Leita í fréttum mbl.is

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Ofsóknaræðið er orðið svo mikið í þjóðfélaginu að menn sjá skrattann í öllum hornum.  Fólk skýtur út í loftið án þess að vita af hverju eða á hvern, vegna þess að það er hrætt og reitt.  Upplýsingaflæðið frá stjórnvöldum er í dropatali, þegar það á að vera stöðugt flæði, eins og í fallegri á og eykur það frekar á fárið.  Þeir sem eiga að vera í því leiðrétta söguburð eða staðfesta fréttir, eru ekki að sinna hlutverki sínu.  Fólk smjattar á fáránlegum orðrómi, eins og um heilagan sannleika sé að ræða.  Ekki misskilja mig.  Ég vil sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann, eins og frasinn er frá Ameríku.  Ég vil að okkur sé treyst fyrir upplýsingum, en ekki haldið frá okkur, því það gefur sögusögunum undir fótinn.

Hægt er að telja upp ótal "fréttir" á blogg-síðum, spjallrásum og vefsíðum, þar sem lekið er "staðreyndum" sem eiga svo ekki við rök að styðjast eða eru færðar verulega í stílinn.  Síðan fer í gang umræða, þar sem skórinn er níddur af nafngreindum einstaklingum, sem hafa ekkert gert sér til sakar annað en að hafa lent í hamfaraflóðinu með okkur hinum.  Nafnabirtingar á einhverjum undirsátum í bankakerfinu eru gjörsamlega út í hött.  Fæst af því fólki, sem stjórn Kaupþings ákvað að losa undan persónulegum ábyrgðum, bað um það eða kom á nokkurn hátt nálægt þeirri ákvörðun.  Það var bara haft með.

Við verðum að fara að passa okkur á því hvað við segjum.  Ég er alls ekki að biðja fólk um að vera meðvirkt.  Það er eins fjarri mér og hugsast getur.  En það segir einhvers staðar:  Við eigum að hugsa allt sem við segjum og ekki segja allt sem við hugsum.

Ég hitti mann í gær, sem er þekkt nafn í atvinnulífinu.  Hann sagði mér, að erlendir fjölmiðlar hefðu hringt talsvert í hann, en hann hafi ákveðið að ræða ekki við þá.  Ástæðan væri, að hann væri svo reiður að það sem hann segði yrði líklegast út í hött.  Hans fyrirtæki sér fram á að fara úr nokkur hundruð starfsmönnum niður í 30 á næstu mánuðum!  Hann hefur því fullan rétt á því að vera reiður, en hann vill ekki tjá sig við erlenda miðla, vegna þess að hann er hræddur um að segja eitthvað sem hann sér eftir síðar.   Ég held að margir gætu tekið þennan mann sér til fyrirmyndar. 

Það sem við þurfum núna eru lausnir.  Við þurfum að leggjast á skóflurnar og grafa okkur út úr skaflinum.  Við getum ekki beðið eftir því að það hætti að snjóa og byrjað að moka þá. Við þurfum að hjálpa börnunum okkar að skilja ástandið.  Við þurfum að hjálpa hvert öðru og hvetja til dáða.  Við eigum að nota reiði okkar til að vinna okkur út úr vandanum, en ekki grafa okkur dýpra niður.  Það eiga eftir að koma upp fáránlega vitlaus mál, sem ofgera siðferðisvitund okkar, en höldum haus. Sýnum öðrum virðingu.  Munum að gullna reglan er: 

Það sem þér viljið að mennirnir gjöri yður, skulið þér og þeim gjöra. 

Hún er ekki: 

Það sem mennirnir gjörðu yður, skulið þér og þeim gjöra.

Við skulum muna að allt sem við setjum niður hér á internetinu verður á netinu um aldur og ævi.  

Hvað svo sem gerist, pössum okkur á því að missa ekki okkar eigin virðingu.  Styrkjum siðferðisvitund okkar, en veikjum hana ekki.  Aðgát skal höfð í nærveru sálar.


Verðbólga yfir 20% í janúar - í samræmi við mína spá fyrir rúmum mánuði

Í færslu hér 1. október sl. (Skilar sér í vel yfir 20% verðbólgu og 25% stýrivöxtum á næstu mánuðum), þá spáði ég því að verðbólga gæti farið í 24,5% í byrjun næsta árs.  Nú heyrist mér að Seðlabankinn spái 23,9%.  Aðrir hafa ekki viljað spá þetta mikilli verðbólgu fyrr.  Nú er spurning hvort ég verði líka sannspár um stýrivextina, en ég á síður von á því, þar sem við lækkunina í 12% um daginn, þá kom fram vilji hjá Seðlabankanum að vera með raunstýrivexti neikvæða.  Ég held að það hljóti að verða raunin, meðan verðbólgan toppar á næstu mánuðum.
mbl.is Spá 10% atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum

Hér er grimm spá sem þarf ekki að verða að veruleika.  Haldi ríkisstjórnin áfram að gera ekki neitt, eins og tíðkast hefur síðustu mánuði og ár, þá mun ekkert koma í veg fyrir að framtíðarsýn Seðlabankans renni upp.

Nú þarf strax að grípa til aðgerða og fá færustu sérfræðinga landsins og þá erlendu aðila sem næst í til að mynda nokkur aðgerðaráð.  Ég sé fyrir mér að þessi ráð verði um eftirfarandi málefni:

  1. Fjármálaumhverfi: Verkefnið að fara yfir og endurskoða allt regluumhverfi fjármálamarkaðarins.
  2. Bankahrunið og afleiðingar þess:  Verkefnið að fara yfir aðdraganda bankahrunsins svo hægt sé að læra af reynslunni og draga menn til ábyrgða.
  3. Atvinnumál:  Verkefnið að tryggja eins hátt atvinnustig í landinu og hægt er á komandi mánuðum.
  4. Húsnæðismál:  Verkefnið að finna leiðir til að koma veltu á fasteignamarkaði aftur á stað.
  5. Skuldir heimilanna:  Verkefnið að finna leiðir til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna í landinu.
  6. Ímynd Íslands:  Verkefnið að endurreisa ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.
  7. Félagslegir þættir:  Verkefnið að byggja upp félagslega innviði landsins.
  8. Ríkisfjármál: Verkefnið að móta hugmyndir um hvernig rétta má af stöðu ríkissjóðs.
  9. Peningamál: Verkefnið að fara ofan í peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, endurskoða hana eftir þörfum og hrinda í framkvæmd breyttri stefnu með það að markmiði endurreisa traust umheimsins á Seðlabanka Íslands
  10. Gengismál:  Verkefnið að skoða möguleika í gengismálum og leggja fram tillögur um framtíðartilhögun.
  11. Verðbólga og verðbætur:  Verkefnið að fara yfir fyrirkomulag þessara mála og leggja til umbætur sem gætu stuðlað að auknum stöðugleika.
  12. Framtíð Íslands - Á hverju ætlum við að lifa: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi nýja atvinnuvegi.
  13. Framtíð Íslands - Hvernig þjóðfélag viljum við:  Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi inniviði þjóðfélagsins.

Þessir hópar þurfa að vera fleiri, en ég læt þessa upptalningu duga.

Hóparnir þurfa að vera ópólitískir.  Fyrir hverjum hópi fari einstaklingar úr atvinnulífinu eða háskólasamfélaginu.  Stærð hópa velti á umfangi vinnu og hversu brýn viðfangsefnin eru.  Stærri hópar þurfa lengri tíma.  Mikilvægt sé að allir geti komið skoðunum sínum að.  Misjafnt er hve hratt hóparnir þurfa að vinna, en ljóst að "neyðarhóparnir" þurfa að vinna hratt og vel.

Ég vona náttúrulega að þessi vinna sé þegar farin í gang, a.m.k. að einhverju leiti.  Málið er að þetta þolir enga bið, þar sem töf á endurreisnarstarfi mun bara gera kreppuna verri.


mbl.is Spá 40% lækkun íbúðaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að halda uppi atvinnu skiptir sköpum

Það er sama hvert litið er, alls staðar blasir við sama sjónin. Samdráttur, uppsagnir, þrengingar og gjaldþrot. Þetta minnir mig á það sem sagt var um ástandið í Finnlandi á sínum tíma. Af því sem ég hef heyrt frá fólki sem upplifði finnsku kreppuna, þá...

Hinn almenni borgari á að blæða

Það er gjörsamlega fáránlegt að leggja til svo eignaupptöku. Við skulum hafa í huga, að hinn almenni borgari gerði í fæstum tilfellum nokkuð rangt. Vissulega tóku ýmsir 90 - 100% lán og þau hafa hækkað, en í langflestum tilfellum hefur það eitt gerst að...

Geir, þú átt að segja satt.

Fyrir réttum 5 vikum sagði Geir: "Nei, þetta var enginn krísufundur. Ég er nýkominn að utan og bað um að hitta Davíð til að setja mig inn í málin hérna." Viku seinna sagði Geir: "Nei, það var bara venjulegur fundur. Björgólfur Thor er sjaldan á landinu...

Hvaða áhrif hefur þetta á bankana? Er þetta kauptækifæri?

Það er leiðinlegt að menn tapi á því að treysta Íslendingum og mun skaða orðspor okkar um langa framtíð. Það sem mig langar meira að vita er hvaða áhrif þetta hefur á bankana. Þeir tóku lán til að lána aftur til fyrirtækja og einstaklinga. Ef lánin sem...

Engar hádegisfréttir á Stöð 2

Menn eru byrjaðir að skera niður á Stöð 2. A.m.k. eru hádegisfréttir ekki sendar út en í staðinn fáum við Grey's Anatomy. Vissulega eru fréttirnar á Bylgjunni, þannig að við missum svo sem ekki af neinu.

Veðmál á veðmál ofan

Mér sýnist sem ákveðinn hluti íslenska fjármálageirans sé haldinn slæmri spilafíkn. Það hefði kannski verið betra að leyfa fjárhættuspil hér á landi og skapa þeim sæmilega lokað umhverfi til að leggja sitt eigið líf í rúst, en láta okkur hin í friði. Það...

Forvitnilegt viðtal, þegar horft er í baksýnisspegilinn

Í írafárinu sem varð við þjóðnýtingu Glitnis, þá yfirsást mér viðtal Björgvins Guðmundssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, við Þorvarð Tjörva Ólafsson, hagfræðing á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands, en viðtalið birtist mánudaginn 29. september. Ég rakst á...

Mikilvægt að varðveita þessar minjar

Ég vil hvetja Alþingi og ríkisstjórn til að vernda þessar minjar eins vel og kostur er. Þarna eru greinilega ómetanlegar miinjar um það sem gerðist "fyrir landnám", þar sem svo virðist sem þessar minjar séu eldri en landnámsskálinn. Ég hef heyrt að...

Vogunarsjóðurinn Ísland og aðrir sjóðir - 100% öryggi er ekki til

Menn keppast hver við annan þveran að gagnrýna alla sem hægt er fyrir vafasamar fjárfestingar, svindl með peningasjóði, svindl með bótasjóði, áhættusækni og skort á framsýni. Ég hef svo sem ekki gert neina fræðilega úttekt á bótasjóðum, fjárfestingum...

Betra lýðræði í Austur-Evrópu en á Íslandi

Það er í raun stórfurðulegt að fylgjast með öllu þessu máli í kringum lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Hér á landi er um pukur að ræða, þar sem enginn fær að vita neitt. Á sama tíma eru Úkraína og Ungverjaland einnig að taka svona lán. Þar fer...

Námskeið hjá Staðlaráði Íslands: Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 27001 og ISO 27002 - Lykilatriði og notkun

Þar sem persónuvernd og upplýsingaöryggi eru mínar ær og kýr, þá langar mig að vekja athygli á því að Staðlaráð Íslands heldur reglulega námskeið um þá tvo staðla sem fjalla um þessi mál. Þetta eru staðlarnir ÍST ISO/IEC 27001 Upplýsingatækni -...

Furðulegur hringlandaháttur

Hann er furðulegur þessi hringlandaháttur Seðlabankans. Fyrir fáeinum dögum voru stýrivextir lækkaðir um 3,5% til að fá blóð atvinnulífsins til að renna aftur og núna á að nota snöggfrystingu til að setja allt í bakkgír. Það verður spennandi að sjá hver...

Verðbólga sem hefði geta orðið - Endurbirt vegna áskorunar

Í vor (28.4.) birti ég færslu sem ég hef verið beðinn um að endurbirta svo hægt sé að bæta við hana athugasemdum. Hún kemur hér fyrir neðan. Þetta er að sjálfsögðu bara pæling og ekkert sem þarna er sagt getur orðið að veruleika núna. Með því að smella á...

Minni hækkun en efni stóðu til

Þrátt fyrir að verðbólga sé að setja enn eitt metið á þessari öld, þá er hækkun hennar mun minni en efni stóðu til eftir mikla lækkun krónunnar frá miðjum september fram að mánaðarmótum. Það getur bara þýtt eitt. Innflutningur hefur nokkurn veginn lagst...

Icesave var einum degi frá breskri lögsögu!

Ég var að hluta á viðtalsbrotið við Björgólf Thor í fréttum á Stöð 2. Þar segir hann fullum fetum að Seðlabanki Íslands hafi neitað Landsbankanum um 200 milljóna punda lán sem átti að nota til að færa Icesave-reikningana yfir í breska lögsögu. Svo...

Á hverju munu Íslendingar lifa?

Við stöndum frammi fyrir því að enn ein tilraunin í atvinnusköpun og verðmætaaukningu hefur runnið út í sandinn. Á undan hafa farið síldin, loðdýrarækt, fiskeldið, rækjuveiðin og nú síðast bankakerfið. Vafalaust mætti telja fleiri gullkálfa, en ég læt...

Góð "við hefðum átt að hlusta"-umfjöllun

Það er gott að sjá svona samantekt á fréttum fyrri ára. Sérstaklega fannst mér áhugavert að sjá tilvísunina í "of stór til að láta riða til falls eða of stór til að verða bjargað?" í umsögn Royal Bank of Scotland. Málið er að þetta segir allt sem segja...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1682113

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband