20.10.2010 | 15:47
Algjör þvæla
Ég hef ekki önnur orð yfir þetta. ALGJÖR ÞVÆLA.
Ég hvet ASÍ til að hætta skáldsagnaritun og snúa sér að því sem sambandið hefði átt að gera fyrir 30 mánuðum, ef ekki lengur, þ.e. að verja hagsmuni félagsmanna sinna fyrir arðráni fjármálakerfisins.
![]() |
Lífeyrissjóðir hefðu borið 75% kostnaðar við skuldalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
19.10.2010 | 10:17
Litla gula hæna endurreisnar heimilanna
Mikill skjálfti fer um fjármagnseigendur þessa dagana. Grasrótarsamtök hugsandi fólks settu fram tillögur að því hvernig væri hægt að endurreisa íslensk heimili eftir stærsta rán Íslandssögunnar. Já, Hagsmunasamtök heimilanna gerðu þá tillögu að þeir sem fengu ávinning af ráninu tækju að sér að leiðrétta hlutina. Við brögðin eru ákaflega skýr:
Arion banki segir: "Ekki ég"
Íslandsbanki segir: "Ekki ég"
Landsbankinn segir: "Ekki ég"
Lífeyrissjóðirnir segja: "Ekki ég"
Þetta hljómar frekar kunnuglega. Við lásum flest sögu um 7 ára aldur þar sem þetta var rauði þráðurinn. Enginn vildi leggja á sig neitt til að baka köku. Núna vilja fjármagnseigendurnir ekki leggja neitt á sig til að búa til nýja þjóðarköku. Mér finnst það því bara ósköp einfalt. Fylgjum efnisþræði Litlu gulu hænunnar til enda og þeir fá þá heldur ekki ávinninginn af því að heimilunum verði bjargað af ríkissjóði eða hörðum höndum hinna vinnandi stétta, fólkinu sjálfu.
Ef ég á að segja eins og er, þá á enginn lánveitandi skilið að fá krónu umfram það sem gert var ráð fyrir í lánasamningum. Greiðsluáætlun á bara að gilda og búið mál. En við lántakar erum ekki svo ósanngjarnir að gera slíka kröfu. Við erum tilbúnir að greiða allt af 4% verðbætur árlega ofan á lánin okkar. Jafnvel þó hluti þessara 4% hafi komið til vegna lögbrota, svika og pretta, þá erum við tilbúin að líta framhjá því. Við erum líka tilbúin að líta framhjá því að lögbrotin, svikin og prettirnir hófust fyrir langa löngu, þá ætlum við bara að líta aftur til 1.1.2008.
Af hverju halda málsmetandi menn að það dugi að nota stór orð og þá fallist fólki hendur? Komið með hagfræðilega útreikninga á því, hvers vegna þetta er ekki hægt, en það er hægt að skekkja samkeppni í landinu með því að kaupa fyrirtæki sem ekki var rekstrargrundvöllur fyrir hrun. Sýnið fram á að það sé betra fyrir fjármálakerfið að fá yfir sig holskeflu íbúða sem fólk hefur ekki efni á að búa í. Má ég benda á að árlegur kostnaður af því að eiga 20 m.kr. íbúð slagar hátt í það sama og greiðslubyrði lána af íbúðinni, þegar tekin eru inn fasteignagjöld, tryggingar, viðhald, hiti og rafmagn og annað sem til fellur. Íbúð sem ekki er búið í skemmist hraðar, en sú sem ekki er búið í. Ég skora á hagfræðiprófessora, gamla viðskiptaráðherra og fleiri stóryrta menn að koma með tölur og hætta að tala í upphrópunum.
Einn af grundvallarreglum Hagsmunasamtaka heimilanna er: "Það er ekki til neitt sem heitir "ekki hægt". Þetta er allt spurningin um að finna lausn." Með þetta að leiðarljósi tek ég fyrir hönd samtakanna þátt í sérfræðingahópi ríkisstjórnarinnar umskuldavanda heimilanna. Vona ég innilega að sú vinna skili árangri fyrir heimilin í landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
17.10.2010 | 01:00
Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar
Mig langar að endurbirta færslu frá því 5. september 2009. Hún birtist einnig í Morgunblaðinu deginum áður. Ég tel þessa færslu hafa staðist tímans tönn. Hafið í huga að hún er 13 mánaða gömul og allar dagsetningar taka mið af því.
Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar
Um áramótin 2007/2008 var nokkuð gott fjárhagslegt jafnvægi á íslenskum heimilum. Krónan hafði vissulega lítillega veikst frá því hún var sterkust um mitt sumar 2007 og verðbólga hafði látið kræla á sér samhliða þessari veikingu, en fjárhagsstaða heimilanna var nokkuð góð. En þetta var svikalogn. Undirniðri var óvættur mikill að undirbúa árás á íslenska hagkerfið og átti hann eftir að kippa fótunum undan velflestum heimilum og fyrirtækjum landsins. Það sem meira er, óvættur átti eftir að éta foreldra sína, fjármálakerfið.
Undanfarna tuttugu mánuði hefur íslenska hagkerfið gengið í gegnum ótrúlegt öldurót. Hver fellibylurinn á fætur öðrum hefur dunið á ströndum hagkerfisins og lagt í rúst fjármálakerfið, ríkissjóð, fyrirtækin í landinu og heimilin. En óvætturinn hefur ekki enn náð að seðja hungur sitt og hefur læst skolt sinn um heimilin og fyrirtækin í landinu. Að foreldrunum gengnum hreiðraði hann um sig hjá nýjum herrum í formi ríkisrekinna banka. Og þar ætlar hann að nærast á bráð sinni og þenjast út, eins og púkinn á fjósbitanum hjá Sæmundi fróða hér forðum.
Heimilin í landinu hafa mörg hver verið mergsogin. Höfuðstólar lána þeirra hafa hækkað upp úr öllu valdi og það hafa afborganirnar líka gert. Ríkisvaldið hefur nokkrum sinnum gripið til vanmáttugra tilrauna til að rétta hjálparhönd, en þær flestar engu skilað og hinar litlu. Fjármálafyrirtækin með nýju bankana í fylkingarbrjósti sýna skilning á ástandi í orði, en ekki á borði. Þau virðast ekki skilja, að eigi framtíðin að snúast um val á milli heimilanna og þeirra, þá verða þau að falla fram á sverðið.
Staða nær allra lántakenda er þannig, að forsendur þeirra fyrir lántökum hafa brostið. Lán sem tekin voru við góð skilyrði hafa tekið breytingum sem enginn gerði ráð fyrir og fáir ráða við. Líkja má breytingunni við efnahagslegar hamfarir með engu minni áhrif en er hraun og aska færði byggðina í Vestmannaeyjum í kaf veturinn 1973. Hvort það var úrlausnum ríkisvaldsins að kenna eða einhverju öðru, þá er íbúatala Vestmannaeyja ekki ennþá búin að ná sömu hæðum og fyrir gos. Er það virkilega þetta sem við viljum sjá gerast fyrir Ísland? Fólki gert að bera tjón sitt óbætt eða lítt bætt og að fólk flytji burtu vegna þess að það treystir ekki samfélaginu eða vill ekki að börn þeirra alist upp við þá ógn sem felst í óstöðugu efnahagsumhverfi.
Fjármálafyrirtækin verða að átta sig á því, að þau munu aldrei innheimta að fullu þau lán sem þau eiga hjá viðskiptavinum sínum. Það getur verið að endurheimturnar verði 70-80% af verðtryggðum lánum, 45-55% af gengistryggðum lánum og eitthvað svipað af öðrum lánum. Þó svo að eignir fólks standi undir veðsetningunni, þá gera tekjur þess það líklegast ekki. Og þó tekjurnar geri það, þá er ekki víst að greiðsluviljinn sé til staðar. Mjög mörgum Íslendingum finnst nefnilega sem fjármálafyrirtækin hafi brotist inn á heimili þeirra og stolið af þeim miklum verðmætum. Fólki finnst síðan óréttlátt að greiða þurfi þjófunum ekki bara upphaflegu skuldina, heldur einnig þann kostnað sem hlaust af innbrotinu.
Allir innlendir lántakendur hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna efnahagshrunsins. Vissulega hafa fjármálafyrirtæki líka orðið fyrir tjóni, en munurinn er að mörg þeirra tóku virkan þátt í efla og styrkja óvættinn og hvetja hann til dáða. Þau eru því flest á einn eða annan hátt ábyrg á tilvist hans.
Leiðin niður á við
Eins og ég sé ástandið í þjóðfélaginu, þá er bara um tvær leiðir að ræða. Leið eitt er að fjármálafyrirtækin gangi fram af hörku og innheimti lánin í topp sem mun leiða til fjöldagjaldþrot og yfirtöku fjármálafyrirtækja á þeim veðum sem sett voru fyrir lánunum. Þar sem veðin hafa fallið í verði, þá munu fjármálafyrirtækin annars vegar ekki fá lánin að fullu greidd og hins vegar ekki geta selt eignirnar á því verði sem þær voru teknar yfir á. Nýir eigendur munu því geta keypt fasteignir ódýrt, sem mun valda ennþá meiri verðlækkun á fasteignamarkaði en þegar er orðin. Stór hluti landsmanna, þ.e. þeir sem fóru í gjaldþrot eða greiðsluaðlögun, verða óvirkir á fjárfestingamarkaði í fjölda mörg ár og upp í áratugi, en það veltur allt á því hve lengi fjármálafyrirtækin munu reyna að rukka inn eftirstöðvar lánanna sem ekki fengust greidd upp í topp. Áhrifin verða geigvænleg fyrir íslenskt samfélag. Neysla dregst saman, velta fyrirtækja minnkar, skatttekjur ríkis og sveitafélaga verður ekki svipur hjá sjón. Þetta bitnar á atvinnustiginu, samneyslunni og velferðarkerfinu. Kreppan verður dýpri og lengri en nokkurn órar fyrir. Fólksflótti verður mikill og svört atvinnustarfsemi regla frekar en undantekning. Hagvöxtur dregst verulega saman.
Leiðin upp úr kreppunni
Leið tvö er að lántakendur fái verulega leiðréttingu á höfuðstóli lána sinna, t.d. til samræmis við stöðu lána 31.12.2007 að teknu tilliti til greiðslna inn á höfuðstól og afborganir síðustu 20 mánuði. Í fyrsta lagi eru mörg lagaleg rök fyrir því að þetta verði gert. Bara til að nefna fáein, þá er það 36. gr. laga nr. 7/1936, samningalaga, en þar er fjallað um ógildingu samninga vegna forsendubrests. Í tölulið c segir t.d.: Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Í lögum nr. 46/4005 um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir er í 9. gr. ákvæði um að víkja megi til hliðar fjárhagslegri tryggingarráðstöfun, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera ákvæðið fyrir sig. Nú í lögum nr. 38/2001 um vexti og verðbætur er greinum 13 og 14 tekið fram, að eingöngu er heimilt að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs..Í lánssamningi er þó heimilt að miða við hlutabréfavísitölu.. Tel ég þessi lagalegu rök vera nokkuð traust og vex stöðugt í hópi þeirra lögfræðinga sem telja þau nægilega sterk til að vinna dómsmál gegn fjármálafyrirtækjunum.
Í öðru lagi eru það viðskiptaleg rök. Það hefur oft sýnt sig, að sé komið til móts við skuldara með niðurfellingu, afskrift eða leiðréttingu á höfuðstól láns, þá innheimtist í raun hærra hlutfall af höfuðstólnum en annars myndi gerast. Heildarafskriftin/niðurfærslan/leiðréttingin verður því minni, en annars yrði. Ástæðan er að skuldarinn verður áfram virkur viðskiptavinur fjármálafyrirtækisins og stendur oftar í skilum, þar sem greiðsluviljanum er viðhaldið. Viðskiptavinur sem finnst hann njóta réttlætis og sanngirni, er betri viðskiptavinur, en sá sem finnst hann órétti beittur. Virkur viðskiptamaður er verðmætari fyrir fjármálafyrirtækið, en hinn sem er sífellt á flótta með peningana sína og forðast að greiða skuldir sínar.
Í þriðja lagi eru það siðferðisleg rök. Flest, ef ekki öll, fjármálafyrirtæki tóku á einn eða annan hátt þátt í hrunadansinum. Það er engin afsökun að hafa haft gjaldeyrisjöfnuð í jafnvægi eða hafa ekki ætlað að valda tjóni, dansinn var stiginn taktfastur án þess að hugsað væri fyrir afleiðingunum. Áhættustjórnun fyrirtækjanna brást, of mikil áhætta var tekin og þegar spilaborgin hrundi, þá reyndust viðbragðsáætlanir ekki vera til staðar. Vissulega var hlutur fjármálafyrirtækja misjafn í hruninu, en þeir sem horfðu á og gerðu ekkert til að stoppa ofbeldið eru líka sekir. Það getur því ekkert íslenskt fjármálafyrirtæki talið sig vera saklaust í þessum efnum.
Í fjórða lagi eru það efnahagsleg rök. Þetta eru raunar bara andstæðan við fyrri kostinn. Ef greiðslubyrði lána verður létt með leiðréttingu á höfuðstóli lána, þá eykst neyslan, velta fyrirtækja, skatttekjur, samneysla og við verjum velferðarkerfið. Fleiri verða virkir á fjárfestingamarkaði og verðfall fasteigna stöðvast. Staðið verður vörð um eignir fólks og fyrirtækja. Tiltrúin á hagkerfinu eykst og viljinn til að vera virkur þátttakandi líka. Verulega dregur úr atvinnuleysi og þar með útgjöldum ríkisins til þeirra þátta. Ánægðari þjóðfélagsþegnar skila meiri og betri vinnu og þar með auknum hagvexti. Fólk sér fram á bjartari tíð og að framtíð þess verði best borgið hér á landi. Aukin hagvöxtur og auknar skatttekjur gætu síðan hjálpað við að greiða niður skuldaklafana sem nú hvíla á þjóðinni. Og hvort sem fólk telur það kost eða ókost, aukið líkurnar á skjótri inngöngu Íslands í ESB og upptöku evru.
Leiðréttingin er ódýrari fyrir kröfuhafa
Nú segir einhver að leið tvö sé of kostnaðarsöm og einhver þurfi að borga. Það er bæði rétt og rangt. Leið tvö er ódýrari en leið eitt fyrir þá sem þurfa að bera kostnaðinn. Ástæðan er sú, að sá hluti lánanna sem verður leiðréttur/afskrifaður/færður niður í leið tvö mun hvort eð er að mestu tapast í leið eitt. Þetta er svo kallaður sokkinn kostnaður. Auk þess mun leið eitt hafa í för með sér frekari útlánatöp sem ekki eru komin upp á yfirborðið núna, vegna dvínandi greiðsluvilja, þverrandi greiðslugetu, fjölgun atvinnulausra o.s.frv. Leið eitt mun því í reynd kosta fjármálafyrirtækin meiri afskriftir lána, en leið tvö.
Í mínum huga bendir allt til þess að leið tvö sé leiðin út úr kreppunni. Hún hefur yfirburði yfir leið eitt fyrir alla nema kannski fjármagnseigendur, sem ætla að nýta sér kreppuástandið og brunaútsölur til að komast yfir eignir ódýrt. Fyrir alla aðra er leið tvö hagstæðari. Ég er búinn að nefna lántakendur, fjármálafyrirtækin, fyrirtækin, ríkissjóð og sveitarfélögin, en hvað með lánadrottna fjármálafyrirtækjanna. Gagnvart þeim eru rökin alveg þau sömu og hjá fjármálafyrirtækjunum. Sé greiðslugetu og greiðsluvilja lántakenda (þ.e. heimila og fyrirtækja) haldið við, þá hafa fjármálafyrirtækin meiri tekjur til að nota í uppgjör við lánadrottna sína. Endurheimtur lánadrottnanna verða því betri eftir leið tvö en eftir leið eitt.
Gerðardómur gæti höggvið á hnútinn
Nú vantar bara einhvern með nægilegan kjark til að þróa lausn fyrir skuldara landsins í samræmi við leið tvö. Ég tel fjármálafyrirtækin ekki vera rétta aðilann, a.m.k. án aðkomu annarra, heldur verða lánadrottnar þeirra og fulltrúar neytenda að koma því að skilgreina og útfæra lausnina. Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hefur lagt til gerðardóm sem vettvang slíkrar vinnu. Ég tel það reynandi meðan enginn kemur með betri uppástungu. A.m.k. treysti ég ekki fjármálafyrirtækjum landsins til að koma með sanngjarna og réttláta lausn. Ég treysti ekki heldur stjórnmálamönnum eða embættismönnum. Gerðardómur, þar sem sæti eiga fulltrúar lánadrottna íslensku fjármálafyrirtækjanna, þ.m.t. Íbúðalánasjóðs, fulltrúar neytenda, hlutlausir aðilar skipaðir af Hæstarétti eða lagadeildum háskólanna og síðan fulltrúum fjármálafyrirtækjanna, er leið sem reynandi er að fara. Hvet ég stjórnvöld til að skipa slíkan gerðardóm sem fyrst í samráði við hagsmunaaðila beggja vegna borðsins, sem þá jafnframt gangast undir niðurstöðu hans án undanbragða. Til að tryggja það verður að gæta jafnræðis við skipan dómsins milli þeirra sem gæta hagsmuna neytenda og þeirra sem gæta hagsmuna kröfuhafa.
Marinó G. Njálsson
Höfundur er stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna og sjálfstætt starfandi ráðgjafi um áhættu- og öryggisstjórnun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (60)
17.10.2010 | 00:20
Hagfræðingur sendir Hagsmunasamtökum heimilanna tóninn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
16.10.2010 | 11:07
Þegar menn kynna sér ekki málin er niðurstaðan eftir því
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
15.10.2010 | 00:30
Þrjár leiðir út úr kreppunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (68)
14.10.2010 | 14:54
Hvassar umræður sem vonandi skila einhverju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
14.10.2010 | 14:33
Tilgangur tillagna HH er að fækka þeim sem þurfa á sértækum úrræðum að halda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010 | 14:45
Áhrif tillagna HH á lífeyrissjóðina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
9.10.2010 | 14:23
Svör við misskilningi og útúrsnúningi á Eyjunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.10.2010 | 00:07
2 ár frá hruni, en hvenær voru bankarnir í raun komnir í greiðsluþrot?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.10.2010 | 13:41
Góður fundur með ráðherrum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
5.10.2010 | 21:51
Stjórn VR samþykkir stuðning við tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.10.2010 | 23:41
Breyta þarf lögum um nauðungaruppboð - Veit þarf þolanda forkaupsrétt til að koma í veg fyrir brask
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
1.10.2010 | 16:09
Jibbí, enn "mikil" velta á fasteignamarkaði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.10.2010 | 12:48
Þingmaður gefur kjósendum sínum langt nef
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
29.9.2010 | 23:05
Eru fjöldagjaldþrot góður árangur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.9.2010 | 13:34
Neytendavernd á Íslandi - Minningarorð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.9.2010 | 18:25
Uppgreitt lán skal taka nýja vexti og lántakar skulda 3,5 m.kr. á eftir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1682120
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði