Leita í fréttum mbl.is

Betra að fást við viðfangsefni en vandamál

Ég hef lengi haft þann sið, að þegar erfiðar aðstæður koma upp, þá reyni ég eftir kostum að kljást við það viðfangefni sem aðstæðunum fylgja.  Að leita að lausnum frekar en að velta mér upp úr vandanum.  Ég tekst aldrei á við vandamál, heldur verður hvert vandamál að nýju viðfangsefni sem þarf að leysa.

Þetta ár hefur verið sérlega viðburðarríkt að þessu leiti.  Vandinn, sem fallandi gengi krónunnar hefur valdið,  hefur fært mér óteljandi viðfangsefni að fást við.  En ég tel, að með því að einblína á lausnirnar, þá hefur mér (að ég vona) tekist að koma í veg fyrir meiri erfiðleika.  Vissulega hafa aðstæður í þjóðfélaginu farið dagversnandi, en þess brýnna hefur verið að takast á við viðfangsefnin.  Það skiptir máli ekki hver ástæðan er, semja þarf við banka, skera niður kostnað eða auka tekjustreymi til að endar nái saman.

Þar sem ég er ráðgjafi, þá get ég náttúrulega ekki leyft mér neitt annað vinnulag.  Hann væri nú furðulegur ráðgjafinn, sem kæmi inn og færi að gráta með kúnanum vegna þess að ástandið er svo slæmt.  Þetta er líka það sem ég lærði í mínu uppeldi og mínu námi.  Mitt sérsvið er aðgerðarannsóknir og innan þeirra einbeitti ég mér að ákvörðunargreiningu.  Ákvörðunargreining snýst um að taka hvert viðfangsefni og brjóta það niður í viðráðanlegar einingar sem hægt er að vega og meta með samanburðarbærum hætti.  Síðan er bútunum safnað saman og kostirnir, sem staðið var frammi fyrir, metnir í heild.  Aðeins þá er hægt að ákveða hvaða kostur er bestur.  Aðeins þá er komin lausn á viðfangsefninu.  Þetta er svona eins og svarið við gátunni:  "Hvernig borðar maður fíl?"  Jú, einn bita í einu.


mbl.is Íslendingar einblína á vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bera menn veiruna á milli?

Samkvæmt frétt á visir.is, þá er farið að bera á sýktri síld úti fyrir Keflavík.  Þetta er ennþá óstaðfest.  Ef þetta reynist rétt, þá er spurning hvort flotinn sé sjálfur ábyrgur fyrir því að bera veiruna, sem veldur sýkingunni, á  milli svæða.

Ég þekki svo sem ekkert sýkingarleiðir í sjó, en ég var búinn að sjá svona lagað gerast.  Sömu veiðarfæri eru notuð á báðum stöðum.  Skipin hafa siglt í sýktum sjó.  Sýktur fiskur hefur verið um borð í skipum sem síðan færðu sig á nýtt veiðisvæði.  Ef þetta væri í landbúnaði, þá væri allt sótthreinsað áður en farið væri af sýktum bæ yfir á ósýktan.  Viðhöfðu menn einhverjar slíkar ráðstafanir á skipunum?  Var veiðarfærum, sem sýkta síldin var veidd í, fargað eða var þeim kastað beint á torfur á nýjum svæðum?

Nú, ef fréttin á visir.is er röng, þá eru það samt góðar forvarnir að nota ekki sömu veiðarfærin á sýktu svæði og ósýktu.


mbl.is Veiða síld við hafnirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífseigur misskilningur að allt sé bankamönnum að kenna

Hún er alveg furðulegur þessi söguskýring forsætisráðherra, að staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar sé íslenskum bankamönnum einum að kenna.  Efnahagsvandi þjóðarinnar er meira og minna stöðu krónunnar og háu stýrivaxtarstigi að kenna.  Nýlega sett gjaldeyrishöft koma t.d. íslenskum bankamönnum lítið við.  Háir stýrivextir og sterk króna drógu hingað til lands erlenda fjárfesta sem efndu til vaxtaskiptasamninga.  Alls flæddu hátt í 1.000 milljarðar inn í hagkerfið vegna þessa í formi jöklabréfa og kaupa á ríkisskuldabréfum.  Hvernig ætlar Geir að klína þessu öllu á íslenska bankamenn, nema hann sé náttúrulega að tala um seðlabankamenn líka?  Seðlabankinn opnaði fyrir þetta innflæði með peningamálastefnu sinni.

Vandi almennings í dag er ekki fall bankanna.  Vandi almennings er fall krónunnar og háir vextir.  Þessi vandi er búinn að vera viðvarandi allt þetta ár og raunar mun lengur.  Stýrivaxtastefna Seðlabankans hefur alltaf gengið út á að viðhalda vaxtamun milli Íslands og annarra landa.  Menn hafa verið að rembast eins og rjúpan við staur að halda stýrivöxtum háum, þegar stærsti hluti vaxta í landinu er óháður stýrivöxtum.  Það er þessi stefna og verðtryggingarkerfið sem er allt lifandi að drepa.  Fall bankanna er fyrst og fremst að bitna á fjármagnseigendum, sem hingað til hafa verið varðir með belti og axlaböndum.  Vandi almennings er hækkun skulda vegna hárra vaxta og falls krónunnar.  Vissulega eru þeir sem áttu pening í banka að tapa miklu, en það erum við líka að gera sem eigum peningana okkar í steinsteypu.  Hver er munurinn að tapa 10 milljónum á sparireikningi í banka og tapa 10 milljónum af eigin fé í fasteign vegna hækkandi lána eða lækkandi fasteignaverðs?  Ég sé ekki muninn.  En það þykir sjálfsagt að leggja 200 milljarða í peningasjóði bankanna og innistæður í bönkum.  Hvar eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að verja eigið fé almennings í húsnæði þess?  Og hvað með lífeyrissparnað, að maður tali nú ekki um séreignalífeyrir?  Viðskiptaráðherra lofaði því á sínum tíma að lífeyrissparnaður landsmanna verði varinn.  En þetta er bara eins og með loforð hans um að enginn bankamaður myndi missa vinnuna.  Hann lofar upp í ermina á sér við öll tækifæri.

Það tapa allir í því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu.  Sumir tapa út af falli bankanna, aðrir vegna verðbólgunnar eða falli krónunnar, einhver hópur tapar vegna lækkunar húsnæðisverðs, margir lækka í launum eða missa vinnuna.  Það sem þarf að gera er að meta möguleika fólks og fyrirtækja til að vinna upp tap sitt.  Eru einhverjir sem ekki geta unnið upp tap sitt?  Hvað tekur það aðra langan tíma að vinna upp tap sitt?  Hve mikið af þessu tapi er pappírstap á pappírsgróða?  Hugsanlega þarf að bæta einhverjum tjónið með endurgreiðslu skatta sem þeir voru búnir að greiða af pappírshagnaðinum.

Þar sem allir eru meira og minna að tapa einhverju, þá er það sanngjarnt að björgunaraðgerðir nái til allra.  Ég vil gjarnan sjá 200 milljarða, ef ekki meira í að lækka skuldabyrði lántakenda og þá er ég ekki bara að tala um þá sem tóku húsnæðislán.  Sá sem tók bílalán fyrir tveimur árum er alveg jafnmikið fórnarlamb aðstæðna og sá sem tók íbúðarlán á sama tíma.  En fólk og fyrirtæki þurfa samt að bera hluta tapsins í bili.  Vonandi verður þetta bara tímabundið tap, en hvort það taki eitt ár, 5 eða 10 að vinnu tapið upp, það verður bara að fá að koma í ljós.


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyrislögin - skynsemi eða afleikur?

Lögin sem sett voru í skjóli nætur sl. nótt komu mér ekkert á óvart. Þetta mátti lesa í þeim fátæklegu upplýsingum sem þó höfðu lekið út til almennings varðandi samning Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Samkvæmt þeim upplýsingum, þá átti að beita...

Hvar setjum við varnarlínuna?

Skyndilega er afrakstur vinnu ríkisstjórnarinnar síðustu vikurnar að koma fram. Ekki get ég sagt að ég sé sáttur við allt sem þar kemur fram, en annað er gott. Mér finnst eins og í sumum þáttum sé ekki alveg ljóst hvar menn ætli að staðsetja varnarlínuna...

Villandi, ef ekki rangur fréttaflutningur

Mér þykir ástandið í þjóðfélaginu alveg nógu klikkað og alvarlegt, þó svo að fjölmiðlar snúi ekki út úr upplýsingum á þann hátt sem hér um ræðir. Fyrirsögnin "Útlánin jukust um 3.500 milljarða á einu ári" er villandi, ef ekki beinlínis röng. Það er rétt...

Aðgerðaráætlun fyrir Ísland

Út um allt þjóðfélagið hafa verið mótaðir hópar, þar sem fólk er að ræða hvað þarf að gera til að koma þjóðfélaginu á skrið aftur. Eitt glæsilegasta framtakið af þessu er í mínum huga síða Kjartans Péturs Sigurðssonar, ljósmyndara og leiðsögumanns,...

Mikilvægast að varðveita störfin

Ég var að hlusta á Sjálfstætt fólk Jóns Ársæls, þar sem hann fékk nokkuð mikinn aðgang að forsætisráðherra þjóðarinnar. Það var fjölmargt áhugavert í viðtalinu og gaman að sjá Geir í þessu ljósi í stað þess atgangs sem hefur verið í kringum hann...

Er dómsmálaráðherra að hvetja til lögbrota!

Ég verð að viðurkenna, að ég átta mig ekki alltaf á dómsmálaráðherra þjóðarinnar. Hann heldur úti vefsíðu, þar sem hann tjáir sig sem einstaklingurinn Björn Bjarnason. Með þessu þá vill hann gera greinarmun á einstaklingnum Birni Bjarnasyni og...

Áfallastjórnun vegna bankanna lokið, en allt hitt er eftir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir steig í pontu í dag og lýsti því yfir að áfallastjórnuninni eftir fall bankanna væri lokið. Ég ætla ekki að mótmæla þeirri staðhæfingu hennar, að því leiti sem hún snýr að bönkunum og endurfjármögnun þeirra. Hitt er annað...

Færa þarf höfuðstól lánanna niður

28. september sl. skrifaði ég færslu undir heitinu Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum þar sem lýst er hugmyndum að leiðum til að hjálpa fólki sem er í vanda vegna hækkun lána. 9. október birti ég færsluna Tillögur talsmanns neytenda sem tillögur mínar...

Varnarræða FME

Í gær sór Davíð af sér allar sakir og í dag fáum við afsakanir FME. Ég verð að vísu að viðurkenna, að mér finnast skýringar Jóns Sigurðssonar, formanns stjórnar FME, mun yfirvegaðri og trúverðugri, en þær sem formaður bankastjórnar Seðlabankans gaf í...

Játning Davíðs

Eftir að hafa lesið þessa frétt Morgunblaðsins, þá eru nokkrir punktar sem vekja athygli mína: 1. Fjölmiðlum kennt um: Spurði Davíð að því hvort það hefði verið öðruvísi ef fjölmiðlar hefðu ekki verið í þeim heljargreipum sem þeir voru í. Um þetta er...

Námskeið um áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu - Hverjum ætlað og hvers vegna

Í síðustu færslu kynnti ég námskeið um áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu sem Betri ákvörðun, ráðgjafarþjónusta mín, mun halda 8. og 9. desember nk. Þar sem ég hef fengið fyrirspurnir í tölvupósti um nánari skýringar á námskeiðinu, efni þess,...

Námskeið um áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu

Betri ákvörðun, ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar, mun halda námskeið um áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu dagana 8. og 9. desember nk. Markmið námskeiðsins er að kynna aðferðafræði við áhættustjórnun og samspil áhættustjórnunar og...

Aukalán LÍN greidd út á næsta ári!

Það er kominn inn frétt á vef LÍN um aukalán fyrir námsmenn í sárri neyð skólaárið 2008-09. Þar segir: Ef námsmaður er í sárri neyð vegna ófyrirsjáanlegrar röskunar á stöðu hans og högum frá því nám hófst í haust, getur hann sótt um sérstakt aukalán,...

Þurfum við stjórnarbyltingu?

Jæja, þá er það komið í ljós. Hið aldurhnigna ljón breska heimsveldisins hefur fundið mús sem það ræður við. Hér eru menn lítilla sanda, lítilla sæva. Hvað segir þetta fólki um möguleika okkar innan ESB? Viljum við treysta ESB fyrir auðlindum okkar,...

Smjörklípur um allt - Er verið að afvegaleiða þjóðina?

Ég tek eftir því að það er verið að henda smjörklípum um allt til að leiða umræðuna frá aðalviðfangsefninu. Það virðist ekki skipta mála með hvaða fjölmiðli maður fylgist með, alls konar furðulegar sögur eru farnar að dúkka upp eða athyglinni er beint að...

Ríkisstjórn alþýðunnar í DV

Það var hringt í mig á miðvikudaginn frá DV og ég beðinn um að taka þátt í léttu gríni. Að vera forsætisráðherra í slembuvalinni ríkisstjórn alþýðunnar. Ég hugsaði mig aðeins um, enda gætu einhverjir litið svo á, að það rigndi upp í nefið á þeim sem tæki...

Leið ríkisstjórnarinnar er röng

Ég legg það ekki í vanann að lesa efni á xd.is, en ákvað að fylgja hlekk af eyjan.is. Þar var vísað í pistil með yfirskriftinni Öflugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að verja stöðu heimilanna . Þetta er metnaðarfullur lista, það vantar ekki, en það er...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband