3.10.2011 | 12:30
Hagnaður bankanna ógn við gjaldeyrisstöðugleika
Það er svo gaman að endurtaka sig, þar sem aldrei er að vita nema fleiri hlusti í þetta sinn. Annas Sigurmundsson, blaðamaður á DV, hefur skrifað fjölmargar greinar um bankana, hagnað þeirra, svigrúm til afskrifta og nú síðast hagnað eigenda bankanna. Í grein sem birtist í dag, bendir hann á það sem ég hef bent á nokkrum sinnum áður:
Hagnaður eigenda bankanna mun fara úr landi í því mæli sem eigendurnir eru erlendir.
Annas skýrir þetta ágætlega út í sinni grein. Eigið fé Íslandsbanka og Arion banka hækkar virði eignarhaldsfélaga þeirra sem myndar þannig hagnað hjá þeim. Þessi hagnaður mun fara úr landi með tíð og tíma, þegar afleitt verður hömlum á því að greiða arð til út úr þessum tveimur bönkum. Málið snýr á annan hátt gagnvart Landsbankanum, þar sem ríkissjóður er eigandi bankans.
Þjóðhagslega hagkvæmt að skila afslætti til lántaka
Mikið hefur verið rætt um meinta afslætti sem nýju bankarnir fengu frá þeim gömlu. Svona alveg burt séð frá því hvaða afslættir fengust, þá er það þjóðhagslega hagkvæmt að honum sé skilað til lántakanna. Mig langar að skýra það betur út:
1. Hvað gera bankarnir við hagnaðinn? Bankarnir hafa nánast bara tvær leiðir til að "eyða" hagnaði sínum. Þeir greiða hann út í arð eða styrkja eigið fé sitt. Hvort sem er, þá eru eigendur bankanna að hagnast. Nú myndi einhver segja að bankarnir hafi þriðja kostinn, þ.e. að styrkja rekstur sinn með kaupum á fyrirtækjum. Já, sá kostur er fyrir hendi, en þeir þurfa þess ekki. Mun einfaldara er fyrir þá að taka yfirskuldsett fyrirtæki bara yfir. Auk þess eru varla nokkur fyrirtæki eftir á landinu, sem ekki eru þegar í eigu bankanna og gætu styrkt rekstur þeirra. Nú séu þau til, þá kosta þau bara brotabrot af hagnaðinum, þannig að það sér ekki högg á vatni.
2. Fyrirtæki og einstaklingar sem fá afsláttinn til sín stuðla að auknum hagvexti. Stærsta vandamálið frá hruni hefur verið samdráttur í neyslu heimilanna og veltu fyrirtækja. Þetta hefur leitt til þess að þeir skattstofnar sem voru til staðar haustið 2008 hafa rýrnað mjög mikið. Til að ná sömu skatttekjum hefur ríkisvaldið því þurft að hækka allar álögur og bæta við nýjum tekjustofnum. Afleiðingin hefur verið enn frekari samdráttur í neyslu heimilanna og veltu fyrirtækjanna og þar með nýr samdráttur í skattstofnum sem hefur gert það að verkum að enn hefur þurft að hækka álögur og finna nýja skattstofna. Sagt er að ríkið hafi breytt sköttum 100 sinnum frá hruni. Ég hef ekki talið og tek því þessa tölu í blindni, en þó hún væri bara 50, þá væri það hellingur. Allt þetta hefur valdið fjölgun atvinnulausra og hægari viðsnúningi.
Ef farin hefði verið sú leið, sem ég lagði til fyrir 3 árum, að taka til hliðar þann hluta skulda heimila og fyrirtækja sem bæst höfðu á þær frá árslokum 2007, þ.e. lántakar hefðu bara greitt af stöðu lána sinna, eins og hún var í árslok 2007, þá hefði dæmið snúist við. Neysla heimilanna hefði haldist tiltölulega há og þar með stutt við veltu fyrirtækjanna, sem hefðu ekki þurft að fækka eins hjá sér störfum haustið 2008 og fram á vor 2009. Skattstofnar hefðu ekki rýrnað nema mjög takmarkað og þar með dregið verulega úr þörfinni fyrir auknum álögum og niðurskurði.
3. Ef farin hefði verið mín leið, þá væri mun hærri hluti lána virkur, þ.e. samkvæmt upplýsingum sem hafa komið m.a. fram í skýrslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og árs- og árshlutareikningum bankanna, þá er allt að 60% af lánum fjármálafyrirtækja óvirkur, þ.e. ekki er greitt af þeim. Ég reikna að vísu með því að stórhluti þessara 60 prósenta séu lán sem ekki eru færð til bókar hjá bönkunum. Ef fjármálafyrirtækin hefðu fylgt þessari hugmynd minni (mér skilst að Nýi Kaupþing banki hafi viljað fara þá leið sumarið 2009, en fjármálaráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið bannað þeim það), þá er ég viss um að heimtur þeirra hefðu orðið betri. Mestu málið hefði þó skipt að friður hefði komist á í þjóðfélaginu, greiðsluföll hefðu orðið sjaldséðnari, ekki hefði þurft að eyða dýrmætum tíma lántaka og lánveitenda í allt þetta karp sem átt hefur sér stað, fækkað hefði í greiðsluaðlögun, sértækri skuldaaðlögun, 110% leiðin verið óþörf, lítil umferð verið um Beinu brautina, o.s.frv., o.s.frv.
Hvað ætli lántakar hafi eytt stórum hluta tíma síns í að leysa lánamál sín? Hvað ætli margar fjölskyldur hafi splundrast vegna skuldasúpunnar? Hvað ætli margir hafi farið í gjaldþrot vegna þess, misst heimilið sitt og jafnvel eitthvað meira?
Það er alveg á hreinu í mínum huga, að allt sem lagðist á lán landsmanna (og fyrirtækja) á árinu 2008 var tilkomið vegna lögbrota, blekkinga, svika, pretta og/eða vanhæfi stjórnenda, stjórnarmanna og eigenda bankanna, stjórnenda og stjórnarmanna lífeyrissjóðanna, ráðherra, þingmanna og embættismanna. Hlutur hvers og eins var misjafn, en vanhæfi var líklegast mest áberandi þátturinn hjá öllum.
4. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að fara mjög varlega með gjaldeyrisforða þjóðarinnar, þar til kemur að því að við köstum krónunni fyrir einhvern trúverðugri gjaldmiðil. Af þeirri ástæðu einni er glapræði að nýju bankarnir séu að rembast, eins og rjúpan við staurinn, við að innheimta það sem ekki er fært til bókar hjá þeim. Fyrstu 320 ma.kr. af því sem innheimtist umfram bókfært virði rennur beint til gömlu bankanna og þaðan fer peningurinn til kröfuhafa. Hluti (og ansi stór) kröfuhafa er erlendur. Þeir fá því sinn hlut greiddan í dýrmætum gjaldeyri. Sama á við um arð sem kemur í framtíðinni frá nýju bönkunum. Hann mun renna inn í eignarhaldsfélögin sem síðan greiða hann til eigenda sinna sem eru sömu kröfuhafarnir og áður hefur verið getið.
Hér hef ég nefnt fjögur veigamikil atriði sem styðja það, að það væri í þjóðarhag, að bankarnir innheimit eingöngu það sem þeir greiddu fyrir lánasöfnin. Vafalaust væri hægt að finna fleiri og eins væri hægt að finna atriði sem vega á móti.
Meiri innheimtur leiða til veikingar krónunnar
Svo fáránlegt sem það er, þá er best fyrir krónuna, að nýju bankarnir innheimti eingöngu það sem þeir greiddu fyrir lánasöfnin og ekki krónu meira. Hagnaður þeirra og betri innheimtur eru ógn við gjaldeyrisstöðugleikann og ættu samkvæmt öllum hagfræðilögmálum að stuðla að veikingu krónunnar. Ástæðan er sú að hagnaður hjá Íslandsbanka og Arion banka sem greiddur verður út sem arður mynda eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri. Sama á við um innheimtur umfram neðri mörk mats Deloitte á viriði lánasafnanna upp að efri mörkunum. Þessi mismunur er 320 ma.kr. og samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankakerfisins, þá skulu nýju bankarnir greiða þeim gömlu allt að þessari upphæð. Arion banki er raunar þegar búinn að gera upp við gamla bankann, en hinir eru eftir. Þar eru ríflega 200 ma.kr. (líklegast allt að 240 ma.kr.) sem gætu farið til þrotabúa Landsbanka Íslands og Glitnis og þaðan að stórum hluta til erlendra kröfuhafa. Þetta er til viðbótar þeim 280 ma.kr. eða svo sem Landsbankinn ætlar að greiða gamla bankanum. Hér eru því mögulega 520 ma.kr. sem eiga eftir að fara í erlendum gjaldeyri út úr gjaldeyrisforða sem lekur stöðugt. Niðurstaðan getur bara orðið veiking krónunnar og meiri verðbólga.
(Ég hef svo sem enga trú á því að íslenska krónan lúti einhverjum markaðslögmálum. Hreyfingar hennar undanfarna mánuði hafa ekki sýnt það.)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.