25.10.2008 | 02:21
Svindl matsfyrirtækjanna og Basel II reglurnar
Ég hef oft fjallað um vanhæfni og svindl matsfyrirtækjanna í færslum mínum, enda tel ég að ábyrgð þeirra vegna þeirrar kreppu sem er að ganga yfir fjármálakerfi heimsins sé mikil. Til að skýra í stuttu máli í hverju þetta svindl hefur falist, þá hafa matsfyrirtækin, Moody's, S&P og Fitch, tekið þátt í því með útgefendum verðbréfa að gefa slíkum bréfum einkunnir sem eru langt fyrir ofan raunverulegt verðmæti bréfanna. Þetta byggðist fyrst í kringum undirmálslánin í Bandaríkjunum, en hefur síðan breiðst út til mun fleiri pappíra.
Aðferðin sem beitt var, byggir á því að hjálpa útgefanda verðbréfa (afleiða eða annarra pappíra), sem eru með veði í t.d. húsnæðislánum, að búa til vöndla sem hafa fá hærra mat en hin undirliggjandi veðlán. Þannig eru veðlán kannski með mat upp á BBB, en nýju bréfin hafa alla jafna fengið mun hærri einkunn og algengast var að gefa þeim AAA-einkunn. Þetta var gert með því að búa til verðbréfavafninga, sem settir tryggðir voru með veðum af mismunandi gæðum. Þetta hefur svo sem verið skýrt út oft og mörgum sinnum og því ætla ég ekki að eyða plássi í það hér. En spurningar sem standa eftir eru tvær: Af hverju þurftu menn að fara út í þetta svindl? Og hvers vegna er þetta orðið jafn algengt og raunber vitni síðustu ár?
Svarið við báðum þessum spurningum er það sama: The New Basel Capital Accord Framework öðru nafni Basel II sem gefið var út í janúar 2001 af Basel Committee on Banking Supervision hjá Alþjóða greiðslubankanum (Bank for International Settlements). Auðvitað er Basel II ekki sökudólgurinn, heldur varð ákveðinn sveigjanleiki í reglunum um útreikning á eiginfjárkröfu til þess að menn reyndu að komast í kringum þær.
Basel II reglurnar setja grunninn að því hvernig eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja er reiknað út. Hin almenna regla er að þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8% af útlánum, þ.e. fyrir hverjar 1 milljón sem lánuð er út, þá þarf fjármálafyrirtækið að eiga 80.000 í eigin fé. En ef þetta væri bara svona einfalt. Menn áttuðu sig á því að útlán voru misjafnlega áhættusöm. Þannig eru opinberir aðilar, að maður tali nú ekki um ríkissjóðir, taldir mun áreiðanlegri lántakendur en t.d. bílasalar eða smávöruverslun. Því þótti óeðlilegt að lán til smávöruverslunar hefði sama vægi í eiginfjárkröfunni og lán til ríkissjóðs Bandaríkjanna. Menn fundu því upp á því að bæta við vægisstuðli og tengja hann við ekki bara eðli lána, heldur einnig lánshæfismat fyrirtækis, banka eða lands eða mat sem verðbréf fengu hjá matsfyrirtæki, o.s.frv. Reglan er einföld: Há matseinkunn þýðir lágan stuðul og lág matseinkunn þýðir háan stuðul. Áhættuvægi lána eða verðbréfa getur því verið allt frá 0% vegna AAA til AA- metinna lána/verðbréfa með ríkisábyrgð til 150% ef mat fer niður fyrir B- þegar um er að ræða kröfur á banka eða ríkissjóði eða BB- ef kröfur eru á fyrirtæki. Þannig breytist eiginfjárkrafan eftir gæði matseinkunnarinnar.
Það sem mestu máli skiptir þó í þessu líkani er, að áhættuvægi vegna eiginfjárkröfu fyrir BBB metna krafna á fjármálastofnun er 100%, þ.e. enginn afsláttur gefinn, meðan áhættuvægið er 20% ef matið er AAA. Það þýðir bara eitt. Fjármálastofnun getur átt fimm sinnum meira af AAA metnum kröfum en BBB metnum kröfum fyrir sama eigið fé. Matið setti útgefendum verðbréfanna því greinilega takmörk sem þau sættu sig ekki við, þar sem það kom í veg fyrir að fyrirtækin gætu selt alla þá vafninga sem þau vildu gjarnan gefa út.
Leiðin framhjá þessu var að fá matsfyrirtækin í lið með sér og búa til það mesta svindl og skjalafals sem heimurinn hefur líklegast nokkru sinni orðið vitni að eða eigum við kannski að segja orðið fyrir. Flóknir stærðfræðiútreikningar voru notaðir til að grafa sannleikann fyrir hverjum þeim manni sem datt í hug að vefengja áhættuútreikninga. Vildu menn kynna sér útreikningana, þá fengu þeir í hendur nokkur hundruð blaðsíður af rökstuðningi fullar af stærðfræðiformúlum, sem vafalaust stóðust í útópísku fjármálakerfi þar sem aðeins 7 af hverjum 1.000 lánum fara í vanskil. Málið var bara að menn vissu betur. En með þessum flækjum tókst mönnum að ná því markmiði að breyta BBB undirmálslánum í gulltryggða AAA vafninga og þar með koma fimmföldu magni slíkra pappíra í umferð en annars hefði verið. Nú kaupendurnir voru meðal annars fjármálafyrirtæki sem fylgdu reglum Basel II og tóku því fagnandi að geta keypt AAA vafninga inn í eignasöfn sín. Fyrirtæki sem hefðu líklegast hunsað við þessum vafningum, ef þeir hefðu haft BBB mat.
Nú spyr einhver sig: En hvar var fjármálaeftirlitið? Ja, starfsemi fjárfestingabanka og matsfyrirtækja var fyrir utan eftirlit fjármálaeftirlita og því átti þetta svindl sér stað átölulaust. Það var ekki svo að fjármálaeftirlit Bandaríkjanna vissi ekki af þessu. Langt því frá. Það vissi af þessu en líkt og við Íslendingar þekkjum varðandi íslensku bankanna, þá hafði það ekki úrræði til að sporna gegn þessu. Við hlið hins eftirlitsskylda fjármálakerfis óx því eftirlitslaust kerfi sem í dag er margfalt stærra ein hitt.
En hvernig getur það gerst að BBB pappírar geta orðið að AAA veðum? Auðvitað á það ekki að geta gerst. Hvort ástæðuna megi frekar rekja til skorts á eftirliti eða hreinlega skorts á reglum, þá er að minnsta kosti ljóst að skortur á siðgæði var stór ástæða, að ógleymdri gömlu góðu græðginni. Hvað regluhliðina varðar, þá á náttúrulega ekki að vera hægt að breyta BBB pappírum í AAA veð. Þar má svo sem benda á Basel II og segja að menn hafi hreinlega haft of mikla trú á heiðarleika fjármálafyrirtækja þegar reglurnar voru samdar. Og kannski ekki af ástæðulausu. Svona vafningar voru einfaldlega ekki til, þegar reglurnar voru í vinnslu, eða a.m.k. fór mjög lítið fyrir þeim. Þegar vafningarnir fóru að koma fram, þá klikkaði Basel-nefndin með því að bregðast ekki við. Hún átti strax að taka fyrir svona leikfimi með því að kveða úr um að svona afleiðuvafninga mætti aldrei meta hærra í útreikningi á eiginfjárhlutfalli en hin undirliggjandi veð. Því miður var það ekki gert og verður það að teljast alvarleg yfirsjón af hálfu Basel-nefndarinnar.
Það er hart að setja þurfi reglur sem banna allt sem er ekki sérstaklega leyft. Mannlegt eðli er bara því miður þannig, að finni menn glufu, þá troða þeir sé inn um hana og víkka eins og mögulegt er. Hinn eftirlitslausi hluti bandaríska fjármálakerfisins er mesti ógnvaldurinn þegar kemur að þessu og ábyrgð hans er mikill í þeirri fjármálakreppu sem gengur fyrir heiminn. Hvort ráðamenn vestan hafs og forráðamenn þessara fjármálafyrirtækja munu nokkurn tímann viðurkenna, hvað þá axla, ábyrgð sína í þessu máli, finnst mér ákaflega ólíklegt og ennþá ólíklegra að hægt verði að sækja til þeirra bætur vegna þess fjárhagsskaða sem þeir hafa valdið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2008 | 15:16
Að rugla saman orsök og afleiðingu
Mér finnst sem menn rugli oft saman orsök og afleiðingu. Hræðilegt atvik verður til þess að fólk vaknar til vitundar um ógn og heldur því fram að hættan sem stafar af þessari tilteknu ógn hafi aukist. Hér er um rökvillu að ræða, þar sem ógnin breytist líklegast ekkert við það, að fleiri séu meðvitaðir um hana. Það sem meira er, að mjög oft eykst öryggi mikið við það að vitund fólks um ógnina batni.
Skoðum fyrst afstöðu og mat matsfyrirtækjanna gagnvart innkomu ríkisins/Seðlabanka í Glitni. Það að ríkið/Seðlabanki hafi ákveðið að fara þá leið, sem farin var gagnvart Glitni, sýndi getu ríkisins/Seðlabanka til að hjálpa bönkunum. Það breytti ekki getu ríkisins/Seðlabanka. Þessi aðgerð hefði því ekki átt að verða til þess að lánshæfismat versnaði og allra síst átti það að leiða til þess að lánshæfismat Glitnis versnaði. Rökin eru einföld: Ríkissjóður/Seðlabanki notaði peninga, sem þegar voru eyrnamerktir svona aðgerð og skyldi nóg eftir til að geta hjálpað öðrum. Glitnir fékk aukið hlutafé inn í bankann, sem þar með styrkti eiginfjárstöðu bankans og minnkaði þörf fyrir lánsfé. Staða Glitnis sem rekstrareiningar batnaði við aðgerðina, en staða ríkissjóðs/Seðlabankans var óbreytt. Staðan sem matsfyrirtækin voru að refsa fyrir, hafði myndast mun fyrr og matfyrirtækin voru líklegast búin að lækka lánshæfismatið út af því.
Mér finnst rök matsfyrirtækjanna hafa verið eins og maður sem kemur að stað, þar sem snjóflóð hefur fallið, og heldur því fram að hættan á snjóflóðum hafi aukist við það að snjóflóðið hafi fallið. Því er einmitt öfugt farið. Eftir að snjóflóð fellur, þá eru minni líkur á því að annað falli á sama stað. Vissulega geta önnur fallið allt í kring, en að annað falli á sama stað eru nokkurn vegin hverfandi. Þörf fyrir aðstoð er mikil, en ógnin sem stafar af snjóflóði á sama stað er horfin. Hugsanleg orsök er horfin en við erum að kljást við afleiðingarnar.
Annað dæmi er 11-9-2001. Því er statt of stöðugt haldið fram að heimurinn hafi orðið óöruggari 11-9-2001. Það er einfaldlega rangt. Hryðjuverkin 11-9-2001 voru birtingarmynd þess, að heimurinn hafði orðið óöruggari árin á undan. Heimurinn varð frekari öruggari eftir 11-9-2001 vegna þess að þá fóru menn að gera eitthvað til að sporna við ógninni. Það hefur, svo dæmi sé tekið, líklegast aldrei verið eins öruggt að fljúga innan Bandaríkjanna, en einmitt dagana eftir 11-9-2001.
Enn eitt dæmi er þar sem fólk býr á jarðskjálftasvæði. Mesta þörfin fyrir varúðarráðstafanir vegna jarðskjálfta er þegar langt er síðan að síðasti jarðskjálfti reið yfir, þegar kominn er "tími" á jarðskjálftann, ekki á dögunum eftir að hann reið yfir.
Öruggast er að ganga á Heklu 1-2 árum eftir síðasta eldgos (þegar svæðið hefur kólnað nægilega), en hættan eykst eftir því lengra líður frá gosi.
Við megum ekki rugla saman vitund okkar fyrir hættunni (sem er oftast mest strax eftir atvik) og líkum á því að atvik verði. Við getum a.m.k. alveg örugglega sagt að líkur á atviki aukast eftir sem lengri tími líður án þess að nokkuð gerist. Síðan geta tveir 100 ára stormar komið sama árið, en samt verið 100 ára stormar. Annar er fyrsti stormurinn af þessari stærð í 100 ára og hinn er sá eini sem kemur næstu 100 árin.
Hvað sem öllum svona pælingum líður, þá veit ég fyrir víst, að þeir sem gera ekkert til að búa sig undir afleiðingar atviks, geta lent í miklum vanda. Flestar, ef ekki allar, orsakir atvika eru fyrirsjáanlegar, ef nægt hugmyndaflug er fyrir hendi. Stór hluti þess vanda, sem íslenskt þjóðfélag er að fást við núna, er að menn höfðu ekki áætlanir til að bregðast við svona alvarlegum atvikum, hvort sem mönnum fannst líklegt eða ekki að svona lagað gæti gerst. Það er óraunhæft að ætlast til þess að til séu áætlanir vegna allra hugsanlegra atvika, en ákvörðun um hvaða áætlanir þarf að útbúar verður að taka með því að fylgja formlegu ferli, þar sem líkur og afleiðingar eru metnar. Þetta eru það sem heitir á fagmáli viðbúnaðaráætlun, neyðaráætlun og stjórnun rekstrarsamfellu. Að slíkt skipulag/áætlanir sé ekki fyrir hendi er í besta falli kæruleysi, í verst falli glæpsamleg vanræksla. Hvet ég því alla aðila, sem ættu að hafa slíkt skipulag/áætlanir, en hafa ekki, að huga sem fyrst að þessum málum. Ein af orsökum þess hve núverandi ástand í þjóðfélaginu er alvarlegt, er að viðbragðsáætlanir, neyðaráætlanir eða skipulag stjórnunar rekstrarsamfellu voru/eru ekki til staðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2008 | 13:43
Tími til kominn að banna skuldatryggingarálag og matsfyrirtæki
Út um alla Evrópu má sjá það sama: Hækkun skuldatryggingarálags og lækkun lánshæfismats. Þetta tvennt helst í hendur eins og síamstvíburar og geta ekki annað, þar sem hvort um sig beitir hinu sem rökstuðningi. Skiptir engu máli, þó sérfræðingar og seðlabankar um allan heim séu sammála að markaðurinn fyrir skuldatryggingarálag sé kominn út fyrir allan þjófabálk menn halda vitleysunni áfram. Hækkandi álag hefur sjálfkrafa í för með sér lakari aðgang að lánsfé og lakari aðgangi að lánsfé fylgir lægra lánshæfismat. Á sama hátt þýðir lægra lánshæfismat lakari aðgangur að lánsfé sem leiðir af sér hærra skuldatryggingarálag. Fyrirtæki og lönd sem lenda í þessum vítahring eiga sér ekki leið út.
Ísland og íslensku bankarnir festust í þessum vítahring fyrir um ári. Hann vatt smátt og smátt upp á sig, sem varð til þess að lánalínur lokuðust samhliða hækkun álags og lækkun lánshæfismats. Færa má fyrir því góð og gild rök að þetta hafi spilað stærstan þátt í hruni bankakerfisins hér á landi. Þessi tveir þættir hafi hægt og rólega þrengt svo að íslenska bankakerfinu, að því hafi að lokum verið allar bjargir bannaðar. Steininn hafi síðan tekið úr, þegar ríkið ákvað að taka yfir Glitni, en þá hækkaði skuldatryggingarálagið upp í 5.000 - 5.500 stig og lánshæfismat var fellt verulega. Ástæðan sem gefin var, var að ríkið hefði ekki getu til að bjarga bönkunum(!) einmitt þegar ríkið/Seðlabankinn hafði verið að bjarga Glitni og það án þess að taka lán. Þetta er svo mikið bull að það er grátlegt að horfa upp á þetta. Þarna rugluðust matsfyrirtækin einfaldlega á orsök og afleiðingu. Spurningin sem þau gleymdu greinilega að spyrja var: Hvenær varð staða Glitnis þannig að bankinn gat misst lánalínu með stuttum fyrirvara? Vorum við búin að innifela það í matinu? Og, ef ekki, hvers vegna var það ekki innifalið í matinu?
(Annars pæli ég betur í samspili orsakar og afleiðingar í annarri færslu sem birtist síðar í dag.)
![]() |
Áhyggjur af greiðslugetu Rússlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 12:15
Þetta er skuldahliðin, en hvað með eignahliðina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.10.2008 | 14:58
Er gos að byrja?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.10.2008 | 23:23
Ætla að lána 3 milljarða punda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2008 | 15:35
"Efnahagsráðgjafi" Egils vísar í mín skrif
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.10.2008 | 09:47
Uppfærsla á heimasíðu Betri ákvörðunar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008 | 17:28
Góður sigur hjá Stoke
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.10.2008 | 14:05
Hugmynd minni um sannleiksnefnd vex fiskur um hrygg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.10.2008 | 15:16
Gefið lífeyrissjóðunum Kaupþing
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.10.2008 | 14:54
Bandaríkin þurfa að bæta skaðann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2008 | 09:33
Hrægammarnir mættir til að bæta um betur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2008 | 01:21
Löngu tímabær aðgerð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.10.2008 | 13:06
Heldur vel í lagt eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2008 | 10:23
Velfarnaðaróskir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2008 | 10:18
Skref í rétta átt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 00:35
Tillögur að stjórnarháttum fyrir nýju bankana
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 16:20
Lögum gegn hryðjuverkum beitt vegna 100 milljóna punda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2008 | 12:13
Litlir karlar í stórum störfum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 1682114
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði