Leita í fréttum mbl.is

Icesave er slæmt, en ekki stærsta vandamálið

Ég veit ekki hve margir átta sig á því, en samkvæmt tölum sem finna má á vef Seðlabanka Íslands, þá eru vaxtaberandi erlendar skuldir innlendra aðila, annarra en gömlu bankanna þriggja, gríðarlega miklar.  Í árslok 2008 voru þessar skuldir 3.649 milljarðar króna.  Hér er um að ræða skuldir Seðlabanka, ríkis og sveitarfélaga, innlánsstofnana annarra en gömlu bankanna, það sem er kallað aðrir geirar, m.a. orkufyrirtæki, og síðan vegna beinna fjárfestinga við erlenda banka, ekki þá íslensku, ekki við gömlu bankana.  Nei, þetta eru lán sem þessir aðilar tóku beint hjá erlendum lánastofnunum.

Í töflunni hér fyrir neðan eru skuldirnar og vaxtagreiðslur (miðað við 5% árlega vexti) bornar saman við verga landsframleiðslu og gjaldeyristekjur árið 2008.  Til samanburðar hef ég verga landsframleiðslu og gjaldeyristekjur fyrir 2007.

 

2007

2008

Verg landsframleiðsla (VLF)

1.301.410

1.465.065

Útflutningur alls

449.718

655.053

Erlendar skuldir alls

 

3.649.468

Sem hlutfall af VLF

 

249%

Sem hlutfall af útflutningstekjum

 

557%

   

Ársvaxtagreiðslur miðað við 5% vexti

 

182.473

Sem hlutfall af VLF

 

12,5%

Sem hlutfall af útflutningstekjum

 

27,9%

Þarna eru nokkuð ógnvekjandi stærðir og það er sama hvernig ég skoða þær, ég get ekki séð að við ráðum við þessar skuldir með þeim gjaldeyri sem við höfum til ráðstöfunar.  Raunar hefur staðan ekki gert neitt annað en að versna, því í lok 1. ársfjórðungs 2009 þá höfðu skuldirnar hækkað í 4.483 milljarða (306% af VLF og 648% af gjaldeyristekjum) og ársvaxtabyrði af þeirri tölu miðað við 5% vexti er 224,2 milljarðar. Síðan eiga greiðslur vegna væntanlegra lána ríkissjóðs og náttúrulega Icesave samningsins eftir að bætast við.  Hvaðan eigum við að fá þann gjaldeyri sem þarf í þessar greiðslur?  Ég sé bara ekki hvaðan hann á að koma.

Þetta væri í góðu lagi, ef gjaldeyrisjöfnuður landsins hefði verið jákvæður undanfarin 10 ár.  En svo var það ekki.  Þetta væri í lagi, ef við værum sjálfum okkur nóg með hráefni í framleiðsluvörur.  En svo er það ekki.  Það eru aðeins þrjár leiðir færar, svo hægt sé að fá gjaldeyri til að greiða þessa vexti, hvað þá afborganir lánanna líka:  Hin fyrsta er að skera stórlega niður allan innflutning og fara út í haftakerfi eftirstríðsáranna. Önnur er að taka ný erlend lán, en þau þarf að borga á einhverjum tímapunkti, þannig að þetta væri frestun á vandanum.  Þriðja er að kasta krónunni og taka upp þá mynt sem vegur þyngst í skuldum þessara aðila, en til þess þarf samþykki viðkomandi lands/landa.

Staðreyndir málsins eru að við erum komin með bakið upp við vegg.  Þrátt fyrir mikið innstreymi erlends gjaldeyris undanfarin 4-5 ár, þá varð lítið sem ekkert af honum eftir hér á landi.  Aðrir aðilar en innlánsstofnanir hafa farið hamförum í lántökum erlendis.  Í árslok 2004 stóðu þessar skuldir í 443 milljörðum og stóðu um síðustu áramót í tæpum 2.500 milljörðum.  Þetta er 464% aukning á fjórum árum.  Vissulega hefur staða krónunnar nokkuð með þessa hækkun að gera, en þó við gerum ráð fyrir 40% lækkun krónunnar, þá er samt um 239% aukningu að ræða.

Nú segir má til sanns vegar færa að á móti koma eignir í útlöndum.  Um áramót námu eignir annarra en gömlu bankanna 3.325 milljörðum og 2.795 milljörðum í lok 1. ársfjórðungs.  Nettó staða var því annars vegar 324,6 milljarðar og hins vegar 1.688,5 milljarðar.  Já, eignastaðan versnaði um 1.264 milljarða á 3 mánuðum.

Það er sama hvaða tölur er litið á, staðan er slæm.  Að vera með erlenda skuldir sem nema 249% af vergri landsframleiðslu er langt umfram það sem nokkurt land þolir.  Icesave skuldbindingin (samkvæmt samningnum) er smámunir í þessu samhengi.  Fyrir okkur skiptir engu máli hvort skuldin standi í 3.600 milljörðum eða 4.300 milljörðum.  Við erum alveg í jafn vonlausri stöðu.

Þessar tölur segja, a.m.k., að ekki dugir að fara þá leið, sem margir hafa stungið upp á, að láta erlenda aðila, sem eiga fé bundið hér á landi, fjármagna nýjar framkvæmdir.  Þetta er bara önnur leið til erlendrar lántöku og við höfum ekki efni á því að greiða meiri vexti til útlanda.  Betra er að losna við þetta fé úr landi núna strax, þó það kosti (vonandi bara tímabundið) mikla lækkun krónunnar.  Eina færa leiðin til uppbyggingar hér á landi er með innlendu lánsfé.  Við verðum að hætta að þessum ósið að vera sífellt að láta peningana okkar vinna fyrir aðra.


mbl.is Leynd ekki aflétt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álögur á heimilin þyngjast stöðugt - Framtíðarhorfur eru dökkar

Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna erum orðin nokkuð þreytt á úrræðaleysi stjórnvalda þegar kemur að skuldavanda heimilanna.  Við auglýsum því eftir hagspá fyrir heimilin, þar sem hagstærðir eru mældar sérstaklega með hagsmuni heimilanna í huga. 

Ég hef sjálfur skoðað sérstaklega nokkrar lykiltölur og það er sama hvaða atriði eru skoðuð, allt bendir í sömu átt.  Skuldir og skuldabyrði er að aukast umfram aukningu ráðstöfunartekna og eigna.  Hér fyrir neðan skoða ég nokkur atriði, en mun fleiri þarfnast greiningar.

1.  Þróun skulda heimilanna við lánakerfið

 

Staða í milljörðum króna í lok tímabils

2004

2005

2006

2007

2008,3

Skuldir heimila við lánakerfið, alls

877

1.083,6

1.323,4

1.546,9

1.890,4

    Bankakerfi

306,7

544,4

707,5

834,6

1.029,6

    Ýmis lánafyrirtæki

407,3

369,2

421,8

493,1

593,9

    Lífeyrissjóðir

86,8

92,5

109,2

129,7

156,0

    Tryggingafélög

13,5

8,9

7,2

4,5

10,9

    Lánasjóður íslenskra námsmanna

62,7

68,6

77,7

85,1

100,1

Þessar tölur eru unnar upp úr gögnum Seðlabankans.  Áhugavert er að sjá, að af rúmlega 1.000 milljarða skuldaaukningu á þessum 4 árum, þá eru 723 milljarðar eða 72% tilkomnir vegna aukningu skulda við bankakerfið, þ.e. Landsbanka, Glitni, Kaupþing og Sparisjóðina.  Þetta jafngildir auk þess 235% aukningu útlána bankakerfisins við heimilin á meðan útlánaaukning ýmissa lánafyrirtækja var eingöngu 46%.  Inni í þessari tölu er m.a. Íbúðalánasjóður, en einnig nær öll bílalánafyrirtækin og síðan Frjálsi fjárfestingabankinn.  Vægi ÍLS er því sáralítið í þessum tölum.

2.  Þróun skulda heimilanna, eignamyndun samkvæmt fasteignamati og breytingar á eiginfjárhlutfalli

Staða í milljörðum króna

2004

2005

2006

2007

Áætlað 2008

Fasteignamat húsnæðis

1530,7

2032,7

2311,4

2770

2894,1

Skuldir heimila við lánakerfið, alls

877,0

1.083,6

1.323,4

1.546,9

2.017,0

Eiginfjárhlutfall %

42,7%

46,7%

42,7%

44,2%

30,3%

Hér eru skuldir skoðaðar í hlutfalli við fasteignamat húsnæðis.  Ástæðan fyrir því að skuldir við lánakerfið 2008 eru hærri hér en í næstu töflu fyrir ofan er að hér er miðað við áramót, en áður við 30. september 2008. Eiginfjárhlutfallið hrapaði á síðasta ári og hefur haldið áfram að lækka hratt á þessu ári.  Höfum í huga að samkvæmt tölum Seðlabanka eru um 42% heimila með neikvætt eiginfjárhlutfall eða með mjög takmarkað eigið fé.  Það er því ljóst að eignum er mjög misskipt meðal þjóðarinnar.

3.  Þróun skulda í samanburði við breytingu á ráðstöfunartekjum

Staða í milljörðum króna

2004

2005

2006

2007

Áætlað 2008

Ráðstöfunartekjur

460,1

522,7

620,2

701,4

750

Skuldir heimila við lánakerfið, alls

877,0

1.083,6

1.323,4

1.546,9

2.017,0

Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum %

191%

207%

213%

221%

269%

 Hér sjáum við að skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hafa vaxið um 40% (78 prósentustig) á aðeins fjórum árum.  Þessi þróun má ekki halda áfram.  Það sem meira er, henni verður að snúa við.  Heimilin eru komin yfir mörkin sem Alþjóðagjaldeyrissjóður setur Íslandi vegna erlendra skulda.  Þessi skuldastaða er orðin það alvarleg að heimilin standa ekki undir henni.

Framtíðin er ekki björt

Niðurstaðan er einföld.  Allt hefur þróast í vitlausa átt.  Heimilin eru sífellt að verða skuldsettari, greiðslubyrðin eykst með hverju árinu og heimilin eiga minna eftir því sem tíminn líður. Stjórnvöld virðast ekki skilja þennan vanda og hafa ekki gert neitt til að takast á við hann.  Það er enginn greiningaraðili sem virðist kæra sig um að skoða vandann, hvað þá finna lausn á honum.  Ef það er mat fremstu sérfræðinga, að með erlendar skuldir upp á 250% af þjóðarframleiðslu eigi Ísland að lýsa sig gjaldþrota, hvað segir það okkur um stöðu heimilanna.  Skuldir heimilanna voru um áramót komnar upp í 269% af ráðstöfunartekjum.  Já, 269% af ráðstöfunartekjum.  Vissulega er dreifingin misjöfn milli heimila, en það segir okkur bara að staða mjög margra er mjög slæm.

En hver er ástæðan fyrir þessari þróun?  Er hún bara hrun krónunnar á síðasta ári að kenna og verðbólgunni sem á eftir fylgdi?  Nei, vandamálið er mun djúpstæðara.  Staðreyndin er að í fjölda mörg ár hefur meðalframfærslukostnaður vísitölufjölskyldunnar verið umtalsvert hærri en meðalráðstöfunartekjur.  Samkvæmt greiningu Arneyjar Einarsdóttur í grein í Morgunblaðinu 16. júní sl., þá vantar vísitölufjölskylduna sem nemur 8 mánaðalaunum eins aðila til að ná endum saman.  Hvernig fer fólk þá að því?  Jú, það tekjur lán. Þannig ná heimilin endum saman.  Eitt lán leiðir af öðru.  Skuldabyrði upp á 191% verður að 207%, 213%, 221%, 269%. Og hvað svo næst 300% eða 320%? Hver verður skuldabyrðin eftir 5 ár, 10 ár eða 15?  Hvaða áhrif hefur Icesave reikningurinn á afkomu heimilanna?  Bara vaxtabyrði Icesave nemur um 10% af ráðstöfunartekjum heimilanna.  Ætli það sé til eitthvað annað land í heiminum sem greiðir jafn hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum íbúanna í vexti af einu láni og Íslandi er ætlað?  Ég efast um það.

Það er sama hvernig litið er á það, heimilin í landinu eru komin með bakið upp við vegg.  Hér stefnir í fjöldagjaldþrot.  Samkvæmt greiningu minni á tölu Seðlabanka Íslands eru 54% heimila með þunga eða mjög þunga greiðslubyrði.  Þetta er umtalsvert meira en þau 23% sem Seðlabankinn telur í þessari stöðu.  44% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnu Hagsmunasamtaka heimilanna meðal félagsmanna töldu frekar litlar eða mjög litlar líkur á því að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar heimilisins næstu 6 mánuði meðan 33% töldu frekar miklar eða mjög miklar líkur á því.  61% svarenda sögðust vera gjaldþrota eða á leið í gjaldþrot, safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman, meðan aðeins 10% sögðust geta safnað svolitlu (9%) eða talsverður (1%) sparifé.

Hvað þarf þetta að ganga langt áður en stjórnvöld telja sig knúin til að bregðast við vandanum?  Hvað þurfa mörg heimili að fara í þrot áður en Jóhanna og Steingrímur bregðast við?  Áttar fólk sig ekki á afleiðingum þess að 10, 20 eða 30% heimilanna fari í þrot?

Viðbót:  Ég reiknaði að gamni mínu hver greiðslubyrðin af óverðtryggðu 40 ára láni með 5% vöxtum væri, ef skuldin væri 269% af ráðstöfunartekjum.  Það kemur í ljós að mánaðarleg greiðsla af slíku láni er 1,3% af ráðstöfunartekjum eða 15,6% á ári.  Sé lánið til 30 ára er greiðslubyrðin 1,45% á mánuði eða 17,4% af ráðstöfunartekjum á ári.  En sé lánið til 20 ára er greiðslubyrðin komin í 1,78% á mánuði eða 21,36% af ráðstöfunartekjum á ári.  Nú segir einhver, að ráðstöfunartekjur muni fara hækkandi á næstu árum.  Málið er að ekkert bendir til þess.  Helmingur heimila í landinu er með innan við 250 þúsund í ráðstöfunartekjur á mánuði og bandormurinn sem samþykktur var um daginn, hann innifelur víst í sér 90.000 kr. viðbótarálögur á hvert heimili í landinu.  Það bendir því flest til þess að ástandið eigi eftir að versna verulega áður en það byrjar að batna, nema farið verði í verulega leiðréttingu/eftirgjöf lána   Síðan á eftir að bæta Icesave skuldbindingunum ofan á.  Vissulega koma þær ekki til greiðslu fyrr en eftir 7 eða 8 ár, en það væri lítil fyrirhyggja að byrja ekki að safna strax.  Segjum að það séu 30 milljarðar á ári í 15 ár, þá jafngildir það eitthvað um 300.000 á hverja fjölskyldu á ári.  Ég sé bara ekki hvaðan peningarnir eiga að koma eða hvernig heimilin eiga að komast af.


mbl.is Vilja hagspá heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ætti krónan að styrkjast?

Krónuræsknið hefur verið heldur ræfilslegt undanfarna mánuði.  Skýringin er einföld.  Foreldrarnir eru búnir að missa trúna á hana.  Henni var því vísað á dyr og gert að spjara sig sjálfri.  Jú, vissulega fékk hún heimamund í formi gjaldeyrishafta og hárra stýrivaxta, en hvers virði eru slík sundhjálpartæki þegar ekki sést til lands í ólgusjó?

Almenningur hefur ekki trú á krónunni og leggur allan þann gjaldeyri sem hann kemst yfir inn á gjaldeyrisreikning.  Það sama gera fyrirtæki.  Enginn vill eiga það á hættu að verða röngu megin við hið óumflýjanlega gengishrun, sem verður þegar hjálpartækjunum sleppir.  Í landinu er óhemju mikið fé sem vill úr landi.  Því mun fylgja veiking krónunnar.  Hvernig væri bara að leyfa henni að gossa?

Ég velti því fyrir mér í haust, þegar gjaldeyrishöftin voru sett á, hvort það væri rétt ráðstöfun.  Hvort ekki hefði bara verið betra að gefa þeim sem vildu færi á að fara með peningana sína úr landi.  Ég sá fyrir mér að krónan myndi veikjast umtalsvert á stuttum tíma meðan hið óþolinmóða fjármagn væri að flæða út, ef það færi á annað borð.  Það er nefnilega málið.  Mér finnst það órökrétt fyrir erlenda aðila að fara með peningana sína úr landi með krónuna svona veika, nema menn telji að hún eigi eftir að veikjast meira. Sjáið til, eigi einhver 180 milljónir, þá fær viðkomandi 1 milljón evra á núverandi gengi, en fengi 1,5 milljón evra ef krónan styrktist um þriðjung.  Miðað við núverandi gengi, þá er viðkomandi að tapa stórfé á hverjum degi.  Hans hagur er því að gengið styrkist.

Fyrir íslenskan efnahag er betra að taka skell sem stendur stutt yfir, en það langvarandi ástand sem núna ríkir.  Það er líka þess vegna, sem "verðbólguskot" er betra en viðvarandi 12-16% verðbólga.  Eða stýrivextir upp á 20% í nokkra mánuði frekar en 12-15% í 2 ár.  Aðlögunarhæfni íslensks efnahagslífs hefur falist í því, að við höfum átt auðvelt með að fresta hlutum í stuttan tíma eða hraða verkum, þegar tímabundin lægð hefur komið.  Nú er ástandið öðruvísi.  Við erum með langvarandi vandamál.  Verðbólgan vill ekki hverfa, stýrivextir haldast háir, krónan er stöðugt veik og það sem verst er, læknirinn (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) hefur ekki hugmynd um hvað á að gera.  Hann hefur ekki farið í neina endurmenntun áratugum saman og fattar víst ekki breytingar sem hafa orðið í heiminum og áttar sig heldur ekki á því að Íslendingar eru vel menntuð þjóð.  Við áttum okkur á því meðulin virka ekki á sjúkdóminn, þar sem greiningin er röng.  Eina leiðin til að við getum farið að byggja upp er að ná viðspyrnu.  Það gerist ekki fyrr en krónan byrjar að hækka, stýrivextir fara niður fyrir 10% og verðbólgan er komin í 4-6%.  Það gerist ekki með gjaldeyrishöftum og innilokuðu fjármagni.  Höftin verða að fara og það fjármagn sem vill út landi líka.


mbl.is Telja engar líkur á styrkingu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

42% telja sig vera með ekkert eða neikvætt eigið fé

Þetta eru sláandi tölur sem koma fram í þjóðarpúlsi Gallup, þó þær komi ekki á óvart. 42% telja að skuldir séu álíka miklar eða meiri en verðmæti fasteignar. Þetta er meira en 4 af hverjum 10 íbúðaeigendum. Hvers vegna kemur niðurstaða Gallup ekki á...

Gott framtak hjá ríkistjórninni, en rangar tölur hjá Gylfa

Það ber að fagna framtaki ríkisstjórnarinnar varðandi viðræður við bílafjármögnunarfyrirtækin um gengisbundin bílalán. Ég vil þó taka varann á að tala um "erlend bílalán", því ég kannast ekki við að slík lán hafi verið í boði hér á landi. Lánin voru...

Ég fæ mun hærri greiðslubyrði eða 8,3%, ekki um 4%

Í grein í Morgunblaðinu í dag skrifar Gylfi Magnússon um greiðslubyrðina vegna Icesave. Þar segir hann m.a.: Vitaskuld er þó talsverð óvissa um vöxt útflutningstekna landsmanna á næstu árum. Óvarlegt er að gera ráð fyrir að vöxturinn verði sá sami og...

Er ráðherrann að verja hlutinn sinn?

Allar tölur um útlán sýna að skuldabyrði heimila fer sívaxandi. Hvort sem mælt er út frá tekjum, ráðstöfunartekjum eða eignum, skuldabyrðin er komin í hæstu hæðir. Hér kemur gott frumvarp í anda þess sem er við líði í mörgum löndum í kringum okkur sem...

Ég neita að vera kallaður óreiðumaður út af Icesave

Mér finnst hann furðulegur málflutningur Gylfa Magnússonar. Hann úthrópar Íslendinga óreiðumenn, ef við göngumst ekki undir þann nauðungarsamning sem Icesave samningurinn er. Kannski að blessaður maðurinn hafi ekki heyrt um álit seðlabanka Frakklands og...

Vaxtamunur bankanna: Eru rökin röng?

Ég var að lesa ýtarlega fréttaskýringu Morgunblaðsins á endurreisn bankanna og þeim vandamálum sem þar er staðið frammi fyrir. Höfundurinn, Pétur Blöndal, listar upp fjögur atriði sem skipti mestu máli, þ.e. misvægi í gjaldeyrisjöfnuði bankanna,...

Tölur Seðlabankans gefa ranga mynd - staðan er verri

Sé Jóhanna óánægð með stöðu heimilanna samkvæmt tölum Seðlabankans, þá verður hún ennþá óánægðari, þegar hún sér réttar tölur. Ég hef legið yfir þessum tölum undanfarnar 2 vikur og meðal annars komst af eftirfarandi: 1. Tölur Seðlabankans ofmeta stórlega...

Dropinn holar steininn - Bankar og þingmenn hlusta á HH

Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir því af eldmóði frá því að samtökin voru stofnuð í janúar, að komið væri til móts við kröfur samtakanna um leiðréttingu þeirra lána sem blásist hafa út á undanförum tæpum tveimur árum. Við höfum beitt fyrir...

Reglugerð um skattfrelsi eftirgjafar skulda nýtist ekki öllum

Fjármálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um skilyrði þess að eftirgjöf skulda manna utan atvinnurekstrar teljist ekki til tekna o.fl. nr. 534/2009 . Full ástæða er að fagna hugsuninni sem liggur að baki reglugerðinni og verður hún mikil réttarbót...

Hryðjuverkalög vegna þess að Íslendingum tókst ekki á 24 tímum að sannfæra Breta

Hvers konar bull er þetta í Bretum? Hér er greinilega komin haldgóð rök fyrir því að fara í mál við bresk stjórnvöld fyrir valdníðslu og vanhæfi. Breska fjármálaráðuneytið segir " að ekki hafi fengist skýr svör frá íslenskum stjórnvöldum um hvernig...

8% hátekjuskattur, en 27% "lífeyrisþegaskattur"

Ég skrifaði færslu um þetta fyrr í kvöld. Sjá: Bandormurinn er ómerkileg árás á þá sem minnst mega sín Samkvæmt mínum útreikningi þá fela tillögur ríkisstjórnarinnar í sér allt að 27% "lífeyrisþegarskatt". Já, 27% meðan hátekjuhópurinn greiðir 8% og...

Bandormurinn er ómerkileg árás á þá sem minnst mega sín

Hún er sérkennileg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar, þegar kemur að niðurskurði ríkisútgjalda. Fyrsti hópurinn sem ráðist er á með niðurskurðarhnífnum er gamla fólkið og öryrkjarnir. Sá skattur sem þessir hópar þurfa að sitja uppi með er ekki 8%, eins og...

Skoða þarf skyldur SPRON (og Frjálsa) til upplýsingagjafar

Það er nokkuð flóknara að slíta sparisjóði eða banka en öðrum fyrirtækjum. Liggur munurinn í þeim upplýsingum sem fjármálafyrirtæki meðhöndlar fyrir viðskiptavini sína. Í flestum tilfellum er um að ræða upplýsingar sem þurfa ekki aðeins að vera tiltækar...

Hvað þýðir að Ísland geri samning?

Ég hef aðeins verið að glugga í þessa Icesave samninga. Það sem vekur furðu mína að á meðan ríkissjóður Bretlands og hollenska ríkið eru aðilar að samningunum, þá er "Iceland" eða Ísland aðila að samningnum. Hvað þýðir það? Hvernig getur "Ísland" verið...

Breytingastjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu vantar

Ég hef, starfs míns vegna, verið sérlegur áhugamaður um góða stjórnhætti. Þó fókusinn hafi verið á áhættustjórnun, öryggisstjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu, þá er það nú nokkuð þannig að rekstur fyrirtækja snýst meira og minna um þetta. Raunar hef ég...

Mál sem aðrir ættu að fylgjast náið með

Loksins er kominn nógu stór aðili sem getur tekið til varna gegn eignaleigufyrirtækjunum. Fróðlegt verður að fylgjast með framgangi málsins, þar sem rökin eru öll þau sömu hvort sem um er að ræða 40 vinnutæki, einkabifreið eða húsnæðislán. Get ég ekki...

Traustið hvarf og það þarf að endurreisa

Ekki það að ég sé að mæla með aðferð húseigandans á Álftanesi, en í baráttu minni hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, þá finnur maður fyrir vaxandi gremju hjá fólki yfir úrræðaleysi stjórnvalda og bankanna. Mér finnst t.d. merkilegt að setjast niður með...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband