7.11.2008 | 09:25
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Ofsóknaræðið er orðið svo mikið í þjóðfélaginu að menn sjá skrattann í öllum hornum. Fólk skýtur út í loftið án þess að vita af hverju eða á hvern, vegna þess að það er hrætt og reitt. Upplýsingaflæðið frá stjórnvöldum er í dropatali, þegar það á að vera stöðugt flæði, eins og í fallegri á og eykur það frekar á fárið. Þeir sem eiga að vera í því leiðrétta söguburð eða staðfesta fréttir, eru ekki að sinna hlutverki sínu. Fólk smjattar á fáránlegum orðrómi, eins og um heilagan sannleika sé að ræða. Ekki misskilja mig. Ég vil sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann, eins og frasinn er frá Ameríku. Ég vil að okkur sé treyst fyrir upplýsingum, en ekki haldið frá okkur, því það gefur sögusögunum undir fótinn.
Hægt er að telja upp ótal "fréttir" á blogg-síðum, spjallrásum og vefsíðum, þar sem lekið er "staðreyndum" sem eiga svo ekki við rök að styðjast eða eru færðar verulega í stílinn. Síðan fer í gang umræða, þar sem skórinn er níddur af nafngreindum einstaklingum, sem hafa ekkert gert sér til sakar annað en að hafa lent í hamfaraflóðinu með okkur hinum. Nafnabirtingar á einhverjum undirsátum í bankakerfinu eru gjörsamlega út í hött. Fæst af því fólki, sem stjórn Kaupþings ákvað að losa undan persónulegum ábyrgðum, bað um það eða kom á nokkurn hátt nálægt þeirri ákvörðun. Það var bara haft með.
Við verðum að fara að passa okkur á því hvað við segjum. Ég er alls ekki að biðja fólk um að vera meðvirkt. Það er eins fjarri mér og hugsast getur. En það segir einhvers staðar: Við eigum að hugsa allt sem við segjum og ekki segja allt sem við hugsum.
Ég hitti mann í gær, sem er þekkt nafn í atvinnulífinu. Hann sagði mér, að erlendir fjölmiðlar hefðu hringt talsvert í hann, en hann hafi ákveðið að ræða ekki við þá. Ástæðan væri, að hann væri svo reiður að það sem hann segði yrði líklegast út í hött. Hans fyrirtæki sér fram á að fara úr nokkur hundruð starfsmönnum niður í 30 á næstu mánuðum! Hann hefur því fullan rétt á því að vera reiður, en hann vill ekki tjá sig við erlenda miðla, vegna þess að hann er hræddur um að segja eitthvað sem hann sér eftir síðar. Ég held að margir gætu tekið þennan mann sér til fyrirmyndar.
Það sem við þurfum núna eru lausnir. Við þurfum að leggjast á skóflurnar og grafa okkur út úr skaflinum. Við getum ekki beðið eftir því að það hætti að snjóa og byrjað að moka þá. Við þurfum að hjálpa börnunum okkar að skilja ástandið. Við þurfum að hjálpa hvert öðru og hvetja til dáða. Við eigum að nota reiði okkar til að vinna okkur út úr vandanum, en ekki grafa okkur dýpra niður. Það eiga eftir að koma upp fáránlega vitlaus mál, sem ofgera siðferðisvitund okkar, en höldum haus. Sýnum öðrum virðingu. Munum að gullna reglan er:
Það sem þér viljið að mennirnir gjöri yður, skulið þér og þeim gjöra.
Hún er ekki:
Það sem mennirnir gjörðu yður, skulið þér og þeim gjöra.
Við skulum muna að allt sem við setjum niður hér á internetinu verður á netinu um aldur og ævi.
Hvað svo sem gerist, pössum okkur á því að missa ekki okkar eigin virðingu. Styrkjum siðferðisvitund okkar, en veikjum hana ekki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.11.2008 | 13:04
Verðbólga yfir 20% í janúar - í samræmi við mína spá fyrir rúmum mánuði
![]() |
Spá 10% atvinnuleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.11.2008 | 12:48
Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
Hér er grimm spá sem þarf ekki að verða að veruleika. Haldi ríkisstjórnin áfram að gera ekki neitt, eins og tíðkast hefur síðustu mánuði og ár, þá mun ekkert koma í veg fyrir að framtíðarsýn Seðlabankans renni upp.
Nú þarf strax að grípa til aðgerða og fá færustu sérfræðinga landsins og þá erlendu aðila sem næst í til að mynda nokkur aðgerðaráð. Ég sé fyrir mér að þessi ráð verði um eftirfarandi málefni:
- Fjármálaumhverfi: Verkefnið að fara yfir og endurskoða allt regluumhverfi fjármálamarkaðarins.
- Bankahrunið og afleiðingar þess: Verkefnið að fara yfir aðdraganda bankahrunsins svo hægt sé að læra af reynslunni og draga menn til ábyrgða.
- Atvinnumál: Verkefnið að tryggja eins hátt atvinnustig í landinu og hægt er á komandi mánuðum.
- Húsnæðismál: Verkefnið að finna leiðir til að koma veltu á fasteignamarkaði aftur á stað.
- Skuldir heimilanna: Verkefnið að finna leiðir til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna í landinu.
- Ímynd Íslands: Verkefnið að endurreisa ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.
- Félagslegir þættir: Verkefnið að byggja upp félagslega innviði landsins.
- Ríkisfjármál: Verkefnið að móta hugmyndir um hvernig rétta má af stöðu ríkissjóðs.
- Peningamál: Verkefnið að fara ofan í peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, endurskoða hana eftir þörfum og hrinda í framkvæmd breyttri stefnu með það að markmiði endurreisa traust umheimsins á Seðlabanka Íslands
- Gengismál: Verkefnið að skoða möguleika í gengismálum og leggja fram tillögur um framtíðartilhögun.
- Verðbólga og verðbætur: Verkefnið að fara yfir fyrirkomulag þessara mála og leggja til umbætur sem gætu stuðlað að auknum stöðugleika.
- Framtíð Íslands - Á hverju ætlum við að lifa: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi nýja atvinnuvegi.
- Framtíð Íslands - Hvernig þjóðfélag viljum við: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi inniviði þjóðfélagsins.
Þessir hópar þurfa að vera fleiri, en ég læt þessa upptalningu duga.
Hóparnir þurfa að vera ópólitískir. Fyrir hverjum hópi fari einstaklingar úr atvinnulífinu eða háskólasamfélaginu. Stærð hópa velti á umfangi vinnu og hversu brýn viðfangsefnin eru. Stærri hópar þurfa lengri tíma. Mikilvægt sé að allir geti komið skoðunum sínum að. Misjafnt er hve hratt hóparnir þurfa að vinna, en ljóst að "neyðarhóparnir" þurfa að vinna hratt og vel.
Ég vona náttúrulega að þessi vinna sé þegar farin í gang, a.m.k. að einhverju leiti. Málið er að þetta þolir enga bið, þar sem töf á endurreisnarstarfi mun bara gera kreppuna verri.
![]() |
Spá 40% lækkun íbúðaverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.11.2008 | 23:41
Að halda uppi atvinnu skiptir sköpum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2008 | 10:01
Hinn almenni borgari á að blæða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
3.11.2008 | 16:20
Geir, þú átt að segja satt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
3.11.2008 | 16:00
Hvaða áhrif hefur þetta á bankana? Er þetta kauptækifæri?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 12:11
Engar hádegisfréttir á Stöð 2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2008 | 09:19
Veðmál á veðmál ofan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.10.2008 | 23:38
Forvitnilegt viðtal, þegar horft er í baksýnisspegilinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.10.2008 | 18:52
Mikilvægt að varðveita þessar minjar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.10.2008 | 01:14
Vogunarsjóðurinn Ísland og aðrir sjóðir - 100% öryggi er ekki til
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.10.2008 | 14:38
Betra lýðræði í Austur-Evrópu en á Íslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
29.10.2008 | 13:39
Námskeið hjá Staðlaráði Íslands: Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 27001 og ISO 27002 - Lykilatriði og notkun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 09:27
Furðulegur hringlandaháttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
28.10.2008 | 00:17
Verðbólga sem hefði geta orðið - Endurbirt vegna áskorunar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2008 | 09:45
Minni hækkun en efni stóðu til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.10.2008 | 20:27
Icesave var einum degi frá breskri lögsögu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.10.2008 | 21:48
Á hverju munu Íslendingar lifa?
Bloggar | Breytt 26.10.2008 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.10.2008 | 15:58
Góð "við hefðum átt að hlusta"-umfjöllun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 1682113
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði