Leita í fréttum mbl.is

Þakka ber það sem vel er gert

Ég hef ekki oft verið uppfullur hróss til fjármálafyrirtækjanna og er það svo sem ekki heldur núna, en ég vil hrósa Landsbankanum fyrir framtak sitt til lækkunar á skuldum viðskiptavina sinna.  Munar þá örugglega um þessa 23,1 ma.kr. sem dreifast á nærri 60.000 einstaklinga.

Nú verður bæði fróðlegt að sjá hvað aðrir bankar gera og ekki síður skattayfirvöld.  Einhverjar hótanir heyrðust frá fjármálaráðuneytinu um að þessar leiðréttingar yrðu skattlagðar, en ég vona innilega að menn standist þá freistingu.  Nóg hefur fólk mátt líða á undanförnum árum, þó ekki sé bætt á.

Hvort þetta er stórt skref eða lítið í átt til réttlætis verður hver maður að meta fyrir sig.  Aðgerðin tók hátt í þrjú ár og margur hefur mátt líða kvalir og angist á þeim tíma.  Ég er þess sannfærður að bankinn hafi meira svigrúm (a.m.k. benda hagnaðartölur til þess), þó ég sé ekki viss um að hann líti svo á málin.  Það sem mestu skiptir núna er að þetta skref var tekið og þakka ber fyrir það.


mbl.is Skuldir lækkuðu um 23 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég er nú með öll mín mál í Landsbankanum,og íbúðalánið mitt líka.

Ég hef ekki séð krónu leiðrétt hjá mér í þessum banka svo ég veit ekki hvaða 60.000 manneskjur þetta eru, en sem viðskiptavinur með launainnlögn og öll mín viðskipti hef ég ekki orðið var við neina tilfærslu mér til handa.

Svo ég þá bara fullyrði hér og nú, Bankinn lýgur.

mbk Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.9.2011 kl. 12:00

2 identicon

Getur verið að 10 stærstu viðskiptavinir Landsbankans hafi fengið 23 milljarða afskrifaða og restin 59.990 viðskiptavinir 0.1 milljarð. Sem sagt hvernig er dreifingin á þessa 60.þús.viðskiptavini. Eru afskriftir á lánum viðskipavina inni þessari góðmennsku og hver er skilgreiningin á hverjir fá lækkun og hverjir ekki.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 12:59

3 identicon

Heimild:

http://www.landsbanki.is/einstaklingsthjonusta/lausnirfyrirheimili/laegri-hofudstoll/laekkun-fasteignaskulda/

Hvernig er sótt um?

Ekki þarf að sækja sérstaklega um úrræðið ef allar áhvílandi veðskuldir eru hjá Landsbankanum og staða þeirra er hærri en sem nemur 110% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Veðskuldir verða sjálfkrafa færðar niður.

Skúli (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 13:09

4 identicon

Sveinn Úlfarsson (29.9.2011 kl. 12:59) hér að ofan er með þetta.

Minnir að eitthvað svipað hafi átt sér stað þegar skattgreiðendur punguðu út mörg hundruð milljörðum í alveg örugga sjóði.

sr (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 15:00

5 identicon

Ég get staðfest þessi vinnubrögð Landsbankans.

Árið 2006 keyptum ég og frúin íbúð á 19.5, fengum 15 milljónir að láni hjá Kaupþingi og 2 hjá Landsbanka til að gera endurbætur.

Í janúar á þessu ári (viðmið 110% leiðar) er fasteignamatið 19.1, "Kaupþingslánið" 24 tæpar en Landsbankalánið nokkurn veginn staðið í stað.

Við sóttum um 110% hjá Landsbanka, því þeir voru í aftari veðrétti. 2 dögum síðar fæ ég hringingu,  jú lánið er fyrir utan fasteignamat+10% Fellt niður, klappað og klárt á nokkrum dögum (heildargreiðslur okkar á tímabilinu slaga reyndar hátt í upphæðina, en látum það liggja á milli hluta).

Nokkrum vikum seinna fáum við hringingu frá Arion sem við skuldum nú 24 milljónir fyrir þær 15 sem við fengum að láni hjá Kaupþingi.

- Skattaskýrslur takk.
- Þeir ætla að senda "óháðan" fasteignasala til að verðmeta.

Ég fór því að skoða hvaða lausnir Arion Banki er að bjóða upp á aðrar en þær sem þeir hafa verið skikkaðir til af stjórnvöldum og fann þessa síðu:

http://www.arionbanki.is/?PageID=5373

Taktu sérstaklega eftir svörum við spurningum 7 og 11

Við báðum þá bara vel að lifa enda kærum við okkur ekki um að skrifa undir neina nýja pappíra hjá þeim banka.

- grettir (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 16:40

6 identicon

23.1 milljarður deilt með 60000! eru það ekki kr. 385.000,  að meðaltali i afskriftir skulda. Var þetta ekki bara álagður lögmannskostnaður innheimtudeildar Landsbankans sem að var afskirfaður?

Þetta er einfaldlega enn eitt trixið til að slá ryk í augu fólks. Stórar tölur sem að við nánari athugun segja ekki neitt. 

Helgi Njalsson (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 20:17

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Grettir:

skil ekki alveg af hverju þú vildir alls ekki ræða við Arion um mögulega afskrift. Ætlarðu svo að mæta á Austurvöll á laugardag og heimta ... afskriftir?

Skeggi Skaftason, 29.9.2011 kl. 23:49

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst að ég verði að hrósa Marínó fyrir að benda líka á það sem vel er gert. Það hvetur hina kannski til að koma í kjölfarið. Svona í ljós þess sem sumir skrifa hér að ofan er rétt að benda á að Landsbankinn hefur skýrt þetta ágætlega út. Í stað þess að 110% leiðin sé miðuð við markaðsverð á miðuðu þeir við fasteignamat. Og 110% leiðin snertir þá ekki þá einstaklinga sem eru með lægri lán en 110% af fasteignamati. Eins þá tóku þeir heildarstöðuf fólks þ.e. önnur lán og yfirdrætti og aðlöguðu það að greiðslugetu.

Finnst það algjörlega óþarfi að menn séu að skíta út allt sem verið er að gera. Sér í lagi ef það er umfarm það sem samningar og lög gera ráð fyrir. Það skilar bara engu. Frekar að hvetja aðra til að fara að fordæmi Landsbankans. Kannski ekki nóg sem þeir gera en þó meira en aðrir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.9.2011 kl. 10:19

9 identicon

Íslandsbanki gerði svipað og Landsbankinn (í a.m.k. mínu tilfelli) að miða við fasteignamat þegar þeir reiknuðu 110% leiðina. Þetta var gert á síðustu metrunum áður en umsóknarfresturinn rann út, að lækka matið í fasteignamat til að fleiri fengju var mér sagt. Hins vegar var mér tjáð að aðrar skuldir við bankann væru ekki hluti af pakkanum (t.d. skuldabréf v/yfirdráttar).  Það lítur þannig út að ekki allir fái sömu fyrirgreiðslu innan sama banka.

HA (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband