1.12.2008 | 09:53
Betra að fást við viðfangsefni en vandamál
Ég hef lengi haft þann sið, að þegar erfiðar aðstæður koma upp, þá reyni ég eftir kostum að kljást við það viðfangefni sem aðstæðunum fylgja. Að leita að lausnum frekar en að velta mér upp úr vandanum. Ég tekst aldrei á við vandamál, heldur verður hvert vandamál að nýju viðfangsefni sem þarf að leysa.
Þetta ár hefur verið sérlega viðburðarríkt að þessu leiti. Vandinn, sem fallandi gengi krónunnar hefur valdið, hefur fært mér óteljandi viðfangsefni að fást við. En ég tel, að með því að einblína á lausnirnar, þá hefur mér (að ég vona) tekist að koma í veg fyrir meiri erfiðleika. Vissulega hafa aðstæður í þjóðfélaginu farið dagversnandi, en þess brýnna hefur verið að takast á við viðfangsefnin. Það skiptir máli ekki hver ástæðan er, semja þarf við banka, skera niður kostnað eða auka tekjustreymi til að endar nái saman.
Þar sem ég er ráðgjafi, þá get ég náttúrulega ekki leyft mér neitt annað vinnulag. Hann væri nú furðulegur ráðgjafinn, sem kæmi inn og færi að gráta með kúnanum vegna þess að ástandið er svo slæmt. Þetta er líka það sem ég lærði í mínu uppeldi og mínu námi. Mitt sérsvið er aðgerðarannsóknir og innan þeirra einbeitti ég mér að ákvörðunargreiningu. Ákvörðunargreining snýst um að taka hvert viðfangsefni og brjóta það niður í viðráðanlegar einingar sem hægt er að vega og meta með samanburðarbærum hætti. Síðan er bútunum safnað saman og kostirnir, sem staðið var frammi fyrir, metnir í heild. Aðeins þá er hægt að ákveða hvaða kostur er bestur. Aðeins þá er komin lausn á viðfangsefninu. Þetta er svona eins og svarið við gátunni: "Hvernig borðar maður fíl?" Jú, einn bita í einu.
![]() |
Íslendingar einblína á vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2008 | 08:13
Bera menn veiruna á milli?
Samkvæmt frétt á visir.is, þá er farið að bera á sýktri síld úti fyrir Keflavík. Þetta er ennþá óstaðfest. Ef þetta reynist rétt, þá er spurning hvort flotinn sé sjálfur ábyrgur fyrir því að bera veiruna, sem veldur sýkingunni, á milli svæða.
Ég þekki svo sem ekkert sýkingarleiðir í sjó, en ég var búinn að sjá svona lagað gerast. Sömu veiðarfæri eru notuð á báðum stöðum. Skipin hafa siglt í sýktum sjó. Sýktur fiskur hefur verið um borð í skipum sem síðan færðu sig á nýtt veiðisvæði. Ef þetta væri í landbúnaði, þá væri allt sótthreinsað áður en farið væri af sýktum bæ yfir á ósýktan. Viðhöfðu menn einhverjar slíkar ráðstafanir á skipunum? Var veiðarfærum, sem sýkta síldin var veidd í, fargað eða var þeim kastað beint á torfur á nýjum svæðum?
Nú, ef fréttin á visir.is er röng, þá eru það samt góðar forvarnir að nota ekki sömu veiðarfærin á sýktu svæði og ósýktu.
![]() |
Veiða síld við hafnirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.11.2008 | 19:04
Lífseigur misskilningur að allt sé bankamönnum að kenna
Hún er alveg furðulegur þessi söguskýring forsætisráðherra, að staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar sé íslenskum bankamönnum einum að kenna. Efnahagsvandi þjóðarinnar er meira og minna stöðu krónunnar og háu stýrivaxtarstigi að kenna. Nýlega sett gjaldeyrishöft koma t.d. íslenskum bankamönnum lítið við. Háir stýrivextir og sterk króna drógu hingað til lands erlenda fjárfesta sem efndu til vaxtaskiptasamninga. Alls flæddu hátt í 1.000 milljarðar inn í hagkerfið vegna þessa í formi jöklabréfa og kaupa á ríkisskuldabréfum. Hvernig ætlar Geir að klína þessu öllu á íslenska bankamenn, nema hann sé náttúrulega að tala um seðlabankamenn líka? Seðlabankinn opnaði fyrir þetta innflæði með peningamálastefnu sinni.
Vandi almennings í dag er ekki fall bankanna. Vandi almennings er fall krónunnar og háir vextir. Þessi vandi er búinn að vera viðvarandi allt þetta ár og raunar mun lengur. Stýrivaxtastefna Seðlabankans hefur alltaf gengið út á að viðhalda vaxtamun milli Íslands og annarra landa. Menn hafa verið að rembast eins og rjúpan við staur að halda stýrivöxtum háum, þegar stærsti hluti vaxta í landinu er óháður stýrivöxtum. Það er þessi stefna og verðtryggingarkerfið sem er allt lifandi að drepa. Fall bankanna er fyrst og fremst að bitna á fjármagnseigendum, sem hingað til hafa verið varðir með belti og axlaböndum. Vandi almennings er hækkun skulda vegna hárra vaxta og falls krónunnar. Vissulega eru þeir sem áttu pening í banka að tapa miklu, en það erum við líka að gera sem eigum peningana okkar í steinsteypu. Hver er munurinn að tapa 10 milljónum á sparireikningi í banka og tapa 10 milljónum af eigin fé í fasteign vegna hækkandi lána eða lækkandi fasteignaverðs? Ég sé ekki muninn. En það þykir sjálfsagt að leggja 200 milljarða í peningasjóði bankanna og innistæður í bönkum. Hvar eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að verja eigið fé almennings í húsnæði þess? Og hvað með lífeyrissparnað, að maður tali nú ekki um séreignalífeyrir? Viðskiptaráðherra lofaði því á sínum tíma að lífeyrissparnaður landsmanna verði varinn. En þetta er bara eins og með loforð hans um að enginn bankamaður myndi missa vinnuna. Hann lofar upp í ermina á sér við öll tækifæri.
Það tapa allir í því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu. Sumir tapa út af falli bankanna, aðrir vegna verðbólgunnar eða falli krónunnar, einhver hópur tapar vegna lækkunar húsnæðisverðs, margir lækka í launum eða missa vinnuna. Það sem þarf að gera er að meta möguleika fólks og fyrirtækja til að vinna upp tap sitt. Eru einhverjir sem ekki geta unnið upp tap sitt? Hvað tekur það aðra langan tíma að vinna upp tap sitt? Hve mikið af þessu tapi er pappírstap á pappírsgróða? Hugsanlega þarf að bæta einhverjum tjónið með endurgreiðslu skatta sem þeir voru búnir að greiða af pappírshagnaðinum.
Þar sem allir eru meira og minna að tapa einhverju, þá er það sanngjarnt að björgunaraðgerðir nái til allra. Ég vil gjarnan sjá 200 milljarða, ef ekki meira í að lækka skuldabyrði lántakenda og þá er ég ekki bara að tala um þá sem tóku húsnæðislán. Sá sem tók bílalán fyrir tveimur árum er alveg jafnmikið fórnarlamb aðstæðna og sá sem tók íbúðarlán á sama tíma. En fólk og fyrirtæki þurfa samt að bera hluta tapsins í bili. Vonandi verður þetta bara tímabundið tap, en hvort það taki eitt ár, 5 eða 10 að vinnu tapið upp, það verður bara að fá að koma í ljós.
![]() |
Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
29.11.2008 | 00:59
Gjaldeyrislögin - skynsemi eða afleikur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2008 | 01:54
Hvar setjum við varnarlínuna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.11.2008 | 08:56
Villandi, ef ekki rangur fréttaflutningur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.11.2008 | 08:46
Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2008 | 21:11
Mikilvægast að varðveita störfin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2008 | 20:47
Er dómsmálaráðherra að hvetja til lögbrota!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.11.2008 | 18:04
Áfallastjórnun vegna bankanna lokið, en allt hitt er eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.11.2008 | 21:45
Færa þarf höfuðstól lánanna niður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.11.2008 | 10:54
Varnarræða FME
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.11.2008 | 12:12
Játning Davíðs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
14.11.2008 | 18:37
Námskeið um áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu - Hverjum ætlað og hvers vegna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2008 | 18:45
Námskeið um áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.11.2008 | 00:05
Aukalán LÍN greidd út á næsta ári!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.11.2008 | 14:09
Þurfum við stjórnarbyltingu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
10.11.2008 | 10:15
Smjörklípur um allt - Er verið að afvegaleiða þjóðina?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.11.2008 | 08:53
Ríkisstjórn alþýðunnar í DV
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.11.2008 | 00:54
Leið ríkisstjórnarinnar er röng
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði