29.6.2009 | 17:26
Ég neita að vera kallaður óreiðumaður út af Icesave
Mér finnst hann furðulegur málflutningur Gylfa Magnússonar. Hann úthrópar Íslendinga óreiðumenn, ef við göngumst ekki undir þann nauðungarsamning sem Icesave samningurinn er. Kannski að blessaður maðurinn hafi ekki heyrt um álit seðlabanka Frakklands og háttsetts aðila innan sænska seðlabankans (eða hvar það nú er). Þessir aðilar hafa bent á, að Tryggingasjóðurinn hafi EKKI verið hugsaður til að standa undir kerfishruni og því væri ósanngjarnt að ætlast til þess að Íslendingar bæti tjónið upp að EUR 20.887 einir.
Mér vitanlega er ekki nein ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innistæðueigenda. Ábyrgðin er hjá aðildarfyrirtækjum sjóðsins. Vissulega á ríkið hluta af þeim fyrirtækjum, en þó bara sum þeirra. Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir bera ábyrgð á sjóðnum í hlutfalli við innlán hjá þessum aðilum undanfarin ár. Tryggingasjóðurinn á því ríkari kröfu á þessa banka en hamskiptinga þeirra í formi ríkisbanka. Hafi þeir ekki greitt inn í sjóðinn, eins og reglu kváðu á um, þá þarf að tryggja að slíkar kröfur séu forgangskröfur.
Ég er einn af þeim sem viðurkenna ábyrgð Tryggingasjóðsins gagnvart Icesave út frá laganna hljóðan. Ég fellst aftur ekki á það, að íslenskir skattgreiðendur þurfi að taka á sig 3-400 milljarða í vexti vegna þess að Bretar og Hollendingar vilja fá 5,55% vexti af skuldinni. Það er bara bull.
En aftur að óreiðumönnunum. Hvernig fær Gylfi það út að Íslendingar séu óreiðumenn, ef ekki er fallist á Icesave samninginn? Þó samningurinn verði felldur, þá er ekki þar með sagt, að ekki verði gerður nýr hagstæðari samningur sem síðar verður samþykktur. Óreiðumennirnir í þessu máli eru ekki hinn almenni Íslendingur. Við skrifuðum ekki upp á Icesave skuldbindingarnar. Ég frábið mér allt tal um að ég sé óreiðumaður út af Icesave.
Lágkúrleg þykir mér sú staðhæfing ráðherrans, að slæmt sé að líkjast Kúbu og sýnir skort á sögukunnáttu. Kúba var blómlegt land, þar til "stórveldið" Bandaríkin ákvað fyrir um 50 árum, að stjórnvöld á Kúbu væri þeim ekki þóknanleg. Hið mikla "stórveldi" ákvað að leggja efnahag eyjunnar í rúst, vegna þess að Kúbverjar ákváðu að samþykkja ekki nauðasamning "stórveldisins". Kúbverjar bjuggu yfir nægu stolti til að hafna afarkostum "stórveldisins" og búa frekar við fátækt. Allir sem hafa einhvern vott af siðferðiskennd viðurkenna að meðferð "stórveldisins", sem hagað hefur sér eins og villingurinn á skólalóðinni, á nágrönnum sínum, er út í hött. Hér er um skipulagt einelti að ræða og verður "stórveldinu" ekki til sóma í sagnfræðiritum framtíðarinnar.
Frekar vil ég búa á Kúbu norðursins, en þiggja afarkosti Breta og Hollendinga og annarra villinga, sem halda að þeir séu meiri menn af því að þeir geta níðst á 320 þúsund manna þjóð í ballarhafi. Að kalla okkur óreiðumenn vegna þess að við viljum bjóða villingunum byrginn er furðulegu sleikjugangur. Við höfum ekki neitað að borga. Við viljum hafna þeim samningi sem er á borðinu. Um það snýst málið. Svo skulum við ekki gleyma því, að þetta eina prósent sem átti að renna í tryggingasjóðinn íslenska, er lægri upphæð, en stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa af innistæðunum á Icesave reikningunum í formi fjármagnstekjuskatts.
Getum staðið við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 1679457
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Voðaleg viðkvæni er þetta. Hvar kallar hann íslendinga óreiðumenn í þessari grein?
Jónas Rafnar Ingason, 29.6.2009 kl. 17:43
Íslenska þjóðin hefur haft óreiðumenn til að stjórna landinu síðustu 30 árin. þess vegna þurfum við að sitja undir því að vera kölluð óreiðuþjóð. Spurningin er hvernig við náum gjafakvótanum frá óreiðumönnunum?
það verður ekki gert í einu vetfangi. En það er samt eina leiðin og þurfum við öll að leggjast á eitt með að leiðrétta það.
þar skiptir ekki máli í hvaða pólitískum flokki við erum eða erum ekki.
Annaðhvort erum við íslendingar eða ekki.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.6.2009 kl. 18:08
Ég vill bara segja það að ég er algjörlega sammála þér með Icesave og ég misst mest allt álit á Gylfa á undanförnum vikum.
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 18:31
Góð grein hjá þér.
Ég vorkenni ráðamönnum þjóðarinnar ekkert. Þetta fólk sóttist sjálft eftir þeirri stöðu sem það nú situr í. Ég er hins vegar að hallast meira og meira að því að núverandi ríkisstjórn sé ekki besti kosturinn frekar en Icesave samningurinn sem hún er að troða upp á þjóðina. Það er ekki þar með sagt að það þurfi ekki að hlusta á "þjóðina" og tala til hennar með "geðvonskutón" ef hún telur að ekki sé staðið rétt að málum. Ég óttast töluvert að margt af því sem núverandi ráðamenn eru að framkvæma eigi eftir að koma í hausinn á þjóðinni þegar fram líða stundir. Mér finnst allt of mikið af verkum ríkisstjórnarinnar unnið "bak við tjöldin", ríkisstjórnin, sem lofaði því að vinna "fyrir opnum tjöldum". Svo er farið í geðvonskuköst og nánast hótanir hafðar á lofti, svo sem Kúpa norðursins, óreiðufólk og fleira og fleira, ef þjóðin er ekki á sama máli.
Mér finnst ákaflega stutt í hrokafull svör hjá Gylfa eftir að hann komst í ráðherrastólinn. Ég fæ oft á tilfinninguna að hann sé að tala niður til almennings þegar hann svarar fréttamönnum. Það eru stór orð að kalla Íslendinga "óreiðufólk".
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 18:44
Blessaður. Ég er ekki alveg að skilja þegar menn tala með tilfinningunni einni saman. Viltu frekar vera bláfátækur en að samþykkja þennan samning ( ,,Frekar vil ég búa á Kúbu norðursins...)? Þetta er nú mesta bull og vitleysa...
Inn í þessi lönd koma íslenskir útrásarvíkingar og narra fé af fólki undir nafni Íslands (íslenskir bankar). Við ætlum svo að sjá um allar innistæður á Íslandi þ.a. enginn tapar neinu hér en gefum skít í aðra sem eiga innistæður aðeins vegna þess að þeir búa í öðru landi.
Þó samningurinn verði felldur er ekki þar með sagt að við getum ekki fengið hagstæðari samning...Hvar hefur þú þetta?
Guðbjartur (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 18:48
Guðbjartur, ég sé ekki samhengið á milli þess að vera bláfátækur og samþykkja ekki þann samning sem er á borðinu. Ég myndi frekar halda að samþykkt samningsins myndi rýra lífsgæði hér á landi, ekki öfugt.
Ef Alþingi fellir samninginn, þá mun það varla samþykkja óhagstæðari samning síðar. Það væri furðuleg samningatækni. En, Guðbjartur, finnst þú ert svo æstur í að borga þennan samning, ertu ekki til í að borga minn hluta í honum líka?
Marinó G. Njálsson, 29.6.2009 kl. 18:58
Jónas Rafnar, hér er bein tilvitunin í ræðu Gylfa af Eyjunni:
Ég fæ ekki betur séð en Gylfi segi okkur vera "óreiðumenn" nema við göngum að þessum afarkostum.
Annars hef ég heimildir fyrir því að Steingrímur sé að hóta þingmönnum sínum. Þeir samþykki Icesave samninginn eða geti gleymt því að mál þeirra fái framgang á þingi. Þetta er orðið að hrossakaupum.
Marinó G. Njálsson, 29.6.2009 kl. 19:04
Ef þetta er rétt með hann Steingrím J. að hann sé að hóta þingmönnum í flokknum sínum og í raun neyða þá til að gefa undan sannfæringu sinni þá er ekki mikið eftir af lýðræðist og þingræðs ást hinns hátvirta Fjármálaráðherra.
Er þetta lausnin hjá VG, gömlu Alþýðubandalgas brögð, hótanir og bakherbergis samningar og hnífstungur?!
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 19:10
Þú segir; Kúbverjar bjuggu yfir nægu stolti til að hafna afarkostum "stórveldisins" og búa frekar við fátækt. Svo segirðu; Frekar vil ég búa á Kúbu norðursins, en þiggja afarkosti Breta og Hollendinga og annarra villinga. Er það þá ekki rétt skilið að þú vilt frekar búa við fátækt og halda stoltinu, en að samþykkja þessa samnnga?????
Nú og ef Alþingi hafnar samningnum telur þú þá sjálfgefið að við fáum betri samning?
Þ.a. ef við höfnum alltaf nýjum samningsdrögum þá fáum við alltaf aðeins betri samning í staðinn...er það málið?
Það væri frábært...fella alltaf samningsdrögin þangað til á endanum þá greiða þeir okkur...
Ef Alþingi fellir samninginn, þá mun það varla samþykkja óhagstæðari samning síðar. Það væri furðuleg samningatækni
Guðbjartur (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 19:21
Gerður Pálma, 29.6.2009 kl. 20:02
Guðbjartur, þú virðist ganga út frá því að hér verði fátækt, ef við höfnum samningnum. Ég efast um það. Þú virðist líka ganga út frá því að við munum einangrast við að hafna samningnum. Ég efast um það. Með því að hafna samningnum erum við bara benda umheiminum á, að þó hér hafi bankar hrunið, þá látum við ekki allt yfir okkur ganga. Við eigum okkar rétt.
Áðan sá ég viðtal við konu sem virðist alveg sammála mér og hún er meira að segja vel menntuð á sviði Evrópuréttar, sem blessaður viðskiptaráðherrann er víst ekki.
Marinó G. Njálsson, 29.6.2009 kl. 20:17
Vil benda á þessa grein varðandi Icesave: http://elvira.blog.is/blog/elvira/entry/905403/
Kveðja,
Ólafur
Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 20:39
Kannski viljið þið lesa þennan pistil eftir Loft A. Þorsteinsson og kannski hafið þið þegar lesið hann:
http://altice.blog.is/blog/altice/
Elle_, 29.6.2009 kl. 20:39
Svo það fari ekki á milli mála, þá tel ég að við munum ekki komast hjá því að standa undir einhverjum af greiðslum sem eru komnar til vegna Icesave innistæðureikninganna. Ástæðan er einfaldlega sú, að neyðarlögin breyttu forgangi krafna og settu innistæður fremstar. En það er ekki sama hvernig farið er að því.
Annars er athyglivert að í tilskipun 94/19/EB um innstæðutryggingar er einfaldlega ekki horft til þess möguleika að tryggingarsjóðinn geti skort greiðsluhæfi.
Marinó G. Njálsson, 29.6.2009 kl. 21:15
Blessaður aftur...
Ég gekk ekki út frá neinu. Ég tók bara þín orð og spurði þig um þau.
Guðbjartur (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 21:38
Jónas Rafnar, hér er bein tilvitunin í ræðu Gylfa af Eyjunni:
“Það er bara einfaldlega þannig að land sem gerir ekki upp skuldir sínar - það vill enginn eiga viðskipti við það - það vill enginn við þá tala, það vill enginn lána þeim, frekar en öðrum óreiðumönnum, svo ég noti hugtak sem aðrir hafa notað,” sagði Gylfi.
Ég sé samt ekki að hann sé að kalla þig óreiðumann. En land sem neitar að greiða skuldbindingar sínar er alveg hægt að líkja við óreiðumenn að mínu mati.
Jónas Rafnar Ingason, 29.6.2009 kl. 22:02
Ég held ekki að við ættum bara að neita. Ég held við þurfum að geta það fyrst og ekki grafa okkur ofan í holu sem við ekki komumst upp úr. Engar nauðungar og þvinganir. Ná peningum af óreiðumönnunum með góðu eða illu. Það er óþolandi að hlusta á Gylfa M. tala eins og Icesafe sé okkar skuldir.
Elle_, 29.6.2009 kl. 22:17
Er það ekki alltaf svo þegar siðleysingar leiða þjóð í vitleysu að landsmenn þurfi að borga.
Kaninn var fljótur að smella Madoff í jeilið annað en við gerum. Fáum siðleysingjana til að taka til eftir sjálfa sig í bönkunum. ??? hvert lendum við þá.
Við erum algerir himnaríkisaular.
Rúnar (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 22:42
Og ofboðslega var Madoff óheppinn að búa ekki í himnaríki aula og óreiðu/glæpamanna. 150 ár í hvelli. Ekki í himniaríki.
Elle_, 29.6.2009 kl. 22:51
Jónas, með fullri virðingu, þá er landið fólkið sem í því býr og þar með ég og fjölskylda mín. Gylfi sagði að ef við borguðum ekki Icesave, þá værum við óreiðumenn. Ég og þú (að því gefnu að þú búir hér á landi).
Ég tel að við þurfum að greiða Icesave skuldbindingarnar til að gæta jafnræðis, en það er ekkert í neinum reglum sem segir að við þurfum að greiða þær fyrir einhvern tiltekinn tíma sem ekki er hægt að framlengja. Að Bretar og Hollendingar hafi ákveðið að borga sínum þegnum innstæðurnar strax kemur okkar bara ekkert við. Þess vegna geta þessi lönd ekki heimtað vexti, hvað þá 5,55% vexti. Í mínum huga snýst þetta ekki um að borga ekki, heldur að gera það á okkar forsendum.
Marinó G. Njálsson, 29.6.2009 kl. 23:11
Annars mæli ég með því að fólk lesi færsluna hennar Elviru Méndez Pinedo: Niðurstöður skýrslu minnar um Icesave
Marinó G. Njálsson, 29.6.2009 kl. 23:21
Góður pistill hjá þér Marinó.
Jón Baldur Lorange, 29.6.2009 kl. 23:35
Samkvæmt EU tilskipunni eru Stjórnendur bankanna fyrstir þegar leita þarf eftir sökudólg.
Voru þeir óreiðumenn?
Skaðaði framferði þeirra orðspor og efnahag Íslensku þjóðarinnar? [landráðamenn]
Svör við þessu gætu einfaldað stöðuna og hreinsað þjóðina sem við tilheyrum.
Þegar búið er að hreinsa eigendur og stjórnendur einkabankanna að aðalábyrgð þá má halda áfram.
Næst má ganga á fjármálaeftirlit. Síðan á Bankamálaráðherra, Viðskiptamálaráðherra, Forsætisráðherra.
Var það óstjórn efnahagsmála á Íslandi sem olli hruninu.
Svo má spyrja hvort Seðlabankinn hafi brugðist.
Samfo sagði Davíð Oddson. Gerendurnir gleymdust?
Ábyrgðar aðilar fyllast ekki ágirnd eða freistast því það leiðir oftast til refsverðs atferlis þegar um opinbera starfsmenn er að ræða. Einstaklingar með þessa veikleika eru hvergi í ábyrgum samfélögum, fyrirtækjum ráðnir í ábyrgðar störf. Það var að falla dómur á einum aumingjanum í USA eftir 20 ára svikaferil gagnvart fjárfestum.
Júlíus Björnsson, 29.6.2009 kl. 23:47
Enn & aftur tek ég HATINN ofan fyrir félaga Marinó - hjartanlega sammála gagnrýni á "alheimsböðulinn USA" og hans "villimennsku í garð Kúbu." Sagan mun upplýsa fólk um hvernig USA, UK & önnur stórveldi hafa hagað sér gagnvart ríkjum eins og t.d. Írak, Kúbu o.s.frv. Sagan okkar mun einnig veita RÁNFUGLINUM, Bláskjá & Halldóri Ásgrímssyni algjöra FALL EINKUNN tengt þeirra heimsulegu gjörðum og hvernig þeir stóðu fyrir t.d. "svikamyllum tengt kvótakerfinu, bankakerfinu, Decode & svo mæti lengi telja" - þessi FÁBJÁNAR hafa valdið ÞJÓÐINNI ómældu tjóni...-...sköm þeirra er ÆVARANDI..!
Kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 00:49
Það er akkúrat málið; það er verið að setja jafnaðarmerki milli ÍSLENDINGA og Landsbankastjórnenda!!! Látum vera ef að einhverjir þarna út í heimi vilji gera það, en að íslenskir ráðamenn gera slíkt þá er mér nóg boðið. VIÐ erum ekki óriðumenn. Allflestir Íslendingar tóku ekki einu sinni þátt í sukkinu, heldur unnu bara sína vinnu og stóðu á allan hátt við sitt.
Það sem íslenskir ráðamenn eiga að gera er að gera erlendum aðilum það ljóst að ÖRFÁIR gráðugir, siðlausir einstaklingar standa á bak við þessa óreiðu. Síðan eiga ráðamenn íslenskir að ná til þessara einstaklinga, láta þá standa skil gjörða sinna og refsa þeim.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 30.6.2009 kl. 09:54
Jónas Rafnar, það er enginn að tala um að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar. Málið snýst um það hverjar skuldbindingarnar eru.
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 10:29
Jú þessi samningur er óhæfa. Það er eðlilegt að við stöndum við skuldbindingar okkar en þessir vextir eru ekkert annað en afarkjör. Að bera þetta saman við venjuleg lán er fáránlegt.
Við þurfum hinsvegar að horfast í augu við að litið er á Ísland sem mafíuríki og það með réttu. Hér störfuðu glæpamenn í skjóli stjórnmálamanna og komust upp með að reka banka sem voru hreinræktuð glæpafyrirtæki. Gömlu bankarnir gerðu út að að STELA peningum frá fólki sem þeir lokkuðu til sín með vöxtum sem engir aðrir gátu boðið. Eigendur og stjórnendur bankanna tóku peningana og lánuðu sjálfum sér og tengdum fyrirtækjum. Þetta er sama aðgerðarfræði og mafían ástundar.
Þar sem bankarnir voru yfirgengilega stórir á innlendan mælikvarða og náðu inn í öll horn samfélagsins má segja að Ísland hafi verið hreinræktað mafíuríki.
Babbitt (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 12:15
Skömm að því að heyra Gylfa tala svona.
Það er búið að "gjaldfella" allt sem íslenskt er vegna þessara fjárglæframanna, á meðan við vammlausir Íslendingar látum þá ganga óáreittir lausir og liðugir, er líklegt að heimurinn telji þá gjaldfellingu réttláta, við séum einfaldlega aumingjar og óreiðumenn sem eigi enga miskunn skilið.
Það er hins vegar ekki svo, og fyrir því þarf að berjast.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.6.2009 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.