6.11.2008 | 13:04
Verðbólga yfir 20% í janúar - í samræmi við mína spá fyrir rúmum mánuði
Í færslu hér 1. október sl. (Skilar sér í vel yfir 20% verðbólgu og 25% stýrivöxtum á næstu mánuðum), þá spáði ég því að verðbólga gæti farið í 24,5% í byrjun næsta árs. Nú heyrist mér að Seðlabankinn spái 23,9%. Aðrir hafa ekki viljað spá þetta mikilli verðbólgu fyrr. Nú er spurning hvort ég verði líka sannspár um stýrivextina, en ég á síður von á því, þar sem við lækkunina í 12% um daginn, þá kom fram vilji hjá Seðlabankanum að vera með raunstýrivexti neikvæða. Ég held að það hljóti að verða raunin, meðan verðbólgan toppar á næstu mánuðum.
Spá 10% atvinnuleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú mátt ekki líta framhjá einu. Síðan í vor hefurðu spáð allavega tölum um verðbólgu. Hér er færsla síðan 6.maí s.l. þar sem þú spáir 18-20% verðbólgu. Hér er síðan færsla síðan 27.ágúst s.l. þar sem verðbólga mælist 14,5%. Þar segirðu að toppnum sé náð og verðbólga muni lækka á næstu mánuðum. Síðan kemur 1.okt þessi færsla, sem þú vísar til í þessari færslu, um að verðbólgan skili sér í vel yfir 20% á næstu mánuðum.
Ég er alls ekki að gera lítið úr þessum færslum þínum. Hef lesið þetta blogg í nokkurn tíma og haft gaman af, ásamt því að vera mjög oft sammála því sem þú segir. Pælingarnar varðandi verðbólguna eru mjög fínar og djúpar, miklu ítarlegri en hjá flestum bloggurum.
Vildi bara benda á að þú ert að falla í sömu gildru og svo margir þessa dagana og vikurnar, þ.e. að hrósa eigin skrifum en lítur framhjá þínum eigin skrifum sem eru á öndverðu meiði og jafnvel nýlegri.
Andri Valur (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:48
Andri Valur, þetta eru alveg réttmætar ábendingar, en skoðum betur það sem ég skrifaði:
Ég mat í vor hárrétt að verðbólgan miðað við gengislækkunina í mars myndi toppa síðsumars í yfir 14%. Greiningardeildirnar töldu verðbólguna toppa í mun lægri tölu. Ég sagði líka í vor að ef þróunin yrði með haustinu eins og gerst hefði áður í verðbólguhrynum, þá gæti verðbólga orðið 20% í vetrarbyrjun. Engin af greiningardeildunum taldi þetta það líklegt að þær birtu það.
Það leit út fyrir í ágúst að það versta væri yfirstaðið og ég vonaði það. Enda kom í ljós að verðbólgumæling fyrir september var lægri en fyrir ágúst. Í september féll íslenska krónan um 18% og það breytti öllu um að toppnum væri náð. Nú varð að taka inn nýjar forsendur í "spálíkanið" og niðurstaðan var strax að verðbólgan gæti farið hátt í 25% í janúar, miðað við ákveðna hegðun. Það skal tekið fram að sú hegðun gekk ekki eftir í október. Ég yfirskaut verðbólguna verulega, þar sem ég áttaði mig ekki á því að innflutningur hreinlega lagðist af. Það sem var flutt inn hækkaði ekki eins mikið og búast mátti við, sem getur þýtt tvennt a) að fyrirtæki munu ekki hleypa verðbólgunni út í verðlagið; b) eftir er að hleypa verðbólgunni út í verðlagið. Innflutningur er ennþá í frosti og því má búast við að verðbólgutölur fyrir nóvember verði jákvæðari en efni standa til. En það veltur á því hve mikið krónan mun veikjast áður en styrkingarferlið hefst.
Ég vonast auðvitað til þess að verðbólgan fari ekki upp í þessar hæðir. Ég viðurkenni alveg að ég átti ekki von á því að krónan sykki eins og steinn í september, þannig að ég tók slíkt ekki inn í útreikninga mína. Ég gerði aftur ráð fyrir að það gæti komið bakslag og það gekk því miður eftir. En til að vera nákvæmari í framtíðinni, þá skal ég setja spár mínar upp sem fall af gengisvísitölu og byrja hér og nú. Ég tel að miðað við efitrfarandi gengisvísitölu verði verðbólga í janúar séu sem hér segir:
Marinó G. Njálsson, 6.11.2008 kl. 17:03
Er ekki svona bjartsýnn eins og þú, spái 40% lækkun á krónunni frá fyrstu dögunum þannig að ég held að GVT falli strax niður í 300-320 á innan við viku, síðan verði hún á því róli og gæti jafnvel hækkað háð traustri efnahagsstjórn en ef ekki tekst að koma böndum á ríkisútgjöldum. Við verðum metin á "hard facts" ekki einhverjum "mjúkum aðgerðum". Ef mjúku aðgerðirnar verða á kostnað ríkisins mun það gjörsamlega grafa undan krónunni.
Það koma til með að flæða fleirri hundruð miljarðar út úr hagkerfinu á stuttum tíma.
Gunn (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:15
Hárrétt. Forsendur eru búnar að breytast margoft og spáin þar af leiðandi líka. Það er líka rétt sem ég sagði að það er misræmi í spánum, eins og þú hefur útskýrt, og þú hampar frekar réttu spánum en þeim röngu. Sama og svo margir eru að lenda í.
Engu að síður þá vil ég hvetja þig til að halda áfram á þessari braut. Þessar vangaveltur varðandi verðbólguna eru mjög skemmtilegar og áhugaverðar og ekki síst mjög vel rökstuddar og þar af leiðandi mjög raunhæfar, hver á sínum tíma.
Hvað varðar gengisvísitöluna þá er ég ansi hræddur um að það sé nokkuð til í því sem Gunn segir, að gengisvísitalan taki MJÖG snarpa dýfu um leið og það opnast fyrir gjaldeyrisviðskipti til og frá landinu (hvenær sem það svo verður - allavega ekki á mánudaginn fyrir löngu eins og Geir sagði eftirminnilega).
Annars tek ég undir með Gylfa Zoega og Jóni Dan. um að ráðamenn þjóðarinnar eigi að gleyma verðbólgu og almennri hagstjórn um stundu og einbeita sér að neyðarlögum til að halda efnahagslífinu gangandi og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot. Hverjum er ekki sama hver verðbólgan er ef sá hinn sami hefur misst ALLT?
Andri Valur (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:20
Gunn, ég hefði alveg getað verið fleiri senario en vildi ekki hafa þetta of langt.
Marinó G. Njálsson, 6.11.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.