Leita í fréttum mbl.is

Tímabundið ástand sem réttir sig af

Tölur Páls Kolbeins úr Tiund ríkisskattstjóra eru áhugaverðar, en í þeim er ákveðin skekkja sem mun leiðréttast í næsta skattframtali.  Í síðasta skattframtali var tvennt sem skekkti þessa tölu.  Annað var að fasteignamat lækkaði mjög skarpt á megin þorra húsnæðis um síðustu áramót (gerir betur en að ganga til baka hjá mörgum um næstu áramót), en þetta nýja fasteignamat gilti fyrir það skattframtal sem hér um ræðir.  Hitt er að fjármálafyrirtækin höfðu ekki leiðrétt gengistryggð lán heimilanna til samræmis við dóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010.  Fyrra atriðið gerði það að verkum að eign heimilanna í fasteignum lækkaði um 10% að meðaltali eða um hátt í 300 ma.kr.  Síðara atriðið gerði það að verkum að skuldir heimilanna voru ofmetnar um hátt í 150 ma.kr.  Gera má ráð fyrir að stórhluti þessara 150 ma.kr. leggi einmitt til þessarar neikvæðu eignastöðu heimilanna.

Nú ætti ég að vera í hópi þeirra sem taka þessum tölum fagnandi, en ég geri það ekki.  Ástæðan er sú, að þessar tölur voru notaðar í sérfræðingahópnum í fyrra til að réttlæta að fara 110% leiðina í staðinn fyrir að leiðrétta forsendubrest allra.  Þegar síðan tölurnar úr framtali næsta árs birtast, þá munu menn benda á breytinguna til batnaðar og berja sér á brjósti yfir góðum árangri.  Árangri sem byggður er á annars vegar tímabundinni sveiflu í fasteignamati og því að fjármálafyrirtæki sendu Ríkisskattstjóra rangar upplýsingar um raunverulega skuldastöðu heimilanna.

Það sem ég hefði talið að væri áhugaverðast að skoða, er hvernig hefur skuldastaða fólks (heimilanna) breyst frá árslokum 2007 til dagsins í dag (eða síðustu áramóta með réttum upplýsingum).  Hvað hafa skuldir fólks hækkað mikið?  Hver er skuldsetning miðað við eignir?  Hver er greiðslubyrði lánanna?  Hvaða tekjur hafa heimilin eftir skatta og með millifærslum skattakerfisins til að standa undir þessum greiðslum?  Ég þykist alveg vita hver niðurstaðan er, þ.e. að stórir hópar heimila, sem eru ennþá í jákvæðri eign, standa ekki undir greiðslubyrði lána sinna.  Tilteknir hópar heimila, sem eru með neikvæða eignastöðu eru með yfirdrifnar tekjur til að standa undir greiðslubyrði lána sinna.  Síðan eru hópar sem eru skuldlausri, aðrir sem skulda lítið og ráða við skuldir sínar, enn aðrir skulda mikið og hafa engan veginn tekjur til að standa undir því og loks eru það þeir sem skulda mikið, eru í jákvæðri eignastöðu og hafa tekjur til að greiða af lánum sínum.  Þetta er allt vitað.  Samanburðurinn sem ég vil gjarnan sjá er hver var staðan í árslok 2007 og hvernig færðust heimilin milli hópa miðað við stöðuna í árslok 2010.

Ef þetta er rannsakað, þá mun koma í ljós hvernig greiðslubyrðin hefur breyst, þá fyrst og fremst til hins verra, og hvernig hin breytta greiðslubyrði er að skerða getu heimilanna til neyslu og fjárfestinga.  Þetta eru tvö lykilatriði í hagvexti eða eigum við að segja takmörkunar á hagvexti.  Mér er nokkurn veginn sama um eignastöðu og hvernig hún hefur sveiflast.  Eins og ég benti á í séráliti mínum fyrir tæpu ári, þá skiptir núverandi fasteignamat eingöngu máli fyrir þá sem þurfa að selja.  Gagnvart öllum öðrum, þá er hvort heldur eignastaða eða þess vegna markaðsverð, bara tala á blaði.  Það sem skiptir máli er að greiðslubyrðin sé leiðrétt, og þar með skuldastaða, með tilliti til þess forsendubrests sem varð m.a. vegna vanhæfi, blekkinga, svika, lögbrot og pretta stjórnenda, stjórnarmanna og eigenda bankanna í undanfara hrunsins.  Það er ekki nóg að skrifa skýrslu í ótal  bindum, ef við ætlum ekkert að gera með það sem þar kemur fram.  Ef við ætlum bara að láta sem skýrslan sé nóg og nú sé hægt að snúa sér að einhverju öðru.


mbl.is Færri eiga og fleiri skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talnamengunin heldur áfram - Landsbankinn segir eitt og Steingrímur J annað

Ég fagna því að Landsbankinn hf. hafi leiðrétt lán viðskiptavina sinna um 33,4 ma.kr.  vegna þess að dómstólar komust að því að lán sem bankinn tók yfir af Landsbanka Íslands hf. hafi brotið gegn lögum nr. 38/2001 um vexti og verðbætur.  Að bankinn haldi því fram, að þetta séu niðurfærslur í bókum bankans er aftur hrein ósvífni.  Þessi upphæð var ALDREI færð til eignar hjá bankanum.

Í fréttatilkynningu bankans segir:

Þegar samið var um kaup Landsbankans hf. á lánasafni einstaklinga af LBI hf. (gamla bankanum) árið 2009 nam niðurfærsla kaupverðsins 46 milljörðum króna til að mæta útlánaáhættu.  Niðurfærsla bankans á lánum einstaklinga nema nú þegar tæðum 61 milljarði króna.  Mismunurinn, 15 milljarðar króna, hefur verið gjaldfærður í reikningum bankans á árinu 2010 og 6 mánaða uppgjöri 2011.

Hér er greinilegt að talnamengunin heldur áfram.  Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi 14. september sl., þ.e. fyrir réttum 4 vikum, þá kemur fram að NBI hf. (þ.e. Landsbankinn hf.) hafi tekið yfir 237.350 m.kr. útlán til einstaklinga frá Landsbanka Íslands hf. (þ.e. LBI hf.) á 158.388 m.kr.  Ég fæ ekki betur séð en að mismunurinn sé 78.962 m.kr. eða tæplega 79 ma.kr., ekki 46 ma.kr. og 18 ma.kr. hærri tala en þessi 61 ma.kr. sem bankinn segist hafa niðurfært.  Nú væri gott að Landsbankinn hf. skýri út fyrir okkur sem kunnum að reikna hvernig 79 ma.kr. eru orðnir að 46 ma.kr.  Fékk bankinn einhvern annan afslátt en "til að mæta útlánaáhættu"?  Hvers vegna var sá afsláttur veittur?  Eða var svar Steingríms J til Guðlaugs rangt?

Ég er ekki að mótmæla því að kröfur bankans á hendur viðskiptavinum hafa lækkað um háar upphæðir miðað við stöðu þeirra í gömlu bönkunum hinn 30. september 2008.  Því miður var hluti þessara krafna byggðar á lögbrotum og því telst lækkun krafnanna vera leiðrétting gagnvart viðskiptavininum, þó hún teljist afskrift í bókhaldi þess sem framkvæmir leiðréttinguna.  Málið er að það var gamli bankinn, ekki sá nýi.  Svo ég vitni aftur í Steingrím J, en í þetta skipti í skýrslu um endurreisn viðskiptabankanna, þá segir í henni á bls. 30:

Mat eignanna miðast við októbermánuð 2008 en á þeim tíma voru tugþúsundir gengistryggðra lána í bönkunum sem greitt var af og engum hafði blandast hugur um að væru gildir gerningar. Seðlabanki Íslands og FME höfðu látið þessar lánveitingar óátaldar og þær höfðu tíðkast um árabil. Um það leyti sem endanlega var gengið frá samningum við gömlu bankana heyrðust raddir um að gengistrygging lána kynni að vera ólögmæt. Það atriði var á þeim tíma umdeilt meðal lögfræðinga og algjörlega óraunhæft að meðhöndla öll slík lán sem ólögmæt í samningunum. Bent var á að öll gengistryggð lán hefðu verið afskrifuð um meira en helming við yfirfærslu þeirra til nýju bankanna, engin greining hefði farið fram á lánaskilmálum m.t.t. ólögmætis og þótt svo færi að hluti þeirra yrði metinn ógildur myndu ákvæði 18. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 leiða til þess að upphaflegur höfuðstóll yrði framreiknaður með óverðtryggðum vöxtum. (Leturbreyting er mín.)

Já, gengistryggð lán voru afskrifuð um meira en helming miða við stöðu þeirra í október 2008, fyrir Landsbankann hf. er það 9. október 2008.

Ég mun vonandi fá tækifæri til að komast að því á næstu dögum hvað er rétt og satt í allri þessari talnamengun.  Hagsmunasamtök heimilanna hafa komist að samkomulagi við forsætisráðherra um vinnu við mat á svigrúmi og nýtingu þess.  Vonandi fer hún í gang fljótlega og verður lokið fyrir 27. október.


mbl.is Yfir 60 milljarðar í niðurfærslu lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, fyllerí bankamanna var öfum þeirra að kenna!

Heldur er það aumkunarvert hjá Ásgeiri Jónssyni að kenna fortíðinni um vanhæfi íslenskra bankamanna á fyrsta áratug þessarar aldar.  Þetta er svona eins og alkinn fari að kenna afa sínum um að hann drekki, vegna þess að afinn datt illa í það fyrir 30 árum.  Ég verð að viðurkenna, að ég geri meiri kröfur til manns sem státar af doktorsgráðu í hagfræði.

Ísland á fyrstu árum þessarar aldar var allt annað Ísland en gekk í gegn um efnahagssveiflur áranna 1970 - 1990.   Alveg eins og Ísland þess tíma var annað en Ísland 1945 - 1970.  Ég er ekki faðir minn og hann ekki faðir sinn.  Báðir höfum við færi á að læra nýja hluti, tileinka okkur það sem hinum stóð ekki til boða á undan, byggja á reynslu þeirra sem á undan okkur gengu.

Greinilegt er að blaðamaður Morgunblaðsins er sammála mér í því að afsökun Ásgeirs og skýring er ótrúverðug.  Sett fram sem réttlæting eða eins blaðamaður segir:  

..tími málsvarnarinnar er sem kunnugt er að fara í hönd..

Hann er aumur sá einstaklingur sem kennir öðrum um eigin gjörðir.  Sigurjón Þ. Árnason gerði það um daginn, en hann hélt sig við nútímann.  Ásgeir Jónsson virðist ætla að kenna samferðamönnum Bjarna afa síns um það sem hann gerði vitlaust.  Eða voru það samferðamenn föður Bjarna sem bera ábyrgðina á hruni Kaupþings árið 2008?  Kannski var það nýsköpunarstjórnin sem var völd af því að Kaupþing hrundi.  Já, svei mér þá eða var það kreppan mikla.  Guðmundur Jaki var þá í farabroddi.  Þetta hlýtur að vera honum að kenna!

Ég vona að bankamenn hrunbankanna fari að axla sína ábyrgð.  Ég er orðinn þreyttur á afsökunum og réttlætingu.  Eins og bankamaðurinn sem sagðist hafa verið að hlíða fyrirmælum, þegar hann var að hringja í gamla fólkið og plata það til að færa peningana úr skjóli innstæðureikninga yfir í sjóði sem keypt höfðu ónýt skuldabréf af eigendum bankans.  Hans afsökun var að eiga fyrir salt í grautinn, því óhlíðnir bankamenn voru reknir.  Hvað ætlar viðkomandi að segja við gamla manninn sem á ekkert lengur nema fyrir salti í grautinn?  Áhyggjulausa ævikvöldið hvarf um leið og peningamarkaðssjóðirnir tæmdust.

Ég geri greinilega meiri kröfu til Ásgeirs Jónssonar, en hann gerir til sín.  Ég velti því líka fyrir mér hvort hann sé ekki með þessu að grafa undan trausti fólks á núverandi vinnustað sínum.  Verð ég núna að taka allt með varúð sem þaðan kemur? Einn af lykilmönnum fyrirtækisins gæti skýrt misheppnaða ráðgjöf á komandi árum í hvarfi síldarinnar árið 1967 eða Móðuharðindum!

Efnahagslífið hrundi vegna þess að menn færðust um of í fang.  Þeir héldu að þeir væru yfirmáta klárir en reyndust svo bara vera meðalmenn.  Teknar voru ákvarðanir, þar sem óheyrileg áhætta var tekin, svipað og að leggja sífellt allt undir á svart í rúllettu.  Það gekk í nokkur skipti, en svo kom rautt.  Í staðinn fyrir að leggja hluta ágóðans fyrir í varasjóð, svo menn þyldu að lenda á röngum lit, þá var alltaf doblað.  Menn héldu að þeir hefðu leyst leyndamál fjármálakerfisins, þegar verið var að lokka þá sífellt lengra inn á hættusvæðið.  Og þegar þeir voru komnir nógu langt og þrátt fyrir að þeir hefðu átt að sjá fallhlerann á jörðunni, þá gengu þeir beint í gildruna eins og mús sem fellur fyrir oststykkinu.  Allt vegna þess að þeir, m.a. greiningadeildin sem Ásgeir stýrði, áhættustýring sem jafnvel ennþá greindari maður stýrði ogyfirstjórnin sem var mönnuð algjörum ofurmennum, voru ekki eins klárir karlar og þeir héldu sig vera.

Ég bíð ennþá eftir því að heyra skýrt og greinilega frá hverjum og einum af æðstu stjórnendum, stjórnarmönnum og eigendum bankanna þriggja:

Mér urðu á herfileg mistök í störfum mínum fyrir Kaupþing/Glitni/Landsbanka Íslands sem urðu til þess að baka þjóðinni óbætanlegu tjóni.  Ég tek á mig fulla ábyrgð á gjörðum mínum og vil gera allt til að bæta fyrir það sem úrskeiðis fór.  Mér líður illa yfir hinu mikla fjárhagslega tjóni sem gjörðir mínar ollu einstaklingum, heimilum og fyrirtækjum og vil biðjast fyrirgefningar á þessu öllu.

Ég ætla ekki að halda niðri í mér andanum eftir að einhver stigi fram og segi þessi orð eða eitthvað í þeim dúr.  Virða verður það við Jón Ásgeir Jóhannesson, að hann er sá sem er næstur því að hafa sagt þetta.  Ég bíð spenntur eftir því að sjá hver stígur næst fram, en ég frábið mér afsakanir og réttlætingar.  Annað hvort eru þessir aðilar menn eða mýs.  Hvort er það?


mbl.is Umræða um hrunið á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afslátturinn af lánasöfnunum var 1.700 milljarðar króna - Enn hagræðir Árna Páll sannleikanum

Loksins! Loksins! Árni Páll Árnason gaf upp við umræðu á Alþingi í dag, að "svigrúmið" væri 1.700 milljarðar króna. Þremur árum eftir hrun, þremur árum eftir að bankarnir sem nú heita Íslandsbanki, Landsbakinn og Arion banki voru stofnaðir hefur talan...

Misskilningur, villur og talnamengun Fréttablaðsins um meintar afskriftir á lánum heimilanna

Í Markaði Fréttablaðsins er stór og mikil grein um skuldavanda heimilanna. Þar er fjallað á ágætan hátt um margt varðandi greiningu á vandanum, umfjöllun um hann og úrræði. Því miður læðast inn í greinina villur sem nauðsynlegt er að leiðrétta, önnur...

Skoðanakönnun eða skoðanamótun

Ég hef lent í þjóðarpúlsi hjá Gallup. Það eru nokkur ár síðan og kannski hefur eitthvað breyst. En spurningin sem ég fékk um fylgi við flokka var þessi klassíska: "Hvaða flokk myndir þú kjósa ef gengið væri til Alþingiskosninga núna?" Síðan voru nöfn...

Kaupmáttur 2,5% lægri en árið 2000

Tölur Hagstofu Íslands um ráðstöfunartekjur heimilanna segja allt sem segja þarf um ástandið í þjóðfélaginu. Ég geri mér grein fyrir að þetta eru tölur fyrir 2010 og nú er október 2011, en þó einhver viðsnúningur hafi hugsanlega átt sér stað, þá sér vart...

Reiknaði Guðlaugur til enda? - Nýjar tölur frá Árna Páli afhjúpa misræmi

Ég hef aðeins skoðað hvernig tillögur sjálfstæðismanna virka á lán og er ekki hrifinn. Skoðum skýringu þeirra á virkni tillögu þeirra: Í frumvarpinu er lagt til að þessari aðferð við endurútreikning verði breytt til hagsbóta fyrir skuldara þannig að...

Steve Jobs - Goðsögn í lifandi lífi fallin frá

Tveir guttar um tvítugt byrjuðu á fikti í bílskúr heima hjá öðrum þeirra fyrir réttum 35 árum. Þeir voru með hugmynd að einmenningstölvu sem síðar var nefnd Apple. Í dag er þetta eitt af 10 verðmætustu vörumerkjum heims. Þessir hugmyndaríku guttar voru...

Sparnaður er svo fjárfestar fái ódýrt lánsfé! - Raunverulegt hlutverk lífeyrissjóða er ekki sparnaður

Fyrir helgi barst mér póstur frá konu sem sagði farir sínar og mannsins síns ekki sléttar gagnvart lífeyrissjóðnum hans. Hann var með séreignarsparnað hjá tilteknum sjóði og líka lán. Á nokkurra ára tímabili hafði lánið hækkað verulega en...

Svör um verðtryggingu

Rakel Sigurgeirsdóttir ritaði færsluna Stefnumót við stjórnvöld á bloggið sitt. Bloggari að nafni Jón Bragi Sigurðsson setur þar fram nokkrar spurningar og leitaði Rakel til mín og nokkurra annarra að svar þeim. Brást ég glaður við þeirri beiðni og setti...

Já-bræðraráðstefna ríkisstjórnarinnar

Ég fagna því að stjórnvöld ætla að halda um árangur Íslands í baráttunni við efnhagskreppuna. Á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins segir: Á ráðstefnunni Ísland á batavegi: Lærdómar og verkefni framundan koma saman íslenskir og erlendir ráðamenn,...

Hagnaður bankanna ógn við gjaldeyrisstöðugleika

Það er svo gaman að endurtaka sig, þar sem aldrei er að vita nema fleiri hlusti í þetta sinn. Annas Sigurmundsson, blaðamaður á DV, hefur skrifað fjölmargar greinar um bankana, hagnað þeirra, svigrúm til afskrifta og nú síðast hagnað eigenda bankanna. Í...

Greiddi alltaf það sem var rukkað, en vangreiddi!

16. september 2010 féll dómur í Hæstarétti í máli nr. 471/2010 Lýsing gegn Guðlaugi Hafsteini Egilssyni . Í því máli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að vextir áður gengistryggðra lána skuli taka mið af hvort heldur er hagstæðara fyrir...

Þakka ber það sem vel er gert

Ég hef ekki oft verið uppfullur hróss til fjármálafyrirtækjanna og er það svo sem ekki heldur núna, en ég vil hrósa Landsbankanum fyrir framtak sitt til lækkunar á skuldum viðskiptavina sinna. Munar þá örugglega um þessa 23,1 ma.kr. sem dreifast á nærri...

Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa

Í tilefni þess að þrjú ár eru frá þjóðnýtingu Glitnis: Almenningur óskar eftir sannleikanum varðandi hrunið, aðdraganda þess og eftirmála 29. september 2008 vaknaði þjóðin upp við þá frétt að þá um nóttina hefði Glitnir verið tekinn yfir af ríkissjóði...

15 staðreyndavillur Guðjóns Rúnarssonar í Kastljósi kvöldsins

Ég var að horfa á Kastljóssþátt kvöldsins, þar sem m.a. sátu fyrir svörum Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Umræðu efnið var afskriftir af útlánum gamalla og...

Var einhver sem vissi þetta ekki?

Ég hélt að fjármálakreppan sem núna er að ganga yfir, hefði fyrir löngu leitt í ljós að ríkisstjórnir ráða ekki á meðan þær eru sífellt að gefa eftir. Sá sem lætur sífellt undan er undir stjórn þess sem knýr á undanhaldið. Goldman Sachs er öflugasti...

Fyrirtæki í vanda leita til hlutahafa, en fjármálafyrirtæki í vanda til skattgreiðenda!

Efnahagsvandinn sem gengið hefur yfir hinn vestræna heim hefur afhjúpað það staðreynd að önnur lögmál gilda um fjármálafyrirtæki en önnur fyrirtæki. Hin almenna regla er að lendi fyrirtæki í vanda vegna rangra ákvarðana stjórnenda þess, þá lendir...

Hvar sjást 206 ma.kr. afskriftir í bókum Landsbankans? - Staðreyndir um afskriftirnar

Ég skoraði um daginn á Landsbankann hf. (áður NBI hf.) að sýna fram á hvar í bókum fyrirtækisins afskriftir upp á 206 ma.kr. kæmu fram. Nú kemur Haukur Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegs í "fyrirtækjabanka" Landsbankans, og heldur því fram á opinberum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1681256

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband