Leita í fréttum mbl.is

Icesave var einum degi frá breskri lögsögu!

Ég var að hluta á viðtalsbrotið við Björgólf Thor í fréttum á Stöð 2.  Þar segir hann fullum fetum að Seðlabanki Íslands hafi neitað Landsbankanum um 200 milljóna punda lán sem átti að nota til að færa Icesave-reikningana yfir í breska lögsögu.  Svo virðist sem þessa upphæð hafi átt að nota til að greiða tryggingargjald í breska tryggingarsjóð innistæðueigenda (mín ályktun).  Það væri fróðlegt að vita hvers vegna Seðlabankinn tók þessa ákvörðun.  Mig langar ekkert að vita hver tók hana, bara hvaða rök lágu að baki ákvörðuninni.  Það væri líka fróðlegt að vita hvaða upplýsingar lágu að baki ákvörðun ríkisstjórnarinnar um setningu neyðarlaganna mánudaginn 6. október.  Það hefur hvergi komið fram hvaða greiðslur Landsbankinn gat ekki staðið við eða hve hátt lán Landsbankinn bað um frá Seðlabankanum.

Mér finnst sem alltaf séu að bætast við nýir krókar á þetta mál, sem gerir það sífellt gruggugra og óskiljanlegra.  Og einhvern veginn er það þannig að allir þræðir þess liggja til Seðlabankans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Klúður frá upphafi til enda.
Eins og með Mr. Bean og málverkið sem hann reyndi að laga eftir óvart var búin að skemma það.
Hver er Seðlabankans Mr. Bean?

Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 20:39

2 identicon

Hmm það er spurning hverjum á að trúa Bjögganum eða þeim í seðlabanka. Ég ætla að leyfa mér að trúa Seðlabankanum

Guðrún (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðrún, það væri bara gott að fá allar upplýsingarnar upp á borðið og þá getum við ákveðið hverjum á að trúa.  Ég er ekkert að tala um að trúa Björgólfi, bara fá að heyra hina hlið málsins.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2008 kl. 21:08

4 identicon

Mér vard rosalega illa vid tessa frétt.  Ég vona sannarlega ad tetta sé ekki rétt hjá Björgúlfi.  En tetta fittar samt vid samtal ÁM og Darling ... og vid vidbrögd Breta.  Ljóta klúdrid allt saman.

Vorum vid kannski bara svo rosalega blönk ad vid áttum ekki tessar 200 millur?   Hefdi ekki verid hægt ad sannfæra Bretana um ad lána Sedlabankanum tennan pening, ef vid bara ábyrgdumst hann? 

Elfa (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Ingvar

Hvað þurfti stórt lá vegna Hollands, Belgíu,Lúxemborg, Finnlands osvf.

IHG

Ingvar, 26.10.2008 kl. 22:15

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það sem um var að ræða var mjög líklega eiginfjárframlag Landsbankans til dótturfélags í Bretlandi.  Breska fjármálaeftirlitið hefur ekki verið tilbúið að taka ábyrgð á Icesave nema dótturfélagið væri með nægilega sterka eiginfjárstöðu.  Bretarnir voru sennilega ekki að tala um að fá féð í sínar hendur, bara að það kæmi til dótturfélagsins í Bretlandi.

Má reyndar segja að íslenska fjármálaeftirlitið hefði betur sett sambærilegar kröfur sín megin, þá hefði vandamálið aldrei orðið til "in the first place".

Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.10.2008 kl. 22:21

7 Smámynd: Egill Jóhannsson

Veltum þessu nú aðeins rökrétt fyrir okkur.

Ef þetta er rétt að Bretar hafi boðið að íslensk stjórnvöld gætu sett 200 milljónir punda inn til Bretlands spáum þá fyrst í hverjir hefðu líklega tekið ákvörðun um það.

Þið munið eftir fundunum í ráðherrabústaðnum helgina örlagaríku. Þar funduðu allir helstu ráðherrar, fjármálaeftirlit, Seðlabanki, lífeyrissjóðir, aðilar vinnumarkaðar og bankamenn og ýmsir fleiri. Ætli það sé ekki líklegt að fleiri en Seðlabanki hafi komið að ákvörðun? Jú, auðvitað.

Og niðurstaðan hefur, eins og síðar kom berlega í ljós, verið sú að leggja ekki til þessar 200 milljónir. Og þá getur maður velt fyrir sér rökréttri ástæðu þess.

Hún er líklega sú sama og átti við Glitni þ.e. að líklega væri verið að setja peninga í hít sem væri botnlaus og menn hefðu einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við Íslendingar ættum einfaldlega ekki fyrir þessu. Gætum ekki borgað skuldir bankanna.

Það var það sem Geir H. Haarde sagði þegar hann talaði á blaðamannafundinum seinnipart mánudagsins og þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um neyðarlögin á þinginu um kvöldið. Það var það sem Árni var að segja í símtalinu og það var það sem Davíð Oddsson sagði i viðtalinu fræga.

Það var einfaldlega tekin sú ákvörðun á sunnudagsnóttina að borga EKKI skuldir bankanna í útlöndum en þó yrði að standa skil á innstæðum erlendis eins langt og alþjóðlegir samningar segðu til um og þess vegna voru innstæður settar sem forgangskröfur í neyðarlögunum.

Egill Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 22:36

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Egill, málið er að við vitum ekki hver staðan var, en okkur er gert að taka afleiðingunum.  Mér finnst við eiga skilið að fá að vita nánar hvað lá að baki öllum þessum ákvörðunum.  Síðan varðandi ábyrgðir okkar, þá hefði líklegast verið betra að greiða þessar 200 milljónir, en að hafa 10 - 20 milljarða punda kröfu hangandi yfir okkur og þó það væri bara 3 milljarðar.  En enn og aftur þá vantar upplýsingar til þess að hægt sé að átta sig á því á hverju ákvarðanir voru byggðar.  Ég geri mér grein fyrir að við getum ekki fengið nákvæmar upplýsingar, en við þurfum eitthvað meira en "Ástandið er slæmt".

Vilhjálmur, hvort það var eigið fé eða greiðsla beint í tryggingarsjóðinn, þá er ljóst að Landsbankinnn hefði þurft að greiða í sjóðinn sem nemur 1% af innlánum.  Miðað við þær kröfur sem hafa verið gerðar í Bretlandi og blaðafréttir, þá var það a.m.k. 10 milljaðra punda, þannig að iðgjaldið hefði verið a.m.k. 100 milljónir punda.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2008 kl. 22:58

9 Smámynd: Egill Jóhannsson

Auðvitað eigum við skilið að vita hvað lá að baki þessum ákvörðunum. Það er hárrétt hjá þér.

En það sem ég bendi á og mér þykir rökrétt er að ef við hefðum farið þá leið að setja 200 milljónir punda til Bretlands þá hefði það líklega verið upphafið að enn stærri tölum. Stundum er sagt að ekki sé gott að henda góðum pening á eftir slæmum.

Þannig að ég er að álykta út frá þeim upplýsingum sem við höfum nú þegar að menn hafi einfaldlega metið það svo að best væri að stoppa strax. Þið munið eflaust eftir því að á sunnudagskvöldinu var Geir orðinn nokkuð bjartur um að það gengi að bjarga málum.

En eftir fundahöld aðfararnótt mánudagsins snérust hlutirnir við af einhverjum ástæðum og í kjölfarið eru þær ákvarðanir teknar sem ég skrifa um hér að ofan.

Ég held að þú krafan verði aldrei 10-20 milljarðar punda. Það hefur komið fram að um 4 milljarðar punda voru inn á reikningunum. Það er þá algerlega hæsta tala og verður örugglega ekki sú tala.

Í öðru lagi voru reikningarnir um 350,000 talsins og skv. EES lögum þá er tryggingin rúmar 20,000 evrur per kennitölu. Það þýðir að meðalupphæð per reikning er 11,300 pund sem gerir um 15,000 evrur.

I þriðja lagi á bankinn eignir og þar sem neyðarlögin settu innstæður sem forgangskröfur þá munu eignir fyrst ganga upp í þær. Menn hafa verið að ræða að líklega dugi eignir fyrir öllum innstæðum. Þá fellur ekkert á okkur.

En allt á þetta eftir að koma í ljós og ég tek undir með þér að okkur vantar upplýsingar.

Egill Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 23:15

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Egill, ég geri alveg greinarmun á kröfum og innistæðum, en reglan er samt að greiða þarf 1% í sjóðinn hvort sem úr því verður krafa eða ekki.  Það sem ég hef séð er að ábyrgð vegna innlánsreikninga almennings sé eitthvað í kringum 3 milljarðar punda og þá eru allar aðrar innstæður eftir.  Annars er vandamálið að tölur eru ekki gefnar upp og því margt á huldu.

Ég er aftur alveg sammála þér að eignir voru miklar og því furðulegt að líta svo á að innlánseigendur séu búnir að tapa einhverju.

Marinó G. Njálsson, 27.10.2008 kl. 01:01

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðjón, það eru ansi mörgum spurningum ósvarað og mikið væri gott að fá meiri upplýsingar.

Marinó G. Njálsson, 27.10.2008 kl. 09:14

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Því meira sem maður fær af upplýsingum þeim mun ljósar virðist manni að stjórnvöld og Seðlabankinn voru ekki fær um að sinna nothæfu eftirliti, greiningum, fyrirbyggjandi aðgerðum (bindiskyldu o.fl.).

Í ljósi langrar sögu af langrækni og yfirgangi seðlabankastjórans til nærri 3ja áratuga þá er alveg sama hvað er mjálmað í kringum hann því er engu skeytt vegna þess hversu mikill besserwisser hann er. Þegar allt kemur til alls er bara einn við stýrið og skiptir engu hversu stórt farartækið er.

Á auðmennina hefur eiginlega ekkert verið sannað, þeir léku sér í skjóli þeirra aðstæðna sem yfirvöld sköpuðu þeim og sumir þeirra voru reyndar hundeltir í réttarsölum í 6 ár með litlum árangri. Auðvitað gátu þeir komið áhyggjum sínum á framfæri. Það var bara ekki í þeirra verkahring að hrópa úlfur, úlfur. Gerir einhver ráð fyrir því að þeir vinni gegn peningafíkn sinni? Ekkert frekar en virkir alkóhólistar.Ég átti alveg von á því að þeir myndu kenna yfirvöldum um allt hrunið. Það geri ég líka og telst samt bara meðafátækur íslendingur sem á engin hlutabréf eða sparnað.

Sorglega staðreyndin er sú að fyrstu og stærstu mistökin liggja í persónu Davíðs og þeim veikleika hins geðlitla Geirs Haarde að vera fyrrum undirmaður hans og skjólstæðingur. Hafi Geir haft betri vitund þá hafði hann ekkert raunverulegt vald þegar á reyndi. Enn er hann að verja Davíð fram í rauðann dauðann þó það kosti stjórnarslit. Hversu mikilvægur getur einn maður orðið? Maður bara spyr?

Já já, Davíð átti ekki sök á lánsfjárkreppunni í heiminum. Hann á hins vegar meginsök á dómínóáhrifum hinna séríslensku viðbótarhremminga að mestu leyti. Þess vegna á hann að hætta fyrstur hinna óhæfu. 

Haukur Nikulásson, 27.10.2008 kl. 09:55

13 identicon

Ég sé að Egill er vongóður um endurgreiðslu þýfisins.

Ég tel og nefni þetta "þýfi"  því þetta eru fjármunir sem tekið var við til geymslu og hefur EKKI verið skilað þegar eigendur töldu Landsbankanum og nú Íslendingum ekki treystandi lengur fyrir sparifé sínu.

Annað; ef þessi endurgreiðsla á að koma frá þeim sem tóku við fjármununum væri hún þegar komin að mínu mati, en héldi hér ekki ráðamönnum og þjóðinni í heljargreipum eins og raunin er.

Ég spyr, hvar akkúrat er þetta reiðufé niðurkomið í dag sem að 350.000 evrópumanna reiddu fram ? 

Kveðja Hákon.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:27

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðjón, Landsbankinn óskaði ekki eftir því að vera tekinn yfir fyrr en eftir að ekki fékkst svar vegna lánsbeiðninnar.  Ég býst við að þetta verði eins og deilan um hvort kom á undan eggið eða hænan.

Marinó G. Njálsson, 27.10.2008 kl. 14:45

15 identicon

"Miðað við upplýsingarnar frá þér, ég viðurkenni að ég hef ekki tíma til að lesa í gegnum allar upplýsingar um gjaldþrot Íslands, þá sé ég ekki betur en að þessi 200 milljón pund hefðu átt að tryggja gjaldþrota sjóð.

Hefðir þú sem breskur embættismaður tryggt IceSave?"

Var ekki hugmynd Breta að bjarga innistæðum landa sína með því að hleypa Icesave inn sem dótturfyrirtæki í Bretlandi?! Þá hefði Icesave farið undir Breska Seðlabankan og nálgast þar aðgengi að lausafé, þar sem vandamálið virðist ekki hafa verið vöntun á eignum eða tryggingum fyrir innistæðum heldur lausaféi til greiðslu á innistætðum. En þar sem við Íslendingar eigum ekki lausafé til að greiða Icesave þá sáu Bretar þann kost í stöðuni að "bjarga" innistæðum síns fólks með því að setja Icesave undir sinn verndarvæng og ásamt öðrum Breskum bönkum fengið aðstoð í lausafjárskreppuni.

Eða þannig skill ég þetta.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband