreiknings á verðbótum réttar?
Allt innlegg í þá umræðu er vel þegið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 1679456
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Áhugavert. Er hann að leggja til að öll afgreiðsla fari fram í bönkunum, til og með meðferð íbúðalána ÍLS?
áhugavert með verðtrygginguna. Hlakka til að sjá innlegg þitt um það.
DD (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 13:34
Þetta er ofureinfalt með verðtrygginguna. Eina sem hugsanlega ætti að vera þar inni eru laun. Ef laun hækka mættu vextir hækka eittvað. Verðtryggingin eða vextir ættu að lækka frekar en hitt ef vörurverð hækkar og laun standa í stað. Það er hins vegar mjög flókið að koma upp réttum tekjugrunni svo að öllum líki. Það mætti hugsa sér að tengja hann þjóðarframleiðslu.
Sigurður Ingólfsson, 16.11.2010 kl. 14:11
Allt kerfið er meingallað
til dæmis grunntölur eru skakkar
neysluviðmið eru í algjörum ólestri
95 prósent eiga ekkert
5 prósent eiga allt
þvi að 95 prósentin tóku ábyrgð á innistæðum fólksins sem eiga allt
þetta er bara snilld
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 15:48
Marinó hér er bara ansi gott svar við spurningunni !
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/522482/
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 16:19
Ég var bankamaður frá 1963 til 1993 og þekkti því vel "gamla verðbólgutímann" og þegar lánskjaravísitalan ver sett á. Jónas heitinn Pétursson alþingismaður, var hlynntur henni, en sagði þó alltaf af þetta "ætti og yrði að vera nauðþurftarvísitala" annars væri hún til einskis.
Upphaflega var ekki í henni áfengi og tóbak, húsnæðiskostn. aðeins að hluta (gengið útfrá opinberu verði á húsaleigu) og ekki tekið mið af vaxtakostnaði o.fl.. Þá strax hófst umræðan um það hvort tiltekinn atvinnurekandi væri betur í stakk búinn til þess að greiða hærri laun, ef t.d. kaffi hækkaði í Brasilíu, sem gerðist um það leiti.
Svo var þetta gert að neysluverðsvísitölu og þá var farið að bæta inn í hana hverju á eftir öðru, sem ekki voru nauðþurftir. Má þar til nefna áfengi og tóbak, utanlandsferðir og fleira slíkt. Að auki var svo farið að taka inn byggingarkostnað húsnæðis, í stað þess að miða við húsaleigu. Þ.e. ekki var viðurkennt að "eðlilegt væri" að fólk með lægri meðaltekjur og þaðanaf lægri tekjur væri eðli málsins samkvæmt í leiguíbúðum t.d. Búseta, leigufélögum eða slíku. Þannig þandist hin nýja vísitala út og orsakaði aukinn þrýsting á hækkanir á öllu, þ.m.t. á fjármagnstekjum innistæðueiganda. Allt hefur síðan miðað að því að neyslugrunnurinn verði hækkaður sem mest, í þágu þeirra sem eru að njóta verðtryggingarinnar. Þetta er upphafið að óförum hennar.
Ef við það hefði verið miðað áfram að þetta væri "nauðþurftar-vísitala" til þess að mæla nauþurftir í neyslu, hefði þetta ekki farið svona úr böndunum. Það eina sem hægt virðist að gera, er annað hvort að fella hana alveg út, (í trausti ábyrgrar fjármálastjórnunar) eða a.m.k. að þrengja hana við nauðþurftir eingöngu, auk þess að koma á örari breytingum á neyslugrunninum í samræmi við þróun neyslu á hverjum tíma. Það er alltof mikið tregðulögmál þar í gangi um þessar mundir.
Sigurjón Jónasson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 17:39
Ég er ekki svo viss um að bankarnir geti þetta. Þessi bankamaður vill líkast til vel en vegna viðskipta minna við banka undanfarin ár er mér orðið ljós staðreynd sem ég vissi ekki af áður og það er að það fer eftir bönkum hvað er lagt til grundvallar greiðslumats. Bankarnir nota ekki og trúa ekki sömu upplýsingum. Sumar tegundir tekna eru gildar í einum banka en ekki í öðrum. Sum vottorð eru gil í einum en ekki í öðrum. Ég er ekki að tala út í loftið og hef algerlega skýr eigin dæmi um þessa hluti og þess vegna held ég að baknarnir eigi að koma hvergi nærri þessu fyrr en skýrar samræmdar reglur (helst einfaldar) liggja fyrir.
Ólafur Tr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 17:48
Þegar álögur á áfengi, tóbak og bensín voru hækkaðar kýldust öll lán upp um einhver %(man ekki nákvæmlega). En ekki svo mikið að fólk tæki eftir því. Bara sá sem skoðaði stöðuna milli mánuða sá heildatöluna hækka um kannski 200.000 kr. Aðrir sáu afborgun hækka um einn þúsund kall á mánuði og pældu kannski ekki mikið í þessu.
200.000 kr. jafngreiðslulán til 40 ára á 5% vöxtum jafngildir heildargreiðslu upp á 466.225 kr. ef engin verðbólga er tekinn með. Já þetta er rétt tala, 466.225 kr. að núvirði.
Sá sem lenti í því að sjá lánið sitt hækka um 200.000 kr. vegna skattahækkana var rændur samdægurs um allt að 466.225 kr.
Ég hef aldrei litið svo á að sá sem getur keypt 80 lítra af bensíni, 1 vodkaflösku og sígarettukarton eigi að geta keypt það sama eftir 1 ár að viðbættum vöxtum.
Skattahækkanir eiga að ná jafnt yfir alla og ég sem lántaki á ekki að niðurgreiða skatta annara í gegnum verðtrygginguna.
Arnar Ívarsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 18:18
Gott bréf og góð hugleiðing hjá þér í lokin... - minnti mig á að Árni Páll viðskiptaráðherra er þessa dagana að setja saman nefnd sem á að fara yfir "forsendur" verðtryggingarinnar...
Megintilgangur nefndarinnar sýnist mér vera sá að finna út einskonar "réttlætingu" fyrir óbreyttu ástandi (minnir óþægilega á niðurstöður nefndar um "Magmamálið")...
http://www.visir.is/nefnd-skipud-til-ad-kanna-forsendur-verdtryggingar/article/2010902876032
Sýnir bara að það er full nauðsyn að kynna þessa lögleysu fyrir umheiminum.. - stjórnarliðar geta varla verið þess fýsandi að fá rækilega kynningu á hvernig farið er með almenna skuldara hérna...
Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 23:33
Anna Kristín, nefndin kom saman fyrir nokkru, en hana átti af skipa í ágúst og skila niðurstöðu í desember. Hagsmunasamtök heimilanna skiluðu inn nöfnum sinna fulltrúa í ágúst (ef ég man rétt) og síðan leið og beið, en að ég best veit er hún búin að hittast fjórum sinnum.
Hvort nefndi eigi að finna réttlætingu fyrir verðtryggingunni er ég ekki svo viss um, en verkefni fulltrúa HH í nefndinni er fá aðgang að upplýsingum og vinna úr þeim á sem bestan hátt. Markmiðið er að verðtrygging hverfi í neytendalánum, en hún má vera áfram í lánum til opinberra aðila og fyrirtækja.
Marinó G. Njálsson, 17.11.2010 kl. 00:07
Verðtryggð lán voru í upphafi neyðarráðstöfun og áttu ekki að vera til frambúðar, en þegar á leið þótti gott að hafa verðtryggingu til lausnar á kostnaðaraukningu ýmiss konar.
Bankar og lífeyrissjóðir fundu öryggið með sín axlabönd og belti. Gott ef ekki einstaka þingmaður líka, sem gat bjargað skuldugum kjósendum í neyð með því að sækja í sjóðina.
Laun voru hækkuð, vísitalan hækkaði við það, gengið aflagaðist, vísitalan hækkaði við það. Fyrirtækin skelltu vísitölunni, launahækkuninni og gengisfellingu í verðlag sitt og þá hækkaði vísitalan á ný, og svona valt snjóboltinn áfram. Í ljós kom að víxlverkun lánskjaravístölu og allra annarra vísitalna var ekki að ganga upp. Eitthvað varð að gera?
Hvað gerði Steingrímur þess tíma? Jú hann aftengdi launavísitöluna og gerði lánþega og ábyrgðarmenn þeirra ábyrga fyrir röngum ákvörðunum liðinna ára. Ekki aðeins varð fólk fyrir verulegri eignaskerðingu/gjaldþroti og heilsutjóni, heldur og einnig þeir sem baktryggðu lánveitingarnar (foreldrar og vinir).
Alls konar samningar voru gerðir til að halda friðinn við alla Ögmundana, en aldrei var hægt að fella niður verðtrygginguna í sinni mynd, þó jafnvel mætustu Jóhönnur þess tíma leggðu á það ofuráherslu og bentu á að þessar vísitölur hafi í upphafi verið skammtímaráð.
Hvað á að stofna margar nefndir í viðbót til að viðhalda þessu óréttlæti?
Sigurður Þórðarson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 00:15
Svo ég klári nú það sem ég ætlaði að benda á, þá sýnist mér lítið vera að breytast. Þúsundir manna eru á vonarvöl og ljóst að ekki er til aur.
Er þessi nefnd ekki bara eitt spilið enn til að kaupa sér tíma og vona að fenni í spor?
Sigurður Þórðarson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 00:25
@ Sigurður!
Nákvæmlega það sem ég óttast líka..
Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 00:28
Er ekki rétt skilið hjá mér að skv. dómi hæstaréttar eigi að reikna óverðtryggða vexti ,frá' riftun samnings viðkomandi. Ég sé ekki betur en að miðað sé við riftun samnings en ekki samningsdagsetningu. Enda er 4 varakrafa Lýsingar skýr hvað þetta varðar. Er þá ekki eðlilegt að miða við dóm hæstaréttar frá því í júní eða september sem ,riftunar' dagsetningu, og reikna vexti frá dómsuppkvaðningu? Bara pæling.
Jón Viðar (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 01:31
Fyrir utan það að vera eyja með eigin mynt, þá er Ísland allt of lítið markaðssvæði til CPI mælinga. Mæling á kjarnaverðbólgu er t.d. skárri kostur en annars þurfum við að losna út úr þessum vítahring !
http://books.google.com/books?id=HOqcFW9b5VoC&pg=PA210&lpg=PA210&dq=measurement+errors+in+cpi&source=bl&ots=5G_K3szRQ9&sig=kJXV-WUQhisE7oeYhcdONo8F97c&hl=en&ei=ZKHjTMf3A4fBhAfAuvW2Dg&sa=X&oi=book_result&ct=result&resnum=2&ved=0CBgQ6AEwATgK#v=onepage&q=measurement%20errors%20in%20cpi&f=false
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 09:56
Það mætti kannski benda stjórnvöldum á að þau gætu stórlækkað álögur á áfengi/tóbak og eldsneyti og þvingað þannig höfuðstól lánanna niður á "náttúrulegan hátt".
Það væri áhugavert að sjá hvort bankar og sjóðir væru viljugri að samningaborðinu ef botninn dytti úr vísitölunni.
- grettir (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 10:10
Athugasemdirnar hér að ofan, rök og upplýsingar,eru það sterk að hver maður ætti að sjá það að rök fyrir verðtryggingunni, sem voru til staðar þegar hún var sett á, eru löngu horfin. Hún hefur skekkt allar hagstærðir í fjármálum þjóðarinnar á þessum áratug og valdið ómældu tjóni. Nú er vonandi, með breiðri sátt, hægt að afnema hana á ekki of löngum tíma og taka upp ábyrga efnahagsstefnu í staðinn.
Sigurður Ingólfsson, 17.11.2010 kl. 11:18
Sæll
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir alltaf að fái menn lánaðan einn hest beri mönnum að borga til baka einn hest, og notar hann þetta sem rök um að ekki megi fara í flata leiðréttingu skulda.
En maður tekur lán fyrir ,75 hlut af íbúð hvað á maður að borga margar ibúðir til baka, hvers vegna er verðtryggingin ekki bara bundin við íbúðina?
arnar (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.